Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1958, Blaðsíða 14
12
Dómsmálaskýrslur 1946—1952
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig dæmd einkamál skiptast eftir því, hve
langur timi hefur liðið frá því þau voru þingfest og þar til dómur féll í þeim:
Minna en 3 mánuðir
3—12 mánuðir ......
1—2 ár ............
Yfir 2 ár .........
Ótilgreint ........
5 002 eða 73,8%
1232 „ 18,2 „
441 „ 6,5 „
83 „ 1,2 „
22 „ 0,3 „
Samtals 6 780 „ 100,0%
Upplýsingar um málatíma eftir málategundum, bæði á öllu landinu og í
Reykjavík sérstaklega, eru í töflu VII.
5. Uppboð, fógetagerðir o. fl.
Auctions, sheriff’s acts etc.
Árin 1946—52 voru samkvæmt dómsmálaskýrslum haldin alls 1200 upp-
boð. Þar af voru 506 haldin af hreppstjóra, sjá nánar töflu IX.
Af fógetagerðum, sem á þessu tímabili voru alls nærri 42 þús. að tölu,
voru rúmlega 91% lögtök, sem langflest hafa átt sér stað í Reykjavík. Hér
er aðallega um að ræða lögtök vegna vanskila á opinberum gjöldum. Um
þriðjungur af lögtökunum bar ekki árangur. Af öðrum fógetagerðum er f jár-
nám algengast, þá útburður og löghald á undan dómi.
Nótarialgerðir voru samtals 30172 á árunum 1946—52. Um % af þeim
voru víxilafsagnir. Um vitnamál, dómkvaðning mats- og skoðunarmanna, eiðs-
mál, lögræðissviptingarmál og mál til brottfalls lögræðissviptingar, sjóferða-
skýrslur, borgaralegar hjónavigslur og leyfi til skilnaðar eru upplýsingar í
töflu IX, og vísast til þeirra.
6. Þinglýsingar.
Registration of mortgages etc.
Þinglýsingar á veöbréfum hafa á árunum 1946—52 verið samtals 30675
að tölu og heildarfjárhæð þeirra 2317 millj. kr. Rúmir % veðbréfanna voru
í fasteignum, en y3 í lausafé. Fjárhæð veðbréfa í fasteignum hefur til jafn-
aðar verið tæplega 68 þús. kr. á bréf, en fjárhæð veðbréfa í lausafé rúmlega
91 þús. kr. til jafnaðar. Sjá má af frumskýrslunum, að veðbréf í skipum eru
ýmist talin sem veðbréf í fasteignum eða lausafé.
Tala aflýstra veöbréfa var 18050 á tímabilinu, en heildarfjárhæð samtals
rúmlega 386 millj. kr. Meiri hluti þessara bréfa voru veðbréf í fasteignum,
15 526 talsins að fjárhæð 328 millj. kr. eða rúmlega 21 þús. kr. að jafnaði.
Fjárhæð aflýstra veðbréfa í lausafé var til jafnaðar 23 þús. kr. á bréf.
Afsöl á fasteignum voru 11063 talsins, að f járhæð alls rúml. 569 millj. kr.