Fréttablaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 32
6 • LÍFIÐ 6. FEBRÚAR 2015 H ún er björt og falleg á að líta, konan sem sest fyrir framan mig á kaffihúsinu á Kjar- valsstöðum. Það vott- ar ekki fyrir óöryggi hjá þessari konu og ég finn strax að mér líkar við þessa yfirveguðu nærveru sem hún ber með sér. Samtal okkar byrjar á kurteisishjali og ég skynja að þarna er á ferðinni yfirburða- greind kona sem fer óskaplega vel með íslenska tungu þrátt fyrir að hafa verið alin upp í ferðatösku, heimshorna á milli. „Ég var búin að flytja ellefu sinnum þegar ég var fimmtán ára og fékk alþjóðlegt uppeldi. Pabbi minn er skurðlækn- ir og títt með lækna að þeir sæki sér menntun erlendis. Við fluttum til New Hampshire í Bandaríkj- unum og svo til Helsingborg í Sví- þjóð og aftur heim í stutta stund áður en að við fluttum aftur til Sví- þjóðar. Þar bjuggum við í fjögur ár í innflytjendahverfi í Malmö og þá sá ég fullt af félagslegu misrétti undir nefinu á mér. Vinkona mín er ættleidd frá Indlandi og lenti hún í miklum rasisma á þessum tíma og einnig einstaklingar í mínum bekk sem tilheyrðu strangtrúuðum fjöl- skyldum og voru jafnvel gefnir öðrum í hjónaband ungir að árum. Þetta hefði ég síður séð hérna á Ís- landi og hefur vafalaust átt þátt í því að móta mig,“ segir Þórdís Elva sem án efa hefur verið svo- lítið skondinn krakki, hugmynda- rík og með sterka réttlætiskennd. „Réttlætiskenndin hefur alltaf fylgt mér, ég man eftir því að hafa skrifað Vigdísi Finnbogadóttur, þá- verandi forseta, opið bréf um um- hverfismál þegar ég var tíu ára og svo tók ég að mér að sjá um bætta umhverfisvitund jafnaldra minna, safnaði fyrir regnskógunum og rak ánamaðkasjúkrahús á tímabili þar sem ég gerði út krakka í hverf- inu til þess að bjarga ánamöðkum sem villst höfðu af leið,“ segir Þór- dís Elva með bros á vör. „Ber það sem eftir er“ Þórdís Elva stendur fyrir þarfri fræðsluherferð í samstarfi við fjarskiptafyrirtækið Vodafone sem ber nafnið „Ber það sem eftir er“ en þar fer hún yfir málefni sem varða samskipti ungs fólks á net- inu sem og í símanum. „Þetta er átak sem kennir foreldrum hnút- ana. Það vill verða kynslóðagjá í þessum efnum og foreldrar eiga erfitt með að fylgjast með hvað er í tísku og þess háttar. Krakk- ar eru löngu hættir á Facebook því þar eru foreldrarnir sjálfir, afi, amma og kennarar krakkanna. Þau hafa þau fært sig yfir á aðra miðla eins og Instagram, Tumblr og Vine,“ segir Þórdís. Fyrir þá sem vita ekki hvað Vine er þá er það eins konar opin myndbanda- veita þar sem notendur geta sett inn myndband af sínum hugðar- efnum. Þess er skemmst að minn- ast þegar Vine-stjarnan Jerome Jarre kom til Íslands og unglingar þessa lands þyrptust í þúsunda tali í Smáralindina til að berja hann augum. Átroðningurinn var það mikill að hættuástand skapaðist. „Á þessu tímabili höfðu fáir yfir tvítugu nokkurn tímann heyrt um Vine,“ segir Þórdís. Á fyrirlestrunum gefur Þórdís Elva foreldrum innsýn í þennan nýja heim og hvernig megi bregð- ast við á réttan hátt þegar erfið mál koma upp. „Þessi fræðsluher- ferð gengur svolítið út á að brúa bilið á milli kynslóðanna og búa til skilning. Þegar koma upp erfið mál eins og hefndarklám, þar sem verið er að dreifa nektarmyndum án samþykkis einstaklinga, getur það haft gríðarlega neikvæðar af- leiðingar fyrir félagslega stöðu og framtíðarmöguleika þolandans. Þegar svona erfið mál hafa komið upp þá hefur skort töluvert upp á að krökkum finnist þeir geta leit- að til fullorðinna og þar af leiðandi einangrast þeir í eigin heimi með þessi mál. Þegar verst lætur finnst þeim sjálfsvíg vera eina lausnin.“ Áður en internetið og almenn farsímaeign kom til sögunnar var rómantískum áhuga komið á fram- færi með öðrum hætti. Í sumum tilfellum voru vinirnir fengnir til að bera skilaboðin áfram, hringt í heimasíma viðkomandi og í flest- um tilfellum lauk hringingunni áður en svarað var. Já, ástin var öðruvísi í gamla daga. „Núna eru boðleiðirnar svo allt öðruvísi, sumum finnst auðveldara að senda sms en að treysta vinkonu til að ganga á milli með þennan róman- tíska áhuga. Ég held að í botninn og grunninn séu alveg skiljanlegar og mannlegar hvatir á baki hluta eins og „sexting“. Það er eðlilegt og skiljanlegt að krakkar standi í þessu en hins vegar held ég að margir geri sér ekki grein fyrir hvað það er mikil áhætta sem felst í þessum samskiptum, enda sýna rannsóknir að allt að 25% þeirra sem fá send sexting-boð áfram- senda þau á þriðja aðila.“ Trúverðugar heilaslettur Þórdís Elva er mörgum hæfileik- um gædd bæði á riti og ræðu. Í dag er hún boðberi betri samskipta og vinnur að bættu samfélagi en upp- runalega leitaði hugur okkar konu í leikhúsheiminn og sótti hún nám í þeim geira til Georgíu í Bandaríkj- unum. „Ég hef alltaf verið afburða- nemandi og fékk styrk til náms í skóla sem heitir UGA og er einn stærsti opinberi háskólinn í Suður- ríkjunum en í honum voru 33.000 nemendur. Maður er svo vanur fá- menninu hérna á Íslandi þann- ig að þetta voru mikil viðbrigði.“ Að námi loknu kom Þórdís heim og tók þátt í nokkrum uppsetning- um í leikhúsi sem og í sjónvarpi. Glöggir muna kannski eftir henni úr dönsku sjónvarpsþáttaröðinni Erninum sem sýnd var á Íslandi við góðar móttökur. „Ég var reynd- ar skotin í höfuðið í þeirri seríu. Móðir mín átti mjög erfitt með að horfa upp á barnið sitt skotið en Friðrika Hjördís Geirsdóttir Umsjónarkona Lífsins | rikka@365.isUPPLÝST SAMFÉLAG STERKASTA VOPNIÐ Þórdís Elva fékk sterka réttlætiskennd í vöggugjöf og lætur ekki sitt eftir liggja í uppbyggingu betra samfélags með hugsjón og ástríðu að vopni. „Það er eðlilegt og skiljanlegt að krakkar standi í þessu en hins vegar held ég að margir geri sér ekki grein fyrir hvað það er mikil áhætta sem felst í þessum samskiptum.“ Plokkfiskur 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 0 -D F D 8 1 7 F 0 -D E 9 C 1 7 F 0 -D D 6 0 1 7 F 0 -D C 2 4 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.