Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Side 6
Miðvikudagur 22. Október 20086 Fréttir
20 % afmælisafsláttur
af öllum hefðbundnum
myndatökum og stækkunum
í október.
Nú er um að gera að panta stax
Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207 www.ljosmynd.is
Ofbeldisfaðir enn
til rannsóknar
Ríkissaksóknari hefur enn til
meðferðar mál manns á fertugs-
aldri sem er grunaður um að
hafa beitt þrjú börn sín hrotta-
legu ofbeldi. Meðal annars er
hann talinn hafa notað elsta
barn sitt sem kastskífu og kastað
hnífum að því þannig að á sá.
Vonir standa til að málsmeðferð
ljúki í þessum mánuði.
Málið þykir sérlega alvarlegt
og einstakt í sögu barnaverndar
á Íslandi ef rétt reyndist.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Laun nefndarmanna í skilanefndum bankanna gefin upp en ekki bankastjóranna:
Skilanefnd fær kvartmilljón í laun
Nefndarmenn í skilanefndum
ríkisbankanna þriggja; Kaupþings,
Glitnis og Landsbankans, fá rétt lið-
lega 250 þúsund krónur á mánuði.
Í svari sem DV barst í gær frá Fjár-
málaeftirlitinu segir meðal annars:
„Nefndarmenn í skilanefndum eru
starfsmenn Fjármálaeftirlitsins sam-
kvæmt tímabundnum ráðningar-
samningum sem gerðir hafa verið við
þá og miðast starfskjör þeirra við 15.
launaflokk - 8. þrep kjarasamnings
stéttarfélags viðkomandi.“ Nefnd-
armenn fá helming fullra launa, en
samkvæmt kjarasamningum lög-
fræðinga, viðskipta- og hagfræðinga
eru full laun, miðað við ofangreind-
an launaflokk, rétt liðlega 500 þús-
und krónur á mánuði.
Í svari FME segir einnig: „Jafn-
framt eru gerðir verksamningar við
vinnuveitendur skilanefndarmanna,
t.d. endurskoðunarfyrirtæki, sem
gera stofnuninni reikninga vegna
annarrar vinnu eða álags skilanefnd-
armanna eða starfsmanna þeirra.
Við uppgjör þeirra samninga verð-
ur tekið tillit til þess að skilanefnd-
armönnum eru greidd laun vegna
starfa sinna í þágu Fjármálaeftirlits-
ins.“
Í fyrirspurn DV til Fjármálaeft-
irlitsins þann 14. október var einn-
ig óskað eftir upplýsingum um laun
nýrra bankastjóra ríkisbankanna. Við
því fékkst ekki svar. „Fjármálaeftirlitið
hefur ekki upplýsingar um starfskjör
bankastjóra nýju bankanna. Beina
verður slíkum fyrirspurnum til stjórn-
ar viðkomandi banka.“ baldur@dv.is
Ríkisbanki Þeir sem sitja í
skilanefndum bankanna fá
250 þúsund krónur á mánuði.
Sveinn Magnússon hjá Geðhjálp segir það hneyksli að verð á þunglyndislyfinu
Amilín sem nú heitir Amitriptyline hafi skyndilega hækkað um 350 prósent. Hann
kallar heilbrigðisyfirvöld til ábyrgðar og segir þau hafa brugðist hlutverki sínu.
Hjördís Árnadóttir, hjá Actavis sem framleiðir lyfið, segir gengisþróun hafa áhrif á
verðlagið en bendir á að verð á lyfinu hafi ekki hækkað í tæpan áratug.
„Mér finnst þetta skandall. Ég verð
bara að segja alveg eins og er. Við vit-
um auðvitað að öll aðföng eru orðin
dýrari en ella vegna stöðu gengisins.
Ríkinu ber að koma inn og niður-
greiða þetta enn frekar,“ segir Sveinn
Magnússon, framkvæmdastjóri
Geðhjálpar, um ríflega þrefalda
verðhækkun á þunglyndislyfi.
Actavis tók lyfið Amil-
ín af markaði í
júlímán-
uði og
setti í
staðinn á markað lyfið Amitript-
yline. Lyfin hafa sama virka inni-
haldsefnið, amitriptyline. Amilín
er gamalreynt lyf sem notað hef-
ur verið við þunglyndi og svefn-
truflunum, aðallega af öldruðum,
gigtarsjúklingum og geðsjúkum,
en einnig við næturþvaglátum hjá
börnum. Ekkert samheitalyf er á
markaðnum.
Mega ekki misnota stöðu sína
Áður en Amilín var tekið af
markaði kostuðu hundrað 10 milli-
gramma töflur 516 krónur. Af Ami-
triptyline er hins vegar aðeins hægt
að fá 28 töflur saman í pakka
og kostar slík pakkning af
10 milligramma töflum
497 krónur.
Samkvæmt upp-
lýsingum sem DV
hefur frá starf-
andi lækni er
algengast að
ávísað sé 10
milligramma
styrkleika
lyfsins. Fyr-
ir hverja
töflu af Am-
ilíni i stærstu
pakkningun-
um þurfti því
að greiða 5,16
krónur en hver
tafla í stærstu
pakkningun-
um af Ami-
triptyline kost-
ar 17,75 krónur.
Hver tafla af nýja
lyfinu kostar því
344
prósentum meira.
Ábyrgð heilbrigðisyfirvalda er
mikil að mati Sveins og þurfa þau
að sinna eftirlitsskyldu sinni með
þeim hætti að gríðarlegar hækk-
anir sem þessar geti ekki átt sér
stað. „Actavis ber einnig samfélags-
leg skylda til að hafa þessa hluti í
lagi. Það má segja að fyrirtækið sé
í ákveðinni einokunarstöðu og þeir
mega ekki misnota hana,“ segir
Sveinn en ekkert samheitalyf Amit-
ryptyline er á markaðnum. „Heil-
brigðisyfirvöldum ber skylda til að
passa upp á svona lagað, ég tala nú
ekki um þegar um er að ræða ríflega
þrefalda hækkun. Ríkisvaldið hvet-
ur borgarana til að sýna forsjálni en
gengur sjálft ekki fram með frum-
kvæði í þeim efnum,“ segir Sveinn.
Óbreytt verð í áratug
Hjördís Árnadóttir, sviðsstjóri
ytri samskipta hjá Actavis, seg-
ir enga eina skýringu á verðhækk-
uninni. Hún bendir á að fyrirtækið
hafi þurft að flytja framleiðsluna til
útlanda en Actavis framleiði sam-
bærilegt lyf í Bretlandi. Hjördís seg-
ir að þegar lyfjaframleiðsla er færð
á milli landa þurfi að sækja um öll
leyfi upp á nýtt. Til að koma fyrstu
sendingunni til landsins þurfti því
hafa hraðar hendur. „Til að koma
lyfinu nógu fljótt til landsins var
það sent hingað í enskum um-
búðum. Við þurftum þá að fá
undanþágu og sérmerkja það
með íslenskum fylgiseðli og
límmiðum,“ segir Hjördís.
Gengisþróun hefur einnig
haft sitt að segja eins og með
aðrar vörur sem fluttar eru til
landsins.
Hún bendir ennfremur
á að verð á Amilíni hafi
verið óbreytt í tæpan
áratug. „Í raun var
gamla verðið því
orðið óeðli-
lega lágt.“
Hjördís
tekur
einn-
ig fram að þegar verðið á Amilíni
hafi verið borið saman við meðal-
verð á Norðurlöndunum kom í ljós
að 10 milligramma töflurnar voru
þriðjungi dýrari hér á landi. Þeg-
ar 25 milligramma skammtur var
skoðaður voru lyfin hins vegar 39
prósentum ódýrari hér.
Næsta pöntun af lyfinu er vænt-
anleg til landsins, þá í íslenskum
umbúðum, og verður metið hvort
ástæða er til að endurskoða verðið.
ERla HlynSdÓttiR
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
HNEYKSLANLEG
VERÐHÆKKUN
Ótrúlegt verð Sveinn
Magnússon segir
ótrúlegt að verð á einu
lyfi geti skyndilega
hækkað þrefalt.
Mynd StEfÁn KaRlSSon
Margir leita
réttar síns
Talsvert er um að félagsmenn
leiti á skrifstofu Verkalýðsfélags
Akraness með fyrirspurnir um
réttarstöðu þeirra gagnvart at-
vinnurekanda. Til að bregðast
við auknum önnum hefur upp-
lýsingaefni tengdu efnahags- og
atvinnuástandinu verið safnað
saman á heimasíðu félagsins.
Kýldi dótturina
og ók ölvaður
Héraðsdómur Suður-
lands hefur dæmt karlmann
í 30 daga skilorðsbundið
fangelsi fyrir að kýla dóttur
sína, hrinda henni og aka
undir áhrifum áfengis. Þá var
honum gert að greiða 160
þúsund krónur í sekt og sæta
ökuleyfissviptinu í 18 mán-
uði. Maðurinn var ákærð-
ur fyrir að kýla dóttur sína
hnefahöggi í andlitið í mars
á þessu ári á heimili sínu í
Vestmannaeyjum. Í kjölfar-
ið hrinti hann henni svo hún
datt aftur fyrir sig og skall
með hnakkann í gólfið. Stúlk-
an fékk meðal annars skurð á
hnakka, glóðarauga og marð-
ist víða á líkamanum. Þá var
hann ákærður fyrir ölvun við
akstur en lögregla hafði af-
skipti af honum daginn áður
en hann réðist á dóttur sína
þar sem hann hafði misst
stjórn á ökutæki sínu.
Gengisbreytingar Hjördís
Árnadóttir hjá actavis segir
fyrirtækið hafa þurft að flytja
framleiðsluna til útlanda og
erfið staða gengisins færist
inn í verðlagið.