Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 8. Október 200810 Neytendur
Lof&Last
n Lofið að þessu
sinni fær Hótel
Hvolsvöllur fyrir að
vera gott hótel. Par
naut dvalarinnar yfir
helgi fyrir stuttu
vegna þess hversu þjónustan var góð.
Matur var til
fyrirmyndar,
bæði kvöld-
verður og
morgunverður, og er ljóst að hótel-
stjóri reynir sitt besta til að láta gest-
um líða vel.
n Lastið að þessu
sinni fær 10-11
Seljavegi fyrir að
bjóða viðskiptavinum
sínum upp á mygluð epli.
viðskiptavinur kom að
kvöldi og vildi kaupa epli.
búið var að
stafla nýjum eplum
ofan á epli sem
virtust eldri en
stærri. Þegar viðskiptavinurinn vildi
komast að þeim var það eina sem
hann fékk mygluð epli.
Toys‘r‘us auglýsti afslátt á röngum degi:
5.300 sölur um helgina
Margir viðskiptavinir fóru fýlu-
ferð í nýja verslun Toys‘r‘us á Korpu-
torgi þegar verslunin var opnuð á
laugardaginn. Í útvarpinu var aug-
lýst að Lego-dót væri á tilboði, eða
með 50 prósenta afslætti. Salan átti
að hefjast á laugardeginum. Þegar
Korputorg var opnað flykktist fólk
að í þeim tilgangi að gera góð kaup
en það eina sem við blasti var miði
sem á stóð að vegna mistaka væri
tilboðið ekki fyrr en degi seinna, eða
á sunnudeginum. Margir urðu því
augljóslega svekktir.
Það varð þó ekki til að hamla
sölu hjá leikfangaversluninni en alls
áttu 5.300 manns viðskipti í versl-
uninni yfir helgina. Riika Snillman,
verslunarstjóri Toys‘r‘us á Korpu-
torgi, segir að sala hafa gengið von-
um framar og það hafi verið miklu
meira að gera en hún bjóst við. Gera
má ráð fyrir að þeir sem fóru fýlu-
ferð á laugardeginum hafi mætt aft-
ur á sunnudaginn því strax við opn-
un voru flestar sölur á hinu vinsæla
Lego-dóti. Riika segir að tilboðið
hafi einungis gilt á sunnudag og nóg
sé enn til.
Aðspurð um mistökin að auglýsa
afslátt á röngum degi segir hún að
það hafi verið mistök hjá öðrum en
þeim. Rétt hafi verið auglýst í blöð-
unum.
Toys‘r‘us-verslanirnar eru nú
tvær, á Korputorgi og á Smára-
torgi.
Garðabæ 166,70 186,60
Bensín dísel
Skeifunni 165,10 184,90
Bensín dísel
Skógarhlíð 166,20 186,10
Bensín dísel
Hafnarfirði 165,00 184,80
Bensín dísel
Barðastöðum 165,10 184,90
Bensín dísel
Fellsmúla 165,10 185,00
Bensín dísel
Skógarseli 165,20 185,10
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Gríðarlegt fall krónunnar í liðinni viku hefur haft mikil áhrif á verð fyrir Íslendinga í
útlöndum. Margir hverjir hætta nú við ferðir til útlanda þar sem kostnaður er orðinn
of mikill. Gengi á erlendum gjaldmiðli þegar keypt er með kreditkorti er mun hærra
en skráð seðlagengi í bönkum hérlendis. Skýringuna er að finna í sveiflunum.
Endalok
fErðalaga
Kjóll í hreinsun
Margir kjólar þola ekki venjulegan
þvott og þarf því að fara með þá í
hreinsun. Í verðathugun kemur í
ljós að sums staðar er eitt verð en
annars staðar mörg verð.
efnalaugin kjóll og hvítt er þó
ódýrust með hreinsunina á 1.400
krónur.
Á hverju ári hefur fólk látið eftir sér
að fara í verslunarferðir til útlanda í
þeim tilgangi að gera betri kaup en
á Íslandi. Slíkur munaður heyrir nú
söugnni til. Gengi á erlendum gjald-
miðli þegar keypt er með kreditkorti
var í gær, þriðjudag, mun hærra en
skráð seðlagengi í bönkum. Það er
miklu dýrara að fara til útlanda en
nokkur gerir sér grein fyrir.
Dýrast í Noregi
Sá sem fer til Bretlands í verslun-
arferð þarf að íhuga vel hvort hann
vilji eyða aleigunni og
meira til. Að
fá sér miðl-
ungspítsu og
stóran bjór á
veitingastað
kostar í dag
2.456 krón-
ur miðað við
gengi um miðj-
an dag í gær.
Fyrir tæpu ári,
eða í desember
2007, hefði sú
máltíð einung-
is kostað 1.555
krónur. Mis-
munurinn er
tæpar þúsund
krónur. Ekki er
ástandið í Nor-
egi skárra því
sama máltíð þar
kostar 3.126 krónur
miðað við gengið á sama
tíma en norska krónan
var þá 18,6. Í meðfylgj-
andi töflu má
sjá verð á
nokkrum
tegund-
um í fá-
einum
Evrópu-
löndum.
Þar sést
glögglega
að langdýr-
ast er að fara
til Noregs. Þar
á eftir kemur Dan-
mörk. Ódýrast ef svo má
að orði komast er að fara til Þýska-
lands.
Ekki ítarlegur samanburður
Í verðsamanburðinum er ekki
gerður ítarlegur samanburð-
ur heldur stuðst við það sem er í
boði fyrir neytendur hverju sinni
en þó er miðað við miðlungsverð.
Í stórborgum eins og Berlín, Osló
og London má gera ráð fyrir að
vörur séu dýrari í miðborginni en
í úthverfum eða á landsbyggðinni.
Til dæmis kostar bjór í norskri
borg um 70 norskar krónur sem
eru 1.302 krónur miðað við gengi.
Á öðrum stöðum kostar bjórinn í
kringum 55 krónur norskar sem
er 1.023 krónur. Sama er að segja
um verð í Þýskalandi en það land
kemur einna best út í samanburð-
inum.
Sveiflur hjá greiðslukortafyrir-
tækjunum
Í fréttum í gær var sagt frá því
að gengi á erlendum gjaldmiðli hjá
greiðslukortafyrirtækjunum hér
á landi væri mun hærra en skráð
seðlagengi hjá bönkum. Þá stóð evr-
an til að mynda hjá Borgun í 237, 5
krónum sem er mun hærra en gengi
Seðlabankans sýndi sem þá var
136,59. Sá sem hefði fengið sér pít-
su og bjór í ódýrasta landinu, Þýska-
landi, hefði á því gengi borgað 1.811
krónur í stað 1.245 króna. Það er því
ljóst að fall krónunnar hefur haft
gríðarleg áhrif og valdið afar mikl-
um sveiflum í peningamálum hvers
og eins.
Frá Borgun ehf fengust þau svör
að þetta háa gengi muni koma til
með að lækka í takt við styrkingu
krónunnar.
Kjóll í hreinsun
Kjóll og hvítt 1.400 kr.
svanhvít 1.610 kr.
efnalaug garðabæjar 1.925 kr.
Borgarefnalaugin 1.980 kr.
efnalaugin Björg 1.400-3.000 kr.*
efnalaugin í grímsbæ 1.600-4.000 kr.*
*Fer eftir kjólnum
pakkaSúpur
Margir hafa eflaust fengið hnút í magann yfir
efnahagsástandinu og haft áhyggjur af því að
geta ekki borðað. augljóst er að nú ætti fólk að
taka upp gömlu hættina og fara að borða aftur
þann mat sem var á borðum fólks fyrir rúmum
20 árum. Fiskbúðingur í dós, pakkasúpur og
niðursoðið grænmeti er ekki eins slæmt og fólk
heldur. ef kreppir verulega að er ekkert annað í
boði. eins gott að fara að venja sig við strax.neytendur@dv.is uMSjón: ÁSdÍS björg jóHanneSdóttir, asdisbjorg@dv.is
Neyte ur
noKKrar algengar vörutegundir á íslandi og erlendis:
Ísland spánn Þýskaland sviss Danmörk noregur Bretland
Stór bjór á bar
2007 362 isK 272 isK 378 isK 486 isK 670 isK 408 isK
2008 700 isK 623 isK 467 isK 693 isK 836 isK 1.116 isK 644 isK
Miðlungspítsa á veitingastað
2007 634 isK 453 isK 794 isK 971 isK 2.010 isK 1.147 isK
2008 1.750 isK 1.168 isK 779 isK 1.456 isK 1.670 isK 3.348 isK 1.812 isK
Bjórdós úr búð
2007 91 isK 45 isK 159 isK 85 isK 279 isK 153 isK
2008 225 isK 156 isK 78 isK 291 isK 146 isK 465 isK 243 isK
Gosdós úr búð
2007 68 isK 68 isK 181 isK 79 isK 134 isK 89 isK
2008 98 isK* 117 isK 117 isK 331 isK 136 isK 223 isK 141 isK
Samtals 2007 1.155 ISK 838 ISK 1.512 ISK 1.621 ISK 3.093 ISK 1.797 ISK
Samtals 2008 2.773 ISK 2.064 ISK 1.441 ISK 2.771 ISK 2.788 ISK 5.152 ISK 2.840 ISK
*Íslensku vörurnar miðast við bjór á Vegamótum, pítsumáltíð á horninu, 500 cl Carlsberg í Vínbúðinni og stór dós af kóki í Krónunni.
„Það er miklu
dýrara að fara
til útlanda en
nokkur gerir sér
grein fyrir.“
ÁSDÍS BJÖrG JÓHaNNESDÓTTIr
blaðamaður skrifar: asdis@dv.is
Bjór kollan í útlöndum
er helmingi dýrari í dag
en fyrir ári.