Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Blaðsíða 14
Svarthöfði beið á mánudags-kvöld, eins og margir aðrir, spenntur eftir því að frétta-skýringaþátturinn Komp- ás sýndi lítið en safaríkt myndbrot úr Sturlungaöld 21. aldarinnar á Ís- landi. Kempurnar frá Kompási hafa ósmeykar blandað geði við fanta, fúl- menni og níðinga af ýmsu tagi til þess að upplýsa íslenska kotbændur um hvers lags óáran þrífst undir yfirborði hins saklausa bændasamfélags sem hefur forframast nokkuð undanfarið í krafti útrásarvíkinga. Á meðan hetjurnar okkar hafa borist á úti í hinum stóra heimi hafa ofbeldisfautar með kalt hjartalag gömlu víkinganna haslað sér völl hér heima. Þetta eru alvöru menn sem láta verkin tala og kné fylgja kviði. Kompás leiddi saman tvær kempur af þessu sauða- húsi sem eru þó ólíkar. Annar virðist vera hinn fláráðasti lygamörður sem svíkur fé út úr fólki en fer um leið vel að leika fórnarlamb. Sá er nefnd- ur Brunabíla-Ragnar og hefur víða komið við sögu í annálum íslenskra undirheima upp á síðkastið. Hinn er öllu skuggalegri en Ragnar og kallast Benni Ólsari. Hann er vígamaður af eldgamla skólanum. Tröllslega vax- inn, með húðflúr vígamanna úti um allan kropp og tekur 400 kíló í bekk- pressu án þess að blása úr nös. Orðspor Benna Ólsara er slíkt að um fólk fer hrollur við það eitt að heyra nafn hans nefnt. Enda er hann mikill maður vexti og sterkur. Hann er manna best vígur og getur lamið með báðum höndum svo hratt og fast að sex þykja á lofti sjá. Ólsarinn er þó illu heilli ekki hetja af sama kalíberi og Gunnar á Hlíðarenda þótt þeir eigi það sameiginlegt að fáir vilji sækja þá heim þegar þeir tjilla með atgeirinn í sófanum. Ólsarinn er nefnilega and- hetja í samanburði við Gunnar og þeir fyrirfinnast varla á landi hér sem eru tilbúnir til þess að muna Benna kinn- hesta og vei þeim sem skulda Ólsar- anum fé. Hrappurinn Ragnar er einn af þeim og kaus í þessum magnaða sjónvarpsþætti að standa uppi í hárinu á Ólsaranum með skætingi sem endaði með því að Ólsarinn lagði Ragnar í mal- bikið, eftir nokk- urt þóf, og gerði nokkrar heiðar- legar tilraunir til þess að trampa hausinn af dónan- um. Sérfræðingar í Íslendingasögum nútímans vilja þó meina að Óls- arinn hafi vísvit- andi trampað framhjá enda hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum annars. Sá haus sem Bennsi hefur fyrir gólf- mottu verður nefnilega aldrei notaður framar og sá búkur sem á þeim haus hangir stendur ekki aftur upp. Kunn- ugir segja Ólsarann ekki vera neinn kjána og hann viti upp á sína tíu fingur að dauðir menn greiði engar fébætur fyrir brunna bíla og laskað mannorð. Hann noti því stappið til að hræða og hafi með fótaleikfimi sinni og handa- pati skapað sér slíkan orðstír að hann þurfi sjaldan að bregða brandi til að fá sínu framgengt. Orðsporið er mátt- ugra en sverðið. Samræður þeirra kumpána voru allar hinar spaugilegustu þótt kringumstæðurnar hafi verið grafalvarlegar og Svart- höfði gat því ekki stillt sig um að skella nokkrum sinnum upp úr. Komp- ás minnti hann eiginlega á Sódómu Reykjavík og brambolt þeirra sem í þeirri bíómynd kölluðu sig Mafíu Íslands. Leikstjórar og handritshöf- undar Kompáss verða því að fá fjórar stjörnur fyrir sitt framlag þar sem samtölin sem þeir náðu á filmu hefðu ekki orðið betri þótt þau hefðu verið skrifuð af Sigurjóni Kjartanssyni og Óskari Jónassyni. Tær snilld. Hins vegar flöskuðu höfund-ar Kompáss á því grund-vallaratriði að hafa eina hetju og einn skúrk. Íslend- ingar skilja ekki glæpasögur, né neitt annað í lífinu, nema línur séu skýrar á milli góðs og ills. Þannig ruku góð- bloggarar upp til handa og fóta eftir þáttinn vegna þess að þeir áttuðu sig ekki á hvor var vondi. Brunabíla-Raggi eða Benni Ólsari. Hugmyndaheim- ur Íslendinga nær ekki utan um sögu þar sem allir eru vondir. Svart- höfði kippti sér þó ekkert upp við þetta og hugsaði með sér að þarna myndu þeir einir vera að hann hirti aldrei þó að drepist. Miðvikudagur 24. SepteMber 200814 Umræða Hvor er góði gæinn? svarthöfði Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Almenningur fær óvænt tvöfalt kjaftshögg sem ekki var í spánum. Kreppan er ekki komin Leiðari Sú kreppa sem nú er talað um á Íslandi er hjóm eitt miðað við það sem vofir yfir okkur.Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans hafa verið upp- teknar af því hversu öfundsverð við erum hérna á Íslandi. Þetta er sami tónn og hefur verið sleginn á allri okkar húrrandi ferð til fjárhagslegrar ánauðar almennings. Þegar allt stefndi í óefni á Íslandi töluðu sérfræðingar um netta snertilendingu í efnahags- lífinu. Svo töluðu þeir um lendingu. Næst um harða lendingu. Nú upplifir fjöldi fólks nauðlendingu eða annað verra. Gengisfall krónunnar í september er 14 prósent og sú lækkun á eftir að velta út í verðlagið. Síðan veltur hún þaðan út í húsnæð- islán fólks í formi verðtryggingar. Ef við höfum lært eitt- hvað á þessari vegferð okkar er það að við getum illa treyst þeirra spám. Enn síður getum við treyst því að Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi rétt fyrir sér þegar hann segir enn einu sinni að botninum sé náð. Spár greiningardeildanna nú virðast byggja á því að íslenska krónan styrkist. Gert er ráð fyrir að evran fari undir 100 krónur aftur. Nú er hún í tæpum 140 krónum og enginn veit hvað verð- ur um hana. Það þýðir að greiningardeildir van- meta hættuna stórkostlega. Verðbólgan verður mun meiri en áætlað var og almenningur fær óvænt tvöfalt kjaftshögg sem ekki var í spánum. Við verðum því að þola að verðlag og afborganir lána hækki bæði í senn. En tvennt annað kemur til, sem getur reynst fjárhagslegt banahögg fyrir fjölda fólks. Húsnæðismarkaðurinn stefnir í al- kul og atvinnuleysi mun aukast. Það hlýtur að segja sig sjálft að þegar lán hækka upp fyrir verð- mæti íbúða hlýst stórkostleg hætta af fyrir markaðinn. Hvað þá þegar fólk verður atvinnulaust um leið, þegar útlendingar yfir- gefa landið vegna atvinnumissis og offramboð er af íbúðum. Bankarnir standa á herðum almennings og almenningur hefur aðeins fótfestu í íslensku krónunni. Á hverju krónan stendur veit enginn, en við vitum að hún hrapar. Þegar almenn- ingur fellur falla bankarnir með. Kreppan sem skók Bandaríkin í vetur er ekki orðin að veruleika hér. Hún átti rót sína í því að fólk réði ekki við húsnæð- islánin sín lengur og húsnæðisverð féll á sama tíma. Með hverjum mánuði sem líður hækkar verðlag og um leið afborganir fólks og allt stefnir í að utanað- komandi kreppan hans Geirs breytist í innanlands- kreppu. Þar sem það er ólíklegt að við snertilendum eftir fallið hlýtur að teljast undarlegt að flugstjórinn segi okkur ekki að spenna sætisólarnar. „Það vill það örugglega enginn!“ segir Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi riFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í reykjavík. Miðasala á hátíðina hefst á morgun og stendur í ellefu daga. geT Ég riff-T MiðakauPuM? sandkorn n Rekið Davíð, segir Egill Helga- son að Þorsteinn Pálsson meini í leiðara sínum í Fréttablaðinu. Þorsteinn, sem stund- um hefur verið frægur fyrir að skrifa undir rós - og stundum svo að að- eins færustu handrita- lesarar finna merkinguna, skrif- aði langan leiðara sem Egill sá ástæðu til að þýða yfir á íslensku. Kannski ástæða til enda skrifaði Jónas Kristjánsson, ritstjóri Vísis, Dagblaðsins, DV og fleiri blaða til margra áratuga, um leiðara Þorsteins: „Þar var einkum talað undir rós, stundum torskilið fyrir einfeldning eins og mig.“ n Þegar Davíð Oddsson fór gegn Þorsteini Pálssyni í sögufrægu formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins lagði hann út af því að skipta þyrfti um for- mann því Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið meira utan ríkisstjórn- ar en innan hin síðari ár. Enda fór það svo að Davíð náði kjöri og hefur flokk- urinn verið í ríkisstjórn alla tíð síðan. Nú virðist tími Þorsteins Pálsson- ar hins vegar kominn. Alla vega ef marka má skrif framsóknar- mannsins Halls Magnússonar sem hvetur nú til þess að Þor- steinn verði gerður að formanni Sjálfstæðisflokksins á ný enda séu skrif hans málefnaleg og yngri kynslóðin ekki reiðubúin að taka við stjórnartaumunum af Geir H. Haarde. n Svo sem frægt er orðið eignaði Morgunblaðið ranglega Halldóri Laxness höfundarréttinn að vísum tveimur sem hann hafði skrifað í bók vinkonu sinnar tólf ára gamall. Guðmundur Magn- ússon bloggari benti á að önnur vísan væri eftir Þorleif Jónsson á Hjallalandi í Vatnsdal. Þetta sá hann á vef Skjalasafns Skagafjarð- ar. Þar eru menn nú teknir til við að reyna að hafa uppi á hinni vísunni líka og fá þá á hreint hver höfundur hennar er. n Nú er vika þangað til þing kemur saman á nýjan leik. Eitt þeirra mála sem menn bíða hvað spenntastir eftir að sjá hvort eitthvað verði úr er boð- aðar breytingar á eftirlaunakerfi ráðherra og þingmanna. Þrátt fyrir að margoft hafi verið boð- aðar breytingar á eftirlaunakerfi sem tryggir stjórnmálamönnum margfalt betri lífeyrisréttindi en öðrum hefur enn ekkert verið samþykkt til að draga úr þessum forréttindum stjórnmálamanna, sem þeir ráða auðvitað sjálfir hvort verði breytt eða ekki. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnúMer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriFtarSíMi: 512 7080, auglýSingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég var aldrei meira en 5 mínútum of sein.“ n Zofia Krasúska um það að laun voru dregin af henni þegar hún mætti of seint í vinnuna í Krónunni. Hún var síðan rekin þegar hún bað um stutt frí til að útvega börnum sínum kennitölur. - DV „Við erum ekkert „trailertrash“ hérna. Ég er með Benz og Patrol hinum megin við húsið.“ n Kjartan Jón Bjarnason sem býr í hjólhýsi meðan hann klárar að byggja húsið sitt. - DV „Mig langar svo að berja þig, Ragnar.“ n Benjamín Þór Þorgrímsson áður en hann gekk í skrokk á Ragnari Magnússyni í þættinum Kompás. - Stöð 2 „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín.“ n Bjarni Felixson um að ungir athafnamenn hafi opnað sportbar í Austurstræti sem heitir í höfuðið á íþróttaþulinum landsþekkta. - 24 stundir „Ég skyldi passa mig. Annars hlyti ég verra af.“ n Jóhannes Karl Kristjánsson sem ofbeldismaður taldi vera Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóra Kompáss og hótaði öllu illu. - Fréttablaðið bókstafLega spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.