Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Page 3
Þriðjudagur 28. Október 2008 3Fréttir
„Ég tel það vera afar vafasamt að
þegar menn koma af þessum fundi
bjargi þeir sjálfum sér en virð-
ast svo halda alvarleika málsins
földum fyrir þjóðinni,“ segir Guð-
jón Arnar Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, varðandi
sölu Baldurs Guðlaugssonar á
hlutabréfum í Landsbankanum.
Baldur seldi hlutabréf sín í Lands-
bankanum eftir að hafa setið fund
Björgvins G. Sigurðssonar við-
skiptaráðherra og Alistairs Darl-
ing, fjármálaráðherra Bretlands,
um málefni Landsbankans. Darl-
ing hefur sagt að á umrædd-
um fundi hafi hann lýst yfir
miklum áhyggjum af stöðu
Landsbankans í London.
Baldur þvertekur fyrir
að fundurinn hafi snúist
um stöðu Landsbankans
þrátt fyrir að viðskipta-
ráðherra hafi haldið fram
hinu gagnstæða.
Orðin stangast á
„Það er misskilningur að
fundurinn í Lond-
on hafi
snúist um stöðu Landsbankans,“
sagði Baldur Guðlaugsson við DV á
mánudaginn. Björgvin G. Sigurðs-
son viðskiptaráðherra sagði hins
vegar eftirfarandi í viðtali í Kast-
ljósi síðastliðinn föstudag; „Fund-
arefnið var aðeins eitt; það var
hvernig mætti koma Landsbank-
anum, Icesave-reikningunum og
útibúum Landsbankans yfir í dótt-
urfélag. Þeir settu stífar kröfur. Það
er að Landsbankinn yrði að færa til
mikið eignasafn úr móðurfélaginu
hér heima inn í bank-
ann í Bretlandi til
að þeir heimil-
uðu þessa yfir-
færslu í dótt-
urfélagið. Og
Landsbank-
inn taldi
sig ekki
geta mætt
því
af því þá færi hann í þrot við það
eitt; hann þyrfti að fá sveigjanlegri
kröfur.“
Bjargaði eigin verðmætum
„Mér sýnist að þarna hafi embætt-
ismaður notað sér upplýsingar af
þessum fundi til þess að bjarga eig-
in verðmætum út úr Landsbank-
anum áður en hann lenti í vand-
ræðum,“ segir Guðjón. Hann segir
það vitað mál að allt stefndi í óefni
með Landsbankann og að samtal
Darlings og Árna Mathiesen fjár-
málaráðherra staðfesti það. Guð-
jón segir það alveg ljóst að menn
hafi verið að ræða bága stöðu
Landsbankans, það sé
ekki hægt að draga
neinar aðrar álykt-
anir en það. Greini-
legt sé að Baldur
hafi nýtt sér upp-
lýsingar sem hann
fékk á fundinum.
Brýnt að
rannsaka
„Það eru
sérstakar
vanhæf-
isreglur
sem gilda
í fjórðu
grein
stjórnsýslulaga og þar er liður sem
kveður á um það að menn eigi ekki
að koma að málum sem þeir geti
ekki litið hlutdrægnislaust á. Ef
menn eru hagsmunatengdir með
þeim hætti að þeir geti ekki litið
hlutdrægnislaust á mál eiga þeir
að tilkynna yfirboðara sínum það
eða víkja sæti af sjálfsdáðum,“ seg-
ir Atli Gíslason hæstaréttarlög-
maður varðandi málið. Hann seg-
ir þingflokk vinstri-grænna hafa
krafist þess að skilanefndir bank-
anna beiti sér fyrir því að fram fari
ítarleg rannsókn á öllum viðskipt-
um stærstu eigenda bankanna síð-
ustu tólf mánuði. Atli telur að við-
skipti Baldurs eigi að sæta slíkri
rannsókn. Hann segir það vera
afar brýnt að farið verði í slíkar
rannsóknir strax í dag. Eftir því
sem á líður verður sönnunarvand-
inn í slíkum málum meiri.
jonbjarki@dv.is
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í Kastljósi á föstudag að fundur-
inn með Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, 2 september hefði einungis
snúist um Landsbankann. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðu-
neytisins, var á fundinum og seldi hlutabréf sín í bankanum í kjölfarið. Hann segir
það misskilning að fundurinn í London hafi snúist um Landsbankann. Guðjón Arn-
ar Kristjánsson segir vafasamt að menn bjargi sjálfum sér en haldi alvarleika máls-
ins földum fyrir þjóðinni.
Bjargaði sínum hag
„Mér sýnist að þarna hafi embættismaður not-
að sér upplýsingar af þessum fundi til þess að
bjarga eigin verðmætum út úr Landsbankan-
um áður en hann lenti í vandræðum.“
Bjargaði sjálfum sér guðjón arnar
kristjánsson segir það vera vafasamt
þegar menn bjargi sjálfum sér en haldi
alvarleika málsins frá þjóðinni.
Kennir misskilningi um „Það er misskilningur að
fundurinn í London hafi snúist um stöðu Landsbank-
ans,“ segir baldur guðlaugsson.
Landsbankinn var eina fundarefnið björgvin g.
Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur sagt að á
fundinum hafi meðal annars komið fram að
Landsbankinn ætti það á hættu að komast í þrot.
Krefst rannsóknar atli
gíslason hæstaréttarlög-
maður segir nauðsynlegt
að rannsaka öll slík mál
sem fyrst.
Seðlabankamenn og auðmaður segja hver aðra fara með rangt mál um Landsbanka:
Bankastjórn Seðlabankans og Björg-
ólfur Thor Björgólfsson eru komin í
hár saman vegna Icesave-reikninga
Landsbankans og örlaga þeirra. Björ-
gólfur staðhæfði í Kompásþætti á Stöð
2 í gærkvöldi að margt hefði verið reynt
til að koma í veg fyrir að Íslendingar
lentu í ábyrgð fyrir Icesave-reikning-
unum í Bretlandi. Seðlabankanum
og stjórnvöldum hefði verið bent á að
skelfileg keðjuverkun hlytist af því að
fara inn í einn bankanna og yfirtaka
hann. Ákvörðunin um að þjóðnýta
Glitni hefði þannig verið svo misráðin
að lengi yrði í minnum haft.
Björgólfur sagði í þættinum að
bresk yfirvöld hefðu haft stigvaxandi
áhyggjur af starfsemi Landsbankans í
Bretlandi og Icesave-reikningunum.
Sunnudaginn 5. október hefðu þau
breytt stefnu sinni í grundvallarat-
riðum. Forstjóri breska fjármálaeftir-
litsins hefði verið kallaður út þennan
sunnudag til þess að ganga í málið.
Tilboð hefði verið gert um að koma
starfsemi Landsbankans í Bretlandi
undir breska lögsögu á fimm virk-
um dögum gegn því að bankinn
reiddi fram 200 milljónir punda eða
sem svarar um 35 milljörðum króna.
Landsbankinn hefði leitað til Seðla-
bankans um gjaldeyrislán fyrir þessu
daginn eftir gegn fimmföldu veði í
ríkisskuldabréfum og margvíslegum
öðrum tryggingum. Seðlabankinn
hafnaði þessari beiðni.
Björgólfur Thor segir að bresk
stjórnvöld hafi vonað í lengstu lög að
vandi Icesave yrði leystur í samein-
ingu og því hefði synjun Seðlabank-
ans um gjaldeyrislán til að koma
bankanum í breska lögsögu og létta
ábyrgðum af íslenska ríkinu komið
eins og köld vatnsgusa framan í þá.
Að kalla út forstjóra breska fjármála-
eftirlitsins á sunnudegi hlyti að hafa
byggst á pólitísku inngripi.
Seðlabankinn sendi í gær frá sér
athugasemdir vegna ummæla Björg-
ólfs Thors í fréttum Stöðvar 2. Þar seg-
ir að í bréfi frá 6. október og í samtöl-
um við forsvarsmenn Landsbankans
hafi ekki verið minnst á flýtimeðferð
breska fjármálaeftirlitsins.
Björgólfur Thor vísar þessu á bug
og segir að bankastjórum Seðla-
bankans hafi verið kunnugt um boð
breska fjármálaeftirlitins um flýti-
meðferð og fleiri en hann geti stað-
fest það. „Þá var einnig þeim ráð-
herrum í ríkisstjórn Íslands sem
helst hafa unnið að úrslausn vanda
íslensku fjármálafyrirtækjanna
kunnugt um boð breska eftirlitsins.“
Björgólfur Thor lýsir því einnig að
þrátt fyrir ýmis tilboð til Seðlabank-
ans hefðu engin svör borist lang-
tímum saman.
johannh@dv.is
Björgólfur Thor og Davíð í hár saman
Björgólfur Thor Forstjóri breska
fjármálaeftirlitsins var kallaður út á
sunnudegi og bauð flýtimeðferð á vanda
Landsbankans.
Ó: Nú er mikið talað um það síð-
ustu daga, einmitt út af þessum
hryðjuverkalögum, að við séum
svo gríðarlega friðelskandi þjóð,
heldurðu að það sé rétt? Nú sner-
um við við gyðingum í seinni
heimsstyrjöldinni og við látum
það viðgangast að forráðamenn
þjóðarinnar styðji stríðsyfirlýs-
ingar og fleira... erum við svona
gríðarlega friðelskandi þjóð?
Hvað gerum við sérstaklega ann-
að en það að vera ekki með her?
K: Þarna erum við aftur farin að
tala um þjóðirnar og mér finnst
alltaf rosalega erfitt að tala um
eðli þjóða. Þær eru bara kannski
eins og aðstæður hafa mótað þær,
frekar en eitthvert eðli. En þarna
komum við bara að þessu hug-
taki sem ég veit ekki hvernig hef-
ur verið þýtt „banality of evil“, er
það ekki? Þar sem er verið að tala
um að einmitt það að gera hinn
auðvelda hlut og þar með valda
miska, verða valdur að vondum
verkum með því að sitja hjá og
gera eins og til er ætlast. Það virð-
ist bara vera inngróið í mann-
skepnuna. Að eitthvað sem ger-
ist hjá einhverjum öðrum snertir
fólk aldrei jafnmikið og þegar það
horfir upp á það sjálft. Og þannig
höfum við bara horft upp á hræði-
legustu hlutina í heiminum ger-
ast er það ekki?
Horfum upp
á hræðilega
hluti
brot úr portrettinu af
Katrínu Jakobsdóttur,
alþingismanni. ólafur
ólafsson ræðir við hana.
Verk Ólafs Ólafssonar
og Libiu Castro miðar
að því að vekja fólk til
umhugsunar um að allir
þegnar eru virkir í að
skapa samfélagið.
Samfélag
í mótun
„Í verkinu erum við að fást við
sköpun samfélags og þá stað-
reynd að samfélagið er alltaf
í stöðugri mótun. Við viljum
ýta undir þá meðvitund fólks
að alllir taki þátt í þessari mót-
un, ekki bara ráðamenn eða
talsmenn fyrirtækja heldur
allir í samfélaginu,“ segir Ól-
afur Ólafsson um verk þeirra
Libiu Castro í Listasafni Ís-
lands „Þetta eru portrett þó
þetta séu viðtöl því við erum
að vinna með mynd og tal,“
segir Ólafur. Enn sem komið
er samanstendur sýningin af
portrettum af tæplega þrjá-
tíu einstaklingum víð svegar
úr samfélaginu og enn bætist
við.
Meðal þeirra sem þau Libia
ræddu við eru Jóna Ingibjörg
Jónsdóttir kynlífsfræðingur
og Guðrún Pétursdóttir stæða-
vörður, auk heimspekinga,
leikara og heimilislausra.
„Við ákváðum að fá til okkar
fólk alls staðar úr samfélag-
inu,“ segir Ólafur en hver þátt-
takandi segir þar frá sjálfum
sér, stöðu sinni og tengingu
við samfélagið út frá eigin
reynslu.
Sýningarstjóri er Hafþór
Yngvason. Hann segir um sýn-
inguna að nálgun Libiu og Ól-
afs við verkið sé framhald af
langvarandi áhuga þeirra á
félagslegum og menningar-
legum málefnum.
Verk Ólafs og Libiu er fyrsta
sýningin í nýrri sýningarröð
við Listasafn Íslands þar sem
samfélagsleg málefni eru í
forgrunni. Sýningu þeirra lýk-
ur 2. nóvember.