Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Qupperneq 16
Það blés ekki byrlega fyrir Íslands- meistara Hauka gegn úkraínska liðinu Zaporozhye þegar stutt var liðið af seinni hálfleik í viðureign liðanna í meistaradeildinni í gær. Haukar voru undir, 17-13, í hálfleik og mest 20-13 áður en mögnuð endurkoma Íslandsmeistaranna hófst. Haukar breyttu um varnarað- ferð og söxuðu á forskotið jafnt og þétt. Elías Már Halldórsson skoraði svo sigurmark Hauka, 26-25, þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum og þar við stóð. Lið Zaporozhye er undirstað- an í úkraínska landsliðinu og hefur mikla reynslu af Evrópukeppnum. Skyttur liðsins reyndust Haukum erfiðar í gær en heimamenn fengu ekki spólur af liðinu eins og til stóð. „Þetta lið lék þrjá leiki gegn Viborg frá Danmörku í fyrra og við áttum að fá þær spólur. Þær týndust hins veg- ar í pósti og þar með sáum við ekk- ert. Vissulega fengum við upplýs- ingar um liðið en það er aldrei það sama og til dæmis fyrir markvörð- inn að sjá skytturnar skjóta og skot- mynstrin,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, við DV í gær. Hann var eðlilega hæstánægð- ur með endurkomu sinna manna. „Hún var frábær og liðið sýndi mik- inn karakter. Ekki bara að koma til baka upp á virðinguna og tapa með einu marki eða jafna heldur unnum við leikinn. Við spiluðum illa fyrstu 35 mínúturnar þar sem hefðbund- inn varnarleikur okkar gekk ekki. Við þurftum þá að prófa nýja hluti til að brjóta sókn þeirra niður sem heppnaðist algjörlega,“ sagði Aron ánægður. Haukar leika næst gegn ung- verska stórveldinu Fotex Vezsprém sem lagði Flensburg að velli í gær. tomas@dv.is mánudagur 6. október 200816 Sport Sport Volæði hjá ToTTenham Hull sem lagði arsenal um síðustu helgi heldur áfram að koma á óvart í ensku úrvalsdeildinni. Í gær lögðu ný-liðarnir fjendur arsenal frá norður-Lundúnum, tottenham, 1-0, og aftur skoraði brasilíumaðurinn geovanni gull af marki. Í þetta skiptið beint úr aukaspyrnu. Hull er því með 14 stig í þriðja sæti deildarinnar þegar sjö umferðum er lokið. Hull er með tólf stigum meira en tottenham sem er rótfast á botninum með tvö stig eftir jafnmarga leiki og hefur ekki enn unnið leik í ár. tottenham getur huggað sig við að stutt er í næstu lið fyrir ofan en til þess þarf liðið þá allavega að vinna leik. Heitt er undir Juande ramos, stjóra liðsins, svo vægt sé til orða tekið. ÚRSLIT Powerade-bikar úrslit ÚRSLITALEIKUR KARLA: KR - Grindavík 98–95 Stig KR: Jason Dourisseau 29 (17 frák.), Jón Arnór Stefánsson 18 (10 stoðs.), Jakob Örn Sigurðarson 17, Helgi Már Magnússon 11, Darri Hilmarsson 11, Fannar Ólafsson 8, Skarphéðinn Ingason 4. Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 26 (9 frák., 6 stoðs.), Páll Axel Vilbergsson 21, Damon Bailey 19 (10 frák.), Helgi Jónas Guðfinnsson 11, Þorleifur Ólafsson 9, Páll Kristinsson 6, Guðlau- gur Eyjólfsson 2, Arnar Freyr Jónsson 1. ÚRSLITALEIKUR KVENNA: Keflavík - KR 82–71 Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 25, Pálína Gunnlaugsdóttir 15, Svava Ó. Stefánsdóttir 14 (12 frák.), TaKesha Watson 11, Rannveig Randversdóttir 7, Ingibjörg Vilbergsdóttir 6, Lóa Másdóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 1. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 19 (15 frák.), Guðrún Ámundadóttir 18, Sigrún Ámundadót- tir 17 (11 frák.), Helga Einarsdóttir 6, Kristín Jónsdóttir 5, Rakel Viggósdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2. handbolti meistarad. Haukar - Zaporozhye 26–25 Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 4, Sigurbergur Sveinsson 4, Elías Már Halldórsson 3, Gísli Jón Þórisson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3. eimskiPsbikar karla Stjarnan - Víkingur 27–26 Mörk Stjörnunnar: Hermann Björnsson 6, Kristján Svan Kristjánsson 4, Fannar Friðgeirsson 4, Guðmundur Guðmundsson 3, Ragnar Már Helgason 3, Fannar Þorbjörnsson 3, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Ólafur Sigurjónsson 1, Roland Valur Eradze 1. Mörk Víkings: Davíð Georgsson 8, Sveinn Þorgeirsson 6, Davíð Ágústsson 3, Þröstur Þráins- son 2, Brynjar Loftsson 2, Sverrir Hermannsson 2, Pálmar Sigurjónsson 1, Sigurður Örn Karlsson 1, Hjálmar Þór Arnarsson 1. Stjarnan 3 - Fjölnir 25–22 Patrekur Jóhannesson skoraði 5 mörk fyrir Stjörnuna 3 og Valdimar Grímsson 2. Stjarnan 2 - Valur 2 27–26 enska úrvalsdeildin West Ham - Bolton 1–3 0-1 Kevin Davies (30.), 0-2 Gary Cahill (34.), 1-2 Carlton Cole (69.), 1-3 Matthew Taylor (86.). Chelsea -Aston Villa 2–0 1-0 Joe Cole (21.), 2-0 Nicolas Anelka (44.). Man. City - Liverpool 2–3 1-0 Stephen Ireland (19.), 2-0 Javier Garrido (41.), 2-1 Fernando Torres (55.), 2-2 Fernando Torres (73.), 2-3 Dirk Kuyt (90.+3). Portsmouth - Stoke 2–1 1-0 Peter Crouch (25.), 1-1 Ricardo Fuller (48.), 2-1 Jermain Defoe (51.). Tottenham - Hull 0–1 0-1 Geovanni (11.). Everton - Newcastle 2–2 1-0 M. Arteta (17, víti.), 2-0 M. Fellaini (35.), 2-1 S. Taylor (44.) , 2-2 D. Duff (46.). STaðan lið l U j T m St 1. Chelsea 7 5 2 0 14:3 17 2. Liverpool 7 5 2 0 10:4 17 3. Hull 7 4 2 1 10:11 14 4. arsenal 7 4 1 2 13:5 13 5. aston V. 7 4 1 2 12:10 13 6. West H. 7 4 0 3 14:13 12 7. Portsmth 7 4 0 3 9:13 12 8. man. utd. 6 3 2 1 8:4 11 9. Wba 7 3 1 3 7:7 10 10. blackb. 7 3 1 3 8:14 10 11. man. C. 7 3 0 4 18:12 9 12. m.boro. 7 3 0 4 7:9 9 13. Wigan 7 2 2 3 9:6 8 14. Sunderl. 7 2 2 3 7:9 8 15. everton 7 2 2 3 11:15 8 16. bolton 7 2 1 4 8:10 7 17. Fulham 6 2 0 4 5:7 6 18. newcas. 7 1 2 4 7:13 5 19. Stoke 7 1 1 5 8:14 4 20. tottenh. 7 0 2 5 4:10 2 Það verður seint talað um haustbrag á úrslitaleik Powerade-bikars karla sem fram fór í gær. KR lagði þar Grindavík 98-95 með flautukörfu frá nýja Kananum jason Dourisseau. Frábæra sóknartakta, baráttu og allt sem góðan úrslitaleik prýðir mátti sjá í gær. Meira að segja smá slagsmál rétt til að krydda annars góð- an leik. „Er þetta ekki gamla, góða klisjan, frábær auglýsing fyrir körfuboltann?“ sagði Páll axel Vilbergsson, leikmaður Grindavíkur, við DV eftir leik. Flautukarfa Jasons Dourisseau sem tryggði KR 98-95 sigur á Grindavík í úrslitum Powerade-bikars karla í gærkvöldi var toppurinn á ann- ars frábærum körfuboltaleik. Liðin höfðu sig frekar hæg í vörninni en í sókninni mátti sjá endalaus tilþrif og fengu áhorfendur í Laugardalshöll meira en nóg fyrir peninginn í gær- kvöldi. Nýi Kaninn í liði KR, Dourisseau, sem skoraði sigurkörfuna átti frá- bæran leik, skoraði 29 stig og tók 17 fráköst. Í sókninni áður fékk hann úrvalstækifæri til að gera út um leik- inn en klikkaði á sniðskoti er hann fékk boltann á lofti eftir innkast. „Ég varð að skora þessa flautukörfu því áður hafði ég klúðrað fjórum snið- skotum eða einhverju viðlíka á loka- kaflanum. Þegar Helgi [Már Magn- ússon] rétti mér boltann gat ég ekki annað en stokkið upp,“ sagði Jason hinn kátasti við DV eftir leikinn. Tveir góðir Þreyfingar, stöðubarátta og fleiri orð sem eru notuð um hæga byrjun á kappleikjum þarf ekki að nota talandi um þennan leik. Bæði lið gengu rak- leitt til verks og röðuðu niður körfun- um hvort í andlitið á öðru. Damon Baily sem gekk í raðir Grindavíkur FLAUTUKARFA Í FYRSTA ÚRSLITALEIK ÁRSINS TÓmaS ÞÓR ÞÓRðaRSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is meistarar Fannar ólafsson lyfti Powerade-bikarnum í leikslok. Ótrúleg endurkoma að Ásvöllum Haukar lögðu úkraínska liðið Zaporozhye í meistaradeildinni í gær: Í gegn einar Örn Jónsson fer inn úr horninu að ásvöllum í gær. mynd / Sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.