Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Page 3
mánudagur 6. október 2008 3Fréttir að verki í bankanum. Verulegar líkur eru á að mistök bankans hefðu ver- ið minni og tjónið minna en orðið er ef fagmenn hefðu ráðið ferðinni, en fyrir því er þó engin fullnægjandi trygging.“ Mistök Seðlabankans Þorvaldur Gylfason segir að mis- tök Seðlabankans nú séu alvarleg og gerræðisleg skyndiþjóðnýting Glitn- is væri brottrekstrarsök ein og sér. Mistök bankans undanfarin ár rekur Þorvaldur í sjö liðum: 1. Seðlabankinn gerði alvar- leg mistök með því að lækka bindi- skyldu viðskiptabankanna árið 2002. Þetta var gert í krafti trúar bankans á að stýrivextir myndu einir duga til þess að hafa hemil á vexti bankanna. Nú hafi það meira að segja verið við- urkennt að Seðlabankinn gerði þessi mistök að ósk viðskiptabankanna og beygði sig undir vilja þeirra. 2. Seðlabankinn hefur gert sig sekan um tómlæti gagnvart ítrekuð- um ábendingum um nauðsyn þess að auka gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Enginn áhugi var á að auka gjaldeyr- isforðann þegar árið 1999 þannig að hann yrði ekki minni en erlendar skammtímaskuldbinding- ar þjóðarinnar. Bankinn hengdi sig þess í stað fastan við gamalt viðmið um að gjaldeyrisforð- inn ætti að duga fyr- ir inn- flutn- ingi í þrjá mán- uði. Þorvaldur Gylfason segir að þessi tvenn mistök hafi orðið þess vald- andi að vöxtur einkavæddra bank- anna hafi orðið meiri og hættulegri en ella hefði orðið, en samanlögð velta þeirra nam um mitt ár 2008 níf- aldri árlegri þjóðarframleiðslunni. 3. Seðlabankinn veldur hvorugu hlutverkinu sem honum er falið í lögum: að stuðla að stöðugu verð- lagi og stuðla að virku og öruggu fjár- málakerfi þjóðarinnar. Verðbólga er nú um 14 prósent og stefnir í 20 og fjármálakerfið er í lamasessi. 4. Seðlabankinn hefur lítið gert til að draga úr lausafjárþurrðinni. Fjár- sveltið er meira en það hefði verið ef hann hefði veitt fé út í efnahagslífið. Hann samdi eftir dúk og disk við nor- ræna seðlabanka og enn ríkir óvissa um slíka samninga. Til dæmis hefur gjaldeyrisskiptasamningurinn við Seðlabanka Svíþjóðar ekki enn verið virkjaður að sögn bankans. 5. Seðlabankinn hefur að því er virðist látið undir höfuð leggjast að afla ráða hjá norrænum vinum, til dæmis í Noregi eða Svíþjóð. Þetta er vítavert en þessar þjóðir búa yfir mik- illi kunnáttu og reynslu vegna bankakreppunn- ar sem reið yfir Norðurlönd fyrir 15-20 árum og heimamenn réðu bót á með góðum árangri. Sænski seðlabankastjór- inn stýrði um skeið þeirri deild í Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum sem fjallar um fjármálakreppur og kemur að- ildarlöndum til hjálpar, óski þau eftir henni. Svíar hafa einnig verið Banda- ríkjamönnum til halds og trausts í hremmingum undanfarinna daga. 6. Seðlabankinn gekk ekki inn í gjaldeyrisskiptasamninga við banda- ríska seðlabankann ásamt norrænu seðlabönkunum. Engin fullnægjandi skýring hefur fengist á þeim afglöp- um. Athygli vekur að forsvarsmenn seðlabanka frændþjóðanna mót- mæltu því ekki að Ísland skyldi ekki vera með. Það vekur grunsemdir um að Seðlabanki Íslands hafi sýnt þess- um kosti tómlæti. 7. Seðlabankinn gekk of langt með gerræðislegri milligöngu sinni á yfirtöku Glitnis af ríkinu á sunnu- dagskvöldinu fyrir viku. Einhvers konar lánafyrirgreiðsla hefði verið hyggilegri, sem breyta hefði mátt í hlutafé undir vissum skilyrðum. Að- gerðin var ótímabær. Markaðurinn brást við með tortryggni og missti í kjölfarið tiltrú á fjármálakerfið sem leiddi til neyðarástands. Mistökin varðandi Glitni eru svo alvarleg að þau ein kalla á brottvikningu banka- stjórnarinnar. Að endurheimta traust Þorvaldur Gylfason segir alls ekki vonlaust að endurheimta það sem mest sé um vert; trúverð- ugleikann. „Við eigum rétt á að- stoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland er lítið og það fé sem til þarf mælist í viðráðanlegum upphæðum. Skilyrðin sem sett yrðu af hálfu sjóðsins eru lykilinn að því að end- urvekja traust. Aðalatriðið er að það verður að setja Íslendingum skilyrði til að endurreisa traust sem við þurfum á að halda. Jafn- gott getur verið að leysa málið í samvinnu við nor- rænu seðlabankana. En þeir verða að setja okk- ur skilyrði af sama toga. Það er lykill að endurheimtu trausti. Það myndi hjálpa að lýsa því einn- ig yfir að við hygðumst sækja um að- ild að Evrópusambandinu og taka upp evru og tækjum stefnuna á að fullnægja skilyrðum Maastricht- samkomulagsins um lága verðbólgu, vexti og stöðugleika.“ Tekist á um gjaldeyrisforðann Davíð Oddsson kallaði fræði- menn við Háskólann eftiráspekinga á stýrivaxtafundi Seðlabankans seint í maí síðastliðnum og sagði gagnrýni þeirra léttvæga því hún kæmi öll í kjölfar niðursveiflu í fjármálaheim- inum. Þorvaldur Gylfason sagði um- mælin brjóstumkennanleg, margoft hefði verið varað við því að gjald- eyrisforðinn væri of lítill. Þorvaldur kallaði það heimilisreglu hjá seðla- bönkum úti í heimi að gjaldeyris- varaforðinn væri aldrei minni en skammtímaskuldir. Ingimundur Friðriksson seðla- bankastjóri sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni Þorvalds. Í fréttum RÚV sagði Ingimundur meðal ann- ars 26. maí að Seðlabankinn kannað- ist ekki við að það væri heimilisregla að gjaldeyrisforði mætti ekki vera minni en skammtímaskuldir líkt og Þorvaldur Gylfason prófessor héldi fram. „Seðlabankastjóri segist ekki átta sig á gagnrýni Þorvaldar,“ segir í frétt RÚV þennan dag. Þeir réðu fe inni Ríkið þarf að greiða fjórum sinnum hærri vexti fyrir erlent lán í dag en það hefði þurft að gera í vor þegar Alþingi veitti leyfi til lántöku ríkissjóðs fyrir allt að 500 milljarða króna. Þetta þýðir að 500 milljarða króna lán myndi í dag kosta nær 41 milljarð en ekki 10 milljarða eins og það var í vor. Þann 29. maí síðastliðinn fékk ríkissjóður heimild til að taka 500 milljarða króna lán til að efla gjaldeyrisvarasjóð Seðlabanka Íslands. Nokkrum dögum síðar, þann 2. júní, hefði slíkt lán kost- að 10 milljarða króna á ári bara í skuldatryggingaálag. Þann 20. júní síðastliðinn var haft eftir Árna Mathiesen fjár- málaráðherra í Viðskiptablað- inu að rétt væri að bíða eftir réttri tímasetningu til að taka lánið. Þá hefði skuldatryggingaálagið numið 10,5 milljörðum króna. Í samtali við Bloomberg-fréttastof- una þann 9. ágúst var haft eftir Árna Mathiesen að fjármagns- kreppan á alþjóðamörkuðum hefði gert lánskostnað „óásætt- anlega“ háan. Hann vildi að ríkið frestaði erlendri lántöku enn um sinn. Í dag myndi skuldatrygg- ingaálagið af 500 milljarða króna láni svo nema 40,8 milljörðum króna. Geir H. Haarde tilkynnti á þingi í síðasta mánuði að ríkis- stjórnin ynni að því að taka þrjátíu milljarða króna lán á betri vöxtum en þáverandi skuldatryggingaá- lag á ríkissjóð gæfi til kynna. Áður höfðu stjórnvöld tilkynnt um 75 milljarða króna skuldabréfaút- gáfu auk þess sem gefnir voru út víxlar fyrir 25 milljarða króna. Að því gefnu að þessi lán hafi skilað sér myndi það kosta ríkið 25 milljarða króna árlega að taka restina af því láni sem heimild er fyrir. Þá væri árlegur kostnaður við lántökuna væntanlega kom- inn hátt í 30 milljarða króna og þrefalt hærri en ef lánið hefði allt verið tekið strax í vor. brynjolfur@dv.is mikael@dv.is Stóra lánið er orðið mun dýrara en það hefði verið síðasta vor: Lánakostnaður- inn margfaldast RíkiSlánin veRðA dýRARi krónan hrunin Heimild veitt Bíða réttrar tímasetningar kostnaður ríkisins af töku erlends láns hefur marg- faldast frá því alþingi heimilaði það í vor. 10 ,5 m ill ja rð ar 40 ,8 m ill ja rð ar 29. maí 20. júní 2. október 10 ,0 m ill ja rð ar Ráðríki nýliðinn í hópnum davíð oddsson er talinn ráðríkur, krefst skilyrðislausrar hlýðni. Hann á það til að einangra menn og tyfta með ýmsum hætti sem fara gegn honum. Þessum aðferðum virðist hann einnig hafa beitt í Seðlabankanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.