Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2008 13Fréttir Stór hluti Feneyja fór undir vatn í gær: Indverskir rannsóknaraðilar vegna hryðjuverkanna í Mumbaí á Ind- landi, sögðu í gær að hryðjuverka- mennirnir sem stóðu að árásum víða um borgina, hefðu notið margra mánaða þjálfunar í Pakistan. Um- mæli þeirra eru talin auka hættuna á aukinni spennu á milli landanna tveggja. Atburðirnir hafa leitt til afsagn- ar Shivraj Patil, innanríkisráðherra landsins, auk þess sem yfirmaður öryggismála sagði af sér á sunnu- daginn. Mikillar reiði gætti meðal Indverja sem telja að sofandaháttur leyniþjónustu landsins hafi gert tíu íslömskum tilræðismönnum kleift að myrða hátt í tvö hundruð manns og ráða lögum og lofum í Mumbaí, mið- stöð fjármála landsins, í þrjá daga. Auk þeirra sem voru myrtir særðust fleiri hundruð manns í árásunum. Fleygur rekinn í batnandi samband Talið er að árásirnar, sem beindust að tveimur íburðarmestu hótelum Mumbaí, og fleiri mikilvægum stöð- um í borginni, séu mikið áfall fyr- ir samskipti Pakistans og Indlands, sem hafa farið skánandi undanfarið. Tveir háttsettir indverskir rann- sóknaraðilar, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu í viðtali við fréttastofu Reuters, að upplýsing- ar sem fengist hafa við yfirheyrslu Azam Amir Kasav, eina eftirlifandi hryðjuverkamannsins sem vitað er um, sýndu svo ekki væri um að villast að herskáir Pakistanar hefðu haft hönd í bagga við árásirnar. Azam Amir Kasav sagði að lið hans hefði tekið við skipunum frá „yfirmönnum sínum í Pakistan“. Óttast að árásarmenn hafi verið fleiri en tíu Opinberlega segja yfirmenn öryggis- sveita Indlands að árásarmennirnir hafi verið tíu og af þeim hafi níu ver- ið felldir. Engu að síður hefur sá orð- rómur verið á kreiki að árásarmenn- irnir hafi verið fimmtán, og því leiki fimm þeirra enn lausum hala í borg- inni. Til að komast óséðir inn í Indland rændu hryðjuverkamennirnir ind- verskum fiskibáti og var áhöfn báts- ins tekin af lífi. Þegar báturinn fannst á reki úti fyrir ströndum Mumb- aí fannst í honum útbúnaður fyrir fimmtán manns. Að sögn heimildamanns úr röð- um lögreglunnar fundust í bátn- um fimmtán yfirhafnir og „meira að segja fimmtán tannburstar“. Ein kenning þeirra sem rannsaka málið byggist á því að ef um sé að ræða fimm menn sem ekki er vitað um hafi þeir tekið þátt í undirbún- ingi árásanna, þáttum sem sneru að flutningum og könnun á væntanleg- um skotmörkum. Að mati sérfræð- inga hefði verið mögulegt fyrir tíu einstaklinga að standa að aðgerðum af þeirri stærðargráðu sem um ræð- ir, en einungis eftir viðamikla þjálf- un og með utanaðkomandi stuðn- ingi. Þjálfaðir í Pakistan Yfirmaður innan indversku lögregl- unnar sagði í viðtali við Reuters að hryðjuverkahópurinn hefði hlotið þjálfun hjá Lashkar-e-Taiba, herská- um samtökum með bækistöðvar í Pakistan sem væru undir stjórn fyrr- verandi hermanns pakistanska hers- ins. „Þjálfunin fór fram í nokkrum stigum, sem tóku til vopnameð- ferðar, sprengjugerðar, þjálfunar í að komast af, einnig á hafi úti, og jafnvel sérstöku mataræði,“ hafði Reuters eftir öðrum háttsettum for- ingja. Lashkar-e-Taiba-samtökin gátu sér nafn þegar þau börðust gegn yfirráðum Indverja í Kasmír-hér- aði. Þeim var einnig kennt um árás á indverska þingið 2001, sem kom þessum tveimur kjarnorkuveldum á barm styrjaldar árið eftir. Öryggissérfræðingar á Indlandi segja að Lashkar-e-Taiba hafi á árum áður haft tengsl við njósnastofnun pakistanska hersins. Stjórnvöld í Is- lamabad, höfuðborg Pakistans, full- yrða hins vegar að þau berjist gegn samtökunum, sem og öðrum her- skáum íslömskum samtökum á pak- istanskri grundu. Öryggisviðbúnaður á „styrjaldarstig“ Indversk stjórnvöld lýstu því yfir fyrir helgi að öryggisviðbúnaður landsins væri kominn á „styrjaldarstig“, sem grundvallaðist á sönnunum fyrir tengslum Pakistans við hryðjuverkin í Mumbaí. Stjórnvöld í Pakistan svöruðu með því að hóta að binda enda á aðgerð- ir gegn herskáum íslamistum, þeirra á meðal talibönum og al-Kaída, sem hafast við á landamærum Pakistans og Afganistans. Stjórnvöld á Indlandi hafa ekki gengið svo langt að saka hina borg- aralegu ríkisstjórn Pakistans um að- ild að árásunum í Mumbaí, en hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með að nágrannaríki hafi verið um megn, eða ekki viljað, að koma í veg fyrir að herskáir hópar undirbyggju í Pakist- an árásir á indverskar borgir. Forseti Pakistans, Asif Ali Zard- ari, bað stjórnvöld Indlands að refsa ekki pakistönsku þjóðinni vegna árásanna, og sagði að herskáir hópar gætu komið af stað stríði. Hann ítrek- aði að pakistönsk stjórnvöld berðust gegn Lashkar-e-Taiba-samtökunum. Vatnshæð í Feneyjum hefur ekki verið meiri um tveggja áratuga skeið og var vatnsyfirborð í gær rúmlega einum og hálfum metra hærra en vanalega. Margar af götum Feneyja fóru undir vatn áður en sjatnaði. Flóð eru engin nýlunda fyrir Fen- eyjar og flóð upp að einhverju marki eiga sér stað um tvö hundruð daga á ári, en yfirvöld hyggjast bregðast við flóðum með því að ljúka gerð neðan- sjávarstíflugarða til varnar borginni fyrir 2011. Stíflugarðarnir eiga að vera sjötíu og átta talsins og á hjörum. Þeir eiga að vera þannig úr garði gerðir að hægt verði að reisa þá ef tilefni telst til. Vatnshæð náði í gær 1,56 metra hæð vegna sterkra vinda, og fór stærstur hluti borgarinnar undir vatn, þar á meðal Markúsartorgið. Vatnsborð hafði ekki verið hærra síð- an 1986, en þá náði það 1,58 metra hæð. Borgarstjórinn, Massimo Cacci- ari, hvatti fólk til að halda sig heima, en fyrir þá sem þurftu að vera á ferðinni var komið upp planka- kerfi. Borgarstjórinn sendi einnig út viðvaranir til þeirra sem hugðust sækja borgina heim, og sagði þeim að „endurskoða“ ákvörðun sína. Það var ekki til að einfalda málin að samgöngur á vegum „síkjastræt- isvagna“ lágu niðri sökum verk- falls. Búið var að vara við því að vatns- yfirborð gæti náð 1,66 metra hæð yfir sjávarmál, en sú varð ekki raunin því með breyttri vindátt lækkaði vatns- borðið fyrr en ætlað var. Árið 1979 náði vatnshæð 1,66 metra hæð og árið 1966 misstu um fimm þúsund manns heimili sín þegar vatnshæð í borginni náði 1,94 metra hæð. Vatnshæð ekki meiri í 20 ár Þönglabakka 4 - sími 557 4070 - myndval@myndval.is www.myndval.is Persónuleg jólagjöf myndadagatal með myndunum þínum Borðdagatal 2.900kr. Veggdagatal 3.900kr. FÁNAPRENTUN AFGREIÐUM FÁNA SAMDÆGURS EIGUM ÍSLENSKA FÁNAN Á LAGER! SILKIPRENT HAFNAFIRÐI S: 544 2025 Feneyjar á floti Borgarbúum var ráðlagt að halda sig heima. Taj Mahal-hótelið í Mumbaí Reyk lagði út um glugga hótelsins 27. nóvember. ÁrÁsarmenn þjÁlfaðir í Pakistan Til að komast óséðir inn í Indland rændu hryðju- verkamennirnir indverskum fiskibáti og var áhöfn bátsins tekin af lífi. Þegar báturinn fannst á reki úti fyrir ströndum Mumbaí fannst í hon- um útbúnaður fyrir fimmtán manns. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.