Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Page 19
Þriðjudagur 28. Október 2008 19Sviðsljós Giftir hann sig loksins? Sjarmatröllið George Clooney er sagt vera byrjað aftur með fyrrver- andi kærustu sinni Kristu Allen. Þau voru par í um tvö ár eða þangað til Krista hætti með George fyrir fjórum árum. Þá var George með bresku fyrir- sætunni Lisu Snowdon, þáttastjórn- anda Britain‘s Next Top Model. Eftir að leiðir þeirra skildu byrjaði hann aftur með Kristu en sambandið varð ekki langlíft. Á síðasta ári átti George í ástar- sambandi við barþjóninn Söruh Lar- son. Það samband varð ekki heldur langlíft, en margir trúðu því að pip- arsveinninn ógurlegi væri loksins genginn út. Í gegnum tíðina hafa George og Krista alltaf verið góðir félag- ar og leitað til hvort annars er eitt- hvað bjátar á. Krista er þekktust fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Days of Our Lives, en hún er í mesta lagi C- mynda leikkona. „Krista hefur alltaf verið til stað- ar fyrir George. Hún hefur aldrei al- mennilega komist yfir hann,“ seg- ir heimildarmaður. Sama á við um George, en hann er sagður elska Kristu heitt. George hefur oftar en einu sinni sagt að hann muni hvorki giftast né eignast börn. Það gæti breyst með Kristu, en hún á fyrir 11 ára strák með fyrrverandi eiginmanni sínum sem George er sagður dýrka út af líf- inu. Hjartaknúsarinn George Clooney endurnýjar sambandið við Kristu Allen: Krista Allen gömul kærasta george. Þau hafa endurnýjað kynnin. Fyrrverandi Margir héldu að barþjónninn Sarah Larson hefði fangað hjarta leikarans. en svo var ekki. Enn ein fyrirsætan george var eitt sinn með fyrirsætunni Lisu Snowdon. Kvennabósi george Clooney. Egg og beikon Hjónin Gwen Stefani og Gavin Rossdale klæddu sig upp fyrir hrekkjavökupartí: Hrekkjavakan er ein vin- sælasta hátíðin sem haldin er í Bandaríkjunum. Ungir sem aldnir hittast klæddir í grímu- búninga. Fræga fólkið í Holly- wood er engin undartekning þar á. Hjónunum Gwen Stefani og Gavin Rossdale var boðið í hrekkjavökuteiti um helgina og mættu hjónin í búningum eins og egg og beikon. Eldri sonur þeirra hjóna, Kingston, var klæddur eins og lítil kisa. Þegar hjónin yfirgáfu partí- ið var Gwen enn klædd sem egg, en Gavin hélt á búningi sínum. Hann var kannski að- eins of kúl fyrir beikon-bún- inginn. Spælt egg gwen Stefani fer í hvað sem er. Of kúl fyrir búninginn gavin rossdale vildi ekki láta mynda sig í beikon-búningnum. Uppgefinn Sonurinn kingston var uppgefinn eftir veisluna. Styður HudSon Barack Obama, forseta- frambjóðandi demókrata, hef- ur hvatt fólk til þess biðja fyrir söngkonunni Jennifer Hudson og fjölskyldu hennar. Obama gerir þetta í kjölfar þeirra hræðilegu atburða sem áttu sér stað á föstudag þar sem móð- ir hennar og bróðir voru myrt. Obama segist meira að segja vera að reyna að nálgast síma- númerið hjá Hudson til þess að hringja í hana og sýna henni stuðning. Victoria VErður SjónVarpS- Stjarna David Beckham flytur til Míl- anó á næstunni og spilar með AC Milan um tíma en hann var lánaður frá L.A. Galaxy í hálft ár. Eiginkona hans, Victoria Beck- ham, situr ekki auðum hönd- um á meðan, en henni hafa verið boðnar 15 milljónir doll- ara fyrir að leyfa myndatökuliði að fylgja hjónunum á meðan þau koma sér fyrir í tískuborg- inni miklu. Þessi upphæð mun vera sú hæsta sem nokkur sjón- varpsstjarna hefur fengið á Ít- alíu. Sjónvarpsstöðin er í eigu Silvios Berlusconi sem einnig er eigandi AC Milan. 20 % afmælisafsláttur af öllum hefðbundnum myndatökum og stækkunum í október. Nú er um að gera að panta stax Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Nýja Sendibílastöðin 568 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.