Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 28. SepteMber 20088 Fréttir
Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir yfir-
gaf Ísland þann 3. apríl síðastliðinn.
Hún hafði hætt með kærasta sín-
um og ákvað að fara á vit ævintýr-
anna úti í hinum stóra heimi. Fyr-
ir tveimur og hálfum mánuði kom
hún til Dóminíska lýðveldisins, þar
sem hún tók við rekstri á gistiheim-
ili á íðilfögru ferðamannaströndinni
Cabarete og lét draum sinn rætast.
Síðdegis í fyrradag fannst lík hennar
í baðherbergi íbúðar hennar á gisti-
heimilinu. Henni höfðu verið veittir
ýmsir áverkar, meðal annars var hún
stungin fimm sinnum með hnífi.
Hún fannst fimmtán klukkustund-
um eftir að hún lést.
Vildi hjálpa fólki
Hrafnhildur Lilja var frá Ólafs-
vík. Hún flutti til Reykjavíkur haust-
ið 2005. Hún hafði mikinn áhuga á
tungumálum og ferðalögum. Áður
en hún yfirgaf Ísland starfaði hún í
móttöku og daglegum rekstri í lík-
amsræktarstöðinni Sporthúsinu í
Kópavogi. Þar var hún þekkt fyrir já-
kvætt viðhorf og einstaka brosmildi.
Henni þótti gaman að dansa og fór
gjarnan á dansnámskeið. Löngun
hennar stóð til þess að verða „life
coach“ og ætlaði hún á námskeið til
þess. Það starf felur í sér að hjálpa
fólki að ná markmiðum sínum, bæði
hvað varðar heilsu og anda.
Ferð án fyrirheits
„Ég er að ferðast án tiltekinnar
stefnu eða endadagsetningar,“ skrif-
aði Hrafnhildur Lilja á bloggsíðu
sína við upphaf ferðarinnar í vor.
„Ég byrjaði á að yfirgefa Ísland þann
3. apríl 2008, fór til Ástralíu í rúma
viku og eftir það til Dubai, UAE í þrjá
mánuði. Núna er ég stödd í Dómin-
íska Lýðveldinu að stjórna litlu hippa
hóteli. Ég bý á strönd sem heitir Ki-
tebeach, Cabarete, og er fræg fyrir
íþrótt sem heitir brimbrettasvif „ki-
tesurfing“ eða „kiteboarding“.
Ég verð hér alla vega út janúar
2009 en þá endurskoða ég málin því
eftir það er allt óákveðið.“
Ævintýri í Dóminíska
lýðveldinu
Þann 1. ágúst síðastliðinn skrifaði
Hrafnhildur um veru sína í Dómin-
íska lýðveldinu: „Eigandinn er hérna
að hjálpa mér að komast inn í allt
svo ég er formlega tekin við hótelinu
og barnum/veitingastaðnum okkar.
Allt gengur rosa vel og hann er mjög
ánægður með vinnuna mína svo
það er allt í himnalagi.“
Næst skrifaði hún 3. september til
að fullvissa vini sína um að allt væri
í lagi þótt ekki hefði heyrst frá henni.
„Alveg rétt, það tekur jú bara smá
stund að skrifa að ég sé á lífi. Und-
anfarna daga er búið að rigna alveg
heilmikið og í gær kom loks vindur
með og local strákarnir hérna skelltu
sér út á sjóinn, snarbrjálaðir en rosa
gaman að sjá. Við tókum fram borð-
tennis borð og ég setti á nýjan happy
hour (gleðitíma með ódýru áfengi)
fyrir gestina þar sem það voru all-
ir blautir og kaldir og farið að leið-
ast þar sem við höfðum ekkert raf-
magn.“
Í síðustu færslu Hrafnhildar
kom fram að mikið væri að gera hjá
henni. Hún undi sér vel í Dóminíska
lýðveldinu.
Reiðarslag fyrir alla
Samkvæmt upplýsingum frá
Extreme-hótelinu í Cabarete bjó
Hrafnhildur ein í íbúð á hótelinu.
Hún var afskaplega vinsæl og „hafði
allt sitt á hreinu“. Glaðlyndi henn-
ar kryddaði tilveru annarra starfs-
manna hótelsins og hún þótti mjög
hlý í framkomu. Henni er lýst sem
vingjarnlegustu manneskju sem
hægt væri að hugsa sér. Lát hennar
kom sem reiðarslag.
Á vefsíðu fréttamiðilsins El
Nuevo Diario kom fram í gær að
Hrafnhildur Lilja hefði fundist á
baðherberginu í íbúð sinni á Ex-
treme-hótelinu. „Lögreglan hef-
ur ekki handtekið neinn, en rann-
sóknarlögreglumenn telja morðið
bera einkenni ástríðuglæps,“ sagði
þar.
Ástríðuglæpur
Rafael Fermine, ríkislögreglu-
stjóri í Dómíníska lýðveldinu, sendi
í gær fimm manna lögregluteymi
til Cabarete til að finna morðingja
Hrafnhildar. Thomas Fernandes,
yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglu
Dóminíska lýðveldisins, staðfesti í
gærkvöldi að hún hefði verið stung-
in ítrekað með eggvopni um allan
líkamann. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglu er líklegt að hún hafi
þekkt gerandann eða gerandurna.
„Lögreglan hefur sterkan grun um
að þetta hafi verið ástríðuglæpur,“
segir Fernandes.
Þeir sögðust í gærkvöldi leita
morðingjans logandi ljósi og vera
komnir nálægt því að hremma
hann. „Venjulega eigum við mest-
an möguleika á að ná morðingjan-
um fyrstu 48 klukkustundirnar. Þess
vegna erum við að vinna hörðum
höndum að því að upplýsa þetta
núna,“ segir Fernandes. Enginn var
í haldi lögreglunnar þegar DV náði
tali af honum. Hann gat ekki gefið
meiri upplýsingar, þar sem það gæti
spillt fyrir rannsókn málsins. Hann
tók þó fram að lögreglan væri á réttri
leið. „Við erum mjög nálægt því að
ná honum,“ sagði hann við DV seint
í gærkvöldi.
Robert Valentin, yfirmaður al-
þjóðatengsla hjá ríkislögreglunni,
sagði seint í gærkvöldi að marg-
ir væru grunaðir. „Það er enginn
einn grunaður. Við erum að skoða
marga.“
Lifði lífinu til fulls
Í gær kvöddu vinir Hrafnhildar
hana á vefsíðu hennar. Hún var að-
eins 29 ára gömul þegar hún lést.
Vinur hennar skrifaði inn á blogg-
síðu hennar undir fyrirsögninni
„Síðasta færslan“: „Það er lítið sem
orð geta bætt og skilningur minn
á því af hverju eða frekar hvern-
ig svona hlutir geta gerst er enginn.
Kæru vinir sem lesið þetta, ég votta
ykkur samúð mína. Það er skelfilegt
að sjá á eftir svona góðri stelpu sem
hún var og ekkert, hvorki tími né
orð, geta breytt því.“
Systir hennar kvaddi hana einn-
ig: „Elsku Hrafnhildur, fallega ynd-
islega systir mín. Ég get ekki skil-
ið afhverju þú varst tekin frá okkur,
þú varst svo lífsglöð og skemmtileg
og gerðir aldrei flugu mein. Þú varst
ung kona í leit að ævintýrum og
hafðir gaman að lífinu.“
Þeir sem þekktu Hrafnhildi eru
sammála um að hún hafi verið sér-
staklega lífsglöð og að hún hafi
kunnað að gera það mesta úr lífinu
sem hægt var. Vinkona hennar kveð-
ur hana með eftirfarandi orðum: „Ég
þekkti enga manneskju sem kunni
að lifa lífinu eins mikið til fulls og þú
og ég dáðist alltaf að þér.“
Myrt í paradís
Jón BJaRki magnússon og
Boði Logason
blaðamenn skrifa: jonbjarki@dv.is og bodi@dv.is
Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu sagðist seint í gær vera nálægt því að ná meintum morðingja Hrafnhildar
Lilju georgsdóttur. Hún hafði verið búsett þar í rúma tvo mánuði þegar hún var myrt á baðherbergi á hótel-
inu þar sem hún starfaði. Hún var stungin ítrekað með eggvopni um allan líkamann. Vinir og vandamenn
Hrafnhildar hafa kvatt hana á Facebook-síðu hennar. Hún hafði farið í heimsreisu til að finna sjálfa sig.
„Lögreglan hefur
sterkan grun um að
þetta hafi verið
ástríðuglæpur.“
Hrafnhildur Lilja georgsdóttir Hún lifði lífinu til fulls og var dáð af öllum sem
þekktu til hennar.
Hrafnhildur ásamt vini sínum Hún var vinsæl hvar sem hún kom og þótti
bæði brosmild og einstaklega jákvæð.
Hrafnhildur í Dóminíska
lýðveldinu Hún ætlaði að
tileinka líf sitt því að hjálpa fólki.