Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Síða 20
Miðvikudagur 8. Október 200820 Fókus
Suroosh Alvi og Eddy Moretti fylgj-
ast með einu þungarokksveitinni
í Írak. Meðlimum Acrassicauda
er fylgt eftir allt frá 2002 og fram
á okkar daga. Við sjáum þá sem
ópólitíska og heldur firrta þunga-
rokksunglinga sem gefa skít í allt
en neyðast þó til að syngja lag til
heiðurs Saddam til að fá inn í ung-
mennaklúbbana. Bandaríkjaher
ræðst síðan inn í landið. Ástandið
var vont en hríðversnar.
Myndin er mikil þroskasaga og
sú saga er hröð enda lítill tími til að
leika sér við þessar aðstæður. Tím-
arnir neyða þá til að byrja að segja
eitthvað af viti í viðtölunum enda
mæðir mikið á þeim og ógerlegt að
vera skítsama við þessar aðstæður.
Andrúmsloftið er þrungið ótta. Ef
fjölþjóðaliðið drepur þá ekki fyrir
„misgáning“ eða af öðrum sökum,
þá hafa heittrúarmúslimar horn
í síðu þeirra erlendu menningar-
strauma sem þeir aðhyllast. Þeir
vilja safna sér síðu hári en verða
að láta sér nægja að spássera um
í bolum merktum Metallica, Slay-
er og norska dauðarokksbandinu
Dimmuborgir. Þegar best lætur tel-
ur þungarokksenan 500 manns og
þeir vilja sinna henni.
Gítarleikarinn er verulega góður
og vill eins og aðrir meðlimir geta
einbeitt sér að því að vera betri.
En það er hæpið þegar æfingaað-
staðan þeirra og allar græjur eru
sprengdar í tætlur. Stríð Bandaríkj-
anna í Írak hefur hrakið milljón-
ir Íraka á flótta. Leið Kananna til
að taka ábyrgð á sínum gjörðum
kristallast í því að taka sjálfir bara
við 466 írökskum flóttamönnum.
Meginparturinn fer til Sýrlands og
Acrassicauda er skyndilega hluti
þeirra 1,2 milljónir Íraka sem kjósa
hið „illa öxulveldi“ fram yfir „lýð-
ræðisríkið“ Írak. Þar eru þeir ekki
vel liðnir enda orðnir of fyrirferð-
armiklir að mati þarlendra. Kvik-
myndagerðarmennirnir láta slíka
fáheyrða hluti fylgja með eins og
vera ber og taka almennt mikla
áhættu í allri sinni vinnslu. Þeir
tengjast Vice-blaðinu sem er þekkt
fyrir að kalla ekki allt ömmu sína
og Spike Jonze kemur einnig að
framleiðslunni.
Kvikmyndahátíð RIFF er lok-
ið en menn ættu að nálgast þessa
mynd á DVD. Hún er vel þessi virði.
Írakskt þungarokk er athyglisvert
en það ótrúlega er að sjá þá enn-
þá spjallandi og hlæjandi gegn-
um allt. Myndin er sorgleg en já-
kvæð að því leyti að þeir fylgja eftir
draumum sínum, fullir kjarks. Þeir
þurfa ekki bara að hafa áhyggjur af
fjölskyldum sínum og sér sjálfum
heldur einnig af því að halda lífi í
þeim draumi að gera þungarokk í
Bagdad.
Erpur Eyvindarson
á m i ð v i k u d e g i
Ljót Leikferð
Leikritið Sá ljóti verður sýnt í FramhaldSSkólanum í VeStmannaeyjum í kvöld.
Sýningin, sem frumsýnd var á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins síðastliðið vor, er nú
á leikferð um framhaldsskóla landsins sem hófst í fyrradag. um er að ræða svarta
kómedíu um íslenskan samtíma en leikstjórinn, kriStín eySteinSdóttir, var valin
leikstjóri ársins á grímuhátíðinni í júní.
inshallah,
du e!
Skátar og
Bloodgroup
túra
Hljómsveitirnar Skátar og Blood-
group hefja tónleikaferð um landið í
dag. Tónleikaferðin er hluti af verk-
efninu Innrásin sem sett var í gang
af Kraumi styrktarsjóði síðastliðið
vor. Fyrstu tónleikarnir fara fram í
Menntaskólanum á Egilsstöðum í
kvöld og ætlar hluti Skakkamanage
einnig að troða upp. Næstu daga
koma Skátar og Bloodgroup svo
meðal annars fram í Hraunsnefi í
Borgarfirði (fimmtudag), á Ísafirði
(föstudag) og Akureyri (laugardag).
Þá spila hljómsveitirnar á Iceland
Airwaves 17. október.
kreppan
klórar í
leikhúsin
Kreppan og umrótið í fjármála-
heiminum drepur niður fæti sín-
um víða. Þjóðleikhúsið hugðist
halda blaðamannafund í gær,
fund sem átti upphaflega að
fara fram daginn sem Glitnir var
tekinn til þjóðnýtingar en var
frestað vegna óvissunnar sem
þá skapaðist. Á fundinum átti
að kynna svokallaðan Þjóðleik
sem miðar meðal annars að því
að efla leiklistarstarf ungs fólks á
Austurlandi og hvetja til nýsköp-
unar í íslenskri leikritun. Í gær-
morgun sendi Þjóðleikhúsið svo
út tilkynningu þar sem sagði að
fundurinn yrði felldur niður öðru
sinni í ljósi aðstæðna á íslenskum
fjármálamarkaði. Verkefnið hefur
þó ekki verið slegið af.
Tvíhliða
munstur
Eykur grip-
öryggi og
stuðlar að
betri aksturs-
eiginleikum
við hemlun
og í beygjum
Bylgjótt mynstur
Til að tryggja betra
veggrip
Þrívíðir gripkubbar
Zik-Zak lóðrétt lögun kubbanna
tryggir minni hreyfingu á þeim
og aukna rásfestu
Tennt brún
Eykur
gripöryggi
Stærri snertiflötur - aukið öryggi
30 daga eða 800 km skilaréttur
Svo sannfærðir erum við um kosti TOYO harðskeljadekkjanna að við bjóðum 800 km
eða 30 daga skilarétt ef þið eruð ekki fullkomlega sátt. Andvirðið gengur þá að fullu til
kaupa á öðrum hefðbundnum vetrar- eða nagladekkjum hjá okkur, við umfelgum fyrir
þig hratt og örugglega.
kvikmyndir
Heavy Metal
in BagHdad
Leikstjóri: Suroosh alvi og eddy Moretti
Sýnd á RIFF
Rokkað í stríði
„Írakskt þungarokk er
athyglisvert en það ótrúlega
er að sjá þá ennþá spjallandi
og hlæjandi gegnum allt,“
segir gagnrýnandi dv meðal
annars í dómi sínum.