Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Side 2
Miðvikudagur 8. Október 20082 Fréttir erfitt að bjarga öllum „Húseignir fólks eru oftar en ekki kjölfestan í fjárhag og félagsleg- um stöðugleika einstaklinga. Þess vegna sláum við skjaldborg um húsnæðislánin og verjum innlend- ar innistæður bankareikninga og séreignasparnað fólks í umrótinu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lags- og tryggingamálaráðherra, um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til varnar fjárhag heimilanna í banka- kreppunni. Bílalán og fjárfestingar í hlutabréfum falli til dæmis ekki undir lögin eða vernd ríkisstjórn- arinnar og segir Jóhanna ljóst að auðvitað sé ekki mögulegt að ríkið ábyrgist allar skuldbindingar fólks. Jóhanna segir öruggt húsnæði eina af grunnstoðum velferðar- samfélagsins og því mikilvægt að ríkisvaldið geri sitt besta til að fólk haldi húseignum sínum í því fjár- málaumróti sem nú gengur yfir. Kaupa lánin með afslætti Neyðarlögin sem Alþingi sam- þykkti í fyrrinótt gefa Íbúðalána- sjóði takmarkalausa heimild til að yfirtaka öll veðlán sem tengj- ast húsnæðiskaupum, sé slíkt tal- ið nauðsynlegt til að vernda hags- muni lántakenda. Jóhanna segir að síðan lögin voru samþykkt hafi stöðugt verið unnið að því að finna bestu leiðirnar til að fara, komi til þessarar yfirfærslu lána. „Við erum að greina hvaða úrlausnarefni við þurfum að leysa áður en lán yrðu flutt yfir. Það er ljóst að við þurfum að skoða á hvaða verði við kaupum lánin hjá bönkunum. Við hljótum að kaupa þau með einhverjum af- slætti sem gefur okkur þá svigrúm til viðbótaraðgerða til að koma til móts við þá sem hafa lent í greiðslu- erfiðleikum,“ segir hún. Til skoðunar er einnig hvernig hægt er að víkka út heimildir Íbúða- lánasjóðs, svo sem lengingar lána eða frystingu afborgana, og bend- ir Jóhanna á að þetta þurfi að gera innan þess ramma sem áhættustýr- ing Íbúðalánasjóðs leyfi. Betra skjól hjá Íbúðalánasjóði „Þetta er flókið og vandasamt verkefni en við reynum að klára þetta sem allra fyrst. Ég bið fólk um að vera alveg rólegt. Húsnæð- islánin verða í öruggum höndum, annaðhvort hjá núverandi lána- stofnunum eða hjá Íbúðalánasjóði verði eftir því leitað. Þegar og ef við tökum þau yfir reynum við að gera það besta fyrir hvern og einn, þó auðvitað sé ekki hægt að fullyrða að hægt verði að bjarga öllum fjár- hagsvanda vegna húsnæðislána. En við reynum að finna úrræði fyrir alla. Við gerum allt sem við getum en í þessum áföllum sem dynja yfir mun auðvitað eitthvað láta undan. Við gerum allt sem mögulegt er,“ segir Jóhanna og leggur áherslu á að vernda þurfi heimilin í landinu. „Lykilatriðið er að fólk sem er með lánin sín hjá lánastofnunum sem mögulega lenda í erfiðleikum kemst í betra skjól hjá Íbúðalána- sjóði. Þar gerum við allt sem við getum til að leysa úr vanda hvers og eins,“ segir hún. Var rétt af stjórnVöldum að taka yfir landsbankann? „Ég hef ekki nægar forsendur til að meta hvort þetta var skynsamlegt skref af ríkinu. Ég held að allir hafi áhyggjur af ástandinu og veit að allir eru að gera það sem þeir geta til að bjarga því sem bjargað verður. Ég verð því bara að treysta þeim sem völdin hafa. en núna er ég á leiðinni í bankann til að athuga hver staða mín er, og auðvitað borga reikningana.“ Guðrún Ólafía Jónsdóttir „Þetta hlýtur að vera góð hugmynd fyrst þetta var gert. Ég hef ekki nógu mikla þekkingu á efnahagsmálum til að meta þetta sjálfur. Mér var brugðið þegar ég heyrði af þessu í fréttunum í morgun. engu að síður átti ég allt eins von á frekari aðgerðum ríkisstjórnarinnar. en ég á ekkert sparifé í Landsbankanum heldur var ég bara aðeins að útrétta. Þórður Karlsson „Ég þori ekki að meta hvort þetta er það rétta í stöðunni. Það hafa vissulega margar rangar ákvarðanir verið teknar síðustu árin en ég veit ekki með þessa. Sjokkið var þegar komið eftir kaupin á glitni þannig að mér brá ekki mikið við þetta. annars skulda ég engum neitt og er bara að velta fyrir mér hvort ég eigi að kaupa evrur eða dollara.“ Stefán Þorgrímsson „Mér brá ekki við þessar fréttir. breyting- arnar í efnahagsástandinu gerast svo hratt að maður veit varla hvað gerist eftir klukkutíma. Fólk er því orðið öllu vant. Ég get ekki metið hvort þetta var rétt ákvörðun en þegar efnahagsástandið er jafn bágborið og raun ber vitni þarf auðvitað að grípa til ráðstafana sem annars væru óhugsandi. Nú virðist sem rússarnir séu að kaupa Ísland. en þetta snertir mig ekki því glitnir er minn viðskiptabanki.“ Séra Jakob Rolland „Ég held að það sé gott mál að þjóðnýta bankana. Landsbankinn stóð illa eftir glæfralegar fjárfestingar. Það er samt auðvitað ekkert mitt að dæma. en ég er frá Lettlandi og þetta snertir mig lítið.“ Jan Sacs „Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun. geir sýnir þarna mikla djörfung. Ég á innistæðu í Landsbankanum og er mjög ánægður. Ég held að nú sé ég tryggari með mína innistæðu. Ákvörðunin kom mér á óvart, en á ánægjulegan hátt. Ég bjóst ekki við því að geir væri svona frumlegur.“ Ríkarður Bergstað Ríkarðsson „Ég velti fyrir mér hvort nokkuð annað hafi verið í stöðunni. Ég á innistæðu í Landsbankanum og held að hún sé trygg. raunar kom ákvörðunin mér ekki á óvart. Ég held að það hafi verið kominn tími á Landsbankann. eins og ég met stöðuna núna held ég að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun.“ Jónína Lárusdóttir „Ég var að athuga stöðuna mína í bankanum og það er bara allt lokað. Ég get ekki hreyft sparnaðinn minn. Ég er því mjög áhyggjufullur. Hins vegar held ég að ríkið hafi ekki farið þessa leið nema af illri nauðsyn. Líklega kom ekkert annað til greina. Ég hef þó áhyggjur af ungu fólki sem jafnvel missir aleiguna sína við þetta. Stjórnvöld þurfa að hugleiða það.“ Albert Ríkharðsson „Þetta eru bara viðskipti. Hér starfar frábært fólk sem hefur gert sitt allra besta. Ég hef engar áhyggjur af minni stöðu. Þetta er auðvitað banki eins og aðrir hér í landi sem versla með fé. Þessi þrenging á alheimsmarkaði leiðir til þess að það þarf að borga upp lánin án þess að til séu peningar fyrir því. Þessi lending var ágæt.“ Arnar Hannes Gestsson „Þetta er hræðilegt. Ég reyndi að koma hingað í gær og skipta peningabréfum yfir á verndaða reikninga en það var ekki hægt. Þetta eru peningabréf fjölskyldunnar og hluti af ævistarfi okkar. Í dag fæ ég heldur engin svör og það er hreinlega lokað á mann. björgólfsfeðgar sem ég treysti hafa misst sínar fjármálalegu buxur niður um sig. Þeim hefur tekist að stórskemma líf fjölda fólks. vonandi bjargast eitthvað en þetta er mikill taugatitringur og erfiðir tímar.“ Egill Egilsson dv Leitaði Svara HjÁ ÞeiM SeM Lögðu Leið SÍNa Í útibú LaNdSbaNkaNS Stuttu eFtir OpNuN Í gærMOrguN: Jóhanna Sigurðardóttir segir mótunarvinnu í fullum gangi um kaup Íbúðalánasjóðs á húsnæðislánum Landsbankans. Ekki stendur til að taka yfir bílalán sem þó hafa einnig hækkað. Greiðsluaðlögun fyrir þá sem sjá fram á gjaldþrot er meðal að- gerða ríkisstjórnarinnar til bjargar efnahag þjóðarinnar. ERLA HLynSdÓttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Löngu tímabært Meðal ann- arra aðgerða rík- isstjórnarinnar til að koma til móts við fólk í greiðslu- erfiðleikum er frumvarp um greiðsluaðlögun sem unnið hefur verið í viðskipta- og dómsmála- ráðuneytunum. Þegar frum- varpið verður að lögum geta heim- ili sem komin eru í greiðsluþrot af óviðráðanleg- um ástæðum, svo sem þeim gengissveiflum sem nú koma illa við marga, fengið met- ið hversu stóran hluta höfuðstóls lána það getur ráðið við. Ef niður- staðan yrði sú að heimili gætu að- eins greitt um 60 prósent yrðu all- ar skuldir þess lækkaðar sem því nemur, svo dæmi sé tekið. Fyrirmynd að slíkum lögum er sótt til hinna Norðurlandanna þar sem gjaldþrotum fækkaði gífur- lega í kjölfar lagasetningarinnar. Jóhanna vonast til að frum- varpið verði lagt sem allra fyrst fyr- ir þingið. „Þetta gerir okkur kleift að hjálpa fólki sem ekkert ann- að blasir við en gjaldþrot,“ segir hún og tekur fram að henni finnist frumvarpið löngu tímabært. Starfsmenn uggandi Yfirtaka Íbúðalánasjóðs á hús- næðislánum er þó aðeins eitt at- riði neyðarlaganna. Þar er einn- ig tekið fram að þegar ríkið hefur tekið yfir fjármálastofnun sé það ekki bundið af ákvæðum laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti. Nokkurn ugg setti því að starfs- fólki Landsbankans í gærmorgun þegar ljóst var að bank- inn hafið ver- ið tekinn yfir en samkvæmt lögunum er ríkið ekki skuldbund- ið til að veita starfsmönn- um banka sömu réttindi og þeir höfðu fyrir yfirtökuna. Björgvin G. Björgvinsson við- skiptaráðherra hug- hreysti starfsfólkið á starfsmannafundi sem hald- inn var í matsal „Við hljótum að kaupa þau með ei�h�erjum afslætti sem gefur okkur þá s�igrúm til �iðbótaraðgerða.“ F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ár sinsþriðjud agur 7. október 2008 dagblaðið vísir 185. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 Dagurinn í Dag verður erfiður: fólk Vill Davíð í endurhæfingu Hollur matur Hækkar mest fréttir fréttir Gréta Morthens söng með föður sínum „Þjóðin horfist nú í augu við skelfilegar aflei ðingar“ Hrikalegar verðHækkanir yfirvofandi Bubbi stoltur af dótturinni neytendur Hannes var rétt að byrja fréttir eining evrópu brostin Skuldurum verður bjargað „sláum skjaldborg um hag almennings,“ segir björgvin g. sigurðsson erlendu lánin verða yfirtekin og lækkuð verðtryggð lán snarhækka eftir gærdaginn í gær Lánin örugg jóhanna Sigurðar- dóttir hvetur fólk til að halda ró sinni og bendir á að íbúðalánin séu mun öruggari hjá Íbúðalánasjóði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.