Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1938, Side 33
Mannf jöldaskýrslur 1931—193S
31'
Síðari hluta sumars og fyrri hluta vetrar (ágúst—nóvember) er mann-
dauðinn minstur, en mestur siðari hluta vetrar og fyrri hluta sumars.
(>. Dánarstaður og heimili látinna.
Lieu (le dcccs el domicile dcs décédcs.
í töflu VII og VIII (hls. 22—34) eru dánir taldir á dánarstaðnum,
nema hvað þeir, sem drukna út á rúmsjó, eru taldir þar, sem þeir eiga
heijna. I töflu XXV (bls. 52—5fi) eru aftur á móti allir dánir taldir eftir
heimilisfangi. Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig mannslátin 1931—35
skiftust á kaupstaðina og sýslurnar eftir dánarstað og heimilisfangi.
Dánarslaöur Heimili Mismunur
Kevkjavik 1803 1560 + 243
Aðrir kaupstaðir 1184 1062 |- 122
Samtals 2987 2622 + 365
Svslur 3223 3561 -4- 338
Otlönd - 27 -r- 27
Alls 6210 6210 -
Yfirlitið sýnir, að það er miklu algengara, að menn búsettir í sýsl-
unum deyi í kaupstöðunum heldur en öfugt. Þegar mannslátin eru talin
á dánarstað, þá verður dánartala kaupstaðanna 1931—35 12.i á þús.
íbúa, en í sýslunum 10.» á þús. Ef hinsvegar er miðað við heimilisfang,
verður dánartala kaupstaðanna ekki nema 10.u á þús., en sýslnanna 11.3
á þús. Að dánartalan er lægri í kaupstöðunum mun aðallega stafa af því,
að þar er tiltölulega meira af ungu fólki, en í sýslunum aftur tiltölulega
meira af eldra tölki.
7. Dánarorsakir.
Causes de déccs.
Skýrslum um dánarorsakir ahnent var byrjað að safna hér á landi
árið 1911. Um fvrirkomulag þeirra vísast lil þess, sem sagt er í Mann-
fjöldaskýrslum 1911—15 hls. 33*—35*. Skýrslurnar byggjast aðeins á
dánarvottorðum um mannalát í kauptúnum, þar sem læknir er búsettur,
en að öðru leyti á upplýsingum frá prestunum, sem héraðslæknarnir
eiga að yfirlita og leiðrétta eftir hestu vitund. Skýrslurnar skiftast því í
3 flokka efir því, hvernig upplýsingarnar eru fengnar, og eru hlutföllin
milli þessara flokka þannig:
1926—30 1931—35
llánarvottorð................................. 53 °/o CO °/o
Prestaskj’rslur með lciðréttingum lækna ... 16— 16 —
Prestaskýrslur eingöngu..................... ■ ■ ■ 31 —_______ 24 —
100 °/o 100 °/o
í töflu XXVI (hls. 45—49) er yfirlit um allar dánarorsakir á ári
hverju 1931—35 og samtals öll árin. Dánarorsökunum er skift i i'lokka.
Eru fyrst taldir næmir sjúkdómar og svo aðrir sjúkdómar, sem ekki