Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1978, Qupperneq 7

Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1978, Qupperneq 7
INNGANGUR. Introduction. 1. ALMENNAR ATHUGASEMDIR. General statement. Skýrslur þær, sem hér birtast, em hinar sjöttu í röðinni af skýrslum Haestofu um dómsmál. Fyrri skýrslur Hagstofu voru fyrir árin 1913-1918, 1919-1925, 1946-1952,1966-1968 og 1969-1971. Engar skýrslur hafa komið út fyrir árin 1926-1945 né heldur fyrir 1953-1965. Stafaði það aðallega af erfiðleikum á innheimtu gagna frá skýrslugefendum, þótt fleira hafi komið til. Er þess ekki að vaenta, að skýrslur fyrir þessi ar komi út héðan af. Þess skal þó getið, að f Tölfraeðihandbók Hag- stofu, sem út kom arið 1967, eru töflur um dómsmál, gerðar serstaklega fyrir þaðrit. Var þar um að ræða 2 töflur um afgreidd opinber mál hjá sakadómaraembættinu f Reykjavík 1932-1964 eftir kæruefni og úrslitum mála, enn fremur töflu um gjaldþrot á öllu landinu 1926-1964, svo og töflu um mál, sem stefnt var fyrir Hæstarétt 1920-1964. Skýrslur f þessu hefti eru með sama sniði og dómsmálaskýrslur áranna 1966-68 og 1969-71, en þær voru hins vegar allmikið frábrugðnar þeim dómsmálaskýrslum, sem áður höfðu komið út. Breytingar á niðurskipan efnis, sem gerðar voru í skýrslunum 1966-68, stöfuðu fyrst og fremst af breyttu fyrirkomulagi á eyðublöðum og gagnaöfluninni að öðru leyti. Frá og með árinu 1966 voru tekin í notkun ný eyðublöð til skýrslugerðar héraðsdómara um einkamál og hin ýmislegu dóms- málastörf þeirra önnur en varðandi opinber mál.^Var lögð mikil vinna í að byggja gagnaöflunina upp að nýju, en regluleg söfnun upplýsinga til dómsmálaskýrslna hafði lengi verið ofullkomin og raunar legið niðri a sumum sviðum. Jafníramt var innheimtu á skýrslum heraðsdómara um opinber mál hætt, en þess f stað var fenginn aðgangur að heimildargögnum hjá sakaskrá, sem er í umsjá saksóknara ríkisins. Heimildir að upplýsingum um opinber mál f skýrslum þessum eru annars vegarafrit af kærubók sakadómaraembættisins f Reykjavík, hins vegar seðlar til sakaskrár frá héraðsdómurum utan Reykja- vfkur, þar sem tilkynnt er um afdrif opinberra mála. Frá árinu 1974 er einnigum að ræða sams konar seðla til sakaskrár frá hinum sérstaka sakadómi f ávana- og fíkniefnamalum með aðsetri f Reykjavík. Sjá nánar um hann og mál afgreidd af honum árið 1974 f kaflanum hér á eftir um opin- ber mál f Reykjavík. — Að öllum þessum gögnum fékkst aðgangur hjá ríkissaksóknara. f samræmi við efniviðinn eru töflur um opinber mál f tvennu lagi: Annars vegar sakadómsmál fRe)kjavfk(töfl- ur 1-7), hins vegar opinber mál fyrir héraðsdómi utan Reykjavptur (töflur 8-llý. Þá koma töflur 12-19 um einkamál t Reykjavfk og utan, og um önnur domsmálastörf héraðsdomara, svo og um sáttamál. Árið 1974 voru eerðar breytingar á skipan umdæma ogembætta héraðsdómara. Frá l.janúarl974 varð bæjarfógetinn t Keflavík jafnframt sýslumaður í Gullbringusýslu, en bæjarfógetinn t Hafnarfirði er áfram jafnframt sýslumaður f Kjósarsýslu. Á árinu 1974 urðu til 5 nýir kaupstaðir: Grindavík, Seltjarnarnes, Bolungarvík, Dalvfk og Eskifjörður. Embætti lögreglustjóra á Bolungarvík var breytt f bæjarfógetaembætti, og tók það þá við afgreiðslu mála úr umdæminu, sem áður höfðu verið á verksviði sýslumanns IsaOarðarsýslu (f töflum 12-16 og 18). Eigi voru stofnuðsjálfstæðbaejarfógeta- embætti f Grindavík, á Seltjarnamesi, á Dalvík og Eskifirði, heldur eru bæjarfógetarnir t Keflavpt, Hafnarfirði og á Akureyri, og sýslumaður Suður-Mulasýslu, jafnframt bæjarfógetar f þessum nýju kaupstöðum. Með þvf að þessi fjögur umdæmi, er urðu kaupstaðir 1974, eru afram fstarfssviði sana embættismanns, þarf ekki að taka tillit til þessara breytinga f töflum þeim, er birtar eru f þessu hefti. — Stofnað var embætti lögreglustjóra á Höfn í Hornafirði. Þau mál, sem það afgreiddi árið 1974, eru f viðkomandi töflum talin með málum sýslumannsembættis Skaftafellssýslu. Um starfsemi Siglingadóms er fjallað sérstaklega í 5. kafla þessa inngangs. f 6. kafla hans er yfirlit um málskot til Hæstaréttar og um afdrif mála þar. Allar upplýsingar í þessu hefti, aðrar en þær er variða málskot til Hæstaréttar(sjá 6. kafla þessa inngangs), eru miðaðar við það almanaksár, er dómsmál eru til lykta leidd á einhvem hátt eða aðrar athafnir, sem um er fjallað, eiga sér stað. Mál og annað, sem hér til heyrir.er þannig töflu- tekið á lokastigi, og engar upplýsingar látnar í té um upphaf og feril mála, nema hvað birtar eru upplýsingar um málatíma (þo ekki tyrir opinber mál utan Reykjavfkur). 2. OPINBER MÁL f REYKJAVfK. Criminal cases in Reykjavík. f kærubók sakadpmaraembættisins í Reykjavík em innfærðar allar kærur, sem embættinu ber- ast. f dálkum kærubókar em tilgreind eftirtalin atriði: Númer og dagsetning kæru, nafn, staða og heimili hins kærða, fæðingardagur hans og -ár og fæðingarstaður. Enn fremurerefnikærunnar skil- greint með nokkrum orðum eða með tilvísun í lagagreinar, sem talið er, að brotið hafi veriðgegn. Þá er tilgreint, hvenær og hvemig afgreitu tilvísun til sakadómsbókar og loks niðurstaða malsins. Úrvinnslu Hagstofu á þessu efni var hagað á þá lund, að tala mála, sem kemur fram í dómsmála- skýrslum, er jöfn tölu sakborninga. Her er því lagður annayskilningur í hugtakið "mál" heldur en gert mun vera í starfi dómstólanna, þegar "mál" er eitt, þótt fleiri en einn sakborningur sé við það riðinn. Að sjálfsögðu kemur það fyrir, að sama persónan sé talin oftar en einu sinnihér í skýrsl- unum, og er þá maðurinn viðriðinn fleiri mál en eitt. Aldursupplýsingar eru miðaðar við aldur sak-

x

Hagskýrslur um dómsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um dómsmál
https://timarit.is/publication/1129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.