Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 24. SepteMber 200816 Ættfræði
40 ára í dag
30 ára
n Haakan Patrik Eriksson Tannastöðum, Selfoss
n Katarzyna Helena Tomaszewicz Laugavegi 34b,
Reykjavík
n Jörn Kristensen Lómasölum 10, Kópavogur
n Björk Baldvinsdóttir Klukkuholti 10, Álftanes
n Katrín Erlingsdóttir Ægisíðu 117, Reykjavík
n Eydís Elva Guðmundsdóttir Ránargötu 10,
Akureyri
n Sólveig Guðmundsdóttir Baugakór 5, Kópavogur
n Matthildur M Björgvinsdóttir Starengi 12,
Reykjavík
n Reynir Halldórsson Pálsson Brúnalaug, Akureyri
n Siguróli Sigurðsson Grundarhúsum 19, Reykjavík
n Kolbrún Sveinsdóttir Sandhólum, Húsavík
n Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Fossagötu 1,
Reykjavík
n Ingibjörg Elín Þorvaldsdóttir Rauðalæk 53,
Reykjavík
n Jóhanna Helga Þorkelsdóttir Skaftahlíð 4,
Reykjavík
40 ára
n Maria Alva Roff Baldursgötu 15, Reykjavík
n Jón Gestur Sörtveit Vesturgötu 26b, Hafnarfjörður
n Olga Mörk Valsdóttir Ártúni 3, Hella
n Jóhanna M Sigurjónsdóttir Rauðalæk 19,
Reykjavík
n Jóhannesína Svana Jónsdóttir Karlsrauðatorgi
20, Dalvík
n Ægir Jóhannsson Hagaflöt 11, Akranes
n Soffía Heiða Hafsteinsdóttir Faxabraut 66,
Reykjanesbær
n Björn Gísli Erlingsson Selbrekku 3, Egilsstaðir
n Jóhann Frímann Álfþórsson Látraströnd 2,
Seltjarnarnes
n Hrefna Björk Ólafsdóttir Borgargerði 3, Reykjavík
n Magnús Halldórsson Hverfisgötu 125, Reykjavík
50 ára
n Ragnar Ragnarsson Ketilsbraut 15, Húsavík
n Emilía Sveinbjörnsdóttir Vesturfold 5, Reykjavík
n Sigríður Herdís Ólafsdóttir Vesturfold 52,
Reykjavík
n Auðunn Gottsveinn Guðmundsson Lóuási 9,
Hafnarfjörður
n Kristín Helga Harðardóttir Smáratúni 11, Akureyri
n Birna Bjarnþórsdóttir Stuðlabergi 10, Hafnar-
fjörður
n Garðar Sigurðsson Dynskálum 5, Hella
n Jón Hlynur Sigurðsson Bjarmastíg 13, Akureyri
n Hannes Siggason Gnitaheiði 14, Kópavogur
n Sveinbjörn Blöndal Fjölnisvegi 7, Reykjavík
n Waclaw Ryszard Marek Strandgötu 86b,
Eskifjörður
n Algis Bradunas Kársnesbraut 90, Kópavogur
n Arnrún Antonsdóttir Brekkutúni 1, Sauðárkrókur
n Sigríður Ásmundsdóttir Byggðarenda 10,
Reykjavík
n Kristinn Ingason Bollagörðum 22, Seltjarnarnes
n Bergþóra Jónsdóttir Stóragerði 11, Reykjavík
n Grétar Pétur Geirsson Nesvegi 100, Seltjarnarnes
n Steinunn L Sigurðardóttir Dofrabergi 15,
Hafnarfjörður
n Pétur Guðjónsson Brúnalandi 8, Reykjavík
n Þóra Birna Pétursdóttir Reykjabyggð 49,
Mosfellsbær
n Daniel Allan Pollock Hringbraut 95, Reykjavík
60 ára
n Þorlákur Helgason Ártúni 13, Selfoss
n Eysteinn Helgason Kúrlandi 5, Reykjavík
n Eva H Vilhelmsdóttir Rauðalæk 65, Reykjavík
n Sigurjón Stefánsson Jórsölum 6, Kópavogur
n Helgi Agnarsson Unufelli 22, Reykjavík
n Hallgrímur Gíslason Skarðshlíð 34b, Akureyri
n Davíð B Guðbjartsson Álftamýri 52, Reykjavík
70 ára
n Huilan Wang Heiðarbrún 4, Hveragerði
n Hilmar Júlíusson Hjarðartúni 5, Ólafsvík
n Tryggvi Pálsson Helgamagrastræti 53, Akureyri
75 ára
n Halldóra Elsa Erlendsdóttir Arnarhrauni 3,
Hafnarfjörður
n Arndís Steingrímsdóttir Strikinu 8, Garðabær
n Ingvar Hallgrímsson Kjarrmóa 24, Njarðvík
n Þórarinn Björnsson Ekrugötu 3, Kópasker
n Sigríður Sigurðardóttir Bræðratungu 14,
Kópavogur
n Lydía Edda Thejll Þórsgötu 12, Reykjavík
n Símon Símonarson Hamrahlíð 9, Reykjavík
n Gísli Björnsson Miðgarði 4, Egilsstaðir
80 ára
n Sigurður Karlsson Bjálmholti, Hella
n Áslaug Valdemarsdóttir Höfðabraut 3, Akranes
85 ára
n Benedikt Guðmundsson Framnesvegi 3, Reykjavík
n Jónas Þórðarson Öldugranda 1, Reykjavík
100 ára
n Steindór Jónsson Skipholti 64, Reykjavík
Ólafur Kjartan SigurðSSon
óperuSöngvari í Saarbrucken í ÞýSkalandi
Ólafur Kjartan Sigurðsson fæddist á
Akranesi en ólst upp í Vestmanna-
eyjum þar sem foreldrar hans voru
kennarar á árunum 1972-78. Hann
var í Barnaskóla Vestmannaeyja, í
Æfingadeild KHÍ og í Hagaskóla í
einn vetur og stundaði nám við MH
1984-88. Ólafur hóf söngnám við
Söngskólann í Reykjavík hjá Guð-
mundi Jónssyni og lauk þar 8. stigi
í söng, stundaði framhaldsnám við
Royal Academy of Music í London
en þaðan lauk hann kennaraprófi og
burtfararprófi 1996, og stundaði MA-
nám við Royal Scottish Academy of
Music and Drama í Glasgow og lauk
þaðan meistaragráðu sumarið 1998.
Ólafur Kjartan var fyrsti fastráðni
söngvarinn við Íslensku óperuna
2001-2004 en meðal hlutverka hans
þar eru Scarpia, Macbeth, Papageno,
tveir Fígaróar (Rossini og Mozart),
Schaunard og Tarquinius.
Undanfarin ár hefur Ólafur Kjart-
an starfað nær eingöngu í Bretlandi
og Þýskalandi og skapað sér sess sem
Verdi-baritón. Hann hefur hlotið fá-
dæma lof gagnrýnenda fyrir túlkun
sína á Rigoletto, Macbeth, Barnaba,
Jack Rance, Bláskegg og Kullervo á
undanförnum misserum svo fátt eitt
sé nefnt.
Ólafur Kjartan hefur einnig kom-
ið fram á fjölda tónleika hér heima
sem erlendis, þar af nýlega með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands undir stjórn
Vladimirs Ashkenazy og í Queen El-
izabeth Hall í London sem Macbeth.
Ólafur Kjartan er fastráðinn við
óperuna í Saarbrücken í Þýskalandi
en meðal verkefna þar er Evrópu-
frumsýning kínversku óperunnar
Fyrsti keisarinn eftir Tan Dun, Esca-
millo, Alfio, Tonio og Jochanaan. Af
hlutverkum sem ráðgerð eru í Bret-
landi eru Renato í Grímuballi Verdis
sumarið 2009, Scarpia árið 2010 og
Rigoletto 2011.
Fjölskylda
Eiginkona Ólafs Kjartans er Sigur-
björg Bragadóttir, f. 24.4. 1968, kjóla-
klæðskeri og húsmóðir. Foreldrar
Sigurbjargar eru Bragi Óskarsson, f.
25.9. 1938, fyrrv. starfsmaður Jarð-
borana ríkisins, og Guðný Hákonar-
dóttir, f. 11.10. 1943, húsmóðir.
Börn Ólafs Kjartans og Sigurbjarg-
ar eru Fjölnir Ólafsson, f. 8.5. 1990;
Ásgerður Ólafsdóttir, f. 28.6. 1994;
Brynja Ólafsdóttir, f. 11.8. 2000.
Foreldrar Ólafs Kjartans eru Sig-
urður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla),
f. 19.1. 1950, tónlistarmaður, og Ás-
gerður Ólafsdóttir, f. 12.2. 1950, sér-
kennari.
Ætt
Diddi fiðla er sonur Jóns bassa,
kontrabassaleikara við Sinfóníu-
hljómsveit Íslands Sigurðssonar Z.,
pr. á Þingeyri, bróður Benedikts frá
Hofteigi, afa Kolbeins Bjarnason-
ar flautuleikara. Sigurður var son-
ur Gísla Sigurðar, b. á Egilsstöðum
Helgasonar, og Jónínu Hildar Bene-
diktsdóttur, systur Þórarins, föður
Jóns tónskálds. Móðir Jóns kontra-
bassaleikara var Guðrún Jónsdóttir,
b. í Hvammi á Landi Gunnarssonar,
b. í Hvammi Árnasonar, b. á Galta-
læk, bróður Jóns í Mörk, langalang-
afa rithöfundanna Ingólfs Margeirs-
sonar og Jökuls Jakobssonar, föður
rithöfundanna Illuga, Hrafns og
Elísabetar. Móðir Guðrúnar var Ólöf
Jónsdóttir, b. í Lunansholti á Landi
Eiríkssonar. Móðir Jóns í Lunansholti
var Guðrún, systir Eyjólfs, langalang-
afa Davíðs Oddssonar seðlabanka-
stjóra.
Móðir Didda fiðlu er Jóhanna
Unnur Erlingsson þýðandi, dóttir
Gissurar, fyrrv. umdæmisstjóra Pósts
og síma, bróður Ástu grasalæknis.
Gissur var sonur Erlings, grasalækn-
is og búfræðings, sonar Filippusar,
silfursmiðs Kálfafellskoti Stefánson-
ar og Grasa-Þórunnar.
Móðir Gissurar var Kristín Jóns-
dóttir frá Gilsárvöllum í Borgarfirði
eystra.
Móðir Jóhönnu var Mjallhvít
Margrét Linnet, systir Bjarna, föður
Jóhönnu Linnet söngkonu, og syst-
ir Hendriks, föður Vernharðs Linnet
djassspekings. Mjallhvít var dóttir Jó-
hanns Péturs Péturssonar frá Skaga-
firði, en hún var ættleidd af Kristjáni
Linnet, sýslumanni og bæjarfógeta.
Móðir Mjallhvítar var Jóhanna Júlí-
usdóttir frá Gilsfirði, systir Játvarðar
Jökuls rithöfundar.
Bróðir Ásgerðar var Guðjón
Baldvin, forstjóri SÍS. Ásgerður er
dóttir Ólafs Kjartans, kaupmanns á
Akranesi Guðjónssonar, sjómanns
í Hnífsdal Ólafssonar, b. á Fæti Sig-
urðssonar, b. á Strandseljum Þor-
steinssonar, b. í Ögri Sigurðssonar,
b. í Ögri Ólafssonar, ættföður Eyra-
rættar Jónssonar. Meðal systkina
Sigurðar í Ögri var Ingibjörg, amma
Jóns forseta og langamma Jóns Jens-
sonar, afa Jóhannesar Nordal. Móð-
ir Ólafs kaupmanns var Ásgerður
Jensdóttir, b. í Arnardal Jónssonar,
bróður Halldórs, langafa Jóns Sig-
urðssonar, fyrrv. ráðherra.
Móðir Ásgerðar var Filippía, syst-
ir Jóns, afa fréttamannanna Jóns
Baldvins og Atla Rúnars Halldórs-
sona. Filippía var dóttir Jóns Bald-
vins, b. á Jarðbrú í Svarfaðardal
Hallgrímsson, b. á Stóru-Hámund-
arstöðum, bróður Þorláks, langafa
Björns Th. Björnssonar listfræðings.
Móðir Filippíu var Þóra, systir Jór-
unnar, ömmu Hafliða Hallgríms-
sonar sellóleikara, og systir Tryggva,
langafa Vovka Stefáns Ashkenazy
píanóleikara sem er góðvinur Ólafs
Kjartans og hefur haldið með hon-
um rómaða tónleika í Lundúnum.
Þóra var dóttir Jóhanns, b. á Ytra-
hvarfi í Svarfaðardal Jónssonar, b. á
Ytrahvarfi Þórðarsonar, bróður Páls,
langafa Hermanns Jónassonar for-
sætisráðherra, föður Steingríms,
fyrrv. forsætisráðherra.
Til
hamingju
með
afmælið!
„Þetta leggst bara vel í mig en
annars held ég að þetta breyti voða-
lega litlu,“ segir afmælisbarn dags-
ins, Siguróli Sigurðsson, aðspurður
hvernig leggist í sig að verða þrítug-
ur í dag.
Hann býst við að fara út að borða
með kærustunni í tilefni dagsins
en ætlar svo að halda afmælisp-
artí á laugardaginn. „Ég ætla bara
að bjóða vinnufélögum og vinum
heim í partí,“ segir Siguróli sem er
vélstjóri og starfar hjá Jarðborun-
um. Svo heppilega vill til að hann
er einmitt í viku vaktafríi núna.
„Ég kom bara með flugi í bæinn á
hádegi í gær en við erum að bora
heitavatnsholu fyrir vestan. Ég vinn
alltaf viku í einu og fæ svo vikufrí.“
Siguróli svarar því játandi að hafa
gert óskalista en kveðst þó frekar
hafa gert hann af skyldurækni. „Það
er nú ekkert sem mig vantar en ég
er hins vegar búinn að leita mér
lengi að vélstjórahringnum sem var
framleiddur hér á árum áður. Þeg-
ar ég útskrifaðist sem vélstjóri var
maðurinn sem smíðaði hringana
nýdáinn og það hefur enginn tekið
upp á því að halda áfram að smíða
þá. Ég er búinn að leita í antíkbúð-
um og er alltaf að vonast til þess að
hann dúkki einhvers staðar upp. Ég
yrði mjög ánægður ef einhver næði
að hafa upp á þessum hring fyrir
mig í afmælisgjöf.“
Siguróli er alveg með það á
hreinu hvað sé eftirminnilegasta
afmælisgjöfin. „Þegar ég varð sex
ára fékk ég BMX-hjól sem var al-
gjörlega málið þá.“
krista@dv.is
Siguróli Sigurðsson fagnar þrítugsafmæli sínu í dag:
Óskar eftir vélstjórahringnum
Með dótturinni Dórótheu
afmælisbarn dagsins, Siguróli, á góðri stundu með dótturinni.