Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 24. SepteMber 200810 Neytendur
Lof&Last
n Lofið fær iceland
express fyrir afar
góða þjónustu.
viðskiptavinur var
búinn að bóka ferð
fyrir þrjá en kom svo í
ljós að þriðji
aðilinn komst
ekki. Þegar hringt
var í þjónustuver
þótti lítið mál að endurgreiða ferðina
að fullu. viðskiptavinurinn var afar
ánægður með þetta.
n Lastið fær pizza
Hut. par fór út að
borða og var óhresst
þegar reikningurinn
kom. Fyrir eina litla pítsu,
eina miðlungs pízzu,
brauð-
stangir
og tvö gosglös
borguðu þau
rúmar 5000 krónur sem að þeirra
mati er afar mikið. Segjast ekki ætla
þangað aftur.
Samanburður á samlokum:
Vel útilátnar samlokur
Í grein sem birtist í seinasta helg-
arblaði DV, sem bar heitið Dýrkeypt
vara, var borið saman verð á mat-
vöru og þjónustu á höfuðborgar-
svæðinu. Í greininni var ekki gerður
greinarmunur á gæðum og hráefni.
Í einu dæminu var borið saman
verð á samloku frá Þórsbakaríi og
12 tommu pítsabát frá Subway. Sagt
var að samlokan væri á okurverði
en í 12 tommu pítsabátnum fælist
sparnaður.
Eins og áður kom fram var ekki
gerður ítarlegur samanburður á
innihaldi, stærð og gæðum samlok-
anna tveggja. Samlokan frá Þórs-
bakaríi er að sögn eigenda gerð úr
brauði sem bakað er úr úrvals hrá-
efni. Í það er eingöngu notað spelt,
rúghveiti eða annað hollt mjöl og
það er án hvíts hveitis. Hægt er að
velja um brauð með ólífum, sól-
þurrkuðum tómötum og fræjum.
Á brauðinu er fitusnauð sósa, líf-
rænt ræktað blandað salat, fín kjöt-
skinka, ostur, tómatur, gúrka, papr-
ika og egg.
Ljóst er að um gæðasamloku er
að ræða og erfitt að bera saman við
Subway-samloku. Einnig var sam-
lokan sögð kosta 750 krónur í grein-
inni en rétt verð er 700 krónur.
Gullinbrú 165,70 181,60
Bensín dísel
Skeifunni 163,10 177,90
Bensín dísel
Skógarhlíð 165,20 179,60
Bensín dísel
Eiðistorgi 163,00 177,80
Bensín dísel
Melabraut 161,10 175,90
Bensín dísel
Vatnagörðum 163,10 177,90
Bensín dísel
Stórahjalla 164,20 180,10
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Auglýsingum um vítamín- og steinefnabætta matvöru er gjarnan beint til barna. Börn
þurfa í raun og veru ekki á þessum aukavítamínum að halda og hætta er á að börn
neyti einfaldlega of mikils af þeim. Vítamínbætt morgunkorn eins og Cheerios ætti
ekki að vera á morgunverðarborðinu á hverjum degi.
Of mikið af
því góða
Hugað að
höglunum
Í kreppunni er þjóðráð að reyna að
lifa af landsins gæðum. rækta
kryddjurtir og sækja sér björg í bú
á gamla mátann. Þeir sem ekki
hafa tryggt fjölskyldu sinni
byssuleyfi og góðan frethólk ættu
að huga að því og fylla svo frystinn
af svartfugli og grágæs. Þeir sem
eru þegar byrjaðir að plaffa sér til
matar ættu að huga vel að
vopnabúrinu og birgja sig upp af
skotfærum. Heimsmarkaðsverð á
blýi fer nefnilega stöðugt
hækkandi og þá hækka skotin í
kjölfarið. Það er því ekki eftir neinu
að bíða og um að gera að gera
magninnkaup á skotfærum og fylla
alla skápa af höglum sem í
framtíðinni munu skila gómsætri
villibráð á veisluborð heimilisins.
Þó ber að hafa í huga að takmörk
eru á því hversu mikið magn
skotfæra hver og einn má kaupa
og um að gera að gæta þess að
halda magninu innan ramma
laganna.
„Sú mýta að það sé gott að taka nóg af
vítamínum á ekki við um börn,“ seg-
ir Jóhanna Eyrún Torfadóttir næring-
arfræðingur. „Mestu áhyggjurnar eru
að þau fái of mikið af A-vítamíni í lík-
amann.“ Of mikil neysla á A-vítamíni
getur haft slæm áhrif á börn og jafn-
vel valdið lifrarskemmdum.
Cheerios of vítamínbætt
Börn þurfa ekki eins mikið af vít-
amínum og fullorðnir þar sem þau
eru viðkvæmari. Slíkt hefur eingöngu
óæskileg áhrif á heilsu þeirra. Jó-
hanna segir að mikið sé af vítamín-
og steinefnabættum matvælum á
markaðnum í dag og auglýsingar um
þau beinist oftar en ekki að börnum.
Sem dæmi má nefna að hið vinsæla
Cheerios er mikið vítamínbætt og
telur Jóhanna ekki æskilegt að börn
borði það daglega. Sem dæmi um
hversu auðvelt er fyrir börn að fá vít-
amín setti Jóhanna saman morgun-
verð sem meðal annars inniheldur
vítamínbætt matvæli.
Meira en nóg
Morgunverðurinn samanstend-
ur af einni skál af Cheerios með
skammti af Dreitli, hálfu glasi af
ávaxtasafa frá Chiquita, einni barna-
skeið af Krakkalýsi og einni fjölvítam-
íntöflu án A- og D-vítamína. Næring-
arefnin sem fást úr morgunverðinum
eru: A-, D-, B6- og C-vítamín, járn og
fólasín. Þau eru svo borin saman við
ráðlagðan dagskammt. Í ljós kem-
ur að með fyrstu máltíð dagsins er
búið að fara langt yfir ráðlagðan dag-
skammt fyrir öll næringarefnin, að A-
vítamíninu undanskildu. Börn geta
því hæglega fengið of mikið af vít-
amínum og steinefnum og þarf bara
eina máltíð til að það gerist.
Hófleg neysla best
„Ef foreldrarnir gefa börnum
sínum fjölvítamín eða önnur fæðu-
bótarefni þurfa þau að vera með-
vituð um að börnin gætu verið að
fá of mikið af vítamínum og stein-
efnum,“ segir Jóhanna. Ef barn til
dæmis borðar morgunverð þar sem
er farið langt yfir ráðlagðan dag-
skammt af vítamínum og fær svo
lifur eða lifrarpylsu á leikskólanum
er komið rosalega mikið af A-vítam-
íni. Vert er að taka fram að betra er
að börn fái A-vítamín úr jurtaríkinu
en dýraríkinu. Dæmi um matvæli
sem eru A-vítamínbætt eru bragð-
bættu drykkirnir sem komu á mark-
að ekki fyrir svo löngu. „Það er í lagi
að neyta sums í hófi því það er ein-
göngu dagleg neysla sem getur haft
þessi slæmu áhrif,“ segir Jóhanna.
NaMMikaup á réttuM degi
Sælgæti er víða stór útgjaldaliður í heimilisbókhald-
inu. Sumar bensínstöðvar og sjoppur hafa nam-
midaginn í hávegum og bjóða allt að 50 prósenta
afslátt af blandi í boka á laugardögum. Sælkerar ættu
því hiklaust að sigta út þessa staði og gera stórinn-
kaup á laugardögum. Moka bara og moka í marga
poka og birgja sig upp fyrir komandi viku. Það kemur
skemmtilega á óvart að sjá hversu lága upphæð
maður er rukkaður um á laugardögum. neytendur@dv.is uMSjón: ÁSdÍS björg jóHanneSdóttir, asdisbjorg@dv.is
Neyte ur
Cheerios er mjög vítamín-
bætt og ekki æskilegt til
daglegrar neyslu fyrir börn.
góð heilsa Mikilvægt er að
foreldrar séu meðvitaðir um
vítamíngjöf til barna sinna.
áSdÍS BJÖrg JÓHaNNeSdÓttir
blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is