Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Page 3
Miðvikudagur 8. Október 2008 3Fréttir
erfitt að bjarga öllum
Landsbankans við Hafnar-
stræti um hádegisbilið í
gær. Þar tók hann skýrt
fram að allir almennir
starfsmenn myndu
halda sínum kjör-
um. Einungis
yrði tekið á þeim
sem hefðu svo-
kölluð ofur-
laun.
Blaða-
maður DV
ræddi við
starfs-
menn
Landsbankans eftir fundinn og
voru þeir allir sammála um að gott
hefði verið að fara yfir málin. Auk
Björgvins komu þar saman Árni
M. Mathiesen fjármálaráðherra og
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans.
Starfsfólkið sagði þó að skort
hefði skýringar á því nákvæmlega
hverjir teljast með ofurlaun og því
eru margir enn uggandi. Sammerkt
var á máli starfsfólksins að talsverð
óvissa væri enn um framtíð bank-
ans og margir höfðu á tilfinning-
unni að þeir vissu ekki meira um
sitt eigið fyrirtæki en hinn almenni
borgari.
Blaðamaður DV fékk að reyna
þetta þegar hann mætti í aðalútibú
Landsbankans skömmu eftir opn-
un í gærmorgun. Hann fékk þær
upplýsingar að útibússtjóra væri
ekki heimilt að ræða við blaða-
menn heldur þyrftu forsvarsmenn
bankans að sjá um það. Þegar
blaðamaður spurði hver það
væri, var svarið: „Það hlýtur að
koma í ljós.“
Óþreyjufullir viðskiptavinir biðröð
hafði myndast við aðalútibú Landsbank-
ans áður en opnað var í gærmorgun.
Mynd RÓbeRt Reynisson
Eftir viðburðaríkan dag í viðskiptum
með krónuna í gær er algjörlega óljóst
hver staða gjaldmiðilsins er. Á vef
svissneska bankans UBS var krónan í
gærkvöldi skráð á genginu 244 gagn-
vart evrunni. Dollarinn var þar á 183
krónur og pundið á 322 krónur. Við-
skiptavefur Forbes sagði evruna vera
230 krónur á meðan evran var 150
króna virði á fréttamiðlinum Reuters.
Seðlabanki Evrópu verðlagði evruna
á 197 gagnvart krónunni. Seðlabanki
Íslands hefur því ekki náð að verja
gengi krónunnar út á við og hún hríð-
féll á erlendum mörkuðum í gær. Það
er því óljóst hvað erlendir aðilar eru
tilbúnir að greiða fyrir gjaldmiðilinn
og erfitt að átta sig á raungengi krón-
unnar. Óvíst er á hvaða gengi versl-
anir geti keypt inn vörur til landsins í
framhaldinu.
Ferðalaöngum brugðið
Þetta flökt á gengi krónunnar kem-
ur illa við Íslendinga á ferðum erlend-
is ekki síst þar sem gengið á erlend-
um gjaldmiðlum gagnvart krónunni
var mun hærra þegar keypt var með
kreditkortum erlendis í gær en skráð
gengi í bönkum. „Fólk er hálfsjokker-
að yfir þessum fréttum,“ segir Sveinn
Waage blaðamður sem er staddur á
Spáni. „Hér byrja Íslendingar dag-
inn á því að kanna gengið og það er
ekki hægt að segja að neinn hafi ver-
ið í stuði í gær þegar við okkur blasti
að evran var farin að nálgast 240 kall-
inn.Við höfum bara fylgst með geng-
inu hrapa og maður hugsar sig vand-
lega um áður en maður hreyfir sig þar
sem allt er orðið miklu dýrara en það
var og ástandið var þó nógu slæmt
áður en þessi ósköp dundu yfir,“ seg-
ir hann.
Sveinn segir misræmið milli gengis
krónunnar í bönkum og hjá greiðslu-
kortafyrirtækjunum hafa farið illa í
fólk í gær og sjálfum var honum nóg
boðið og hringdi í MasterCard heima
á Íslandi. „Þar var mér sagt að þeir
væru að kikna undan álagi og að allar
símalínur væru rauðglóandi þannig
að fólk er greinilega ekki sátt. Ég var
nýkominn úr verslunarferð í gær þeg-
ar ég gerði mér grein fyrir að það sem
ég keypti var 40% dýrara en ég reikn-
aði með út af þessari gengisskráningu
hjá kreditkortafyrirtækjunum. Það er
engin sérstök þjóðhátíð hérna þeg-
ar díllinn á kreditkortunum er svona
slæmur og ég hef aldrei verið jafn lítið
glaður á Spáni enda segir það
sitt að bjórinn kostar eitthvað
um þúsundkall.“
Óskað verður eftir
endurreikningi
Hjá Borgun, um-
boðsaðila Euro-
card, var brugðist
við ábending-
um korthafa
úti um víða
veröld í gær
með yfirlýsingu
á heimasíðu
sem ætti
að
róa mannskapinn eitthvað: „Eins og
öllum er kunnugt voru afar óvenju-
legar aðstæður á fjármálamörkuðum
á Íslandi í gær. Vegna þessara óvenju-
lega aðstæðna var gengi MasterCard
á íslensku krónunni skráð óeðlilega
lágt. Þar sem MasterCard Worldwide
annast umreikning erlendra viðskipta
í íslenskar krónur sáu margir kort-
hafar afar óhagstæð viðskipti birtast
á yfirlitum sínum í dag,“ segir í til-
kynningunni. Þess er einnig getið að
gengið sé alla jafna „...þannig skráð
að hagstæðara er að versla með korti
en mynt auk þess sem mun öruggara
er að nota MasterCard-kort en ganga
um með mikla fjármuni á sér.“
Þá er lögð áhersla á að fyrirtækið
hafi hag viðskiptavina sinna í háveg-
um og að þeir „...njóti samkeppnis-
hæfra kjara við notkun á kortum sín-
um. Borgun vill leitast við að koma til
móts við korthafa eftir því sem hægt
er og mun af þeim sökum óska eftir
því að MasterCard Worldwide end-
urreikni gengisviðskipti dagsins með
hagstæðara gengi.“
ef enginn vill kaupa skóna
Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur segir að gengið muni jafna sig
innan nokkurra daga. Hann segir að-
gerðir Seðlabanka og ríkisstjórnar
vera góðar og að þær komi í veg fyr-
ir gengisfellingu og verðbólgu. „Þeg-
ar þú ert skókaupmaður selur þú
skóna á tíu þúsund kall og ef enginn
vill kaupa skóna þá bara seljast þeir
ekki. Ef skórnir ganga út á öðru verði
annars staðar þá er það allt í lagi,“ seg-
ir Guðmundur sem er sáttur við fest-
ingu gengisins í gær. Guðmundur
segir að aðgerðirnar hefðu mátt koma
fyrr en tekur fram að þeir sem unnu
að þessu hafi verið í erfiðri stöðu og
að slíkar aðgerðir taki sinn tíma. Til-
kynning bankans í gærmorgun um
fast gengi krónu varðaði einung-
is viðskipti hans á millibanka-
markaði og ekkert annað.
evran dýrari í viðskipta-
bönkunum
Seðlabanki Íslands ákvað
með samþykki forsætis-
ráðherra að eiga viðskipti á
millibankamarkaði í dag á
föstu gengi sem miðast við
gengisvísitölu 175. Það sam-
svarar 131 krónu gagnvart
evru. Þrátt fyrir það var gengi
krónunnar gagnvart erlend-
um gjaldmiðlum annað í við-
skiptabönkum landsins. Þannig var
pundið í Landsbankanum, Glitni og
Kaupþingi í kringum 193 krónur og
evran á um 150 krónur. Þegar haft var
samband við Seðlabankann fengust
þær upplýsingar að tilkynning bank-
ans varðaði einungis viðskipti hans
á millibankamarkaði og ekkert ann-
að. Gengi krónunnar styrktist mikið í
gærmorgun. Pundið var komið nið-
ur í 175 krónur og evran í 136 krón-
ur. Nokkru seinna hafði gengið fallið
á nýjan leik. Ekki náðist í upplýsinga-
fulltrúa bankanna við vinnslu frétta-
rinnar.
evran í kringum 200 krónur
Gengisvísitalan fór upp í 230 stig
í fyrradag og gengi evru var þá skráð
172,25 krónur. Í tilkynningu frá Seðla-
bankanum kemur fram að gengi
krónunnar hafi fallið mikið undan-
farnar vikur og sé orðið mun lægra
en samrýmist jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum. Gripið verði til aðgerða
til þess að styðja hækkun gengisins
á ný og koma á stöðugleika í gengis-
og verðlagsmálum. Í samvinnu við
ríkisstjórnina vinnur bankinn að að-
gerðum til þess að skapa stöðugleika
um raunhæft gengi sem muni tryggja
hraða hjöðnun verðbólgu. Liður í því
er efling gjaldeyrisforðans sem til-
kynnt var um fyrr í morgun með láni
frá Rússlandi.
Seðlabankinn segir að unnið verði
að hækkun gengisins með það að
markmiði að verðbólga hjaðni hratt.
Frá greiningardeild Landsbankans
fengust þær upplýsingar að viðskipti
Seðlabankans voru fyrir takmarkaða
upphæð. Megnið af gjaldeyrisvið-
skiptum gærdagsins voru á mun veik-
ara gengi en því sem Seðlabankinn
festi eða um og yfir 200 krónur á evru.
Því ríkir mikil óvissa um það hvert
raunverulegt gengi
krónunnar
er.
JÓn bJaRki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
enn sveiflast
kro a
sveinn Waage er með
böggum hildar á Spáni þar
sem innkaup hans hækkuðu
um 40 prósent án þess að
hann gerði sér nokkra grein
fyrir því.
Flökt krónunnar hrellir ferðamenn:
greiðslukort Íslendingum sem nota
greiðslukort á ferðum sínum erlendis var
illa brugðið þegar þeir sáu gengisskrán-
ingu greiðslukortafyrirtækjanna í gær.
Leitast verður við að rétta hlut þeirra sem
versluðu erlendis á svimandi krónugengi.
krónan rokkaði upp og niður
og út og suður á viðburðarík-
um viðskiptadegi í gær.