Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Page 14
Ameríski draumurinn snerist um að hver einstaklingur gæti í krafti síns frelsis og vinnu náð takmörkum sín-
um í lífinu. Allt átti að vera fólki fært,
bara ef það lagði nógu mikið á sig.
Íslenski draumurinn var örlítið frá-
brugðinn þeim ameríska. Hann sner-
ist ekki um að vinna of mikið, heldur
að hafa það náðugt með lánsfé sem
aldrei þvarr.
Ákveðið „nirvana“ í ameríska draumnum, eða hátindur-inn, var að eignast sitt eigið einbýlishús og ágætisbif-
reið. Á Íslandi var það að eignast
blokkaríbúð í Norðlingaholti á 95
prósent láni og lúxusjeppa á rekstr-
arleigu. Keyra svo í umferðartepp-
unni til vinnu, hálftíma á dag, og fara
til útlanda þrisvar á ári. Ástæðan er
ekki sú að Íslendingar séu eitthvað
sérstaklega vitlausir, áhættusæknir
eða gráðugir. Þeir eru bara mannlegir
og breyskir.
Ameríski draumurinn stóð Íslendingum aldrei til boða. Það er nánast sama hvað fólk leggur á sig í vinnu,
aldrei mun það eignast einbýlishús,
í það minnsta á höfuðborgarsvæð-
inu. Einbýlishúsin kosta oft á bilinu
60 til 120 milljónir, og það er því sem
næst útilokað fyrir venjulegt fólk að
vinna fyrir slíku. Ef húsið er tekið að
láni að hluta, með hámarksláni upp
á 29 milljónir, verður lánið orðið
40 milljónir eftir tíu ár, jafnvel þótt
borgað sé af því. Það er miðað við að
verðbólgan sé aðeins 4 prósent á ári.
Nú er hún 15 til 20 prósent. Tuttugu
árum eftir lántökuna, þegar par-
ið sem keypti húsið er komið með
uppkomin börn og kominn tími til
að lifa lífinu lifandi, er lánið komið í
50 milljónir. En eftir að hafa borg-
að af láninu í 25 ár fer lánið loks-
ins að lækka. Og viti menn, eftir að
hafa borgað af húsnæðisláninu í 30
ár er það komið alla leið niður í 47
milljónir. Á því herrans ári 2044 eftir
Kristsburð hefur parið svo náð þeim
langþráða áfanga að lánið á húsinu
er jafnhátt og það var þegar það var
tekið.
Íslendingar búa við afstæða fá-tækt. Þeir geta ekki lifað lífinu eins og nágrannaþjóðirnar. Við höfum verðtryggingu sem kemur
í veg fyrir að við eignumst heimili með
eðlilegu móti. Það er sama hvað fólk
leggur á sig í vinnu, ef það vill lifa sams
konar lífi og nágrannaþjóðirnar verður
fólk að taka lán. Og ef fólk vill njóta
veðurblíðu, eins og aðrir íbúar heims-
ins, verður fólk að fljúga úr landi.
Nú er orðið endurmat allra gilda. Við höfum komist að því að íslenski draumurinn var ekki á rökum reistur. Við
vitum líka að ameríski draumurinn
rætist ekki á Íslandi. Svarthöfði er þó
ekki frá því að hægt sé að nota klók-
indin til þess að láta draum rætast.
Fólk getur komið sér í þá aðstöðu á
svipstundu að geta eytt öllum dögum
í að spila golf, semja sögur og tónlist,
gera höggmyndir og slaka á, án þess
að þurfa að vinna eitt handtak. Mað-
ur þarf bara að komast á Kvíabryggju
eins og Árni Johnsen og Kalli Bjarni.
Þá getur draumurinn ræst, sá eini
sem er í boði.
Miðvikudagur 22. Október 200814 Umræða
Íslenski draumurinn
svarthöfði
Þórarinn Þórarinsson fréttastjóri skrifar Tapararnir í þessu máli eru fleiri en útrásarvíkingarnir.
Sök bíti alla seka
Leiðari
Í þeim fumkenndu og að því er stundum virðist beinlínis háskalegu björgunaraðgerðum sem stjórnvöld á Íslandi hafa staðið í undanfarið hefur myndast furðuleg þjóðarsátt um að
ekki megi leita sökudólga í þeim hörmungum sem skollið hafa á
íslensku efnahagslífi og þá fyrst og fremst almenningi sem mun
fá að súpa beiskt seyði af óstjórn í efnahagsmálum hver svo sem
þrautalendingin verður. Að þessum griðasáttmála komu hin-
ir ýmsu aðilar allt frá biskupi til stjórnmálamanna sem margir
hverjir hljóta með þessu að fara fram á persónulegan gálgafrest.
Fólk er ennþá, eðlilega, fyrst og fremst hrætt en undir niðri
kraumar reiðin sem verður að finna sér farveg fyrr heldur en
síðar. Útrásarvíkingarnir svokölluðu eru þeir einu sem hafa ver-
ið sviptir biskupsblessaðri friðhelginni og þeim er ýmist hugs-
uð þegjandi þörfin eða á þeim dynja bölbænir og formælingar.
Þeim er í sjálfu sér engin vorkunn enda eru fingraför þeirra úti
um allt á vettvangi þessa stærsta glæps sem framinn hefur ver-
ið á íslenskri alþýðu. Þessir menn geta þó engan veginn axlað
ábyrgðina einir og réttlætinu verður síður en svo fullnægt þótt
einhverjir útrásarhausar fái að fjúka. Þegar og ef þessi helför
verður gerð upp verður pólitískt blóð einnig að fá að renna.
Þeir stjórnmála- og embættismenn sem gera þessa dagana hvert
axarskaftið á fætur öðru í óðagotinu eru margir hverjir söku-
dólgar og íslensk alþýða getur ekki látið þá komast upp með að
verða dómarar í eigin sök. Þetta fólk talar í hálfkveðnum vísum
og hefur ekkert fram að færa til að slá á ótta almennings. Þögn
og hálfsannleikur á stundum sem þessari eru frjór jarðvegur
samsæriskenninga og sá ónotalegi kvittur er nú kominn á kreik
að verið sé að draga að þiggja aðstoð að utan í lengstu lög vegna
þess að þá muni óhjákvæmilega alls kyns skítur fljóta upp á yf-
irborðið. Subbuskapur stjórnmálamanna fremur en viðskipta-
jöfra. Tíminn sé nú notaður til þess að hylja slóð og hagræða
vegsummerkjum.
Ljótt er ef satt er en eitt er víst. Tapararnir í þessu máli eru fleiri
en útrásarvíkingarnir og við getum ekki látið bjóða okkur að sag-
an öll verði skrifuð eftir á af lúserunum. Þá hlýtur alþýðan sem
enn heldur ró sinni furðulega að grípa kyndla og heykvíslar.
„Já, en töluvert betri á bragðið og ætti
að henta öllum nútíma Íslendingum,“
segir Vilhelm Einarsson, eigandi
Wilsons pizza. Í dv í gær var fjallað um
að pítsa væri tilvalinn kreppumatur
þar sem pítsustaðir reyna hvað þeir
geta að halda verðinu niðri.
er pÍtsan
nýja slátrið?
sandkorn
n Ekki er ofsagt að sakamála-
þættirnir Svartir englar eftir
sögu Ævars Arnar Jósepsson-
ar hafi slegið í gegn í Ríkis-
sjónvarpinu. Þættirnir hafa
langmest áhorf alls sjón-
varpsefnis
samkvæmt
mælingum
Capacent
í síðustu
viku og slá
út sjálfa
Spaug-
stofuna
sem lengst
af hefur trónað á toppnum.
Sigurður Skúlason, aðalleik-
ari þáttanna, og félagar hans
mega vel við una með yfir 54,6
prósenta áhorf. Sama mæling
leiðir í ljós að Dagvaktin, helsti
samkeppnisaðilinn, er með
33 prósent. Þar er vert að taka
fram að sá þáttur er í læstri
dagskrá.
n Einhver mestu vonbrigði
Stöðvar 2 hljóta að vera slakt
áhorf á fréttaskýringaþáttinn
Kompás sem er í opinni dag-
skrá á Stöð 2. Sá þáttur kemst
ekki á topp 10 lista Stöðvarinn-
ar sem þýð-
ir að hann
er með
minna en
9 prósenta
áhorf. Til
samanburð-
ar eru fréttir
Stöðvarinn-
ar með um
25 prósent sem telst gott. Ís-
land í dag í ritstjórn Svanhild-
ar Hólm er með tæplega 14
prósenta áhorf og stendur sig
þannig vel í samkeppninni.
n Einn helsti unggæðingur
frjálshyggjunnar, Gísli Mart-
einn Baldursson borgarfull-
trúi, unir sér hið besta við
nám í Skotlandi. Hermt er að
laun hans fyrir að mæta stöku
sinnum á borgarstjórnarfundi
nemi allt að 400.000 krón-
um á mánuði. Sagt var frá því
í fjölmiðl-
um að hann
hefði mætt
á tvo borg-
arstjórn-
arfundi
af fjórum
undanförn-
um. Þetta
eru kjör
sem margir myndu vilja hafa
á meðan þeir stunda nám eða
sinna hugðarefnum sínum
fjarri vinnustað.
n Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri á sér varla viðreisnar von
í starfi. Meira að segja innan
Sjálfstæðisflokksins er vaxandi
hópur sem vill karlinn burt úr
bankanum og á eftirlaun. Geir
H. Haarde forsætisráðherra
stendur vörð um sinn gamla
foringja, líkt og Kjartan Gunn-
arsson, meintur óreiðumaður,
sem grét í Valhöll undan þung-
um höggum Davíðs en snerist
síðan hugur og lýsti stuðningi
við hann. Gárungar segja að
þarna sé um að ræða frægt
Stokkhólmsheilkenni þar sem
fórnarlamb festir ást á kúgara
sínum.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnúMer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsÍMi: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Eftir það á ég eftir
að verða súper-
stjarna hérna.“
n Ásdís Rán um frægð sína í
Búlgaríu eftir að hún kemur fram í
spjallþætti þar í landi í anda Jay Leno og David
Letterman að hennar sögn. - DV
„Geir H. Haarde sagði
nákvæmlega það sama
um bankana alveg fram á
elleftu stundu.“
n Kolbrún Halldórsdóttir,
þingmaður vinstri-grænna, um orð
Davíðs Ingimarssonar, yfirmanns
lánamála hjá Landsvirkjun. Hann
segist ekki hafa miklar áhyggjur af mikilli
skuldsetningu Landsvirkjunar. - DV
„Þegar ég fékk bónorð frá
ókunnugum
manni úti á götu
í Edinborg.“
n Söngkonan Hafdís Huld um
óvenjulegustu lífsreynsluna. – Vikan
„Því meira sem þú leggur
þig fram við lærdóminn
því betra og innihaldsrík-
ara verður lífið.“
n Heiðar Jónsson snyrtir segir
frá því sem hann hefur lært í
gegnum árin í nýjasta tölublaði Nýs
lífs.
„Það er til dæmis
ekki búið að
borga neinum
einasta lista-
manni ennþá. Við erum í
mjög óþægilegri stöðu.“
n Þorsteinn Stephensen getur ekki borgað
listamönnum sem fram komu á Airwaves vegna
gjaldeyrisþurrðar. - Morgunblaðið
bókstafLega
spurningin