Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Síða 12
Þriðjudagur 28. Október 200812 Fréttir Handtekin fyrir makaskipti Egypska lögreglan handtók um helgina hjón sem höfðu notið kyn- lífs með öðrum hjónum. Hin hand- teknu, embættismaður og eigin- kona hans sem er kennari, höfðu auglýst eftir makaskiptum á netinu og boðið viðkomandi á heimili sitt þar sem herlegheitin áttu að fara fram. Lögreglan leitar nú logandi ljósi að hinum hjónunum sem þátt tóku í óhæfunni. Kynlíf utan hjónabands er ólöglegt í Egyptalandi, hvort sem það á sér stað með samþykki makans og þó hann taki þátt í því eða sé áhorfandi. Enn eru sjö dagar til forsetakosninga í Bandaríkjunum og þar næstu kosn- ingar ekki fyrr en eftir fjögur ár. Engu að síður brennur á fólki spurningin um hvort Sarah Palin, varaforsetaefni rep- úblikana, bjóði sig fram til forseta árið 2012. Frá stuðningsmönnum hennar heyrast áeggjanir um að hún eigi að kýla á það og þeir sjá í henni leiðtoga sem fær er um að stýra skútu íhaldsins úr slippnum. Þeir telja Söruh stjórn- málamann sem geti vakið repúblikana af Þyrnirósarsvefninum, líkt og Barack Obama gerði gagnvart demókrötum. Ef svo skyldi fara 4. nóvember að Obama stæði með pálmann í hönd- unum, og margir íhaldsmenn hall- ast að því, er sennilegt að hvatningar- söngur stuðningsmanna Söruh Palin hækki. En ekki eru allir íhaldsmenn á hennar bandi og því má búast við því að hún verði einnig hvött til að fara til síns heima. Víst er að nú þegar veldur Sarah Palin félaga sínum, John McCain, vandræðum. Um síðustu helgi þurftu ráðgjafar McCains ítrekað að taka á fréttum þess efnis að Palin væri „farin á flakk“ og legði meiri áherslu á per- sónulegt markmið sitt vegna kosning- anna 2012 en að einbeita sér að því markmiði sem hún og John McCain vinna að í sameiningu. „Græn“ og hroðvirknisleg Ónafngreindur ráðgjafi Johns McCain sagði í viðtali við fréttastofu CNN: „Hún er díva. Hún hugsar um eigin framtíð og telur sig vera næsta leiðtoga flokksins.“ Á vefsíðu Politico má líta sjónarmið annars ónafngreinds ráðgjafa McCains sem átelur Söruh Palin fyrir að vera „græn“, hroðvirknisleg og óskiljanlega viljug til að gagnrýna baráttuaðferðir Johns McCain. Undanfarið hefur Palin orðið upp- vís að því að vera á skjön við baráttu McCains. Hún fordæmdi opinberlega þá ákvörðun McCains að leggja árar í bát í Michigan og spurði hvað valdi því að spjótunum sé ekki lengur beint að predikaranum róttæka, Jeremiah Wright, vegna tengsla hans við Obama og ummæla sem hann hefur látið falla. Með þessu hefur Sarah Palin upp- skorið skiptar skoðanir í Bandaríkjun- um. Hún hefur óneitanlega skapað sér ímynd afar hrífandi stjórnmálamanns, en einnig ímynd stjórnmálamanns sem veldur sundrungu. Henni hefur tekist að kljúfa kjósendur í tvo hópa; þann sem sér í henni kjarna smábæja Bandaríkjanna, og hinn sem telur hana tákn þröngsýni Bandaríkjanna. Nýtur aðdáunar margra Þessi sundrung ristir djúpt í kjarna íhaldsins í Bandaríkjunum, og end- urspeglar grundvallarágreining hvað varðar framtíðarstefnu Repúblikana- flokksins. Það er nokkuð ljóst að fari svo að John McCain tapi kosningunum munu eftirmálarnir einkennast af þætti Söruh Palin og persónu hennar. Rich Lowry, ritstjóri íhaldsblaðs- ins National Review, er einn aðdáenda Palin og hann telur að hún muni bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna 2012. „Hún hefur ímynd rokkstjörnu. Hún hefur fengið tækifæri til að birtast þjóð- inni og nafn hennar öðlast virðingu sem margir metnaðarfullir stjórnmála- menn myndu drepa fyrir,“ sagði Lowry í viðtali við breska dagblaðið Guardian. Sarah Palin á víðar Hauka í horni, meðal annars áhrifamikla menn í ranni Weekly Standard, til dæmis William Kristol, sem er í eigu Ruperts Murdoch. Kristol skrifar einnig fyrir New York Ti- mes, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Obama. Á bandi Palin er einnig að finna nokkra kynna á sjón- varpsstöðinni Fox News, sem einnig er í eigu Murdochs. Einnig sækir hún stuðning til leiðtoga kristnu evangelísku samtakanna sem hún sjálf tilheyrir. Skilningi varpað fyrir róða Í hinu horninu eru annars konar hófsamir, íhaldsmenn. Þeirra á með- al er félagi Kristols á New York Times, dálkahöfundurinn David Brooks. Brooks er ómyrkur í máli varðandi Söruh Palin. Brooks lítur á Palin sem hluta afla íhaldshreyfingarinnar sem vill mjaka henni frá vitsmunahyggju. „Hér áður fyrr mátu íhaldsmenn Churchill og Lincoln mest manna, sem undir- bjuggu sig fyrir stjórn með lestri, skilningi á sögu og þróaðri hugsun. Nú hefur þessum eiginlekum ver- ið fórnað fyrir almennan skilning,“ skrifaði Brooks og skírskotaði til Söruh Palin. Þessi mynd af vitsmunalegri fá- tækt Söruh Palin er afurð hörmulegra viðtala sem hún hefur veitt í sjón- varpi. Í þeim var henni fyrirmunað að svara einföldum spurningum á borð við hvaða dagblöð hún lesi. Og til að bæta gráu ofan á svart var hún dregin sundur og saman í háði í sjónvarps- þættinum Saturday Night Live. Palin hefur síðan sjálf styrkt þessa ímynd með talanda sínum og gagnrýni sinni á Obama fyrir að „tilheyra elítunni“: Betur má ef duga skal Michael Franc er sérfræðingur í stjórnarsamskiptum hjá hugmynda- banka hinnar íhaldssömu Heritage- stofnunar. Hann álítur að Palin hafi varpað ljósi á mikilvægar umræður sem vakna að kosningum loknum; hvort flokkurinn eigi að feta áfram stigu lýðhyllistefnunnar, sem Ronald Reagan lagði grunninn að, eða tileinka sér meiri hörku. Franc sagði að lýðhyllistefna Söruh Palin höfðaði aðeins til um fjörutíu og fimm prósenta kjósenda. „Eitthvað þarf að breytast svo flokkurinn komist aftur yfir fimmtíu prósentin,“ sagði Franc. „Lýðfræðileg samsetning Banda- ríkjanna hefur breyst í þá veru að vel menntuðum kjósendum hefur fjölgað og þeir eru búnir að fá sig fullsadda af orðagjálfri lýðhyllisinna og eru mót- tækilegir fyrir sókn demókrata,“ sagði Michael Franc. Ef Sarah Palin á að eiga raunhæfa möguleika 2012 er henni nauðugur einn kostur að ná til þessa hóps. Frægð og þokki hrökkva skammt Rich Lowry, ritstjóri National Revi- ew, tekur undir með Michael Franc um að Sarah Palin þurfi að bæta um betur í pólitískri ímynd sinni. „Ef hún reynir að fljóta á frægð sinni og þokka eingöngu kastar hún á skarn frábæru tækifæri sem hún hef- ur fengið upp í hendurnar. En ef hún skilgreinir hvað íhaldssemi að hætti Söruh Palin merkir verður hún hæfur keppandi,“ sagði Lowry. Ef John McCain, og þar af leið- andi Sarah Palin, bíður lægri hlut í næsta mánuði bíður Söruh erfitt verk. Hún þarf að tryggja að hún falli ekki í gleymsku og dá fyrir kosning- arnar 2012. Hún gæti átt við ramman reip að draga ef hún þyrfti að treysta á fjölmiðla í strjálbýli Alaska. Víst er að hún mun njóta hjálpar fjölmiðla sem viljugir eru til að hampa frægð henn- ar. En einhver áhöld eru um hversu skynsamlegt það væri fyrir Palin að nýta sér fjölmiðla í ljósi fyrri afreka. Robert Thompson, prófessor í popp- menningu við Syracuse-háskólann, telur það ekki vænlegan kost fyr- ir Söruh Palin: „Hún þarf að byggja upp pólitískt vægi sitt en hana hefur skort það og að veita sjónvarpsviðtal er ekki endilega besta leiðin.“ Obama fær stuðning frá Alaska Víðlesnasta dagblað Alaska, heimafylkis Söruh Palin, hefur lýst yfir stuðningi við Barack Obama. Í dagblaðinu, Anchorage Daily News, segir að Palin ríkisstjóri sé „of tvísýn“ til að vera einu skrefi frá forsetaemb- ættinu. Í leiðara blaðsins segir að útnefn- ing hennar hafi „fangað huga“ íbúa Alaska, en það megi ekki „skyggja á alla aðra dómgreind“. En leiðarahöf- undur ítrekaði þó að óvarlegt væri að vanmeta Söruh Palin. Í nýrri bók sem kemur út síð- ar í vikunni í Danmörku er hulunni svipt af einu mikilvægasta verki sem danska leyniþjónustan vann þegar Nikita Krúsjoff, fyrrverandi aðalrit- ari Sovétríkjanna sálugu, sótti Dan- mörku heim árið 1964. Meðal þess sem leyniþjónustan gerði var að hirða hægðir Krúsjoffs eftir að hann hafð sinnt kalli náttúrunnar. Væntanlega hefur það ekiki hvarflað að Krúsjoff, þar sem sat á náðhúsinu, að innan seilingar væru útsendarar leyniþjón- ustunnar reiðubúnir að hirða upp það sem gekk niður af honum. Jótlandspósturinn segir frá þess- ari undarlegu aðgerð sem rithöfund- urinn Hans Davidsen-Nielsen ljóstr- ar upp í nýrri bók sinni „En højere sags tjeneste“ sem fjallar um leyni- þjónustu Danmerkur á tímum kalda stríðsins. Á meðan heimsókn Krúsjoffs stóð var hægðum hans stolið frá hótelherbergi hans til að ganga úr skugga um hvort einhverjir sjúk- dómar hrjáðu aðalritarann. Til að slíkt væri gerlegt var fenginn blikk- smiður sem breytti klóakrörunum með þeim hætti að í stað þess að hægðir Krúsjoffs enduðu í skólp- kerfi borgarinnar enduðu þær við skrifborð dönsku njósnaranna. „Þetta er með því ótrúlegasta sem hefur verið gert. Svo ótrúlegt að maður heldur að það sé lygi,“ sagði Hans Davidsen-Nielsen í við- tali við Jótlandspóstinn. Leyniþjónustan hafði fyrir heim- sókn aðalritarans 1964 fengið fregn- ir af því að hinn sjötugi Krúsjoff ætti við einhvern krankleika að stríða. Nánari rannsókn á hægðum hans leiddu, þvert á móti, í ljós að ekkert amaði að honum. Bók sína byggir Hans David- sen-Nielsen á skrám frá dönsku leyniþjónustunni, viðtölum við háttsetta yfirmenn og samvinnu- aðila. Aðgerðir leyniþjónustu eru af ýmsum toga og sumar hættulegri en aðrar: Stálu hægðum Nikitas Krúsjoff KOlBeiNN þOrSteiNSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Um síðustu helgi þurftu ráðgjafar McCains ítrekað að taka á fréttum þess efnis að Palin væri „farin á flakk“ og legði meiri áherslu á persónulegt mark- mið sitt vegna kosninganna 2012 en að einbeita sér að því markmiði sem hún og John McCain vinna að í sameiningu. Sarah Palin hefur ítrekað „farið á flakk“ í kosningabaráttu sinni og Johns McCain. Óhikað hefur hún gagnrýnt baráttuað- ferðir McCains og ráðgjafar hans hafa staðið í ströngu vegna athafna hennar. Íhaldsmenn telja margir hverjir að slagurinn sé tapaður og stuðningsmenn hennar hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til forsetaembættisins árið 2012. Palin veldur sundrungu Sarah Palin er talin leggja meiri áherslu á eigin markmið vegna forsetakosninganna 2012 en slaginn sem nú stendur yfir. Nikita Krúsjoff Var grandalaus um aðgerðir dönsku leyniþjónustunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.