Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1958, Blaðsíða 9

Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1958, Blaðsíða 9
Dómsmálaskýrslur 1946—1952 7 Ef kæra fjallar um fleiri en eitt afbrot, er afbrotið, sem mestu er talið varða, látið ráða flokkuninni, en hér er oft um álitamál að ræða. Langalgeng- asta kæruefnið er ölvun (ölvun á almannafæri, ölvun við bifreiðarakstur o. fl.), þ. e. nærri helmingur af kærunum bæði í Reykjavík og utan. Brot gegn „öðr- um lagaákvæðum, þó ekki þegningarlögum", sem eru aðallega brot á lögreglu- samþykkt, eru tæpur f jórðungur af öllum kærum og tiltölulega miklu tíðari í Reykjavík en utan hennar. Þriðja algengasta kæruefnið er brot á bifreiða- og umferðarlögum, en um það efni er rúmlega Vi af kærum í Reykjavík og tæplega % hluti af kærum utan Reykjavíkur. Á árunum 1946—52 voru kveðnir upp dómar yfir 1372 mönnum vegna brota á hegningarlögunum, (sjá töflu IV, bls. 26—28). Hér eru að sjálfsögðu margir taldir oftar en einu sinni. Af þessum 1372 var 101 sýknaður, en 1271 sak- felldur. Eftirfarandi yfirlit sýnir, yfir hve mörgum mönnum að meðaltali ár- lega hefur gengið dómur fyrir hegningarlagabrot þau ár, sem skýrslur ná til, hve margir þeirra hafa verið sýknaðir og hve margir sakfelldir: Sakfelldlr árlega af 10000 manns Sýknaölr Sakfelldlr Samtals Á öllum aldrl Yflr 14 ára 1881—1890 ........ 2,8 26,7 29,5 3,7 5,3 1891—1900 ............ 32,3 ... 4,3 6,3 1901—1910 ........ 0,6 25,7 26,3 3,2 4,6 1911—1920 ........ 1,0 19,2 20,2 2,2 3,1 1921—1925 ........ 0,4 31,6 32,0 3,3 4,7 1946—1952 ......... 14,4 181,6 196,0 8,9 13,0 Það skal tekið fram, að sakhæfi hefst nú við 15 ára aldur, en fyrir gildis- töku hegningarlaganna 1940 hófst það við 14 ára aldur. Af þeim 1372 mönnum, sem dómur var kveðinn upp yfir á árunum 1946—52 fyrir brot á hegningarlögum, voru 45 konur eða 3,3%. Eftirfarandi yfirlit sýnir hlutdeild kvenna í brotum gegn hegningarlögunum: Ákærelr/sakfendlr/dómíel’dlr Þar af konur á árl að meðaltall 1881—1890 .......................... 31,6 3,9 eða 12,3% 1891—1900 .......................... 32,6 3,9 „ 12,0 „ 1901—1910 .......................... 26,3 2,9 „ 11,0 „ 1911—1920 .......................... 20,2 1,9 „ 9,4 „ 1921—1925 .......................... 32,0 2,0 „ 6,2 „ 1946—1952 .......................... 196,0 6,4 „ 3,3 „ Tölur þessar eru ekki fyllilega sambærilegar. Fram að 1891 eru taldir allir ákærðir (sakfelldir, sýknaðir og burtfallnir af öðrum ástæðum, t. d. dánir meðan á máli stóð), 1892—1903 aðeins sakfelldir, en þar eftir dæmdir (sak- felldir og sýknaðir). Þetta á þó varla að skipta miklu máli við samanburð talnanna. — Af dómfelldum fyrir hegningarlagabrot 1946—52 voru 1148 eða 83,7% í Reykjavík. í töflu IV (bls. 26—28) eru upplýsingar um aldur og atvinnustétt þeirra, er dómur hefur gengið yfir fyrir brot á hegningarlögum. Rúmlega 70% þeirra voru innan við þrítugsaldur. í töflu IV er þeim, sem hér um ræðir, einnig skipt eftir tegund afbrota, og sýnir eftirfarandi yfirlit árlegt meðaltal afbrota í hverj- um flokki 1946—52 ásamt samsvarandi meðaltölum fyrri ára, sem skýrslur eru til um:

x

Hagskýrslur um dómsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um dómsmál
https://timarit.is/publication/1129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.