Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1921, Blaðsíða 30
28*
Mannfjöldaskýrslur 1911—1915
24
heldur en árin á undan. Mestur var hann 1914, 16.2 af þús., en þá
hefur hann samt verið minni heldur en að meðaltali árin 1906—10.
Minstur var hann árið 1913, 12.2 af þús. og hefur hann aldrei áður
komist svo langt niður. Annars sýnir yfirlitið sífelda og töluverða
lækkun á hverju tímabili. Á rúmlega 30 árum, sem yfirlitið nær
yfir, liefur dánarhlutfallið lækkað úr 24.5 af þúsundi niður í-14.2
af þús. eða um 42 °/o.
í Reykjavíkurprestakalli dóu á árunum 1911—15 að meðaltali
199 manns á ári eða 14.« af þús. eða mjög litlu meir heldur en á
landinu í heild sinni. Munurinn er jafnvel svo lítill, að hann getur
stafað af tilviljun einni.
Manndauði á íslandi er nú orðið með minna móti í saman-
burði við önnur lönd, svo sem sjá má á eftirfarandi yfirliti um
manndauða miðað við 1 000 íbúa í ýmsum löndum á árunum næstu
á undan stríðinu (1908 —13, þar sem ekki er annars getið).
Dánir af 1000 manns. Ariegl meðaltal 1908—13
Danmörk 13.2 írland 16.9
Noregur 13.« Frakkland 18.6
Holland (1906-13)... 13.9 Ítalía 20 4
Svipjóö ll.o Portúgal (1910-13) .. 20.5
England 14.1 Austurríki 21.5
ísland .... 14.8 Búlgaria (1910—11) .. 22.4
Svissland 15.2 Spánn 22 s
Skotland 15 5 Serbía (1909—12) .... 23.7
Belgía (1909-12) .... 15.7 Ungverjaland 24.g
Finnland 16.4 Rúmenía (1912—13) .. 24.7
Pýskaland 16.5 Rússland (1906—09).. 28.9
er í álfu eru það aðeins Norðurlönd, Holland og England
sem slanda framar íslandi í þessu efni.
2. Mismunur á tölu fæddra og dáinna.
Excédani des naissances.
Mismunur á tölu fæddra og dáinna hefur gengið nokkuð upp
og niður, en þó yfirleitt farið fremur vaxandi, þrátt fyrir það þótt
fæðingum hafi fækkað, því að manndauðinn hefur minkað tiltölu-
lega meir. Mismunurinn á tölu fæddra og dáinna sjest á eftirfar-
andi yfirliti.
Mismunur Á 1000
á fæddum og dánum manns
1911 .............. 1 053 12.3
1912 .............. 1 063 12.3
1913 .............. 1 156 13.3