Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Blaðsíða 20
mánudagur 6. október 200820 Fókus
Íslenska óperan er leikhús í
vanda. Hana vanta nauðsynlegt
rekstrarfé og boðlegt leiksvið. All-
ir hljóta að sjá hversu fráleitt er að
halda uppi rándýrri stofnun sem
framleiðir að jafnaði aðeins tvær
sýningar á ári. Við þessar líka að-
stæðurnar. Sýningar sem hafa –
með örfáum undantekningum –
ekki orðið annað en misjafnlega
misheppnaðar tilraunir til að leysa
sviðsetningarvanda sem langoftast
er óleysanlegur. Sé staðan metin
kalt virðist langvitlegast að leggja Ís-
lensku óperuna niður, styrkja Þjóð-
leikhúsið sem óperuhús og leyfa því
að nýta Gamla bíó sem annexíu, ef
menn vilja endilega halda þar áfram
með leiksýningar. Auðvitað myndi
þá allur óperuflutningur lenda á
hendi einnar stofnunar, en þannig
er staðan hvort eð er í dag; Þjóðleik-
húsið hefur, eins og ég hef áður sagt,
engan óperulit sýnt í meira en ára-
tug. En úr því má vel bæta með því
að ráða þangað hæft fólk með þekk-
ingu á óperu; það er leikhúspólit-
ísk ákvörðun sem þyrfti að vísu að
taka á hærra plani í stjórnsýslunni
en í stofnuninni sjálfri. Kópavogs-
óperan er hvort eð er ein af þess-
um skýjaborgum sem fyrstu vindar
kreppunnar munu blása út í hafs-
auga. Við þurfum að koma niður á
jörðina – líka við í leikhúsinu.
Ef Íslenska óperan vill halda
áfram að lifa sjálfstæðu lífi er frum-
skilyrði að hún sinni því miklu bet-
ur að kynna óperulistina fyrir þjóð-
inni. Til þess eru margar leiðir, ef
menn hafa hugmyndaflug og dug.
Auðvitað á Óperan fyrst og fremst
að sinna lifandi óperuflutningi, en
hún þarf jafnframt að taka sér tak
sem fræðslustofnun sem ætti ekki
að vefjast fyrir henni; nóg er nú af
óperufræðingunum. Á síðari árum
hefur sitthvað gott verið gert sem
sjálfsagt er að halda áfram með, efla
og auka: tónleikaraðir, óperustúdíó,
nemendaópera ...
Og nú er Óperan komin út í rokk-
ið. Er það framtíðin að mati Stefáns
óperustjóra? Á föstudagskvöld-
ið gekk glænýr söngleikur um Jan-
is Joplin yfir sviðið við Ingólfstræti.
Ég ætla svo sem ekkert að halda því
fram að slíkur kostur eigi að vera
bannvara í hinni fínu Reykjavíkur-
óperu. En þá þarf að finna verk sem
standast lágmarkskröfur. Það ger-
ir þessi framleiðsla úr smiðju Ólafs
Hauks ekki. Hún er ekki einfaldlega
ekki leiksviðstæk.
Hvernig á maður að lýsa pró-
dúktinu? Sem upplestri úr skáld-
aðri sjálfsævisögu söngkonunn-
ar? Þetta er sett upp sem einhvers
konar mónódrama, þó að orðið
drama noti maður ekki kinnroða-
laust í þessu sambandi. Þarna er
sem sé ekkert sem er hægt að kenna
við dramatúrgíu: engin dramatísk
hugsun, engin dramatísk bygging,
hvað þá að votti fyrir dramatísku
flugi. Engin fersk og persónuleg sýn
á efnið. (Höfundur hefði vel mátt
geta helstu heimilda í leikskránni;
hann segist þar hafa legið í ævi-
sögum konunnar sem er nokkuð
auðséð.) Allir sem hafa fylgst með
leikhúsinu síðustu áratugi vita að
enginn skrifar smellnari samtöl en
Ólafur Haukur, ef hann vill það við
hafa, en hér sjást þess lítil merki;
hér ríkir flatneskjan ein. Á milli upp-
lestraratriðanna er skipt yfir í söng-
atriði, kröftuglega flutt af bandinu
og Bryndísi Ásmundsdóttur sem
bjarga kvöldinu frá því að verða
óbærilega leiðinlegt. Aðallega þó
eftir hlé. Bryndís stendur fyrir sínu,
enda uppskar hún verðskuldaðar
undirtektir frumsýningargesta sem
voru óhemju vel stemmdir – stór og
hávær hluti þeirra alltjent.
Flutninginn á sjálfsævisögunni
annast Ilmur Kristjánsdóttir. Hún
sýnir okkur krúttlegan telpukrakka,
sem lítt minnir á Janis sjálfa, hráan
og villtan lífskraft hennar, brenn-
andi sjálfseyðingu. Hún vingsast
um sviðið í hippadressi eða á brók-
inni, sullar í sig Southern Comfort
og öðrum miður göfugum vímu-
gjöfum, sefur hjá í löngum bunum,
nema hvað; þó er hún alltaf hálf
raunamædd í aðra röndina, eins og
hún hálfpartinn skammist sín fyrir
ólifnaðinn. Sem mér finnst svona
heldur ólíklegt að Janis heitin hafi
gert. Ætli hún hafi ekki bara verið
jafn heil í honum og listinni? En á
þessu gengur fram eftir kvöldi: Ilm-
ur segir frá, svo kemur númer, Ilm-
ur aftur, enn númer og svo framveg-
is og framvegis, þar til skyndilega
að konan fær heróínflog og er bara
dauð. Dramatískar ljóskeilur ofan
úr sviðsmyrkrinu á dívaninn þar
sem hún liggur rétt si sona stein-
dauð. Datt þér virkilega ekki neitt
frumlegra í hug, Páll ljósameistari?
Hver hefði getað leikið Janis veit
ég svo sem ekki. Didda Jónsdótt-
ir skáldkona? Hún var svakalega
góð í myndinni hennar Sólveigar
Anspach og hún hefði þó haft útlit-
ið með sér. Og ekki hefði hún þurft
að syngja, það sá Bryndís um með
sóma sem fyrr segir. Því miður er
Bryndís ekki jafn sterk þegar hún á
að leika; sú hugmynd að láta hana
taka á sig gervi annarra persóna,
sem rétt reka þarna inn nefið, var
meira en lítið misráðin. Þá gerði
hún ekki annað en að fara með
setningarnar sínar, alveg líflaust.
Gat leikstjórinn, hann Sigurður Sig-
urjónsson, virkilega ekkert hjálpað
henni við það? Mér er óskiljanlegt
hvernig eins flinkur leikhúsmaður
og Sigurður fær sig til að eyða sín-
um dýrmætu kröftum í annað eins.
Eða hvernig óperustjóranum datt
í hug að bjóða honum það. Svona
show getur hver sem er sett upp.
Ég ætla að gefa því tvær stjörn-
ur. Önnur fer til Bryndísar fyrir
söngatriðin. Hina fær Finnur Arn-
ar fyrir vel heppnaða sviðsmynd,
myndræna og þénanlega. Búning-
ar Þórunnar Elísabetar voru reynd-
ar ágætir líka, en þau Finnur verða
þá að skipta stjörnunni á milli sín.
Ég fæ mig ekki með nokkru móti til
að fara upp fyrir tvær. Til þess yrði
ég að vera búinn að innbyrða einn
Southern Comfort. Eða öllu heldur
tvo. Og báða tvöfalda.
Jón Viðar Jónsson
á m á n u d e g i
Hvað veistu?
1. reykjavík-rotterdam í leikstjórn óskars Jónassonar var frumsýnd á föstudaginn. Hvað er
langt síðan síðasta mynd hans var frumsýnd?
2. Hvaða ólétta leikkona leikur ólétta konu í engisprettum í Þjóðleikhúsinu þessa dagana?
3. Hvaða þjóðþekkti tónlistarmaður hefur efnt til mótmæla á austurvelli á miðvikudaginn?
Flatneskjan ein
setja markið
hærra í hverj-
um þætti
Eftir að hafa farið frekar rólega af
stað fannst mér Svartir englar taka
vel við sér í öðrum þætti. Mér þótti
hann töluvert betri en sá fyrsti og
þar spilaði nokkuð stóran þátt að
persónuleg mál lögreglumannanna
krydduðu söguþráðinn töluvert.
Glæpamálið sjálft var ekkert æði
spennandi fyrr en nektarmyndirnar
litu dagsins ljós í íbúðinni. Mað-
ur var þó þeim mun spenntari fyrir
raunum hins unga Árna sem virðist
enga sjálfsstjórn hafa og fjölskyldu-
vandamálum Katrínar.
Það er nú kannski ekki beint leik-
sigra að finna í þessum þáttum enn-
þá en miðað við íslenska glæpaþætti
almennt mætti svo sem kalla margt
af þessu leiksigra. Það er allavega
verið að setja markið hærra með
hverjum þættinum og það skiptir
mestu máli.
Fyrstu þrír þættirnir af Svörtum
englum eru unnir upp úr bókinni
Skíta djobb. Næstu þrír eru svo unn-
ir upp úr bókinni Svartir englar og
bind ég meiri vonir við þá þætti. Það
er óskandi að spennan verði kýld
upp þar. Í stiklunni sem sýnd var úr
næsta þætti sést bregða fyrir nokkr-
um leikurum sem Óskar notaði í
Reykjavík-Rotterdam. Það ætti að
vera gæðastimpill. Því þar er frábær
mynd á ferð sem allir ættu að kíkja á.
Ásgeir Jónsson
Asa er lítt reyndur hirðingi
enda kemur hann á sléttuna
beint af sjónum. Hann hefur ný-
lokið þjónustu í rússneska flotan-
um og sest að hjá systur sinni og
fjölskyldu hennar. Þar lifa þau
sem hirðingjar eins og vaninn
er á steppunni. Asa hefur mikla
framtíðardrauma umfram hið
hefðbundna hirðingjalíf en vant-
ar eiginkonu til að þeir geti ræst.
Það er nóg af sandi en takmarkað
af kvenfólki á steppunni og Tulp-
an, sem er sú eina sem kemur til
greina, finnst hann heldur eyrna-
stór og vill ekki sjá hann. Boni vin-
ur hans þeysir um á klámblaða-
veggfóðraðri dráttarvél, blastar
Boney M og lætur sig dreyma. Asa
gengur í draumaklúbbinn og sam-
an liggja þeir í fantasíubaði glans-
tímarita auk þess að halda áfram
að djöflast í Tulpan sem vill hann
samt sem áður ekki. Mági hans
fer að leiðast nærvera Asa enda
viðvaningur og of mikil pempía
til að beita munn-við-munn að-
ferðinni á nýfædda kiðlinga. Á
þessum slóðum er fæðing lambs
greinilega tekin mjög alvarlega
og ein slík sena birtist hér stór-
kostlega. Skrípalingurinn Borat
hefur vakið upp forvitni margra
um Kasakstan. Hér er henni sval-
að á sannfærandi hátt og án þess
að neinn sé að grínast. Allt um-
hverfið er mjög spennandi og
raunverulegt. Við sjáum gamal-
dags sjálfsþurftarbúskap þar sem
mjólkurafurðir eru strokkaðar og
menn standa eða falla með eig-
in frammistöðu. Myndin er snið-
ug og lúmskt fyndin. Einhverjum
gæti á köflum þótt senurnar vera
of langar en það er stíll sem vís-
vitandi er beitt og grundvallast á
miklu hljóðflóði. Við sjáum lang-
ar fyndnar senur fullar af öllum
dýrum merkurinnar í samneyti
við Asa og félaga. Hross, kindur,
hundar, beljur, geitur og meira
að segja skjaldbaka. Asnar eðla
sig hávært og yfirgnæfa úlfalda-
gólið, en tæplega manneskjurnar.
Hin sí-malandi fjölskylda er frá-
bær. Stelpan syngur hátt og enda-
laust, eldri strákurinn þylur fréttir
dagsins utan að og yngsta barnið
er bullandi út í bláinn allan tím-
ann. Þegar húsdýr og menn sofa
svo loksins heyrist ennþá alltaf í
vindinum sem fyllir allar krump-
ur og misfellur af sandi. Það er
aldrei þögn í þessari hljóðorgíu
frá Kasakstan.
Erpur Eyvindarson
Hljóðorgía frá KasaKstan
Leiðrétting
Vegna mistaka blaðamanns voru
Huldar Breiðfjörð og Börkur Gunn-
arsson rangnefndir í viðtali við Óskar
Jónasson leikstjóra í helgarblaði DV.
SÖNGLEIKUR
Íslenska óperan:
Janis 27
Höfundur: ólafur Haukur Símonarson
Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson
Leikmynd: Finnur arnar arnarson
Búningar: Þórunn elísabet Sveinsdóttir
Myndvinnsla: Jón Þorgeir kristjánsson
Tónlistarstjórn: Jón ólafsson
KvIKmyNdIR
Tulpan
Leikstjóri: Sergei dvortsevoy
Aðalhlutverk: tolepbergen baisakalov,
ondas besikbasov, Samal esljamova
Óperan komin út í rokkið
„Ég ætla svo sem ekkert að
halda því fram að slíkur kostur
eigi að vera bannvara í hinni
fínu reykjavíkuróperu. en þá
þarf að finna verk sem
standast lágmarkskröfur. Það
gerir þessi framleiðsla úr
smiðju ólafs Hauks ekki.“
SjóNvaRp
svarTir englar
Sjónvarpið
NÚ GETUR
ÞÚ LESIÐ DV
Á DV.IS
DV er aðgengilegt
á dv.is og kostar
netáskriftin 1.490 kr.
á mánuði