Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Qupperneq 14
Í fyrradag hélt Svarthöfði að hinn mikli Davíð Oddsson væri end-anlega fallinn af stalli. Allt benti til þess að gamla kratakempan
Jón Sigurðsson væri orðinn allt í öllu í
því slökkvistarfi sem nú er loksins haf-
ið eftir að Geir H. Haarde hafði horft
allt of lengi fram hjá þeirri óþægilegu
staðreynd að íslenskt efnahagslíf væri
að fuðra upp. Í fyrradag heyrðist ekki
múkk í Davíð og allt benti til þess að
Geir hefði loksins fundið hjá sér döng-
un til að halaklippa hann og setja út
í kuldann. Þjóðnýting Landsbank-
ans tók af öll tvímæli um að peninga-
stefna Davíðs væri komin í þrot og
að sú einkavæðing sem hann blés
til fyrir nokkrum árum væri komin í
öngstræti. Tilraunin mistókst og þegar
Jón Sigurðsson var kallaður til fannst
Svarthöfða eins og honum heyrðist
í fjarska arfleið Davíð sturtað niður
klósettið.
Auðvitað átti Svarthöfði, með alla sína lífsreynslu, að vita betur. Davíð verður ekki settur út í horn fyrr en hann
kýs að fara þangað sjálfviljugur. Og
kappinn átti sviðið í gær, hvæsti og
sýndi í sér tennurnar. Galdrakarlinn í
Svörtuloftum byrjaði daginn á því að
draga fjóra milljarða evra frá Rússum
upp úr pípuhatti sínum. Hann var að
vísu aðeins of fljótur á sér þar sem
milljarðarnir voru ekki komnir ofan í
hattinn þegar hann vippaði þeim upp.
En þeir munu koma og allt mun
falla í ljúfa löð. Davíð mætti svo
sprækur í viðtal við Kastljósið
um kvöldið og minnti þjóð
sína á að hann hefði alltaf
séð við útrásarköppun-
um sem væru hinir mestu
drulludelar, óreglumenn
og brennuvargar. Þarna
var svo dýrt kveðið að for-
inginn vitnaði í ömmu sína
en það gerir hann bara við
sérstök tækifæri þegar allt er
undir. Hann útskýrði síðan
bráðláta töfrabragðið sitt og
sagði að varla gæti neitt komið í
veg fyrir að Rússarnir skæru hina
íslensku vini sína úr gjald-
eyrissnörunni. Lánið er
að vísu ekki frágengið en
hann Pútín er búinn að
skrifa upp á að hjálpar-
beiðni Íslendinga verði
skoðuð með jákvæðum
augum.
Í fljótu bragði átti Svarthöfði erfitt með að trúa því að sjálfur Dav-
íð gæti farið bónleiðina til Kremlar.
Helsti efnahagsráðgjafi og hugmynda-
fræðismiður Davíðs í gegnum tíðina,
Hannes Hólmsteinn, hlyti að fá flog
yfir því að kommakvikindi ættu nú
að koma til bjargar eftir að hin dás-
amlega nýfrjálshyggja setti landið á
hvolf. Þegar betur er að gáð er auðvit-
að fullkomlega lógískt að Davíð leiti
til Pútíns og treysti honum frekar en
einhverjum Svíadurgum og leiðinda
Norðmönnum. Davíð og Pútín eru
eiginlega andlegir tvíburar og auðvit-
að liggur beint við að leita á náðir Vla-
dimírs. Hann er maður sem hefur sýnt
að orð hans standa og hann er þraut-
góður á raunastund. Eitthvað
annað en dulan hann
Bush sem hefur
nú loksins stig-
ið fram sem
ljótasta stelp-
an á ballinu
þegar
Banda-
ríkja-
menn
sendu
Íslending-
um fingur-
inn í þess-
um
miklu hremmingum. Stuðningurinn
við Íraksstríðið skilaði okkur engu
þegar upp var staðið.
Nú þegar Pútín er kominn inn í myndina er Davíð aftur sestur undir stýri og vonandi fer hann í eigin persónu á
fund Pútíns til að sækja peningana.
Þá er þetta gulltryggt í bak og fyrir þar
sem margt er líkt með skyldum. Pútín
hætti á dögunum sem forseti Rúss-
lands en ræður samt enn öllu. Alveg
eins og Davíð sem hætti sem forsætis-
ráðherra en ræður samt enn öllu á Ís-
landi. Medvedev fær bara að vera með
upp á náð og miskunn í Rússlandi
alveg eins og Geir Haarde hér heima.
Blaðamenn fara í taugarnar á þeim
báðum, Davíð og Pútín, og þeim leið-
ist hvorugum að ganga milli bols og
höfuðs á andstæðingum sínum. Eini
grundvallarmunurinn er sá að Davíð
er ekki jafn óvandur að meðulum og
hinn rússneski félagi hans og þess
vegna þurfa íslenskir blaðamenn ekki
að óttast um líf sitt og leigja fíleflda líf-
verði úr sérsveitum Björns Bjarnason-
ar til þess að sofa svefni hinna réttlátu.
Aðferðir Pútíns eru að vísu ódýrari og það hefði mátt spara ís-lenskri alþýðu fleiri
milljarða og bjarga efna-
hagslífinu frá miklum
skráveifum ef Davíð
hefði getað leyft sér
að bera geislavirkt
te fyrir Glitnis-
menn frekar en að
þjóðnýta bank-
ann með þeim
hörmungum
sem enn sér ekki
fyrir endann á.
Miðvikudagur 8. Október 200814 Umræða
Bestu vinir aðal
svarthöfði
Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Traustið getur ekki beðið, því það er okkar eina von.
Traust og blekking
Leiðari
Þótt Íslendingar verði nú að snúa bökum sam-an er ekki hægt að horfa fram hjá ábyrgð yfirvalda á aðgerðum síðustu daga. Hinn
sögulegi dómur má bíða um sinn, en við þurfum
að skoða stjórn landsins eins og hún hefur verið í
þessari viku. Niðurstaðan er sú að Seðlabankinn
og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins hafa beinlínis graf-
ið undan trausti á stjórn landsins, allt fram á þessa
stund.
Við skulum gleyma því í bili hvernig Geir H. Haar-
de nánast hunsaði vandann fram yfir ögurstund.
Það vekur hins vegar gríðarlega tortryggni að Geir skyldi hafa lát-
ið sem allt væri í lagi, að ekki þyrfti björgunarpakka og spennan
væri horfin, á sunnudagskvöldi, aðeins örfáum klukkustundum
fyrir neyðarástand. Það kennir þjóðinni að treysta ekki yfirvöldum
á þessum tímum. Þjóðin lærir líka að treysta ekki yfirvöldum þeg-
ar Geir stígur fram og segir vinaþjóðir hafa brugðist okkur, á sama
tíma og Seðlabanki Svíþjóðar lýsir því að ekki hafi verið leitað eftir
liðsinni hans og Norðmenn lýsa yfir vilja til að hjálpa Íslendingum.
Þá er það ekki til að gefa þjóðinni traust land undir fætur að Geir
skyldi leita hjálpar hjá rússneskum yfirvöldum, þeim hinum sömu
og hann taldi ógna Íslandi fyrir rétt rúmum þremur vikum.
Þjóðin og allur fjármálaheimurinn lærði ekki heldur að treysta ís-
lenskum yfirvöldum þegar Seðlabankinn tilkynnti
að samningur væri í höfn við Rússa um risalán til
bjargar efnahagnum, þegar í ljós kom að svo var
ekki.
Bæði höfuð ríkisstjórnarinnar og Seðlabankinn
rústa trausti á íslensk yfirvöld. Þegar allt um þrýtur
getur traust á yfirvöldum verið það eina sem kem-
ur í veg fyrir upplausn í samfélaginu. Það þykir góð
regla að skipta ekki um hest í miðri á, en ef hann er
draghaltur getur það reynst lífsbjörg. Traustið get-
ur ekki beðið, því það er okkar eina von.
Framundan er endurmat allra gilda. Við þurfum að fara yfir það,
hvað var blekking og hvað var raunveruleiki í góðærinu. Við þurf-
um að skoða hvernig stjórnvöld og Seðlabankinn komu því þannig
fyrir að Ísland féll í lausafjárkreppunni. Við þurfum að vita hvort
það hafi verið rétt hjá eigendum Glitnis að hann hefði getað stað-
ið í lappirnar þegar ríkisstjórnin kippti þeim undan honum. Eftir-
leikinn af þjóðnýtingunni þekkjum við, hún leiddi til algers van-
trausts á íslenska efnahagskerfinu. Loks þurfum við að skoða hvort
vandræði Íslands séu einungis vegna hagstjórnarlegra mistaka,
eða hvort um lýðræðisvanda sé að ræða, með hliðsjón af pólitískri
ráðningu í Seðlabankann, sem aðeins er hægt að leysa með til-
færslu valds til Brussel.
spurningin
„Hvort er hættulegra,
Rússar að leika
stríðsleiki eða
Íslendingar í
útrásarvíkingaleik?“
Stefán Pálsson er
félagi í Samtökum
hernaðarandstæð-
inga. Hann hefur ekki
sérstakar áhyggjur af
að fyrirhugað stórt gjaldeyrislán frá
rússum verði til þess að rússar taki stað
bandaríkjamanna á Miðnesheiði.
Mega rússarnir þá
leika sér á Miðnesheiði?
sandkorn
n Svo virðist sem einhver innan
ríkisstjórnarinnar hafi haft vit á
því að ýta Davíð Oddssyni seðla-
bankastjóra til hliðar. Altént hefur
hann lítið
sést í fréttum
síðustu dag-
ana eftir að
hafa baðað
sig í sviðs-
ljósinu þegar
hann hratt
af stað skrið-
unni með
þjóðnýtingu Glitnis. Davíð mætti
á fund efnhagsnefndar Alþingis
vegna neyðarfrumvarpsins þar
sem í hans hlut kom að útskýra að
bankarnir sem hann einkavæddi
yrðu að ríkisbönkum.
n Geir Haarde forsætisráðherra
myndar enn skjól fyrir Davíð
Oddsson seðlabankastjóra þótt
vitað sé að innan Sjálfstæðis-
flokksins séu sífellt fleiri sem gera
sér grein fyrir
skaðanum
sem hlot-
ist hefur af
seðlabanka-
stjóranum.
Klofningur
innan flokks
hefur komið
í ljós þegar
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir varaformaður hefur í tvígang
snuprað Davíð opinberlega. Þá
hefur hún gefið undir fótinn með
aðild að ESB. Líklegt er að hún sé
með þessu að styrkja stöðu sína
innan flokksins til að taka við af
Geir en það kann að vera eina
vonin til að stjórnarsamstarfið við
Samfylkingu haldi til einhverrar
framtíðar.
n Fall Landsbankans í hendur
ríkisins mun kalla fram ýmsar
breytingar á fjölmiðlum. Við-
búið er að hugmyndir um að
sameina rekstur Fréttablaðs-
ins og Árvakurs séu nú út af
borðinu. Árvakur er stórskuld-
ugur og stendur á berangri eftir
að Björgólfur Guðmundsson,
einn aðaleigenda Árvakurs,
missti Landsbankann. Nú er
víst að Einar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Árvakurs, verður
krafinn um rekstrarlega ábyrgð.
Reikna má með að lífróður sé
fram undan og niðurskurður.
n Hin nýja bók um Hafskip
þar sem rök eru færð fyrir því
að framið
hafi verið
lögbrot við
að knésetja
félagið var
opinberuð
í fyrradag.
Það var
einn mesti
spunasnill-
ingur Íslands, Gunnar Steinn
Pálsson, sem sá um að koma
bókinni á framfæri. Nokkrir
fjölmiðlar fengu smjörþefinn
af henni fyrirfram gegn því að
birta ekkert fyrr en á mánu-
deginum klukkan 16. Vart eru
dæmi um óheppilegri tíma
því þetta var dagurinn þegar
Ísland rambaði á barmi gjald-
þrots og Hafskip hvarf í hafið.
Heill Kompásþáttur var lagður
undir málið en fékk enga at-
hygli.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.iS
aðalnúMer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSíMi: 512 7080, auglýSingar: 515 70 50.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Í slíkum aðstæðum sem
hér komu upp var
nauðsynlegt fyrir
okkur að leita
nýrra vina.“
Geir H. Haarde forsætisráðherra
um ástæðu þess að Ísland leitar lána hjá Rússum
eftir að „vinaþjóðir“ höfðu neitað okkur um lán. -
dv.is
„Rússar hafa aldrei rétt
þjóð innan
Atlantshafs-
bandalagsins
fjárhagsaðstoð
af þessu tagi svo
ég viti til.“
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um að lán
frá Rússum marki tímamót. - dv.is
„Það er aldrei að
vita.“
Gréta Morthens dóttir Bubba
um hvort hún verði meira í
sviðsljósinu á næstunni eftir að
hafa tekið lagið með pabba í þættinum Gott
kvöld. - DV
„Við leituðum til íþrótta-
fólks, fjölmiðlafólks og
skemmtikrafta en engra
stjórnmálamanna.“
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmda-
stjóri Skjá eins um „almannaheillaskilaboðin“ sem
Skjár einn sýnir um þessar mundir til að vekja
bjartsýni hjá landi og þjóð. - Fréttablaðið
„Það er svo
hrópleg
geðveiki í gangi
að það jaðrar
við brandara.“
Bubbi Morthens segist hafa lifað við ónýtan
gjaldmiðil nánast allt sitt líf. - 24 stundir
bókstafLega