Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1958, Blaðsíða 7

Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1958, Blaðsíða 7
Inngangur. Introduction. 1. Almennar athugasemdir. General remarks. Skýrslur þær, sem hér birtast, eru hinar þriðju í röðinni af skýrslum Hag- stofunnar um dómsmál. Fyrri skýrslur Hagstofunnar voru fyrir árin 1913— 1918 og 1919—1925. Engar skýrslur hafa komið út fyrir árin 1926—1945, og stafaði það bæði af erfiðleikum á innheimtu gagna frá skýrslugefendum og af prentunarörðugleikum. Er þess ekki að vænta, að skýrslur fyrir þessi ár komi út héðan af. Skýrslur áranna 1946—1952, sem hér birtast, eru allmikið frábrugðnar þeim, sem seinast komu út. Niðurskipun efnis hefur breytzt allmikið, aðallega vegna tilkomu laga nr. 85/1936, um meðferð einkamála í héraði, og laga nr. 27/1951, um meðferð opinberra mála. Töflum um sáttamál hefur verið sleppt, þar sem efni til þeirra var mjög gloppótt, og töflur um skipti á búum hafa ekki verið gerðar. Stutt greinargerð um sáttamál og gjaldþrotaskipti er þó síðar í þessum inngangi. Ýmsar aðrar breytingar mætti nefna, en þær skipta minna máli. 2. Opinber mál. Criminal cases. Opinber eru í þessu sambandi þau mál, sem nú sæta meðferð samkvæmt lögum nr. 27/1951. Almenn lögreglumál, er svo voru nefnd áður en þau lög tóku gildi, falla þar undir, en um nánari skilgreiningu vísast til laganna. Tafla I (bls. 14—17) sýnir afdrif opinberra mála fyrir héraðsdómi eftir lögsagnarumdæmum og árum. í töflu II (bls. 18—21) er sýnd skipting mála eftir tegundum afbrota fyrir árin 1946—52 í heild, og í töflu III (bls. 22—25) eftir afbrotaflokkum og árum. Tála kærðra alls á landinu á tímabilinu 1946—52 var 41275 eða 5896 á ári til jafnaðar. Af hinum kærðu voru 34580 eða rúml. % í Reykjavík einni. Hér fer á eftir yfirlit um afdrif málanna:

x

Hagskýrslur um dómsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um dómsmál
https://timarit.is/publication/1129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.