Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2008, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2008, Page 14
föstudagur 11. júlí 200814 Helgarblað DV Odour Ramses Paul sem betur er þekktur undir nafninu Paul Ramses er menntaður stjórnmálafræðingur sem er fæddur í Keníu. Paul kom til Íslands árið 2004 á vegum íslenska ABC-hjálparstarfsins. Mikil mót- mæli hafa verið síðustu vikuna fyrir utan dómsmálaráðuneytið. Síðasta haust starfaði Paul með stjórnmála- flokki Odinga ODM en eftir kosning- arnar urðu miklar óeirðir í landinu. Paul gekk í gegnum margt slæmt á þeim tíma en flúði svo land. Paul er hugsjónamaður Obonyo Atieno starfaði í örygg- issveitum ODM með Paul í Keníu og kynntist honum í gegnum kosn- ingarnar á síðasta ári. Þegar hann er spurður um Paul er hann ekki lengi að svara: „Hann er manneskja sem fer niður í þorpin og fátækrarhverf- in. Hann er maðurinn sem hjálpar fólkinu þar, af öllum þjóðarbrotum. Hann veit hvað fólkið í Keníu er að ganga í gegnum og leggur sig allan fram. Hann er heiðarlegur og trúr hugsjónamaður sem ég treysti,“ segir Obonyo og bætir við: „Það eru menn sem eru að leita að Paul og þeir leita að bróður hans. Paul er maður sem er á flótta.“ Þegar Obyono er spurð- ur um sína stöðu segist hann þurfa að koma sér úr landi sem fyrst en hann bað DV um að taka ekki fram hvert hann myndi fara. „Þetta mál snýst um manneskju sem gæti haft áhrif á lýðræði í landinu en ef hann verður sendur hingað núna er líf hans í hættu.“ segir Obonyo og held- ur áfram. „Þetta fólk getur gert allt, ef flokksbræður hafa nú þegar verið drepnir gæti Paul auðveldlega verið drepinn líka.“ Listinn Meðal þeirra gagna sem Paul Ramses og stuðningsmenn hans skiluðu inn til Útlendingastofnunar til stuðnings því að fá hæli á Íslandi var listi með nöfnum einstaklinga sem höfðu starfað með öryggissveit- um ODM-flokksins í kosningabarátt- unni. Fyrir aftan nöfnin er tekið fram hvort viðkomandi sé dáinn, horfinn eða í útlegð. Á listanum er nafnið á Paul Ramses og fyrir aftan það stend- ur „í útlegð“. Öryggissveitin hafði áhyggjur af ákveðnu fólki innan flokksins og út- bjó þess vegna listann. Paul vann mikið með öryggissveitunum á kosningafundum og var þess vegna einn þeirra sem voru á listanum. Í dag er listinn í höndum Útlendinga- stofnunar, en hann hlýtur að teljast sönnunargagn í umsókn Pauls um pólitískt hæli. Lögfræðingur Pauls staðfestir að Paul hafi verið á þess- um lista. Haukur Guðmundsson, settur formaður Útlendingastofn- unar, vissi ekki um listann þegar hringt var í hann. Hann tók fram að þar sem málið hafi ekki verið tekið fyrir hjá stofnuninni hefði það ekk- ert verið skoðað. „En ég er með ein- hvern lista hérna sem ég veit ekk- ert hvað er. Þetta er bara nafnalisti, en ég get ekkert tjáð mig um málið.“ Tekur hann fram að málið sé nú al- gjörlega á forræði ítalskra yfirvalda en Útlendingastofnun sendi öll þau gögn sem lögfræðingur Ramses á Ít- alíu biðji um. Á eftir litlu fiskunum Fólk sem er kunnugt í Keníu segir að ríkisstjórn Kibakis hafi farið á eftir „litlu fiskunum“ í flokki Odingas. Tal- ið er að það hafi verið besta leiðin til þess að veikja ODM-flokkinn án þess að vekja of mikla athygli alþjóða- samfélagsins. Ekki er vitað hvort fólk sé ennþá að hverfa úr grasrót flokks- ins. Ef þetta reynist rétt er líklegt að Paul Ramses sé einn af litlu fiskun- um sem flokkur Kibakis vill taka úr umferð. Þó að Ramses hafi ekki ver- ið einn af aðalmönnunum í kring- um kosningabaráttuna var hann mjög virkur í starfinu og mögulegur framtíðarstjórnmálamaður. Paul var á gistiheimili flóttamanna þegar DV náði tali af honum. Þegar hann var spurður um listann sagði hann áætl- un flokks Kibaki að veikja grunnstoð- ir ODM. „Ef stjórnarslit verða í land- inu þyrfti að boða til nýrra kosninga og þá er gott að vera búinn að losa sig við ákveðna menn. Þess vegna reyna þeir að brjóta niður þá sem voru sterkir í síðustu kosningum.“ segir Paul frá Ítalíu. ODM staðfestir ekki sögu Ramses Janet Ongera, framkvæmdastjóri ODM, sagði við DV að Kenía væri friðsamt land. „Eftir kosningarnar var hér hræðilegt ástand og ég get staðfest það að lögreglan fangels- aði og myrti flokksmenn ODM. En nú er Odinga forsætisráðherra og Kibaki forseti þannig að ríkisstjórn- in er sterk og leitar leiða til að halda friði í landinu.“ Sagði Janet að eng- in hætta væri á því að flokksmenn ODM væru ofsóttir vegna stjórn- málaskoðana sinna í dag en bætti því við að slíkt gæti leynilega átt sér stað í landinu. „Ef svo væri, er ég ekki í stöðu til þess að segja þér frá slíku.“ Þegar blaðamaður DV spurði Ong- era gat hún ekki staðfest það að Paul Ramses hefði starfað fyrir flokkinn í Keníu. „Það getur verið að hann hafi starfað fyrir einhverja aðra deild, en ég sé hann ekki inni í kerfinu okkar.“ Hún ætlaði að athuga þetta fyrir DV en ekki náðist í hana áður en blaðið fór í prentun. Þórunn Helgadóttir hjá ABC hjálparstarfi segir engan vafa leika á því að Paul hafi unnið með stjórnar- andstöðunni. Minnispunktar Jóns Magnússon- ar, þingmanns Frjálslynda flokks- ins, af fundi allsherjarnefndar um mál Ramses birtust á vef Frjálslynda flokksins. Þar segir að Paul Ramses hafi þurft að fara af landi brott 2006 eftir að umsókn hans um áframhald- andi atvinnuleyfi var synjað. Á síð- asta ári sóttu hann og kona hans svo „Hann var bara í áfalli. Ég hvatti hann til að leita áfallahjálpar því að þetta getur setið lengi í mönnum.“ Hugsjónamaður á flótta Mál keníska flóttamannsins Pauls Ramses hefur vakið hörð viðbrögð í íslensku þjóðfélagi. Hann óttast um líf sitt verði hann framseldur til Keníu vegna stjórnmálaafskipta sinna þar. Framkvæmdastjóri ODM hafði engar upplýsingar um að hann hefði starfað fyrir flokkinn en útilokaði ekki að hann hefði starfað með einni af deildum flokksins. Þórunn Helgadóttir hjá ABC-hjálparstarfi segir engan vafa leika á starfi hans fyrir flokkinn. Vinur hans frá Keníu segir Paul vera heiðarlegan hugsjónamann. Jón BJaRki MagnússOn blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Rosemary og Fídel rosemary var viðstödd mótmælin í gær en þau voru þau seinustu í daglegum mótmælum gegn ákvörðun útlendingastofnunar. sonurinn og Paul Paul gat einungis varið rúmum mánuði með nýfæddum syni sínum áður en hann var sendur úr landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.