Hagskýrslur um landbúnað - 01.02.1916, Síða 5
Formál i.
Avant-propos.
Búnaðarskýrslurnar fyrir árið 1915, sem hjer birlast, eru í
sama sniði sem að undanförnu, nema að skýrslur um jarðabælur
búnaðarfjelaga fylgja ekki með. Stafar það af því að nú í ár hefur
ekki verið úllilutað neinurn jarðabótastyrk, því að á síðasta þingi
var svo ákveðið, að hann skyldi að eins veitast síðara ár fjárhags-
tímabilsins. Til þess að fá samt inn jarðabótaskýrslur bæði árin
var ákveðið, að við úlhluLun styrksins 1917 skjddi auk jarðabót-
anna, er gerðar væru 1916, einnig taka tillit til jarðabóta þeirra, er
gerðar hefðu verið 1915, ef þær væru mældar 1916 og skýrslur urn
þær sendar stjórnarráðinu á venjulegum tíma það ár. En þrátt fyrir
þessi ákvæði hefur farið svo, að enn eru ekki komnar til stjórnar-
ráðsins skýrslur um jarðabætur árið 1915 frá nærri helmingnum af
búnaðarfjelögunum. Þykir því lilgangslaust að birta þær að svo stöddu.
Hagstofa íslands i október 1916.
Porsteinn Porsteinsson.