Fréttablaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 58
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| SPORT | 42 Spretthlauparinn Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir og langstökkvarinn Þor- steinn Ingvarsson fögnuðu bæði sigri í sínum greinum á Stórmóti ÍR um síðustu helgi og tryggðu sér einnig bæði þátttökurétt á Nordic Challenge sem fer fram í Bærum í Noregi 14. febrúar næstkomandi. Þau toppuðu bæði á sama tíma því Hrafnhild var aðeins tveimur sekúndubrotum frá Íslandsmetinu í 60 metra hlaupi í sínu besta hlaupi á ferlinum og Þorsteinn bætti sinn besta árangur í langstökki á árinu með því að stökkva 7,33 metra. Hrafnhild og Þorsteinn eru kærustupar og það var því örugglega mjög góð stemning á heimilinu eftir árangurinn um síðustu helgi. „Það er gaman að geta verið í þessu saman en við náum yfirleitt ekki að fylgjast með hvort öðru þegar við erum að keppa því þá erum við sjálf að keppa,“ segir Hrafnhild. Þau æfa vanalega á sama tíma eftir að Þorsteinn kom yfir í ÍR fyrir stuttu. Góð helgi fyrir kærustuparið FRJÁLSAR Það munar tæpri hálfri öld á yngsta og elsta keppendanum á Meistaramóti Íslands í frjáls- um íþróttum sem fer fram í nýju frjálsíþróttahúsi í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Blikinn Kristján Gissurarson hefur skráð sig í stangarstökk karla en hann er fæddur árið 1953 og fagnar því 62 ára afmæli sínu í júní næstkomandi. Kristján Gissurarson hefur verið að keppa á stórmótum öld- unga undanfarin ár og á meðal annars Norðurlandamótið í flokki 55 til 59 ára sem er stökk upp á 4,11 metra. Yngstu keppendurnir eru ÍR- stelpurnar Guðbjörg Jóna Bjarna- dóttir og Helga Margrét Haralds- dóttir sem eru báðar fæddar árið 2001 sem þýðir að þær eru 48 árum yngri en Kristján. Fríða Rún Þórðardóttir í ÍR er elsta konan en hún verður 45 ára um næstu helgi. Fríða Rún tekur þátt í tveimur greinum á mótinu, 1500 metra hlaupi og 3000 metra hlaupi. Aðrir keppendur sem hafa skráð sig til leiks og eru komnir á fimm- tugsaldurinn eru Ólafur Guð- mundsson úr HSK (45 ára), Eva Skarpaas Einarsdóttir úr ÍR (43), Ágúst Bergur Kárason úr UFA (42) og Hörður Jóhann Halldórs- son úr FH (40). Mótið um helgina er fyrsta Meistaramótið sem fer fram í nýrri frjálsíþróttahöll FH-inga. Mikill fjöldi keppenda er skráður á mótið og þar á meðal allt okkar besta íþróttafólk. FH-ingar búast við góðum árangri við þessa glæ- nýju keppniaðstöðu. „Búast má bæði við metum og bætingum um helgina og ekki ólíklegt miðað við framfarir síðustu móta, að Íslands- met falli,“ segir í frétt um mótið á frjálsíþróttasíðu FH-inga. - óój Er 48 árum eldri en þær yngstu á mótinu Kristján Gissurarson keppir í stangarstökki karla. ENN AÐ KEPPA Stangarstökkvarinn Kristján Gissurarson hefur verið að í marga áraugi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eins árs afmælis þáttur Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá benna b ruff. Fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00 FRJÁLSAR ÍR-ingurinn Hrafnhild Eir R. Her- móðsdóttir kom í mark á 7,56 sekúndum í 60 metra hlaupi á Stórmóti ÍR um síðustu helgi og er farin að ógna verulega 19 ára Íslandsmeti Geirlaugar B. Geirlaugsdóttur. Hrafnhild bætti sig þarna verulega og er nú orðin önnur fljótasta íslenska konan í þess- ari grein frá upphafi. „Það er alltaf gaman að ná góðu hlaupi og það hefur verið markmiðið lengi að komast nálægt þessu Íslandsmeti,“ segir Hrafnhild Eir sem vann Hafdísi Sigurðar dóttur eftir spennandi hlaup. Hefur keppt lengi við Hafdísi „Við Hafdís erum góðar vinkonur og búnar að keppa lengi hvor við aðra eða bara síðan ég byrjaði í frjálsum. Sigurinn er alltaf sætur og þá sérstaklega þegar maður eru að keppa á móti svona góðum andstæðingi því þá er þetta ennþá sætara,“ segir Hrafnhild. Það er líka stutt á milli móta þessa dag- ana og um komandi helgi fer Meistaramót Íslands fram í Kaplakrika. „Takmarkið er bara að gera enn betur en um síðustu helgi. Draumurinn er að komast á EM,“ segir Hrafnhild en lágmarkið inn á EM er 7,55 sekúndur. Mmet Geirlaugar er 7,54 sek. „Á ég ekki bara setja stefnuna á það að ná þessu hvoru tveggja. Það væri gaman. Að sjálfsögðu verður maður að láta sig dreyma og setja sér markmið ef maður ætlar að ná eitthvað langt. Ég hef sett mér það markmið að stefna á það og leyfi mér að dreyma um það,“ segir Hrafnhild. Hrafnhild og Hafdís munu berjast um gullið í 60 metra hlaupinu og 200 metra hlaupinu um helgina og það verður ekki í fyrsta sinn. „Við höfum oftar en einu sinni verið herbergisfélagar í landsliðsferðum. Ég held að við séum alveg að toga hvor aðra áfram. Við vitum hvor af annarri og þá verður keppnin meiri og betri árangur kemur fyrir vikið,“ segir Hrafnhild. Hrafnhild kom frekar seint inn í frjáls- íþróttirnar á sínum tíma. „Ég æfði hand- bolta í sjö ár eða alveg þangað til að ég varð sautján ára. Ég hætti þá í handboltanum og besta vinkona mín var að æfa frjálsar. Ég ákvað að skella mér á æfingu og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Hrafnhild sem var væntanlega öflug í hraðaupphlaupunum í handboltanum. „Ég átti nokkur góð hraða- upphlaup á sínum tíma,“ segir hún. Spyr bara kærastann Hún viðurkennir að hún viti ekki mikið um frjálsar og að hún sé ekki með sína tíma á hreinu. Næsta æfing og næsta hlaup skipti mestu máli. „Oft þegar ég er spurð um hvaða tíma ég á best í hlaupum þá þarf ég yfirleitt að spyrja einhvern annan. Ég man aldrei á hvaða tímum ég er að hlaupa. Ég man svona sirka en ég spyr oft kærastann. Hann er líka í frjálsum og heldur utan um þetta,“ segir Hrafnhild en kærasti hennar er langstökkvarinn Þorsteinn Ingvarsson. Hrafnhild ber sérstakt nafn og það hefur sína sögu. „Ég er sú eina á Íslandi sem heit- ir Hrafnhild. Amma mín er hálfur Sami og heitir Ragnhild. Þetta kemur þaðan. Það mátti ekki skýra mig þessu nefni á sínum tíma og mamma mín lenti í miklu basli við að fá þetta í gegn,“ segir Hrafnhild en hún segir ennfremur að nafn hennar hafi fengið alls kyns meðferð í gegnum tíðina. „Ótrúlegt en satt, þá er það eiginlega hætt að pirra mig því ég lendi svo oft í því. Það pirrar meira fólkið í kringum mig. Ég er búin að heita mörgum nöfnum á ýmsum stöðum,“ segir Hrafnhild. Hrafnhild segir að árangurinn í ár sé því mikið að þakka að hún hefur getað æft í um tvö ár án þess að meiðast. „Það hefur ekk- ert verið að stoppa mig. Ég held að það sé að skila sér núna að geta æft reglulega og þurfa ekki að vera að halda aftur af sér,“ segir Hrafnhild. Hún þakkar líka þjálfara sínum, Jóni Oddssyni. „Ég er með ótrúlega góðan þjálfara og er heppin að hann á frá- bæra konu en þau hafa reynst mér ótrúlega vel,“ segir Hrafnhild. Hún viðurkennir samt að það hafi verið smá svekkjandi að hafa ekki náð lágmarkinu inn á EM þrátt fyrir frábært hlaup um síðustu helgi. „Þetta var gleðihelgi en smá svona „ah, bara eitt sekúndubrot.“,“ segir Hrafnhild hlæjandi en bætir svo við að lokum: „Þetta er bara einn stoppustaður á leiðinni.“ ooj@frettabladid.is Búin að heita mörgum nöfnum Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir hætti í handbolta þegar hún var sautján ára og skellti sér á sína fyrstu frjálsíþróttaæfi ngu. Um síðustu helgi var hún aðeins tveimur sekúndubrotum frá því að setja nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi. Metið og sæti á EM er markmiðið. EKKERT MÁ KLIKKA Í RÁS- MARKINU Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir hefur byrjað innanhússtíma- bilið mjög vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 2 -A 1 2 8 1 7 F 2 -9 F E C 1 7 F 2 -9 E B 0 1 7 F 2 -9 D 7 4 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.