Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Page 13
mánudagur 6. október 2008 13Fréttir
Át vegabréf eiginkonunnar
Rússinn Ivan Volokov var handtek-
inn í heimalandinu á dögunum eft-
ir að hann reif vegabréf eiginkonu
sinnar í tætlur og lagði sér þær til
munns í kjölfar riflildis milli þeirra
hjóna. Samkvæmt lögreglunni
eru hjónin nýskilin en búa þó enn
saman. Volokov vildi víst eyðileggja
vegabréfið þar sem það var eina
opinbera skjalið sem sannaði að
hún byggi í íbúðinni. Hann hefur
verið ákærður fyrir skemmdarverk
á opinberu skjali og ógnandi til-
burði gagnvart sinni fyrrverandi.
Einkaþota Maós til sölu
Einkaþota Maós Zedong, sem var
leiðtogi Kína, er til sölu. Eigend-
ur verslunarmiðstöðvarinnar þar
sem þota Maós hefur verið til sýn-
is frá árinu1999, ætla sér að selja
hana þar sem þá sárvantar pláss
fyrir bílastæði í borginni Zhuhai í
Kína. Ekki hefur fengist uppgefið
hvað gripurinn mun kosta, en þot-
an er bresk af gerðinni Trident og
var tekin úr umferð árið 1986. Hún
er ein af þremur Trident-vélum
sem keyptar voru til Peking árið
1969. Maó lést árið 1976.
Playboy á Wall Street
Hið ljósbláa tímarit Playboy hef-
ur ákveðið að nýta sér þá athygli
sem beinist að fjármálaheiminum
þessa dagana með því að lýsa eftir
föngulegu kvenfólki úr viðskipta-
lífinu á Wall Street til að sitja fyrir
naktar í sérblaði þess tileinkuðu
þessari heilastöð fjármálaheims-
ins. Ráðgert er að blaðið komi út í
febrúar 2009 og mun það bera yf-
irskriftina „Women of Wall Street“.
Hvort uppátækið nái að hrista upp
í markaðinum þar vestra verður
nú bara að koma í ljós.
Morðtól SElt SEM tíSkuvara
Vel falið vopn Það þykir furðu sæta að bresk
verslunarkeðja hafi verið með jakkann til sölu.
auðveldlega megi beita hnífnum til ódæðisverka.
Morðtól í tískufatnaði Hinir umdeildu jakkar
sem koma fullbúnir fimm sentímetra löngum hníf
voru á útsölu í verslanakeðjunni t.k. maxx.
Exclusive Tantra Massage
For men, women and couples.
Phone: 698 83 01
www.tantra-temple.com
Ábyrgjast allar bankainnistæður