Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Side 17
Þriðjudagur 28. Október 2008 17Sport
Sport Skúli fékk ekki að berjaSt Hnefaleikamaðurinn Skúli Ár-mannsson fékk ekki að keppa sinn annan atvinnumannabar-daga um helgina eins og til stóð. Stærsti styrktaraðlili mótsins dró sig út á síðustu stundu og féll mótið því niður. Skúli vann sinn fyrsta bardaga í vor með rothöggi í annarri lotu. Hann hefur æft stíft fyrir bardagann sem átti að vera á laugardag-inn og því mikil vonbrigði fyrir Skúla að þurfa að snúa aftur heim. ekki er vitað hvort af bardaganum verði.
Íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik kom saman í gærkvöldi á
æfingu í Vodafone-höllinni en í vik-
unni á liðið tvo leiki í undankeppni
Evrópumótsins gegn Belgum og
Norðmönnum. Fyrri leikurinn er
gegn Belgum á miðvikudaginn og
þótt ekki sé sett samasemmerki
milli þeirra og stórliða í handknatt-
leik segir Guðmundur leikinn ekki
æfingu fyrir leikinn gegn Noregi.
„Það er hættulegast þegar menn
ætla að fara að labba í gegnum leik-
ina. Síðast þegar ég stjórnaði lands-
liðinu var fyrsti leikurinn minn gegn
Belgum þar sem við gerðum jafn-
tefli. Þar vorum við með frábært lið
en menn ætluðu að taka þetta með
vinstri. Það er einfaldlega ekkert
þannig í handbolta lengur og það er
okkar skylda að fara í leikinn af full-
um krafti á heimavelli í fyrsta leik
eftir Ólympíuleikana,“ sagði Guð-
mundur við DV í gær.
Í liðið vantar Snorra Stein Guð-
jónsson, Ólaf Stefánsson og Alexand-
er Petterson. Leikstjórnendastaðan
og hægri vængurinn eru því nýr og
gamall en inn koma Einar Hólm-
geirsson, Rúnar Kárason og nýliðinn
Aron Pálmarsson. Nú er þeirra að
sanna sig segir Guðmundur.
„Ég hef enga ákvörðun tekið enn-
þá. Þetta er átján manna hópur
og það eiga allir jafna möguleika.
Þannig hef ég alltaf haft það. Ég var
með æfingu í kvöld [gærkvöldi] svo
verða tvær æfingar á morgun [í dag]
og á þeim mun ég mynda mér skoð-
un. Annað kvöld [í kvöld] verð ég
líklega búinn að ákveða hvernig ég
fer inn í Belgaleikinn,“ sagði Guð-
mundur.
tomas@dv.is
Karlalandsliðið í handknattleik kom saman á ný í gær og æfði fyrir næstu verkefni:
Ekkert vanmat hjá Guðmundi
ferrari hættir ef
fia staðlar vélar
Hið ítalska formúlustórveldi Ferrari
hefur brugðist hart við áformum
Max Mosley og alþjóðaaksturs-
íþróttasambandsins (Fia) að staðla
vélar keppnisbílanna í Formúlu 1.
Fia hefur nýverið gefið út að
samtökin muni fylgja þessum
áformum eftir af fullum þunga.
Markmiðið segja þeir að minnka
kostnað liðanna.
Ferrari sendi frá sér yfirlýsingu í gær
þess efnis að liðið muni endurskoða
þátttöku sína í Formúlu 1 ef Fia
heldur þessu til streitu. Þeir hóta
sem sagt að hætta ef allir verða
skyldaðir til að vera með vélar frá
sama framleiðanda.
Ítalarnir eru ekki einir í gagnrýni
sinni því toyota-liðið hafði áður
gefið út að fyrirhugaðar breytingar
myndu að öllum líkum verða til þess
að liðið myndi einnig draga sig úr
keppni.
aksturáhugamenn liggja eflaust
margir á bæn og vona að Fia sjái að
sér í þessu máli, enda væri Formúlan
án Ferrari eins og enski boltinn án
Man.utd.
swaage@dv.is
kinnear sér
um barton
joe kinnear, sem stjórnar enska
úrvalsdeildarliðinu Newcastle
tímabundið, segir það undir sér
komið hvort joey barton verði í liðinu
sem mætir Wba í úrvalsdeildinni í
kvöld. barton æsti upp stuðnings-
menn Sunderland um helgina þegar
hann kyssti merki æfingatreyju sinnar
í upphitun. Hann hefur fengið nokkra
gagnrýni fyrir en kinnear lætur engan
hafa áhrif á sitt val. „Ég hef verið
gagnrýndur fyrir að taka barton aftur
inn en ég verð að gera það besta
með þann hóp manna sem ég hef. Ég
mun samt ekki hlusta á neina heldur
tek ég sjálfur ákvörðun. Ég læt barton
spila því hann er góður leikmaður og
það segir mér enginn neitt annað,“
segir kinnear í gær.
frítt á völlinn
Frítt verður á leik Íslands og belgíu í
fyrsta leik undankeppni evrópu-
mótsins í handbolta sem fram fer í
Laugardalshöll á morgun, miðviku-
dag klukkan 20.15. Hægt verður að
nálgast miða í þremur útibúum
kaupþings á Hlemmi, Suðurlands-
braut og í kringlunni ásamt
þjónustustöðvum N1 í Fossvogi, á
Ártúnshöfða og við Hringbraut. allir
miðar verða gefnir á miðvikudaginn,
leikdag, milli klukkan 9 og 16.
„Ég hafði mjög gaman af þessu og
þetta var hörkukeppni,“ segir bar-
dagasnillingurinn Gunnar Nelson
um fyrsta Íslandsmótið í brasilísku
jiu jitsu, BJJ, sem fram fór á sunnu-
daginn. Gunnar er frekar hógvær því
andstæðingar hans voru nú ekki mik-
il fyrirstaða. Hann vann sinn flokk í -
88kg, opna flokkinn og liðakeppnina
án þess að fá á sig svo mikið sem eitt
stig. BJJ er gólfglíma þar sem reynt
er að ná taki á andstæðingnum svo
hann gefist upp. Einnig eru gefin stig
fyrir yfirburðastöðu í bardaganum.
frábært mót
BJJ hefur rutt sér hratt til rúms á
Íslandi og var þetta fyrsta mót eink-
ar vel sótt. Alls tóku 42 keppendur
þátt frá fjórum félögum. Mjölnir, lið
Gunnars, áttu sigurvegarana í fimm
af sex þyngdarflokkum. „Ég bjóst
ekki við því að þetta yrði svona stórt
og skemmtilegt. Þetta var náttúr-
lega fyrsta Íslandsmótið og fólk vissi
kannski ekki alveg af þessu. En það
var frábærlega vel að þessu staðið og
mikið af áhorfendum,“ segir Gunnar.
taplaus í MMa
BJJ er aðeins hluti af æfingum
Gunnars en hans aðalsmerki er
blandaðar bardagalistir, MMA. Það
er öllu blóðugra en í þeim má kýla
og sparka ásamt því að vinna með
tök og lása. Gunnar barðist síðast við
Brasilíumanninn Iran Mascheranas
sem hafði unnið 13 bardaga og tap-
að aðeins þremur á ferlinum, marg-
reyndur keppnismaður og þjálfari.
„Iran er með svart belti í gólfinu og
því mjög sterkur þar. Reyndar bara
mjög sterkur alhliða keppnismaður,“
segir Gunnar en eftir fyrstu lotuna
settist Gunnar ekki einu sinni niður
til að hvíla sig. „Ég var bara algjör-
lega óþreyttur. Ég var bara voðalega
grimmur og tilbúinn í að fara í hann
aftur,“ segir Gunnar sem rotaði svo
Mascheranas í annarri lotu.
Æfir með þeim besta
Hæfileikar Gunnars fóru ekki
framhjá einum virtasta þjálfara
heimsins í MMA, Renzo Gracie,
þegar hann kom hingað til lands
í sumar. „Renzo er einn virtasti
keppnismaður og þjálfari í heim-
inum og hann bauð mér út til New
York að æfa. Ég fer bara núna á mið-
vikudaginn út,“ segir Gunnar sem er
þó ekki með bardaga til að æfa fyr-
ir eins og staðan er núna. „Ég ætla
að sjá hvað Renzo segir, hvort ég fái
einhverja bardaga. Það er enginn á
döfinni en takmarkið núna er bara
að æfa vel. Á nýju ári byrjar þetta
vonandi á fullu,“ segir Gunnar sem
æfir frítt með Renzo.
ekki viðvart við kreppuna
Það er ekki frítt að ferðast og
berjast en Novator, eignarhaldsfélag
Björgólfs Thors Björgólfssonar, hef-
ur stutt rækilega við bakið á Gunn-
ari. „Ég er í ágætis málum held ég.
Get allavega farið út og haldið áfram
að æfa þótt ástandið togi náttúrlega
í alla. Samningurinn sem var gerður
við Novator var til árs og var greidd-
ur fyrirfram,“ segir Gunnar.
tilbúinn í stærsta vettvanginn
UFC, Ultimate Fighting Champ-
ionship, er stærsti vettvangur
blandaðra bardagalista í heiminum
en í því er keppt aðallega í Banda-
ríkjunum og einnig á Bretlandseyj-
um. Það er sú íþrótt sem hefur vax-
ið hvað mest á síðustu árum þar
í landi. Gunnar segist tilbúinn að
fara þangað strax í dag. „Ég tel mig
vera alveg tilbúinn og ég myndi ekki
neita samningi í UFC núna ef hann
byðist. Þangað stefni ég og ef ég
kemst þangað mun ég fara í það til
að vinna,“ segir Gunnar ákveðinn.
Sjónvarpsstöðin Stöð 2 Sport hef-
ur hafið sýningar á raunveruleika-
þætti sem fjallar um MMA en sigur-
vegarinn í honum fær samning hjá
UFC. Aðspurður að lokum hvort sá
möguleiki hefði eitthvað verið skoð-
aður segir Gunnar: „Það er eitthvað
búið að pæla í því en ekkert verið
gert.“
Gunnar Nelson er færasti bardagaíþróttamaður landsins. Hann vann alla sína bardaga
á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í brasilísku jiu jitsu sem haldið var um helgina. Hans
aðalsmerki er þó blandaðar bardagalistir og hefur einn færasti þjálfari heims í þeim efn-
um boðið honum út til æfinga.
ÆFIR MEÐ ÞEIM BESTA
tÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Á leiðinni til New York gunnar
mun æfa með einum færasta
þjálfara heims á næstunni.
Nýtt lið guðmundur þarf
að stilla saman tiltölulega
nýtt lið fyrir næstu leiki.
MYNd GuNNar GuNNarSSON