Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Qupperneq 20
Þriðjudagur 28. Október 200820 Fókus
Jerry og Rachel þekkjast hvorki
né eiga neitt sameiginlegt annað
en undarleg símtöl sem þeim ber-
ast skyndilega. Með bellibrögðum
og hótunum eru þau sett í ferli sem
sér ekki fyrir endann á. Endanleg-
ur tilgangur er þeim ekki ljós fyrr en
undir lokin og þá virðist vera of seint
að hætta við. Þetta virðist vera eitt-
hvað almáttugt apparat sem knýr
þau áfram til verkanna sem birtist
manni sem tölvuvætt Kafkaævin-
týri með ofsóknarbrjálæðinu sem
því hlýtur að fylgja. Jerry er tekinn
í hið lagalega svarthol sem nýleg
hryðjuverkalöggjöfin hefur mótað.
Ekki í fyrsta skipti sem menn lenda
í þeim óhugnaði.
Með eftirlitstækninni sem nú er
orðin að veruleika og birtist manni í
þessari mynd, hlýtur maður að spá
því að 1984 verði endurgerð á næstu
árum. En sú mynd hefur engu að
síður miklu betri sögu en hér birt-
ist manni. Byrjun Auga arnarins er
kraftmikil. Grafík, brellur og hljóð
eru til fyrirmyndar að ógleymdum
svakalegum bílasenum. Shia La-
Beouf leikur allavega nógu vel til
að fá samúð manns. Ekki síst í jarð-
arfararsenu nokkurri sem er flott í
sinni dramatík. FBI-fulltrúinn er
leikinn af Billy Bob Thornton sem
er alltaf skemmtilegur, þótt hann
fái nú ekki alltaf bestu hlutverk-
in. Hasarinn er góður og spenn-
an helst framan af þar til formúlan
tekur öll völd undir lokin. Við fáum
góðan slatta af þjóðernisþvælu sem
er löngu búið þema og allir hafa
fengið nóg af, blaktandi fánar, þjóð-
söngur og gubb.
Myndin lofar góðu í upphafi
en tæplega er hægt að gagnrýna
Pandórubox eftirlitssamfélags-
ins á snyrtilegri hátt en þetta.
Formúlumyndir rista einfaldlega
ekki dýpra en þetta. Og svo þarf
við fyrsta tækifæri að reka Holl-
ívúdd-hljóðmanninn sem læt-
ur tölvur og skordýr öskra. Kvik-
myndagerðarmönnunum á bak
við Auga arnarins tekst ætlun-
arverkið, að gera formúlumynd
með örlitlum boðskap. Ef það
er nóg fyrir þig, þá verði þér að
góðu.
Erpur Eyvindarson
á þ r i ð j u d e g i
dick Tracy í Bæjarbíói
kvikmyndasafnið sýnir spennu- og ævintýramyndina Dick Tracy í bæjarbíói í
kvöld klukkan 20. Myndin er byggð á vinsælli teiknimyndasögu um samnefndan
leynilögreglumann og viðureign hans við bófagengi í undirheimum stórborgar-
innar. Mörgum finnst að aldrei hafi betur tekist til við að yfirfæra teiknimynda-
sögu í kvikmyndabúning. Warren BeaTTy leikstýrði, framleiddi og lék aðalhlut-
verkið í myndinni.
Vandræðalegir
grínarar
Ég vaknaði með Simma og Jóa á
laugardagsmorguninn en þeir félag-
ar fara í loftið klukkan níu. Að vanda
voru fjölmiðlamennirnir þjóðþekktu
í miklu stuði og glöddu hlustendur
með föstum liðum eins og leynigesti
og kökugjöfum. Leynigesturinn var
að þessu sinni Dagur B. Eggertsson
og Simma og Jóa kökuna gáfu þeir
meðal annars henni Soffíu hans
Stjána stuð sem hringir víst reglu-
lega inn og rabbar um daginn og
veginn.
Þegar komið var að enn einum föst-
um lið þáttarins ákváðu þeir félagar
þó að breyta aðeins til. Vaninn er
sá að vekja einn þjóðþekktan ein-
stakling en þennan laugardaginn
ákváðu þeir að hringja í sauðsvartan
almúgann eins og þeir sjálfir orð-
uðu það. Þeir hringdu af handa-
hófi í Hermóð nokkurn. Hermóður
var valinn vegna þess hve sjaldgæft
nafn hans er. Ekki var Hermóður að
springa úr kátínu og ákváðu spaug-
ararnir þar af leiðandi að hringja í
hana Hermínu úti á landi. Karl-
mannsrödd svaraði og þegar Simmi
og Jói óskuðu eftir að fá að tala við
Hermínu svaraði karlmannsrödd-
in: Hún Hermína er bara dáin. Lagi
var skellt á fóninn á núll einni og
þetta vandræðalega augnablik ekki
rætt frekar það sem eftir lifði þátt-
ar. Stundum getur góðlátlegt grín
greinilega breyst í dauðans alvöru.
Kolbrún Pálína Helgadóttir
gerVahönnuð-
ur fellir
grímuna
Stefán Jörgen Ágústsson gerva-
hönnuður (e. special makeup
effect artist) hefur komið víða
við á ferli sínum og gert brúður,
skrímsli, leikmuni, grímur og gervi
fyrir kvikmyndir, leikhús og söfn.
Þar á meðal eru kvikmyndirn-
ar Flags of Our Fathers og Mýrin,
þættirnir um Latabæ og leiksýn-
ingarnar Gosi, Bakkynjur og Blái
hnötturinn. Stefán ætlar að segja
frá starfi sínu í máli og myndum á
svokölluðu Kúlukvöldi í Kúlunni í
Þjóðleikhúsinu á morgun klukk-
an 20. Kúlukvöldin eru nokkuð
sem UNIMA (alþjóðleg samtök
brúðuleikhúsfólks) standa fyrir í
lok hvers mánaðar í vetur en þar
verða gestir leiddir inn í töfrandi
heim brúðuleikhússins með lif-
andi og fjölbreyttri dagskrá.
á STóra Bróður
dieT-ádeila
Fyrri Saints Row-leikurinn þótti
skemmtilegur, en þó einum of
keimlíkur GTA-leikjunum og ekki
nærri því jafngóður. Nú er kominn
seinni leikurinn, sem ólíkt þeim
fyrri bætir heilmiklu við. Leik-
menn fara í hlutverk þess sama
og sást springa í tætlur í lok fyrri
leiksins. Maður vaknar á sjúkra-
húsi, flýr og voila, fyrr en varir er
maður kominn á götur Stilwater
með tilheyrandi usla. Leikurinn
gengur nánast út á það nákvæm-
lega sama og GTA; að byggja upp
glæpaveldi. Þó svo að hér sé sag-
an ekki næstum því eins vel skrif-
uð og persónusköpun sé minni
en í GTA er í leiknum heilmikið
fjör, sama fjör og einkenndi fyrri
GTA-leiki, sama fjör og mörgum
fannst vanta í hinn magnaða GTA
4. Leikurinn gengur sem sagt út
á það að vinna einhver verkefni,
en milli þeirra þurfa menn að afla
sér virðingar. Þar kemst leikur-
inn á sem hæst flug. Menn geta til
dæmis dælt skólpi á byggingar og
bisnesslið út um alla borg, keppt
í skipulögðum slagsmálum eða
kappakstri, þóst vera löggur fyrir
heimildarmyndagerðamenn og
margt fleira. Ólíkt GTA geta leik-
menn líka stjórnað útliti sinnar
persónu mjög ítarlega og aukastig
eru gefin fyrir smart klæðaburð og
vit á innanhúshönnun. Stýringar í
leinum eru þægilegar, þá sérstak-
lega í skotbardögum og í návígi.
Auðvitað er hér ekkert stórvirki
á ferðinni, heimurinn sem hér
er skapaður er miklu hæpnari en
nokkurn tíma GTA 4 og grafíkin
ekki nærri því jafngóð. En engu
að síður er Saints Row skemmti-
legur leikur, góð viðbót við GTA 4
og þörf áminning um að lýtalaus
grafík og raunsæi sé ekki alltaf
nauðsynleg hráefni í leiki eins og
þennan.
Dóri DNA
Ágætis viðbót
útvarp
Simmi og Jói
Bylgjunni á laugardögum klukkan 9
tölvuleikir
SaintS Row 2
Tegund: Hasarleikur
Spilast á: PS
Saints Row 2 Áminning um að gallalaus grafík er ekki allt.
kvikmyndir
EaglE EyE
Leikstjórn: d.j. Caruso
Aðalhlutverk: Shia Labeouf, Michellle
Monaghan, rosario dawson, billy bob
thornton
Nóg? „kvikmyndagerðarmönn-
unum á bak við auga arnarins
tekst ætlunarverkið, að gera
formúlumynd með örlitlum
boðskap. ef það er nóg fyrir þig,
þá verði þér að góðu,“ segir
gagnrýnandi um eagle eye.
Billy Bob Thornton og
Rosario Dawson thornton er
alltaf skemmtilegur þótt hann
fái ekki alltaf bestu hlutverkin.