Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1921, Blaðsíða 20
18
54
Mannijöldaskýrslur 191 i—1915
karla og konur. Pað er því eðlilegt, að meðalaldur við giftingu hafi
lækkað. Á síðasta tímabilinu hafa þó giftingarlíkur jTngri aldurs-
flokkanna ekki vaxið, heldur jafnvel minkað, nema kvenna á aldr-
inum 20—25 ára. En þar sem nú meðalgiftingaraldur bæði karla
og kvenna hefur samt lækkað, sýnir það, að tiltölulega meir hefur
dregið úr giftingum karla í eldri aldursflokkunum heldur en hin-
um yngri.
Á töflu XIV (bls. 47) sjest aldursmunur brúðhjóna 1911—15.
Til þess að fá ljósara yfirlit um aldursmuninn hefur verið reiknaður
út meðalgiftingaraldur kvenna, er giftast mönnum í hverjum aldurs-
flokki og ennfremur meðalgiftingaraldur karla, sem giftast konum í
hverjum aldursflokki. Sjest það á eftirfarandi yfirliti.
Aldur Meðalgiftingaraldur Aldur Meðalgiftingaraldur
brúöguma brúða brúöa brúöguma
Innan 20 ára 27.4 ár
Innan 25 ára 24.3 ár 20—24 ara ...
25-29 ára 25.i — 25—29 — ... 29.5 —
30—34 — 27.o — 30-34 — ..., 31.4 —
35—39 — í 28.o — 35—39 - ... 35.3 —
40—44 — .... 32 2 — 40—44 — ... 39 s —
45_49 _ 36 g — 45—49 __ .,., 42.fi —
50-54 — 37.2 — 50—54 - .... 46.3 —
55—59 — 39.« — 55-59 - .... 51.4 -
Karlar, sem giftast innan 25 ára, ganga venjulega að e
konur, sem eru heldur eldri en þeir sjálfir. Annars gildir sú regla
um karla, að á hvaða aldri sem þeir giftast, taka þeir sjer venju-
legast konur, sem eru yngri en þeir sjálfir. Þegar þeir giftast innan
við þrítugt er aldursmunurinn venjulega ekki mikill, en vex eftir
því sem þeir giftast seinna. Konur sem giftast innan þrítugsaldurs
ganga venjulega að eiga menn, sem eru eldri en þær sjálfar, og því
yngri sem þær eru því meiri er aldursmunurinn. Konur, sem giftast
innan tvítugs eignast venjulega menn, sem eru nál. 10 árum eldri,
en svo minkar munurinn og um þrítugsaldur giftast þær venjulega
jafnöldrum sínum. Þær sem giftast eflir þrítugt giftast aftur á móti
venjulegast mönnum, sem eru yngri en þær og aldursmunurinn
verður því meiri sem þær giftast eldri.
4. Brúðkaupstið.
Mariages par mois,
í töflu IX (bls. 44) er sýnt, hvernig hjónavigslurnar hafa skifst
niður á mánuðina árin 1911—15. Ber hún það með sjer, að gift-