Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Page 9
Miðvikudagur 22. Október 2008 9Fréttir
STJÓRNARKREPPA EFTIR HRUN
kveður við annan tón og menn tala um
óreiðumenn og ævintýragosa. Þetta er
klárlega gert til að varpa ábyrgðinni yfir
á auðmennina sem fóru svo geyst. Með
því að benda á þá og búa til einskon-
ar gyðinga norðursins halda stjórnvöld
í þá von að sleppa frá því að hafa ekki
sinnt lagasetningum og regluverki til
að verja Ísland hruni. Þá er ótalinn eft-
irlitsþátturinn sem er á ábyrgð stjórn-
valda og hefur klárlega brugðist.
Klofnir flokkar
Samfylking, líkt og stjórnarand-
stöðuflokkarnir, verður að leggja
breytta stöðu Sjálfstæðisflokks-
ins til grundvallar þegar tekin verð-
ur ákvörðun um kosningar eða ekki.
Klárlega á Sjálfstæðisflokkurinn mik-
ið undir því að ekki verði kosið á
næstunni. Ef flokknum tekst að þreyja
þorrann út kjörtímabilið er sú von
uppi að efnahagsástandið verði farið
að lagast og flokkurinn lendi ekki í al-
gjöru fylgishruni.
Að Samfylkingunni frátaldri er
eina von Sjálfstæðisflokksins við nú-
verandi aðstæður að fá vinstri-græna
til samstarfs út kjörtímabilið. For-
menn beggja flokka eru sammála um
andstöðuna við Evrópusambandið.
Það er reyndar umhugsunarvert fyrir
forystu VG að nýleg skoðanakönnun
leiðir í ljós að um 70 prósent kjósenda
VG vilja kjósa um aðildarumsókn.
Reyndar er blágræna stjórnin einmitt
það sem Davíð Oddsson og hans fylg-
ismenn vildu eftir kosningarnar.
Svæsnustu samsæriskenningar
herma að Davíð hafi lagt upp í þjóð-
nýtingarleiðangurinn með það fyr-
ir augum að sprengja Samfylking-
una út. Planið hafi verið að þjóðnýta
Glitni að hluta en bjarga síðan eig-
endum Landsbankans sem yrði til
þess að samfylkingarmenn rykju út
í fússi og vinstri-grænir kæmu inn.
Þetta gekk ekki eftir þar sem Glitnis-
leiðangurinn endaði með ríkisvæð-
ingu þriggja banka og í framhaldinu
stöðu sem jaðrar við þjóðargjaldþrot.
Vinstri-grænir munu þurfa að hugsa
sig vandlega um áður en þeir taka
þann kost að fara þessa leið. Kosning-
ar í vetur munu styrkja flokkinn gríð-
arlega og færa þeim allt aðra stöðu en
nú er. Yfirgnæfandi möguleikar eru á
því að þeir ásamt Samfylkingu fengju
meirihluta.
Framsóknarflokkurinn einn dugir
ekki til stjórnarsamstarfs með Sjálf-
stæðisflokknum. Alltof tæpt er að vera
einungis með eins þingmanns meiri-
hluta í flokki sem að miklu leyti er
ósamstiga og þá sérstaklega í Evrópu-
málum. Molnað hefur undan Guðna
Ágústssyni formanni sem upp á síð-
kastið hefur talað sig í andstöðu við
Evrópusambandið. Valgerður Sverr-
isdóttir varaformaður er á öndverðri
skoðun og er það skoðun margra að
hún eigi að fara gegn formanninum á
landsfundi í mars. Þar verði jafnframt
skerpt á stefnu flokksins í Evrópumál-
um.
Fjögurra manna þingflokkur
Frjálslynda flokksins er í svipuðum
sporum og aðrir varðandi aðildina
að ESB. Kristinn H. Gunnarsson, sem
reyndar mætir ekki lengur á þing-
flokksfundi, og Guðjón A. Kristjáns-
son formaður eru andvígir Evrópu-
sambandinu. Þingmennirnir Grétar
Mar Jónsson og Jón Magnússon eru
aftur á móti hallir undir aðildarum-
sókn og flokkurinn þannig þverklof-
inn, rétt eins og Framsókn.
Hamfarirnar rannsakaðar
Eitt virðast þó allir flokkarnir eiga
sameiginlegt um þessar mundir; allir
vilja þeir rannsaka aðdraganda banka-
hrunsins og gera undanbragðalaust
upp mestu efnahagshamfarir lýðveld-
issögunnar, sem augljóslega eru af
mannavöldum. Óhugsandi er að ríkis-
stjórnin eigi þar hlut að máli þar sem
þá blandast valdhafar inn í rannsókn
þar sem þeir sjálfir kunna að verða
dregnir til yfirheyrslu. Enginn er dóm-
ari í eigin sök.
Þótt löggjafarvaldið, Alþingi, kunni
að bera einhverja ábyrgð á því hvernig
komið er verður ekki fram hjá því horft
að það eitt ræður yfir nauðsynlegum
verkfærum til þess að koma á fót óvil-
hallri rannsókn á vegum sannleiks-
nefndar. Það getur hæglega virkjað 39.
grein stjórnarskrárinnar sem kveður
á um að Alþingi geti skipað nefndir til
að rannsaka mikilvæg mál er almenn-
ing varða. „Alþingi getur veitt nefnd-
um þessum rétt til að heimta skýrslur,
munnlegar og bréflegar, bæði af emb-
ættismönnum og einstökum mönn-
um,“ eins og segir orðrétt í stjórnar-
skránni.
Líklegt verður að telja að stjórnar-
andstöðuflokkarnir samþykki slíka til-
lögu verði hún fram borin, jafnvel þótt
Framsóknarflokkurinn komi mjög við
sögu í aðdraganda ófaranna eftir lang-
vinnt stjórnarsamstarf með Sjálfstæð-
isflokknum. Samfylkingin væri sjálfri
sér samkvæm ef hún samþykkti rann-
sókn á ábyrgð þingsins. Ekki er ljóst
er hvort Sjálfstæðisflokkurinn gæti
samþykkt slíka tillögu, en hann virðist
þegar byrjaður að leita leiða til þess að
rannsaka hugsanleg lögbrot útrásar-
forkólfa og aðaleigenda bankanna og
virkja til þess embætti ríkislögreglu-
stjóra og ríkissaksóknara. Slíkt vekur
grunsemdir um að flokkurinn hafi þeg-
ar fundið sökudólga og reyni að koma
valdhöfum undan slíkri rannsókn.
Svarthol fylgishruns
Það blasir við að eina leiðin til að
ná fram skýrum pólitískum línum er
að efna til kosninga um leið og landið
er komið út úr mesta neyðarástand-
inu. Þannig fái allir flokkar tækifæri
til að gera upp við sig stefnu um aðild
eða ekki að Evrópusambandinu.
Þá er einnig frá sjónahóli almenn-
ings nauðsynlegt að kjósendur fái
tækifæri til að velja í kosningum þá
sem leggja eiga grunninn að hinu
nýja Íslandi. Það er þessi staða sem
Samfylking stendur nú andspæn-
is. Framundan er vinstribylgja sem
flokkurinn gæti nýtt sér ef rétt er að
málum staðið og orðið stærsti flokk-
urinn. En gryfjurnar eru við hvert fót-
mál. Þannig eru uppi áhyggjur um
að Samfylking sogist niður í svarthol
fylgishruns með Sjálfstæðisflokkn-
um vegna sameiginlegrar ábyrgðar
á hrikalegri stöðu lýðveldins sem nú
stendur andspænis því í fyrsta sinn
síðan 1944 að þurfa að gefa afslátt af
sjálfstæði sínu.
Engin leið er til að spá um fram-
vinduna í íslenskum stjórnmálum á
næstu vikum. Þingvallastjórnin svo-
kallaða sem hóf göngu sína í gullregni
útrásarinnar er nú nánast á líkbörun-
um. Landið er á barmi gjaldþrots og
allar lausnir eru bundnar við flótta-
leiðir. Stjórnarsamstarfinu er líkt við
hjónaband sem haldið er eingöngu
saman vegna barnanna. Skilnaður
Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er
að óbreyttu óumflýjanlegur. Það mun
svo koma í ljós hvaða flokkar fá það
tækifæri að móta samfélagið á Nýja-Ís-
landi. Til eru þeir sem sjá ljósið í hrun-
inu og ala með sér þá von að pólitískri
spillingu verði útrýmt að mestu.
Kosningar
fyrir vorið
n „Það er óhugsandi að hægt sé að
setja heilt land nærri því á haus-
inn, án þess að neinn beri ábyrgð
og án þess að það sé kosið,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs. Hann vill hins vegar
ekki að kosið verði nú. „Verkefn-
ið er að sjálfsögðu ekki kosningar
núna í augnablikinu, heldur þær
björgunaraðgerðir sem þarf að
vinna. Það þarf að koma aftur á
einhverju eðlilegu ástandi í sam-
félaginu.“ Aðspurður hvort hann
treysti þá þeim flokkum sem nú
stjórna til að leiða þjóðina út úr
ógöngunum segir hann: „Nei, ég
geri það nú reyndar ekki mjög
vel. Ég hef talið að á árunum eigi
að vera menn sem geta tekið eitt-
hvað í þær. Hvað sem því líður þá
finnst mér, bæði lýðræðislega og
þingræðislega, óhugsandi annað
en að kosið verði á nýjan leik,“ seg-
ir Steingrímur en hann vill að það
verði í síðasta lagi næsta vor.
Steingrími finnst þjóðin eiga
heimtingu á að reikningar verði
gerðir upp. „Kosningar eru óum-
flýjanlegur hluti af því að byggja
aftur upp einhvern trúnað og
traust í landinu.“
n Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, vill líka
kosningar þegar storminum slot-
ar. „Ég álít að íslenska ríkisstjórn-
in verði að sitja við þessar aðstæð-
ur sem nú eru. En síðan þegar við
komum út úr þessum sorta er al-
veg sjálfsagður hlutur að gera þessi
mál upp í kosningum. Ég segi að
þegar kemur fram á veturinn eða
vorið sé mjög eðlilegt að við
höfum alþingiskosningar
og gerum þetta
upp í þjóð-
félag-
inu,
hverja við viljum hafa við völd
í landinu.“ Guðni vill ekki gefa
upp hverjir séu óskakandídatar í
stjórnarsamstarf.
n Guðjón Arnar Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokksins,
vill líka hafa kosningar sem fyrst,
en þó ekki of snemma. „Ég tel að
við eigum að komast yfir þenn-
an stóra hjalla sem við stöndum
frammi fyrir núna, áður en kosið
verður. Ég skal ekki segja hversu
lengi á að bíða en við getum bara
ekki boðið upp á alþingiskosning-
ar akkúrat eins og ástandið er. Það
er ekki hægt,“ segir Guðjón.
Guðjón segir að stjórnmála-
mennirnir verði að reyna að sam-
einast um að finna lausn á þessum
vanda. Aðspurður hvort stjórnin
eigi að sitja út kjörtímabilið segir
hann: „Ég er nú ekkert að halda því
fram. Mér finnst hún ekkert hafa
staðið sig. Það er sjálfsagt að kjósa
þegar búið er að koma ástand-
inu í einhvern farveg en það er
ekki hægt að bjóða fólki upp á það
núna, ofan í allt annað.“
Guðni Ágústsson
kosningar í vetur eða vor.
Guðjón A. Kristjánsson
kosningar bíða um sinn.
Stjórnarandstað-
an vill leyfa
almenningi að
velja nýja ríkis-
stjórn:
Steingrímur J. óhugsandi
að enginn beri ábyrgð.
Örlaganótt ríkisvæðing glitnis átti sér stað að undirlagi davíðs Oddssonar
seðlabankastjóra og geirs H. Haarde sem hér sjást yfirgefa Seðlabankann. Því er af
mörgum haldið fram að þar með hafi hruninu verið komið af stað.
Hamingja geir Haarde og
ingibjörg Sólrún gísladóttir
lögðu upp með Þingvalla-
stjórnina í miklum meðbyr.
Nú er allt í rúst.