Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Qupperneq 16
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 200816 Ættfræði 70 ára í dag 30 ára n Rodney Orongan Manloloyo Rjúpufelli 34, Reykjavík n Silvia Vieceli Laugarási, Egilsstaðir n Robert Piotr Tomczyk Hveratúni, Selfoss n Jón Bjarni Guðmundsson Sporhömrum 12, Reykjavík n Guðmundur Óli Helgason Selvaði 3, Reykjavík n Íris Palmqvist Svendsen Rohde Lambhaga 11, Álftanes n Heimir Þór Guðjónsson Rauðarárstíg 28, Reykjavík n Guðjón Pétursson Mosgerði 8, Reykjavík n Burkni Maack Helgason Klapparstíg 7, Reykjavík n Soffía Sigurðardóttir Gaukshólum 2, Reykjavík 40 ára n Reynir Ólafur Þráinsson Staðarhrauni 29, Grindavík n Grétar Jón Pálmason Steinahlíð 3i, Akureyri n Magnús Þorsteinn Magnússon Lækjasmára 23, Kópavogur n Einar Gunnar Einarsson Hverfisgötu 114, Reykjavík n Kristín Randrup Vesturgötu 71, Akranes n Björgvin Björgvinsson Túngötu 8, Eskifjörður n Kristján P Sigmundsson Garðaflöt 19, Garðabær n Hafdís Þorvaldsdóttir Suðurvíkurvegi 6, Vík 50 ára n Jintana Chareonwong Gnoðarvogi 20, Reykjavík n Janina Sidlinskaite Fjarðarseli 22, Reykjavík n Magnús Björgvin Tryggvason Fagrabæ 9, Reykjavík n Gréta Benediktsdóttir Lyngbergi 27, Hafnarfjörður n Anna Guðlaugsdóttir Borgabraut 9, Hólmavík n Gunnar Tryggvason Strandgötu 19b, Akureyri n Axel Gústafsson Merkigerði 2, Akranes n Hjálmtýr Sæmundur Halldórsson Jóruseli 9, Reykjavík n Elísabet Sigurðardóttir Austurhofi 4, Flúðir n Hólmfríður Rósa Jósefsdóttir Fjarðarhorni, Staður n Sigurjón Jónsson Laufengi 180, Reykjavík n Sigmundur H Sigmundsson Látrum, Ísafjörður n Ófeigur Sturla Eiríksson Skipasundi 51, Reykjavík 60 ára n Hjálmfríður Sveinsdóttir Lækjargötu 28, Hafnarfjörður n Gísli Jónsson Hlíðarvegi 6, Siglufjörður n Halldór Kristján Júlíusson Lokastíg 11, Reykjavík n Haukur Angantýsson Kristnibraut 77, Reykjavík n Valgeir Ásmundsson Laufvangi 2, Hafnarfjörður n Fanney Jónasdóttir Vallargerði 12, Kópavogur n Kristján Már Jónsson Háaleiti 1c, Reykjanesbær n Jón Kristinn Ólafsson Sæbakka 14, Neskaupstaður n Ragnheiður Snorradóttir Sævarlandi 10, Reykjavík 70 ára n Sigurjóna M Lúthersdóttir Ferjuvaði 11, Reykjavík n Bergljót Ólafsdóttir Reykjavíkurvegi 40, Hafnarfjörður n Einar Örn Gunnarsson Þingvallastræti 27, Akureyri n Reynir Jónsson Drekagili 28, Akureyri 75 ára n Halldóra Andrésdóttir Gullsmára 11, Kópavogur n Hálfdan Ármann Björnsson Hlégarði, Húsavík n Guðbjörg Ágústsdóttir Hraunbæ 102e, Reykjavík n Sigríður Einarsdóttir Efra-Holti, Hvolsvöllur 80 ára n Hólmdís Jóhannesdóttir Vallholtsvegi 5, Húsavík 85 ára n Guðrún V Gísladóttir Selvogsgrunni 26, Reykjavík n Ólafur Jónsson Sævargörðum 5, Seltjarnarnes n Gunnar Ingimarsson Barðaströnd 49, Seltjarnarnes Gunnsteinn siGurðsson fyRRv. SJóMAÐUR oG vERktAkI, BúSEttUR í BolUnGARvík Gunnsteinn fæddist á Ísafirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann var í barnaskóla á Ísafirði og starfaði í rækjuverksmiðju þar á unglingsár- unum. Gunnsteinn fór fimmtán ára til Reykjavíkur og starfaði í vélsmiðj- um fyrstu árin í Reykjavík, m.a. hjá Björgun, Hamri og í Keili um tíma. Hann fór aftur til Ísafjarðar tveimur árum síðar og var þá háseti á Ísa- fjarðartogaranum Sólborgu í rúmt ár. Gunnsteinn flutti síðan aft- ur suður og starfaði þá við þunga- vinnuvélar hjá Vélasjóði ríkisins og lærði þar á þungavinnuvélar og við- gerðir á þeim. Þá starfaði hann hjá Vitamálastjórn á árunum 1959-61. Gunnsteinn stundaði jafnframt sjó- inn í fjölda ára, einkum á vetrum og var m.a. á saltfisktúrum við Græn- land á togurum en slíkir túrar tóku allt að fjórum mánuðum með sölu- ferðum til Danmerkur. Gunnsteinn hóf síðan störf á skurðgröfu hjá Reykjavíkurborg en keypti sér sjálfur gröfu 1961 og síð- an aðrar þungavinnuvélar og starf- aði að verkefnum á vegum Reykja- víkurborgar allt til ársins 1974. Árið 1978 hóf Gunnsteinn vörubílaakst- ur ók hjá vörubílastöðinni Þrótti í fimmtán ár. Hann er nú búsettur í Bolungarvík. Fjölskylda Kona Gunnsteins er Margrét Ósk- arsdóttir, f. 11.6. 1935, d. 1992, hús- móðir. Margrét var dóttir Óskars Gunnlaugssonar, verkamanns hjá Eimskip í Reykjavík, og Brandfríðar Baldursdóttur. Kjördóttir Gunnsteins og Mar- grétar er Sigríður Gunnsteinsdóttir, f. 2.12. 1963, veitingamaður á Ísa- firði en maður hennar er Magnús Guðmundur Samúelsson sjómaður og á hún fjögur börn. Gunnsteinn átti fimm systkini en á nú tvö systkini á lífi. Þau eru Þórir Bent Sigurðsson, búsettur í Reykja- vík, og Kolbrún Sigurðardóttir, bú- sett í Reykjavík Foreldrar Gunnsteins: Sigurður Bentsson, skipasmiður á Ísafirði, og Bjarney Þórðardóttir. Gunnsteinn verður að heiman á afmælisdaginn Til hamingju með afmælið! Stefán fæddist á Belgsá í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann var á fyrsta ári er faðir hans fórst í snjó- flóði og ólst Stefán upp hjá móður sinni á Akureyri. Stefán varð stúdent frá MA 1948, nam við Hafnarháskóla frá 1948 og við HÍ 1954--55, Uppsalaháskóla 1955 og Oslóarháskóla 1956. Hann lauk meistaraprófi í norrænum málum frá Hafnarháskóla 1961. Stefán var stundakennari við MA 1951-52, við Samvinnuskólann og Kvennaskólann í Reykjavík 1954- 55, var á sumrin í kaupavinnu og byggingavinnu og við landmæling- ar til 1958, var starfsmaður við Det arnamagnæanske institut í Kaup- mannahöfn 1957-70 og fastráð- inn þar frá 1962, aðstoðarkennari í Hafnarháskóla 1961-69, sérfræð- ingur við Handritastofnun Íslands, síðan Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, frá 1970, stundakennari við HÍ frá 1981, var skipaður forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússon- ar á Íslandi 1994 og jafnframt skip- aður prófessor við heimspekideil HÍ. Stefán var formaður Félags ís- lenskra stúdenta í Kaupmannahöfn 1951, 1953 og 1958, formaður Stúd- entafélags Akureyrar 1951-52, for- maður Þjóðvarnarfélags stúdenta 1954-55, formaður Íslendingafé- lagsins í Kaupmannahöfn 1963-70, í stjórn Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn 1963-70, í stjórn Háskólabíós 1970-71, í miðnefnd Samtaka herstöðvarandstæð- inga 1971-72, formaður Félags ís- lenskra fræða 1971-73, varafor- maður útvarpsráðs 1971-75, var ritari Íslandsdeildar Norræna sum- arháskólans 1972-73, í stjórn Félags háskólakennara 1975-77, í háskóla- ráði 1977--79, var formaður Ísl.- dansks orðabókarsjóðs frá 1976, í stjórn Íslenzka málfræðifélagsins 1979-82, í Sögunefnd Þingeyingafé- lagsins í Reykjavík frá 1980, í stjórn Orðabókar HÍ 1982-88 og í stjórn Dansk-íslenska félagsins frá 1984. Stefán samdi mikinn fjölda fræðilegra ritgerða, einkum um íslensk fornhandrit, sat í ritnefnd tímarits Íslenska málfræðifélags- ins, Íslenzkt mál, og ritstjórn Ís- lenzkra miðaldahandrita. Man- uscripta Islandica medii aevi 1981. Meðal þýðinga Stefáns: Is- landske orginaldiplomer indtil 1450, Editiones Arnamagnæanæ A 7 og Suppl. 1, Khöfn 1963; Sagas of Icelandic Bishops, Fragments of Eight Manuscripts, Early Iceland- ic Manuscripts in Facimile VII, Khöfn 1967; Guðmundar sögur biskups, Editiones Arnamagnæa- næ B 6, Khöfn 1983. Þá þýddi hann leikritið Skipið, eftir Steinbjørn B. Jacobsen, sem sýnt var í Þjóðleik- húsinu 1977. Stefán var heiðurs- félagi Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn frá 1968, bréfa- félagi í Vísindafélagi Norðlend- inga frá 1975 og félagi í Vísinda- félagi Íslendinga frá 1975. Hann hlaut viðurkenningu frá Kungliga Gustav Adolfs Akademien í Upp- sölum, Dag StrömbŠcks belön- ingsfond, 1983. Dóttir Stefáns er Steinunn Stef- ánsdóttir, aðstoðarritstjóri Frétta- blaðsins. stefán Karlsson f. 2. DESEMBER 1928, D. 3. MAí 2006 „Það verður bara smá kaffi fyr- ir nánustu,“ segir Jón Bjarni Guð- mundsson, vélsmiður hjá Marel, hógvær þegar hann er spurður um plön dagsins. Boðið verður þó ekki í dag því Jón Bjarni hefur í nógu að snúast þar sem tvö próf eru fram undan þessa vikuna en ásamt starfi sínu leggur hann einnig stund á véliðnfræði í Háskólanum í Reykja- vík. Jón Bjarni segist ekki vera mik- ið afmælisbarn í eðli sínu og aldrei hafa haldið stórt upp á daginn. Spurður hvað sé helst á óskalist- anum fyrir þrítugsafmælið stendur ekki á svörum. „Bara eitthvað í bíl- skúrinn, verkfæri eða eitthvað ann- að nytsamlegt.“ Hann viðurkennir að hann sé mikill dellukarl og hafi gaman af því að ditta að jeppan- um sínum sem hann er búinn að breyta töluvert. Spurður um sína fjölskyldu- hagi segir Jón Bjarni stoltur frá því að von sé á erfingja í byrjun næsta árs og að fyrir eigi hann eina tíu ára stúlku sem muni án efa standa sig vel sem stóra systir. DV óskar Jóni Bjarna innilega til hamingju með daginn. kolbrun@dv.is merkir íslendingar Jón Bjarni Guðmundsson er þrítugur í dag: Langar í eitthvað í bíLskúrinn Tvíburasystur 50 ára: Alda og Bára Þorsteinsdætur Tvíburasysturnar Alda og Bára Þorsteinsdætur, Vesturbergi 50, Reykjavík, urðu 50 ára í gær. Vegna tæknilegra mistaka féll nafn Báru út af afmælislistanum í gær. Það er hér með leiðrétt og hún beðin vel- virðingar á mistökunum. Kaffi fyrir nánustu Jón Bjarni er ekki mikið fyrir að halda stórt upp á afmælið sitt og ætlar því bara að bjóða sínum nánustu í smá kaffi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.