Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Blaðsíða 17
Sport
Sport Hugsar vel um West Ham Enska félagið West Ham ítrekaði við breska ríkisútvarp-ið BBC í gær að staða Landsbankans hefði ekki áhrif á félagið. Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham, var meirihlutaeigandi í bankanum en missti stöðu sína í gær þegar Fjármálaeftirlitið skipti út stjórn bankans. „West Ham er undir vernd-arvæng Björgólfs,“ er haft eftir ónafn-greindum stjórnarmanni í gær.
GESTAHÚS 21 m²
45 mm bjálki
GARÐHÚS 4,7-9,7 m²
34 mm bjálki
VH ehf · Sími 864-2400
VINSÆLU
GESTA- OG
GARÐHÚSIN
ERU AÐ
SELJAST UPP
Því fer hver að verða
síðastur að eignast
hús frá okkur
á gamla genginu.
Næsta sending gæti
hækkað um 20%.
08
-0
14
3
H
en
na
r h
át
ig
n
Völundarhús.is hafa til
sölu glæsileg ný gesta- og
garðhús sem eru enn
sterkbyggðari en áður.
Nýju húsin eru bjálkahús frá
34 mm að þykkt og koma
með tvöfaldri vatnslæsingu.
Húsin eru tilvalin geymsla
fyrir grillið og
garðhúsgögnin.
GESTAHÚS 15 m²
45 mm bjálki
GESTAHÚS 25 m²
70 mm bjálki
MiðvikudaGur 8. OktóBEr 2008 17
Efnahagsástandið í landinu ristir nú mörg körfuknattleiksfélögin í landinu inn að
beini. Breiðablik og ÍR hafa látið útlensku leikmennina sína fara og sama gerðu bik-
armeistarar Snæfells. DV ræddi við stóran hluta formanna deildarinnar í gær og var
hljóðið eins á öllum bæjum. Reksturinn er erfiður. Hugmynd hefur komið upp um að
leika án útlendinga og er um helmingur deildarinnar samþykkur því. Hin liðin eru
að hugsa málið en allavega tvö hafa neitað. „Það liggur alveg fyrir að við getum ekki
leikið í alíslenskri deild,“ segir formaður Tindastóls.
„Við erum búnir að semja við tvo út-
lendinga en höfum engar ákvarðan-
ir tekið um framhaldið. Ég býst nú
ekki við því að við sendum alla heim
og rekum þjálfarann. Það kemur nú
ekki til greina. Við verðum allavega
með tvo útlendinga,“ segir formaður
körfuknattleiksdeildar Tindastóls,
Halldór Halldórsson, um ástandið á
Sauðárkróki.
Vegna slæms gengis krónunn-
ar gagnvart dollaranum og bágs
efnahagsástands yfir höfuð hafa nú
þegar lið Breiðabliks, ÍR og bikar-
meistara Snæfells leyst alla útlenska
leikmenn sína og Snæfell einnig
þjálfarann undan samningi. Upp
hefur komið sú hugmynd að leikið
verði án útlendinga í ár náist sam-
staða meðal liðanna í deildinni um
það.
DV heyrði í mörgum formönn-
um liðanna í gær og sögðu þeir svip-
aða sögu af fundi sem KKÍ hélt með
liðunum þar sem þessi hugmynd
var rædd meðal annars. Um helm-
ingur deildarinnar, eða sex lið, eru
samþykk því að ganga að þessari til-
lögu. Þrjú til fjögur lið eru að hugsa
málið og hin hafa sagt nei. Reikna
má með að Þór frá Akureyri hafi sagt
nei þar sem fram kom á visir.is í gær
að Þórsarar ætli að halda leikstjórn-
andanum Cedric Isom hjá félaginu,
sama hvað. Annað lið sem ætlar
ekki að ganga að þessari tillögu er lið
Tindastóls.
rífa hús og leggja hellur
„Við erum með 5-6 heimastráka
sem geta eitthvað í bland við nokkra
unga gutta. Án útlendinga værum
við ekki með frambærilegt lið í 1.
deildinni,“ segir Halldór Halldórs-
son, formaður Tindastóls. „Það
liggur alveg fyrir að við getum ekki
leikið í alíslenskri deild. Íslenskir
leikmenn hafa ekki áhuga á að
koma hingað og höfum við nú
reynt nóg.“
Halldór segir reksturinn
samt fínan hjá deildinni.
„Hér var lítil uppsveifla og
því hlýtur niðursveiflan að
vera svipuð. Meistara- og
drengjaflokkur var
rekinn á 14,4
milljónum í
fyrra. Menn
halda hér að
við göngum
að digrum
sjóðum
en það er
nú ekki
þannig. Vissulega vorum við með
fjóra útlendinga í fyrra en þeir voru
ekki dýrir. Við höfum haldið að
okkur höndum í rekstrinum og til
dæmis fengu leikmenn hér í fyrra
ekki skópar einu sinni. Þeir fá súpu
í Staðarskála á leiðinni í bæinn en
ekkert meira en það. Ekki einu sinni
lakkríspoka,“ segir Halldór. Deildin
aflaði sér 3,2 milljóna í hreinni fjár-
öflun í fyrra. Þar voru leikmenn og
stjórn meðal annars í því að rífa hús
fyrir verktaka og leggja hellur svo
eitthvað sé nefnt.
suðurnesin undir feldi
DV heyrði í forsvarsmönnum
stórveldanna á Suð-
urnesjum í gær,
Grindavíkur, Kefla-
víkur og Njarðvík-
ur. Keflavík er með
tvo útlendinga.
„Það hefur ekki
verið tekin nein
ákvörðun um þá en það gæti allt
eins orðið að þeir verði sendir
heim. Við erum að skoða okkar mál
núna en við sendum þá frekar heim
en að steypa okkur í skuldir,“ sagði
varaformaður körfuknattleiks-
deildar Keflavíkur, Brynjar Hólm
Sigurðsson.
Óli Björn Björgvinsson, for-
maður deildarinnar hjá Grinda-
vík, sagði svipað í gangi varðandi
eina Kanann þeirra, Damon Bailey.
„Við höfum vanalega náð endum
saman og á tímabili leit þetta virki-
lega vel út. En nú er maður orð-
inn hræddur við að sponsorar sem
hafa lofað kannski 500 þúsundum
borgi aðeins 100 þúsund eða eitt-
hvað þannig,“ segir Óli. Hann sagði
Grindavík hafa skorið mikið nið-
ur enda aðeins með einn útlend-
ing í ár en ekki fimm eins og í fyrra.
Vissulega er Grindavík með Brent-
on Birmingham en hann er Íslend-
ingur og fær borgað eins og all-
ir aðrir Íslendingar. „Það er
ekki hægt að líkja launum
hans og Baileys saman,“
segir Óli.
Nýskipaður formað-
ur körfuknattleiksdeild-
ar Njarðvíkur, Sigurð-
ur Ólafsson, tók undir
með kollegum sínum
að reksturinn væri erf-
iður og erfitt væri að
sækja peninga.
Aðspurðir um
möguleika á íslenskri
deild sló enginn þeirra
það út af borðinu.
Öll liðin eru að
skoða sín mál en
líst ekki illa á hug-
myndina og þar voru Grindvíkingar
hvað jákvæðastir.
tindastóll eitt með
útlendinga?
Tindastóll er verst statt hvað varð-
ar að lokka til sín íslenska leikmenn.
Blaðamaður innti nokkra formenn
eftir því hvort sá möguleiki væri fyrir
hendi að leyfa Tindastóli að nota er-
lenda leikmenn vegna séraðstæðna
ef svo færi að hin liðin samþykktu
tillöguna. Sérstaklega þar sem Stól-
arnir gáfu sterkt út að þeir ætluðu
sér að leika með útlendinga.
Formennirnir sögðust vel vera
opnir fyrir því en best í þá tillögu
tók Böðvar Guðjónsson, formaður
nýkrýndra Powerade-bikarmeist-
ara KR. „Maður skilur vel afstöðu
Tindastóls og það er engin spurning
af okkar hálfu að leyfa þeim að hafa
útlendinga þó deildin verði alís-
lensk,“ segir Böðvar. Aðspurður um
mál KR sagði hann enga tilviljun að
kvennaliðið léki án útlendings enda
ástandið slæmt. Hann sagði KR
ekki hafa tekið ákvörðun um hvort
þeir styddu alíslenska deild. „Okkur
verður þó engin vorkunn að leika í
þannig deild með okkar leikmanna-
hóp,“ segir Böðvar enda KR með
sterkan hóp íslenskra leikmanna.
engin neyddur
KKÍ er ekki að þvinga liðin til þess
að losa sig við útlendingana og voru
formennirnir sem DV ræddir við í gær
ánægðir með framtak sambandsins
að kalla til fundarins og ræða málin.
Þess utan má KKÍ ekki banna nein-
um að fá til sín útlendinga þar sem
það myndi stangast á við vinnulög-
gjöf Evrópusambandsins.
ALÍSLENSK DEILD
FER MISVEL Í LIÐIN
tÓmas ÞÓr ÞÓrÐarsON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
málin rædd körfuknattleiksdeild-
ir funda nú mikið til að reyna að ná
lausn áður en tímabilið hefst.
myNd sigtryggur
darrel Flake Hefur verið einn
besti miðherji deildarinnar
undanfarin ár. Hann er farinn.
Nate Brown Hefur verið einn
besti leikstjórnandi deildarinnar
undanfarin ár. Hann er farinn.
farnir