Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Blaðsíða 15
mánudagur 6. október 2008 15Ættfræði
60 ára í dag
30 ára
n Sabrina Casadein Njálsgötu 7, Reykjavík
n Sebastian Dariusz Gajda Lönguhlíð 15, Reykjavík
n Björn Kristinsson Laugavegi 134, Reykjavík
n Magnús Geir Gíslason Þrastarási 71, Hafnarfjörður
n Sigurjón Örn Arnarson Stangarholti 7, Reykjavík
n Kristján Vattnes Jónasson Vesturbergi 25,
Reykjavík
n Elfrið Ida Björnsdóttir Réttarholtsvegi 75,
Reykjavík
n Erla Sif Magnúsdóttir Skuggagili 10, Akureyri
n Sara Margrét Sigurðardóttir Bakkastöðum 45,
Reykjavík
n Sigurlaug Ragna Guðnadóttir Suðurgötu 78,
Siglufjörður
n Auður Vésteinsdóttir Látraströnd 22, Seltjarnarnes
40 ára
n Piotr Balajewicz Strandgötu 8, Sandgerði
n Helen Björk Traustadóttir Bakkastöðum 53,
Reykjavík
n Jóhannes Þór Sigurðsson Nýjabæjarbraut 10,
Vestmannaeyjar
n Sigrún Jónína Baldursdóttir Hraunási 7, Hellis-
sandur
n Svanhvít Sveinsdóttir Kirkjuteigi 7, Reykjavík
n Hafdís Sigurðardóttir Gvendargeisla 164, Reykjavík
n Júlíus Þór Gunnarsson Seljugerði 6, Reykjavík
n Sigríður Mjöll Marinósdóttir Grundargarði 15,
Húsavík
n Benedikt Albertsson Laugalind 3, Kópavogur
50 ára
n Barbara Daszkiewicz Austurvegi 15, Hvolsvöllur
n Krzysztof Nowak Samtúni 42, Reykjavík
n Grzegorz Wladyslaw Cichon Framnesvegi 7,
Reykjavík
n Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir Hrauntungu 24,
Hafnarfjörður
n Anna Hlín Bjarnadóttir Kleppsvegi 136, Reykjavík
n Ellert Valur Einarsson Lyngrima 17, Reykjavík
n Hildur Kristjánsdóttir Hafnargötu 23, Reykjanes-
bær
n Margrét Ósk Guðmundsdóttir Sogavegi 105,
Reykjavík
n Þórunn Ásgeirsdóttir Jaðarsbraut 25, Akranes
n Guðrún Agnes Sigurðardóttir Vesturbergi 61,
Reykjavík
n Harpa Hrönn Sigurðardóttir Smyrlahrauni 58,
Hafnarfjörður
n Birna Guðríður Þorleifsdóttir Hjallavegi 13,
Suðureyri
n Ragnheiður Baldursdóttir Fjarðarstræti 18,
Ísafjörður
n Þórunn Inghildur Einarsdóttir Garðhúsum 18,
Reykjavík
n Hólmdís Hjartardóttir Rauðalæk 21, Reykjavík
n Erla Hlöðversdóttir Vestur-Sámsstöðum 1,
Hvolsvöllur
n Aðalsteinn Brynjólfsson Hafnarbergi 22,
Þorlákshöfn
n Brynjólfur Þórisson Meðalbraut 14, Kópavogur
60 ára
n Guðmundur Bjartmarsson Laufásvegi 10,
Reykjavík
n Eydís Ólafsdóttir Grettisgötu 12, Reykjavík
n Jón Már Ólason Flyðrugranda 18, Reykjavík
n Svanhildur Pálsdóttir Vallholti 13, Ólafsvík
70 ára
n Bragi Gíslason Haðarstíg 22, Reykjavík
n Guðrún Valný Þórarinsdóttir Garðatorgi 17,
Garðabær
n Sigrún Pálsdóttir Þangbakka 8, Reykjavík
n Ari Ólafsson Sæbraut 8, Seltjarnarnes
75 ára
n Geir Helgason Borgarstíg 2, Fáskrúðsfjörður
n Þorsteinn J Þórhallsson Skipasundi 85, Reykjavík
n Jósep Þóroddsson Hólavegi 29, Sauðárkrókur
n Sigurður Sigurðsson Bjarmalandi 13, Reykjavík
n Sigríður Jónsdóttir Mánatúni 4, Reykjavík
80 ára
n Þóra Ingibjörg Kristjánsdóttir Kirkjuteigi 25,
Reykjavík
n Jónína Margrét Bjarnadóttir Lautasmára 1,
Kópavogur
n Hjördís Jónsdóttir Hagamel 33, Reykjavík
85 ára
n Anna Sveinsdóttir Kleppsvegi 138, Reykjavík
n Guðríður Friðriksdóttir Furugerði 1, Reykjavík
90 ára
n Lovísa Bjargmundsdóttir Hraunbæ 86, Reykjavík
Jónas Þór
rafverktaki og lögregluþjónn á Patreksfirði
Jónas Þór fæddist í Reykjavík. Hann
stundaði nám í rafvirkjun við Iðn-
skólann í Reykjavík og á Patreks-
firði og lauk sveinsprófi í þeirri
grein 1974.
Jónas hefur lengst starfað sem
rafverktaki á Patreksfirði. Þá starf-
ræktu þau hjónin veitingastað á
Spáni í tvö ár. Þá hefur Jónas starf-
að í lögreglunni á Patreksfirði frá
1987.
Fjölskylda
Eiginkona Jónasar Þór er Anna
Stefanía Einarsdóttir, f. 8.11. 1948,
fyrrv. kaupmaður og nú launafull-
trúi Vesturbyggðar. Hún er dóttir
Einars Péturssonar, f. 25.10. 1926,
20.10. 2005, rafverktaka í Kópavogi,
og Sjafnar Aðalsteinsdóttur Ólafs-
son, f. 4.11. 1929, nú látin, fyrrv.
skrifstofumanns.
Fóstursonur Jónasar og sonur
Önnu Stefaníu er Aðalsteinn Stefán
Marteinsson, f. 23.3. 1967, búsettur
í Reykjavík.
Börn Jónasar og Önnu Stefan-
íu eru Þórarinn Jónas, f. 27.4. 1973,
búsettur í Reykjavík; Sjöfn Þór, f.
12.3. 1976, búsett á Reykhólum í
Reykhólahreppi.
Systur Jónasar eru Vilhelmína
Þór, f. 6.8. 1946, búsett í Reykjavík;
Margrét Þór, f. 11.10. 1953, búsett í
Reykjavík.
Foreldrar Jónasar voru Þórar-
inn Þór, f. 13.10. 1921, d. 21.8. 1993,
prófastur á Reykhólum í Reykhóla-
hreppi, og k.h., Ingibjörg Jónsdótt-
ir Þór, f. 21.1. 1927, d. 29.10. 1978,
hárgreiðslukona.
Ætt
Þórarinn var sonur Jónasar Þór,
verksmiðjustjóra Gefjunar á Akur-
eyri, bróður Vilhjálms Þór, kaupfé-
lagsstjóra, bankastjóra og ráðherra.
Jónas var sonur Þórarins Jónasar,
b. á Brekku og á Hofsá í Svarfaðar-
dal Jónassonar, í Sigluvík Jónsson-
ar. Móðir Jónasar Þór var Ólöf Þor-
steinsdóttir, hreppstjóra á Öxnafelli
í Eyjafirði, Einarssonar Thorlaci-
usar, pr. á Saurbæ, Hallgrímsson-
ar Thorlaciusar, pr. í Miklagarði,
Einarssonar. Móðir Einars var Ólöf
Hallgrímsdóttir, pr. á Grenjaðar-
stöðum, Eldjárnssonar. Móðir Þór-
arins prófasts var Helga Kristins-
dóttir, í Samkomugerði í Eyjafirði
og verkamanns á Akureyri, Jós-
efssonar, og Guðlaugar Stefaníu
Benjamínsdóttur.
Ingibjörg Þór var dóttir Jóns
Halldórs, múrara í Reykjavík, Gísla-
sonar, b. á Lambastöðum í Flóa,
bróður Guðlaugar, móður Ásgríms
Jónssonar listmálara. Gísli var son-
ur Gísla, hreppstjóra í Vatnsholti í
Flóa, Helgasonar, b. á Grafarbakka,
Einarssonar, lrm. í Galtarfelli, Ól-
afssonar. Móðir Gísla á Lambastöð-
um var Guðlaug Snorradóttir, b. á
Kluftum, Halldórssonar, og Sigríðar
Einarsdóttur. Móðir Jóns Halldórs
var Sesselja Jónsdóttir, systir Brynj-
ólfs, rithöfundar og fræðimanns á
Minna-Núpi.
Móðir Ingibjargar var Guðrún
Jónsdóttir, b. á Hafþórsstöðum í
Norðurárdal í Borgarfirði, Loftsson-
ar, b. í Miðdal í Kjós, Jónssonar. Móð-
ir Jóns á Hafþórsstöðum var Guð-
rún Bjarnadóttir. Móðir Guðrúnar
Jónsdóttur var Guðrún Pétursdótt-
ir, b. í Jafnaskarði í Stafholtstung-
um, Eggertssonar, og Ragnheiðar
Jóhannsdóttur.
Til
hamingju
með
afmælið!
Sigurlaug fæddist í Kaup-
mannahöfn og ólst þar upp fyrstu
þrjú árin en síðan í Vesturbænum
í Reykjavík. Hún var í Vesturbæjar-
skóla, Hagaskóla, stundaði nám við
MR og síðan Söngskólann í Reykja-
vík og lauk þaðan BS-prófi í óperu-
söng, stundaði síðan söngnám við
Royal Northen College of Music
í Manchester og lauk þaðan post
gradutate diploma prófi 2001.
Sigurlaug söng við óperur á
Englandi og kenndi þar söng og
tónlist til 2004. Hún kom þá til Ís-
lands, starfaði við Landsbankann
um skeið, söng við Íslensku óper-
una, stjórnaði kórum og kenndi
söng.
Sigurlaug hefur sungið með
ýmsum kórum á liðnum árum og
starfað við söng og sönglist, ásamt
því að gegna móðurhlutverkinu.
Fjölskylda
Eiginmaður Sigurlaugar er Þrá-
inn Guðbjörnsson, f. 27.9. 1975,
verkfræðingur.
Börn Sigurlaugar og Þráins eru
Gabríel Þráinsson, f. 29.1. 2006;
Hekla Sif Þráinsdóttir, f. 13.7. 2008.
Bróðir Sigurlaugar er Guð-
mundur Elías Stefánsson Knud-
sen, f. 24.1. 1974, ballettdansari hjá
Íslenska dansflokknum.
Foreldrar Sigurlaugar eru Stef-
án Ásgrímsson, f. 24.7. 1946, rit-
stjóri hjá FÍB, og Eileen Sif Knud-
sen, f. 2.7. 1950, sjúkraliði.
Ætt
Eileen Sif er dóttir Henriks
Knudsen, gullsmíðameistara frá
Maribo í Danmörku, og Guð-
mundu, óperusöngkonu Elíasar-
dóttur, formanns í Bolungarvík
Magnússonar, af Arnardalsættinni.
Móðir Elíasar var Elín Jónsdóttir, b.
á Meiribakka Einarssonar. Móðir
Guðmundu var Sigríður, dóttir Jens
Guðmundar, b. í Arnardal Jónsson-
ar, og Sólborgar Sigurðardóttur, b. á
Siglunesi á Barðaströnd Finnboga-
sonar.
Sigurlaug og Þráinn eru vant við
látin eins og er en verða með opið
hús í tilefni afmælisins laugardag-
seftirmiðdaginn 18.10.
Lárus fæddist í Reykjavík en
ólst upp á Hvolsvelli. Hann var í
Barnaskóla Hvolsvallar, stundaði
nám við FS á Selfossi, við frum-
greinadeild Keilis 2007-2008 og
stundar nú nám í viðskiptafræði
við HÍ.
Lárus keppti í körfu með ung-
mennafélaginu Baldri á Hvols-
velli, með Selfossi og Ungmenna-
félagi Laugdæla. Hann lauk
dómaraprófi árið 2000 og hefur
verið körfuknattleiksdómari síð-
an. Þá sinnti hann knattspyrnu-
og körfuknattleiksþjálfun á árun-
um 1984-2001.
Lárus söng með hljómsveit-
um á Suðurlandi 1986-91, var full-
trúi Fjölbrautaskóla Suðurlands í
fyrstu Söngvakeppni framhalds-
skólanna 1990 og vann þá keppn-
ina en Móeiður Júníusdóttir varð í
2. sæti og Páll Óskar í 3. sæti. Hann
söng með Barnakór Rangæinga í
barnæsku og með karlakórnum
Þröstum í Hafnarfirði 1996-2000.
Lárus situr nú í stjórn KKDÍ frá
2005.
Fjölskylda
Eiginkona Lárusar er Sigþrúð-
ur Sigurðardóttir, f. 14.6. 1972,
ráðgjafi hjá hugbúnaðarfyrirtæk-
inu Hugur Ax.
Börn Lárusar eru Lilja Björg
Lárusdóttir, f. 2.4. 1991; Aron
Gauti Lárusson, f. 17.4. 1992.
Stjúpsonur Lárusar og sonur
Sigþrúðar er Sigurður Þór Ómars-
son, f. 31.7. 1998.
Sonur Lárusar og Sigþrúðar
er Magnús Orri Lárusson, f. 3.2.
2006.
Systkini Lárusar eru Katrín
Marta Magnúsdóttir, f. 26.4. 1966,
skrifstofukona, búsett í Kópavogi;
Bjarni Magnússon, f. 29.8. 1971,
innkaupastjóri hjá Eðalhúsum ehf
á Selfossi.
Foreldrar Lárusar eru Magnús
Bjarnason, f. 4.1. 1942, rafvirkja-
meistari og verkstjóri hjá RARIK
á Hvolsvelli, og Ásgerður Ásgeirs-
dóttir, f. 25.5. 1945, húsmóðir og
starfsmaður Íslandspósts á Hvols-
velli.
Lárus heldur upp á afmæl-
ið með fjölskyldu sinni á Anfield
Road í Liverpool.
sigurlaug Knudsen stefánsdóttir
óPerusöngkona
Lárus Ingi Magnússon
körfuknattleiksdómari í reykjanesbæ
„Ég og maðurinn minn, Sigurður,
ætlum að skella okkur til Danmerk-
ur í desember og það er eiginlega af-
mælisveislan,“ segir Erla Sif Magnús-
dóttir Akureyringur sem er þrítug í
dag. „Maður fer nú samt að hugsa sig
tvisvar um hvort maður eigi yfir höf-
uð að fara vegna ástandsins í land-
inu og gengis krónunnar,“ segir Erla
sem finnur vel fyrir ástandinu eins
og aðrir landsmenn. Þar sem krónan
heldur áfram að veikjast er allt orðið
helmingi dýrara en vanalega í Dan-
mörku og það reynist flestum stór
biti að kyngja.
Erla ætlar þó ekki að sitja heima í
fýlu þó það sé hart á dalnum og ætlar
að sletta úr klaufunum um helgina.
„Ég ætla að bjóða vinum og ættingj-
um í kökur og kaffi á laugardaginn,“
en hún fékk góða hjálp við bakstur-
inn auk þess sem hún bakar sjálf.
„Seinna um kvöldið ætla ég svo að
bjóða vinunum í smá teiti,“ segir Erla
hress en svo verður stefnan tekin nið-
ur í bæ. Aðspurð hvort hún sé vön því
að halda upp á stórafmæli segir hún
svo vera. „Ég hélt þrusupartí þegar ég
var tvítug. Alla vega svona í minning-
unni,“ segir Erla og hlær.
30 ára í dag 40 ára í dag
Erla Sif Magnúsdóttir er þrítug í dag:
Kreppan ógnar afmælisferð
Erla Sif að skreppa til
danmerkur er ekki lengur
lítið mál.