Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 20088 Fréttir
STJÓRNARKREPPA EFTIR HRUN
Innan Samfylkingar gætir mikils
óþols varðandi stjórnarsamstarfið.
Flokkurinn hefur staðið einhuga að
því að reka eigi bankastjórn Seðla-
banka Íslands vegna stórfelldra af-
glapa sem leitt hafi að miklu leyti til
þeirrar stöðu sem Ísland er nú kom-
ið í. Geir Haarde, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, hefur þvertekið fyrir að
láta bankastjórnina fara og veitt Dav-
íð Oddssyni aðalbankastjóra skjól.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað-
ur Samfylkingar, hefur sagt að banka-
stjórn Seðlabankans eigi sjálf að hafa
frumkvæði að því að hætta. Þá hef-
ur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í
tvígang snuprað Davíð opinberlega.
Enginn viðmælenda DV kann
skýringu á tryggð forsætisráðherrans
við sinn gamla leiðtoga. Einhverjir
skýra hana sem gamalkunna ákvarð-
anafælni eða ótta við að flokkurinn
klofni opinberlega ef til þess komi að
Davíð verði niðurlægður með þeim
hætti að hann verði rekinn úr starfi.
Aðrir gera lítið með klofning þar sem
sá hluti flokksins sem styðji Davíð
að málum sé svo lítill og valdalaus í
flokknum.
Vandi Geirs Haarde er hins vegar sá
að vörnin um Davíð er um það bil að
sprengja stjórnarsamstarfið. Samfylk-
ing kemst illa frá kröfunni um að víkja
honum til hliðar og verður á endanum
að stíga skrefið til stjórnarslita fremur
en að sætta sig við óbreytt ástand.
Annað mál, og í raun miklu
stærra, sem skilur að flokkana er af-
staða þeirra til Evrópusambandsins.
Samfylking er með eindregna stefnu
um að óska eftir aðild og eini flokk-
urinn sem ekki er klofinn í málinu.
Forysta Sjálfstæðisflokksins er al-
gjörlega andvíg aðildarumsókn þótt
Þorgerður Katrín, ljósmóðir stjórn-
arinnar, hafi opnað á þá umræðu.
Öfgarnar í Sjálfstæðisflokknum
kristallast í heift Davíðs Oddssonar
sem lýsti í viðtali á Stöð 2 fyrirlitn-
ingu sinni á evrusinnum og vill um-
fram allt halda krónunni. Það horfir
til vandræða fyrir flokkinn, því kjöl-
festan hans, atvinnurekendurnir, eru
flestir á þeirri skoðun að þjóðin eigi
að ganga í ESB. Hættan er sú að þess-
ir aðilar muni missa þolinmæðina
og ganga til liðs við annan flokk sem
hefði það á stefnuskránni að hefja
þegar í stað aðildarviðræður.
Pattstaða Samfylkingar
Ingibjörg Sólrún setti
Evrópumálið skýrt á dagskrá
með blaðagrein nýverið.
Greinin var afdráttarlaus
og olli titringi innan sam-
starfsflokksins þótt hann
brytist ekki upp á yfirborð-
ið. Og Ingibjörg Sólrún
er með sterkt
bakland í
málinu.
Flokkurinn
stendur ein-
huga að baki
henni og
skoðana-
kannanir
undanfarið leiða í ljós að yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar vill fara í aðild-
arviðræður.
Þá er sú skoðun uppi innan Sam-
fylkingar að Ísland eigi möguleika á
því að semja af sér að hluta skuldakla-
fann með aðild. Þetta fer ágætlega
í almenning sem sér nú fram á ára-
langan þrældóm til að niðurgreiða
bankaskuldir í útlöndum. En þrátt
fyrir sterka stöðu í ESB-málinu er
Samfylking í einskonar pattstöðu í
ríkisstjórninni. Þannig hafa oddvit-
ar flokksins lengst af ekki treyst sér
til að gera kröfuna um brottvikningu
Davíðs að úrslitaatriði. Þeirri afstöðu
ræður helst óttinn um að lenda utan
stjórnar.
Bæði vinstri-grænir og Framsókn-
arflokkurinn eru taldir til þess vísir að
ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálf-
stæðisflokkinn. Þar er þó ekki um
neinar afdráttarlausar yfirlýsingar
að ræða, heldur hafa forystu-
menn flokkanna slegið úr
og í. Innan Samfylking-
ar hefur verið ræddur
sá möguleiki að henda
út samstarfsflokknum
og að flokkurinn sitji
í minnihlutastjórn og
verði varinn vantrausti af
stjórnarandstöðu-
flokkunum
tveimur.
Þeir yrðu
fengnir
til þess
gegn
lof-
orði um að efnt yrði til kosninga
snemma á næsta ári og þjóðin fengi
að gera upp hrunið.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur VG, tekur undir að rétt sé að efna til
kosninga á útmánuðum en óljósara er
um afstöðu Guðna Ágústssonar, for-
manns Framsóknarflokksins. Hann
lýsti því í umræðum um bankahrunið
á Alþingi í síðustu viku að stjórnin yrði
að sitja áfram vegna ástandsins en pól-
itíkina mætti gera upp síðar. Hvað þessi
orð þýða er óljóst. Hann virðist þó vera
á sömu skoðun og Steingrímur J. varð-
andi tímasetningu kosninga í vor.
Vinstrisveifla
Borðleggjandi þykir að mikil vinstri-
bylgja komi fram í kosningum eftir
hrunið. Rökin eru þau að Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem farið hefur með efna-
hagsmál í 17 ár, hafi algjörlega brugðist
þjóðinni. Flokkurinn hefur jafnan lagt
á það áherslu fyrir kosningar að hann
einn geti stjórnað efnahagsmálum svo
vel fari. Vinstristjórnir með tilheyrandi
efnahagsglundroða hafa verið grýlan
sem notuð hefur verið. Augljóst
er að margir trúðu þeirri kenn-
ingu þar sem Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur lengi verið með um og
yfir 40 prósenta fylgi.
Nú er komið á daginn að Ís-
land er á barmi gjaldþrots undir
efnahagsstjórn þess sama flokks.
Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur haft á stefnuskrá sinni
að hlúa að hag einstaklinga með
skattalækkunum og minni ríkis-
afskiptum. Nú blasir við að banka-
kerfið er að mestu leyti komið í rík-
iseigu og framundan eru gríðarlegar
hækkanir á einstaklingssköttum. Þá er
ljóst eftir langa valdatíð Sjálfstæðis-
flokksins að ríkisbáknið hefur þanist
út í miðri einstaklingshyggjunni. Fjöldi
þeirra sem kosið hafa Sjálfstæðisflokk-
inn mun leggja þessar staðreyndir til
grundvallar þegar að kosningum kem-
ur og beina atkvæðum sínum annað.
Innan Sjálfstæðisflokksins eru til
þær skoðanir að réttast væri að flokkur-
inn tæki örlögum sínum, færi í stjórn-
arandstöðu og skipti út forystu sinni.
Menn yrðu að sætta sig við að blóma-
skeiði flokksins væri lokið í bili og
næstu kjörtímabil færu í að byggja upp
traust við þjóðina að nýju og hefja til
vegs gömul forsmáð gildi um einstakl-
ingsframtak og ábyrga efnahagsstjórn.
Sjálfstæðismenn hafa í gegnum tíð-
ina, líkt og margir aðrir, mært útrásar-
menn og talað um efnahagsundur. Nú
Algjör óvissa ríkir í stjórnmálum á Íslandi eftir bankahrunið sem nú hefur sett afkomu þjóðarinnar í hreinan
efnahagslegan voða. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks heldur enn saman en kolsvartar blikur eru
úti við sjóndeildarhring. Fyrir liggur að þessi ríkisstjórn sem er með svo gríðarlegan þingmeirihluta að líkja
má við þjóðstjórn á nánast ekkert sameiginlegt annað en að reyna í ofboði að ausa þjóðarskútuna og gera sjó-
klára að nýju. Vandinn er hins vegar sá að höggið sem lendir á þjóðarbúinu er metið á 1000 milljarða króna, hið
minnsta. Það þýðir á mannamáli að hver einasti Íslendingur þarf að taka á sig byrðar sem nema rúmlega
þremur milljónum króna. Þetta er það sem Íslendingar munu þurfa að gera upp í næstu kosningum.
reynir trauStaSon
ritstjóri skrifar: rt@dv.is
umdeildur seðlabankastjóri
Davíð Oddsson situr sem fastast
en í óþökk Samfylkingarinnar.
Forsætisráðherrar Gordon Brown
beitti hryðjuverkalögum á Íslendinga
eftir þjóðnýtingu Landsbankans og í
framhaldi þess að Davíð Oddsson sagði
að Íslendingar myndu ekki greiða
skuldir óreiðumanna í útlöndum. Þar
með féll Kaupþing.