Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Page 10
Þriðjudagur 28. Október 200810 Neytendur
Lof&Last
n Lofið fær
Herragarðurinn
fyrir að bjóða upp
á 20 prósenta
afslátt af öllum
vörum í kreppunni.
Herragarðurinn mun aukinheld-
ur ekki
hækka
vöru-
verð það
sem eftir lifir ársins. „Þá kostar
eterna-skyrtan 796 krónum
minna en hún gerði árið 2001.“
Gullinbrú 158,9 178,6
Bensín dísel
Skeifunni 157,2 176,9
Bensín dísel
Skógarhlíð 158,9 178,6
Bensín dísel
Dalvegi 153,1 172,8
Bensín dísel
Fjarðarkaupum 153,8 173,5
Bensín dísel
Fellsmúla 157,2 177,0
Bensín dísel
Skógarseli 157,5 177,1
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Sá sem lætur frysta húsnæðislánið sitt þarf ekki að borga krónu á meðan. Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að fólk eigi ekki að geta tapað á
því að láta frysta lánin. Hann kallar eftir skýrari fyrirmælum viðskiptaráðuneytisins
en tilmæli ráðherra ná ekki til bílalána í erlendri mynt.
Við mælum
með...
...því að foreldrar sinni börnum
sínum í kreppunni. Þegar
peningarnir eru hættir að byrgja
sýn kemur upp úr krafsinu að
fjölskyldan er það sem mestu máli
skiptir. Skemmtileg afþreying þarf
ekki alltaf að kosta peninga. Víða
má finna opna leikvelli og
útivistarsvæði þar sem fjölskyldan
getur notið samvista. Slíkar stundir
munu, þegar frá líður, skilja miklu
meira eftir sig en verslunar- eða
bíóferðir. bæði í sálinni og í
pyngjunni.
„Hugmyndin er sú að bjóða fólki
sem er með húsnæðislán í erlendri
mynt, eða svokölluð myntkörfu-
lán, upp á þann valkost að geta fryst
bæði afborgun og vexti þar til ró fær-
ist á gjaldeyrismarkaðinn. Eða þar
til hann réttir úr sér og gengi krón-
unnar styrkist á nýjan leik,“ segir
Þorfinnur Ómarsson, upplýsinga-
fulltrúi viðskiptaráðuneytisins.
Nokkurrar óvissu hefur gætt
meðal almennings um það hvað
slík frysting feli í sér, en Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráðherra sendi
þau tilmæli til bankanna 14. október
að þeir veittu fólki frystingu á lánum
sínum. Fyrstu dagana voru hnökr-
ar á þessu og fréttir bárust af því að
fólki hefði verið neitað um frystingu.
Þorfinnur segir að nú eigi þetta að
ganga snurðulaust fyrir sig og hann
hvetur fólk til að láta ráðuneytið vita
ef svo er ekki.
Tímabundið ástand
„Með þessu áttu að geta frestað
því að borga þessar afborganir á
meðan gjaldeyrismarkaðurinn er
frosinn. Þess er vænst að það þurfi
ekki að taka of mikinn tíma miðað
við þær aðgerðir sem gripið hefur
verið til,“ segir hann og bendir á fyr-
irhugaða aðstoð frá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum. Sú aðstoð eigi að
hleypa gjaldeyrismarkaðnum í gang
aftur og laga gengi krónunnar fljót-
lega í kjölfarið. Óvíst er þó hvenær
það verður en vonir standa til um að
ástandið batni innan fárra mánaða.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að fólk
eigi ekki að geta tapað á því að frysta
lánin sín. Frystingin eigi að vera
fólki að kostnaðarlausu. „Spurning-
NoTaðu krediTkorTið
Notaðu kreditkortið til daglegra innkaupa
í stað þess að nýta yfirdráttarheimildina.
Það er að segja ef þú átt kreditkort á ann-
að borð. Vextir af yfirdráttarlánum eru oft
um 25 prósent á meðan kreditkortafyrir-
tækin lána þér vaxtalaust í einn mánuð.
gættu þess þó að eiga fyrir reikningnum
því annars verða vextirnir jafnháir yfirdrátt-
arvöxtum.neytendur@dv.is umSjóN: baLdur guðmuNdSSON, baldur@dv.is
Neyten ur
BaLdur GuðMuNdSSoN
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
BaLdur GuðMuNdSSoN
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Láttu frysta
húsnæðisLánið
„Með þessu áttu að geta frestað því
að borga þessar afborganir á meðan
gjaldeyrismarkaðurinn er frosinn.“
Fólk á ekki að þurfa að greiða
neinn kostnað vegna frystingar
Með frystingu húsnæðisláns þarf
fólk ekki að borga krónu í þá
mánuði sem frystingin gildir.
n Lastið að þessu
sinni fær Caruso.
Hópur sem fór á
veitingastaðinn um
helgina þurfti að bíða í
heilan klukkutíma áður en
hann fékk matseðla á borð.
Fullt var út
úr dyrum
en starfsfólkið annaði
ekki fjöldanum.
Flestir pöntuðu pitsur sem smökkuð-
ust vel eftir alla biðina.
in er aðallega sú hvernig stjórnvöld
bregðast við þegar markaðaðurinn
opnar að nýju,“ segir Jóhannes.
Borga ekki krónu
Fólk með húsnæðislán í erlendri
mynt þarf því ekki að borga krónu
af lánum sínum á næstu mánuð-
um, hafi það óskað eftir frystingu.
Fólk þarf hvorki að borga inn á lánið
sjálft né vexti af láninu. Þessi aðgerð
á heldur ekki að kosta krónu.
Þorfinnur ráðleggur fólki að leggja
fyrir til að lenda ekki í greiðsluerfið-
leikum þegar gjaldeyrismarkaður-
inn opnar á nýjan leik. „Fólk ætti að
vara sig á því að það er ekki verið að
gefa afborganir, heldur standa von-
ir til þess að fólk fái afborganirnar á
betri kjörum síðar meir. Við-
skiptaráðherra
hefur auk þess
beint þeim
ráðlegging-
um til al-
mennings
að taka
mánaðar-
lega
frá hefðbundna afborgun á eðlileg-
um kjörum og leggja fyrir inn á ör-
ugga reikninga í bankanum,“ segir
hann.
Vill fyrirmæli í stað tilmæla
Jóhannes gagnrýnir ríkisstjórn-
ina fyrir óljósar upplýsingar um
frystingu myntkörfulána. Hann vill
sjá skýrari skilaboð frá viðskipta-
ráðherra. „Vandamálið er að okkar
mati það að í stað þess að fyrirskipa
beinir hann tilmælum. Get-
ur eigandinn ekki gefið fyrir-
mæli?“ spyr Jóhannes.
Í fjölmiðlum hefur kom-
ið fram að bankarnir hafi
mismunandi útfærslur á
frystingu lánanna. „Mað-
ur hefði viljað sjá ná-
kvæmlega sömu útfærslu
hjá öllum bönkunum,“
segir Jóhannes en Neyt-
endasamtökin sendu í síð-
ustu viku frá sér yfirlýsingu
þar sem óskað er eftir skýr-
ari upplýsingum til neyt-
enda. Hana má lesa á vef
Neytendasamtakanna, ns.is.
Gildir ekki um bílalán
Tilmæli ríkisstjórnarinnar
náðu bæði til nýju ríkisbankanna
þriggja og annarra lánastofn-
ana í landinu. Aðspurður
segir Þorfinnur að til-
mælin eigi ekki
við um
bílalán jafnvel þótt fjármálafyrirtæki
hafi eftir atvikum veitt frystingu á
bílalánum í erlendri mynt. „Þess er
ekki óskað af ríkisstjórnini beint,
heldur er það undir fjárámálastofn-
unum komið. Okkur er kunnugt um
að þau hafi gert það og því getur þá
fylgt kostnaður,“ segir Þorfinnur að
lokum.
Á ekki við um bílalán segir
upplýsingafulltrúi
Þorfinnur ómarsson segir tilmælin
um frystingu ekki ná til bílalána.
Vill skýrari fyrirmæli ráðherra
jóhannes gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að fólk eigi
ekki að geta tapað á frystingu.