Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1938, Side 20
18*
Mannf jöldaskýrslur 1931—1935
eru allir ger,ðir jafnlangir. En þessu fer mjög fjarri. Yfirlitið sýnir, að
hjónavígslur eru langtíðastar á vorin (maí—júní) og fyrri hluta vetrar
(októher—desember), en miklu minna um þær liina tíma ársins.
Siðustu árin hafa hjónavígslurnar skifst þannig eftir vígslustað.
Hlutfallstölur
192(3—30 1931—35 1926—30 1931—35
I kirkju 433 340 12.5 °/o 9.4 °/o
Hjú presti 2066 2127 59.s -- 59,o —
1 heimahúsum 683 545 19.8 — 15.i —
Hjá sýslumanni eða bæjarfógetn 273 595 7.9 16.5 —
Samtais 3455 3607 100.o°/o 100.o °/o
Á yfirlitinu sést, að aðeins tæpl. Vw hluti hjónavígslnanna fer fram
í kirkju, og fer sú tala lækkandi. Ai'tur á móti fara um % hjónavígsln-
anna fram heima hjá prestinum, og færist það í vöxt, en rúml. Vi í heima-
húsum hrúðhjónanna eða vandamanna þeirra. Siðasti liðurinn sýnir
nokkurnveginn tölu horgaralegra hjónavígslna, þótt það komi reyndar
stundum fyrir, að þær séu ekki framkvæmdar í embættisskrifstofunni,
heldur í heimahúsum. Svo var t. d. um 15 borgaralegar hjónavigslur
1931—35. Á árunum 1931—35 hefur tala borgaralegra hjónavígslna verið
meir en tvöföld á móts við næsta 5 ára timabil á undan.
Töluverður munur er að þessu leyti milli kaupstaðanna annarsvegar
og sýslnanna hinsvegar, svo sein sjá má á eftirfarandi yfirliti fyrir árin
1931—35.
1 kirkju Hjá presti 1 heimahúsum Hjá sýslumanni eða bæjarfógeta .... Reykjavik 1.8 °/o 68.9 — 7.9 — 21.4 — Ivaupst. 4.4 °/o 68.2 — 8.i — 19.3 — Sýslur 24.8 °/o 37.8 —* 31.o — 7.i —
Samtals 100.o °/o lOO.o °/o 100.o °/o
í kaupstöðum er vígsla í kirkju miklu fátíðari heldur en í sýslunum.
í kaupslöðum t'óru 1931—35 aðeins um 2% % af hjónavígslunum fram
í kirkju, en í sýslunum 25 %. Kirkjulegar hjónavígslur, sem framkvæmd-
ar eru utan kirkju, fara í kaupstöðum flestar fram á heimili prests, en í
sýslunum fer allmikill hluti þeirra fram i heimahúsum. Borgaralegar
hjónavígslur eru miklu tiðari í kaupstöðunum. 1931—35 voru þær 21.i%
af öllum hjónavígslum í kaupstöðunum, en aðeins 7.7% í sýslunum.
Vanalegast er, að hjónavígslur fari fram, þar sem brúðurin á heiina,
en þó er það töluvert farið að tíðkast, að út frá því sje breytt. Árin
1931—35 fóru þannig 570 hjónavígslur, eða 15.8% af öllum hjónavigslum
á þessum árum, fram í annari sýslu eða kaupstað heldur en þar sein
brúðurin átti heima. Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig þessar 570 hjóna-
vigslur skiftust á hvern kaupstað og hverja sýslu eftir heimili brúða og
hjónavígslustað.