Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.01.1944, Blaðsíða 20
18
Fisldskýrslur 1040—41
Lifraraflinn hefur orðið 14% meiri árið 1941 heldur en 1940, en þá
var hann 5% meiri heldur en árið á undan.
V e r ð lifrarinnar, sem á þilskip aflaðist, hefur verið gefið upp í
skýrslunum, svo sem sjá má af töflu XI (bls. 52 og 92). Samkv. skýrslun-
um varð meðalverð á hektólitra lifrar 1940 kr. Sl.so en kr. 144.03 árið 1941.
Ef gert er ráð fyrir sama verði á þeirri lifur, sem á báta aflaðist, verður
verð alls lifraraflans árið 1940 8.2 milj. kr., en I6.0 milj. kr. árið 1941.
Síðastliðin 5 ár hefur verð lifraraflans verið:
Á botnvörpu- A önnur Á háta
skip þilskip Samtals
þús. kr. þús. kr. þús. kr. þús. kr.
1937 .... 725 319 2 036
1938 . . . . 1 127 1 063 416 2 606
1939 . . . . 1 168 356 2 575
1940 . . . . 2 803 1 404 ■ 8 228
1941 .... 8 478 5 668 2 500 16646
Hrognaal'li hefur ekki verið talinn í fiskiskýrslunum fyr en 1941,
en þá taldist hann um 20 þús. hektólítrar, sem skiptist þannig:
Á botnvörkuskip.............. 2 384 hl 107 280 kr.
- önnur þilskip ........... 13 855 — 579 625 —
- báta .................... 3 501 —_____148 092 —
Samtals 19 740 lil 834 997 kr.
Á bátaskýrslunum hefur ekki verið gefið upp neitt verð á hrogn-
unum, en hér hefur verið sett á þau sama verð sem á þilskipunum að
meðaltali.
Sundurliðuð skýrsla um hrognaaflann er í töflu XI (bls. 92).
C. Síldaraflinn.
Produit de la páche du liareng.
Sundurliðuð skýrsla um síldaral'la þilskipa er í töflu XI (bls. 52 og
92) og um síldarafla báta í töflu XII og XIII (bls. 53—55 og 93—95), en
hve mikið hefur aflazt af síld með ádrætti úr landi, sést á töflu XII og XIV
(bls. 53, 55—56, 93, 95—96).
Samkvæmt íiskiskýrslunum hefur síldaraflinn síðustu 5 árin numið
því sem hér segir:
Á þilskip A bátn Úr Iandi Samtals
1937 ...... 2 120 669 hl 52 063 hl 16 067 hl 2 188 799 hl
1938 ...... 1 691 107 — 34 077 — 6 779 — 1 731 963 —
1939 ...... 1 381 218 — 17 299 — 1 682 — 1 400 199 —
1940 ...... 2 254 508 — 8 706 — 5 562 — 2 268 776 —
1941 ...... 1 048 398 — 5 392 — 4 437 — 1 058 227 —
Árið 1940 var síldaraflinn með mesta móti, en 1941 binsvegar í rýr-
asta lagi, ekki nema tæpur hehningur á móts við aflann 1940.
Ef gert er ráð fyrir, að hl af nýrri síld vegi að jafnaði 90 kg, hefur
þyngd sildarafalans 1941 verið 95 milj. kg. Aflinn skiptist þannig: