Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Qupperneq 12
Miðvikudagur 22. Október 200812 Fréttir Prestur á flótta Sóknarpresturinn í Vrensted á Norð- ur-Jótlandi hefur sagt starfi sínu lausu. Presturinn, Lisbet Baggesen, var einfaldlega uppgefin vegna einmana karlmanna sem leituðu til hennar í tíma og ótíma á prestssetrið. Skömmu eftir að hún flutti inn á prestssetrið, fyrir þremur árum, fékk hún óvænta heimsókn. Karlmaður braut rúðu, skreið inn í húsið og faldi sig á efri hæðinni. Lisbet hringdi á lögregluna og maðurinn var fjarlægður, og Lisbet komst heil á höldnu frá þessum við- kynnum. En ekkert lát hefur orðið á heimsóknum og Lisbet Baggesen sér enga leið aðra færa en að segja upp. Hún ítrekar að hún sé ekki að flýja Vrensted, eingöngu prestssetrið. Margra milljarða bónusar og rausn- arleg fríðindi voru eðlilegur þátt- ur hjá stjórnendum banka þar til áhættusöm skuldasöfnun sem þeir létu líðast knésetti fjármálakerfi heimsins. Ríkisstjórnir og seðlabankar víða um heim hafa heitið um 3.200 millj- örðum Bandaríkjadala, sem svarar til um 370.000 milljarða íslenskra króna, til bjargar bankakerfinu, í ábyrgðar- sjóði og til innspýtingar í markaðs- kerfið til að tryggja fjármagnsflæði til fyrirtækja og einstaklinga. Notkun almannafjár til að moka upp skítinn eftir áratugssukk í banka- kerfinu hefur vakið upp mikla reiði meðal almennings og hneykslan á meðal stjórnmálamanna og stjórn- völd í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi, Sviss og Ástr- alíu hafa heitið því að koma böndum á þau óhóflegu laun sem hefð hefur skapast fyrir. Bernanke varla matvinnungur Á þessum síðustu og verstu tímum er Ben Bernanke, bankastjóri banda- ríska seðlabankans, með áhrifamestu mönnum heims, og fer fyrir bankan- um í leit að leið til að halda kreppunni í skefjum. En í samanburði við aðra banka- stjóra, til dæmis Richard Fuld, fyrr- verandi bankastjóra Lehman Broth- ers-fjárfestingarbankans, er Bernanke varla matvinnungur. Árstekjur Bern- ankes eru rúmlega 191.000 banda- ríkjadalir, tæpar 22 milljónir króna, og virðast sem klink við hliðina á þeim 500 milljónum dala, um 57 milljörð- um króna, sem Richard Fuld landaði þau átta ár sem hann var hjá Lehman- bankanum. Í mars, skömmu áður en Lehman-bankinn riðaði til falls, fékk Fuld 22 milljóna dala bónus, eða um 2,5 milljarða króna. Bónus á bónus ofan Þessi röksemdafærsla er að mati sumra umdeilanleg og Lars Frisell, sem skrifaði ásamt öðrum um laun seðlabankastjóra og stjórnun, sagði: „Það er auðseljanlegt sjónarmið en vafasamt að benda á, þegar kreppa er skollin á, að bankastjórar hafi þénað mikið en ekki aukið tekjur hluthafa, á meðan seðlabankastjórar vinna mik- ið en þéna til þess að gera lítið.“ Richard Fuld er svo sannarlega ekki eini bankastjórinn í vandræðum sem þénaði stjarnfræðilegar upphæð- ir. John Thain hjá Merrill Lynch-bank- anum fékk 1,7 milljarða króna bónus í reiðufé, 15 milljónir bandaríkjadala, þegar hann gekk til liðs við bankann í nóvember síðastliðnum. Marcel Ospel, formaður sviss- neska UBS-bankans, landaði bónus- um að andvirði 130 milljóna sviss- neskra franka, um 13 milljarða króna, þau tíu ár sem hann var fastráðinn hjá bankanum. Þak á laun bankastjóra Sem fyrr segir eru stjórnvöld í Ástralíu á meðal þeirra sem blöskrað hefur óhóflegar greiðslur til banka- stjóra. Á ráðstefnu G20-ríkjanna, nítj- án helstu efnahagskerfa heims, ásamt Evrópusambandinu, í Brasilíu í næsta mánuði ætla stjórnvöld Ástralíu að þrýsta á um að ofurlaun í bankakerf- inu verði útlæg ger. Fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbrück, hefur viðrað þá skoð- un sína að stjórnendum þeirra banka sem björgunarhring verður kastað til fái ekki meira en 500.000 evrur í laun, um 75,5 milljónir króna, á ári og þeir fái enga bónusa, engar arðgreiðslur og engar starfslokagreiðslur. Ef horft er til seðlabankastjóra þéna Ben Bernanke hjá bandaríska seðlabankanum, Jean-Claude Trichet forseti seðlabanka Evrópu og Mervyn Ming hjá Englandsbanka frá 100.000 bandaríkjadölum til 700.000 banda- ríkjadala, sem svarar til 11 til 80 millj- óna íslenskra króna, og er hrósað fyr- ir viðleitni sína til að koma neglunni á sinn stað og bæta skaðann. Hærri laun án bónusa Fyrrnefndur Frisell er þeirrar skoðunar að þrátt fyrir að fjölmargir hneykslist á því að bankastjórum hafi verið greidd ofurlaun, þá sé það eðli frjáls markaðskerfis og menn verði að taka það súra með því sæta. „Hugsan- legt vandamál snýr því ekki að sjálfum launum bankastjóra heldur að hvatn- ingu hluthafanna þegar kemur að því að verðlauna þá,“ sagði Lars Frisell. Í nýlegri grein sem miðstöð um fjármálarannsóknir í Frankfurt sendi frá sér segir að sumir bónusar séu „öfugsnúnir“ að því leytinu til að þeir ýti undir skammtímahagnað án til- lits til áhættu til lengri tíma. Í grein- inni var stungið upp á launafrádrætti vegna mistaka og gæti slíkt komið til mótvægis ofurlaununum. Hver veit nema Josef Ackermann, bankastjóri Deutche Bank, hafi haft veður af uppástungunni því hann tilkynnti að stjórnarmenn bankans myndu allir afþakka bónusa fyrir árið í ár. Þrátt fyrir að það 500.000 evra þak sem Peer Steinbrück, fjármála- ráðherra Þýskalands, vill setja á laun bankastjóra kunni að valda Acker- mann og öðrum bankastjórum hug- arangri, geta þeir engu að síður vel við unað því þeir yrðu þrátt fyrir allt tekjuhærri en Trichet, bankastjóri seðlabanka Evrópu, og Bernanke, bankastjóri bandaríska seðlabank- ans, samanlagt. Frávik og mikill munur Innan seðlabanka Evrópu er að finna frávik á meðal æðstu manna. Launahæstur á síðasta ári var Mario Draghi hjá seðlabanka Ítalíu með um 500.000 evrur. Jean-Claude Trichet, forseti seðlabanka Evrópu var ein- ungis í sjöunda sæti með sínar tæp- lega 350 þúsund evrur. Í öðru sæti var Guy Quaden sem fékk rúmlega 470 þúsund evrur sem æðsti maður seðlabanka Belgíu, en sú upphæð er um 66 prósentum hærri en laun Bens Bernanke. Það skýtur skökku við í ljósi þess að sam- kvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna er hagkerfi Belgíu sjö sinnum minna en hagkerfi Þýskalands, 5,5 sinnum minna en hagkerfi Frakklands og þrjátíu sinnum minna en bandaríska hagkerfið. Mervyn King, bankastjóri Eng- landsbanka, hefur um 53,4 milljón- ir króna í árslaun og laun stjórnanda Japansbanka samsvara um 40 millj- ónum króna. Greinendur og fræði- menn hafa engar haldbærar skýr- ingar á þessum launamun, en í grein Lars Frisell segir að launamunurinn sé „sláandi“. Launamunurinn virðist þó lítil- vægur í ljósi þess að samanlögð laun allra æðstu manna seðlabanka Evr- ópu, sem telja tuttugu og einn mann, eru milljónum evra lægri en síðasti bónus Richards Fuld, fyrrverandi bankastjóra Lehman Brothers. Það tæki hæst launaða bankastjóra heims, Joseph Yam í Hong Kong, sextán ár að þéna það sem Fuld fékk í bónus, en árstekjur Yams eru um 150 milljónir króna. Bandaríska leiðin og bónusarnir Sjö hundruð milljarða dala björg- unaraðgerðir bandarískra stjórn- valda til að halda Wall Street á floti er háðar skilyrðum. Þeirra á með- al eru nokkur skilyrði sem snúa að bónusgreiðslum og óhóflegum laun- um. Eitt skilyrðið kveður á um að æðstu stjórnendur þeirra fyrirtækja sem heyra undir björgunaraðgerð- irnar muni ekki njóta sérstakra loka- greiðslna, bónusa, eða annars líks ef þeir láta af störfum eða missa vinnu sína á meðan fjármálaráðuneytið hefur eignarhald í fyrirtækinu. Bónusgreiðslur eða launagreiðsl- ur sem mögulega myndu hvetja til áhættusamra ákvarðana verða tak- markaðar og stjórnvöld hafa heimild til að endurheimta greidda bónusa sem grundvallaðir voru á vænting- um sem enginn fótur var fyrir. Í Bandaríkjunum standa öll spjót á æðstu stjórnendum Leh- man Brothers-bankans og þá sér í lagi á Richard Fuld. Lánardrottn- ar munu huga sérstaklega að bón- usgreiðslum til stjórnenda bank- ans og samkvæmt bandarískum reglum hafa stjórnvöld tveggja ára svigrúm til að endurheimta greidda bónusa ef í ljós kemur að forsend- ur fyrir þeim hafa verið vafasam- ar. Þetta ákvæði er hvergi að finna í aðgerðum Evrópusambandsins, en þess má geta að sænska ríkið hefur samþykkt allt 22 þúsund milljarða króna lán til þarlendra banka en hyggst setja það skilyrði að bónus- greiðslur til stjórnenda þeirra verði takmarkaðar. Samkvæmt nýrri rannsókn sem sænskir vísindamenn stóðu að veld- ur mikil kaffidrykkja kvenna því að brjóstin minnka. Krabbameins- sérfræðingar komust að því að um helmingur allra kvenna er með það gen sem tengir kaffineyslu og brjósta- stærð. „Kaffidrykkja getur haft mikil áhrif á brjóstastærð,“ sagði Helena Jern- ström, lektor í rannsóknum á æxlis- myndun við Háskólann í Lundi. Vísindamenn lögðu spurningar fyrir um þrjú hundruð konur varð- andi umfang brjósta þeirra og dag- lega meðalneyslu kaffis. Sögðu vís- indamennirnir að skýr tengsl væru á milli lítilla brjósta og kaffidrykkju. Helena Jernström lagði þó á það áherslu að konur þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að kaffidrykkja ylli því að þær færu úr stærð D í stærð A á einni nóttu. „Þau [brjóstin] munu minnka, en brjóstin munu ekki ein- faldlega hverfa,“ sagði hún. Jernström sagði einnig að þeir yrðu fyrir vonbrigðum sem héldu að þeir gætu sagt til um hvort kona væri mikil kaffimanneskja eða ekki með því að skoða brjóstahaldara viðkom- andi. En rétt eins og að böggull fylg- ir skammrifi þar sem of mikið kaffi dregur úr brjóstastærð þá eru kost- irnir þeir að regluleg kaffiskot draga úr hættunni á myndun brjósta- krabba. Meiri líkur er á að kona með stór brjóst fái brjóstakrabbamein, en kona með lítil brjóst, að sögn vísinda- mannanna sem stóðu að rannsókn- inni. Ekki þarf að neyta nema þriggja kaffibolla á dag til að draga veru- lega úr hættunni á myndun brjósta- krabbameins, en sama magn nægir einnig til að draga úr brjóstastærð og aukinni kaffineyslu fylgir enn frekari minnkun brjóstanna. Það er athygli vert að kaffineysla karla hefur þveröfug áhrif, því mikið kaffi getur valdið brjóstastækkun hjá þeim. Sænskir vísindamenn hafa fundið tengsl á milli kaffis og brjóstastærðar: Miklu kaffi fylgja minni brjóst Kaffineysla veldur brjóstaminnkun ekki bæði sleppt og haldið því kaffineysla hefur hvort tveggja kosti og galla. Í mars, skömmu áður en Lehman-bankinn riðaði til falls, fékk Fuld 22 milljóna dala bónus, eða um 2,5 milljarða króna. KolBeinn Þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Víða um lönd fórna almenningur og stjórnmálamenn höndum vegna bónusgreiðslna og ofurlauna bankastjóra. Mörgum þykir skjóta skökku við að stjórnendur bankanna hafi verið verðlaun- aðir fyrir vel unnin störf í ljósi þess að bankar standa víðast hvar á brauðfótum. Athygli vekur að laun seðlabankastjóra virðast sem klink í samanburði við laun stjórnenda einkabank- anna, og skýtur því skökku við að hinir fyrrnefndu þurfi að hlaupa undir bagga á þessum síðustu og verstu tímum. Bónusar og gjaldþrota Bankar richard Fuld Sver eið fyrir yfirheyrslur þingnefndar vegna Lehman brothers-bankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.