Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.01.1944, Blaðsíða 12
10
Fiskiskýrslur 1940—41
Árið 1940 voru gerðir hér út 35 botnvörpungar. Voru það allir liinir
sömu sem næsta ár á undan, nema Hannes ráðherra, sem fórst við Kjalar-
nes í febrúar 1939, og Gullfoss, sem ekki gekk lil veiða. Árið 1941 voru
botnvörpungarnir enn einum færri, því að Bragi sökk vegna áreksturs við
Englandsströnd í október 1940. Þegar botnvörpungarnir voru flestir, voru
þeir 47, árið 1925 og 1928. Auk botnvörpunganna voru hér gerð út 23
fiskigufuskip árið 1940, og er það tveim færra en árið áður, en 1941 voru
þau komin niður í 15, því að mörg þeirra fóru þá að stunda fiskflutning
til Bretlands. Flest hafa þau verið 35 árið 1930. Eru þau síldveiðaskip og
línuveiðaskip. Með mótorskipum eru taldir mótorbátar, sem eru stærri en
12 lestir. Slíkum skipum hefur fjölgað á síðari árum, og voru þau orðin
334 árið 1940, en ekki nema 328 árið 1941. Árin 1940 og 1941 skiptist fiski-
flotinn þannig hlutfallslega eftir tegundum skipanna:
.
1940 1941
Tala Lestir Tala Lestir
Mótorskip 85.a °/o 39.0 °/o 87.o °/o 40.a °/o
Botnvörpuskip .... 5.9 — 50.6 — 9.o — 52.i —
Önnur gufuskip .. 8.9 — 9.6 — 4.o — 7.i —
Samtals 100.o °/o 100.o °/o 100.o °/o 100.o o/o
Svo sem sjá má á töflu I (bls. 23 og 63) er messt fiskiskipaútgerð frá
Reykjavík. Árið 1941 gengu þaðan 47 skip eða Vg fiskiskipanna, en fram-
undir % af lestarrúmi skipanna kom á Reykjavíkurskipin, enda eru flestir
botnvörpungarnir gerðir þaðan út. Vestmannaeyjar voru að visu töluvert
hærri að skipatölu (77 skip), en skipin eru þar svo miklu minni, að lest-
arrúm þeirra nemur ekki nema rúml. Vs af lestarrúmi Reykjavikur-
skipanna.
Tala ú t g e r ð a r m a n n a og útgerðarf élaga þilskipa hefur
verið undanfarin ár:
Útgerðar- Skip lcstir Útgcrðar- Skip Lcstir
menn á hvern á hvern menn á hvern á hvern
1932 .... 212 1.2 92.2 1937 . ... 264 1.8 86.1
1933 .... 240 1 .2 87.7 1938 . ... 268 1.3 86-s
1934 .... 259 1.2 86.o 1939 . ... 293 1 .3 83.1
1935 .... 257 1.3 84.i 1940 . ... 300 1.3 89.i
1936 .... 282 1.3 84.2 1941 . ... 296 1.3 76.6
Stærsta útgerðin er hlulafélagið Kveldúlfur. Árið 1941 hélt það út 5
skipum, sem voru samtals 1840 lestir.
Meðaltal s k i p v e r j a á þilskipum um allan veiðitimann hefur verið
svo sem hér segir:
Skipverjar Meðaltnl á skip
1932 .... 3212 12.8
1833 .... 3514 12.o
1934 .... 3 795 ll.t
1935 .... 3 731 ll.t
1936 .... 4119 ll.i
Skipverjar Meðaltal á skip
1937 . ... 3 986 11.8
1938 .. .. 3 863 11.0
1939 .. . . 4 009 10.8
1940 . . . . 3 878 9.8
1941 .. , . 3 633 9.«