Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2008 17Sport NO MORE MR. NICE GUY Luiz Felipe Scolari, þjálfari Chelsea í ensku úrvaldsdeildinni, hefur frá komu sinni til liðsins vakið athygli fyrir yfirvegaða og ekki síst vinalega framkomu við bæði fjölmiðla og andstæðinga. Sem dæmi hrósaði hann Arsene Wenger fyrir að eldast vel, fyrir leik Chelsea og Arsenal. En svo virðist sem velviljastíflan hafi brostið eftir leikinn. Eftir tapið gegn Arsenal fór Scolari hamförum. Hann sakaði Mike Dean, dómara leiksins, um að ráða úrslitum leiksins með dómgæslunni og að hann skuldaði sér afsökunarbeiðni. Að auki hélt hann því fram að eitthvað baktjaldamakk væri í gangi sem hyglaði Arsenal. Kærleiksbangsinn brasilíski gæti átt von á banni fyrir ummæli sín. GRINdavík sIGRaðI sNæfEll Grindavík tók á móti Snæfelli í Iceland Express-deildinni í körfubolta í gær. Fyrir leikinn var Grindavík í 2. sæti og hafði aðeins tapað fyrir KR. Snæfellingar voru aftur á móti í 6. sæti með jafnmarga sigra og töp. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en í öðrum sigu heimamenn fram úr og staðan 53-42 í hálfleik. Snæfell kom grimmt inn í 3. leikhluta og minnkaði muninn niður í 3 stig en þá settu heimamenn í fluggírinn og náðu 12 stiga forskoti fyrir upphaf síðasta leikhluta og héldu því til leiksloka. Lokatölur 93-81 og Grindavík gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. Arnar Freyr Jónsson var stigahæstur Grindavíkur með 22 stig en hjá Snæfelli var Sigurður Þorvaldsson stigahæstur með 26 stig. REadING á flUGI Sannkallaður Íslendingaslagur fór fram í ensku Championship- deildinni í gærkvöldi þegar Reading, lið Ívars Ingimarssonar og Brynjars Björns Gunnarssonar, fékk Coventry, lið Arons Gunnarssonar, í heimsókn á Madejski Stadium. Ívar og Aron byrjuðu inn á. Það voru gestirnir sem byrjuðu betur og á 26. mínútu skoraði Daniel Fox 0- 1 fyrir Coventry. Markið virtist vekja Reading því 5 mínútum síðar jafnaði Noel Hunt og skömmu seinna skoraði Kalifa Cisse og staðan 2-1 fyrir Reading. Aron kom við sögu á 43. mínútu þegar hann fékk áminningu. Honum var svo skipt út af í seinni hálfleik og í kjölfarið komst Reading í 3-1 með öðru marki Noels Hunt. Þar við sat og Reading komið í 3. sæti deildarinnar. UMSJóN: tóMAS ÞóR ÞóRÐARSoN, tomas@dv.is / SvEINN WAAGE, swaage@dv.is ICElaNd ExpREss kaRla Fsu - ÍR 71:75 Grindavík – Snæfell 93:81 Stjarnan – Breiðablik 87-91 Staðan Lið L U J t M St 1.KR 9 9 0 0 877:672 18 2.Grindavík 9 8 0 1 885:735 16 3.tindastóll 9 6 0 3 721:723 12 4.Njarðvík 9 5 0 4 703:751 10 5.Keflavík 9 5 0 4 758:707 10 6.Snæfell 9 4 0 5 711:667 8 7.Þór A. 9 4 0 5 751:781 8 8.Breiðablik 9 4 0 5 699:764 8 9.ÍR 8 3 0 5 643:632 6 10.FSU 8 3 0 5 698:696 6 11.Stjarnan 9 2 0 7 744:780 4 12.Skallagr. 9 0 0 9 547:829 0 Liverpool freistaði þess að ná þriggja stiga forskoti á toppnum þegar síðasti leikur 14. umferðar ensku Úrvalsdeildarinnar fór fram á Anfield Road. Liverpool tók á móti West Ham í leik hinna glötuðu tækifæra. LIVERPOOL TÆPT Á TOPPNUM Rafa Benitez gat ekki stillt upp aðal- framherja sínum, Fernando Torres, sem tognaði enn á ný aftan í læri og verður frá í 3 vikur. Athygli vakti að Daniel Agger var settur á bekkinn og kempan Sami Hyypia var í byrjunar- liðinu. Hinn lánlitli Robbie Keane kom inn fyrir Torres í framlínuna og Doss- ena byrjaði í vinstri bakverðinum í stað Aurelios sem var meiddur. Meiðsli hafa hrjáð West Ham á þessu tímabili en fyrrverandi leikmaður Liverpool, Craig Bellamy, er kominn í gang og var í byrjunarliði West Ham sem ekki hafði unnið á Anfield síðan 1963. Varúð einstefna Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og sóttu stíft á gestina. Á 6. mínútu reyndi Yossi Benayoun að senda boltann fyrir markið en hann hafn- aði í hendinni á Herita Illunga, varn- armanni West Ham, sem stóð innan teigs en ekkert dæmt. Þetta reynd- ist aðeins fyrsta af sex tilvikum sem Illunga handlék knöttinn í leiknum. Gestirnir björguðu á línu á 14. mín- útu eftir skot frá Albert Riera og ein- stefna Liverpool orðin alger. Hyypia hættulegur Sami Hyypia leiddist strax þófið og reyndi sitt til að brjóta ísinn í fyrri hálfleik með tveimur góðum sköll- um á stuttum tíma. Yfirburðir heima- manna voru algerir en úrræðaleysi og klaufaskapur á síðustu metrunum háði liðinu. Þetta átti þó bara eftir að versna. Gerrard tætti sig í gegnum vörnina en skaut í hliðarnetið. West Ham svaraði með skyndisókn. Bella- my skeiðaði upp völlinn og lét vaða fyrir utan teig, boltinn small í stöng- inni og Liverpool-menn voru minnt- ir á að það þarf aðeins eitt skot til að skora. Kuyt svaraði hinum megin með góðum skalla en inn vildi bolt- inn ekki. 0-0 í hálfleik og hægt hefði verið að kæra staðgengill Torres, Robbie Keane, fyrir glæp þar sem hann hafði enga fjarvistarsönnun. Honum brá ekki fyrir í mynd sem verður að telj- ast afrek þar sem gestirnir léku leik- kerfið 1-10-0 lengst af fyrri hálfleik. Gerrard á Youtube Í seinni hálfleik var sama sagan. Liverpool sótti og West Ham varðist. Kuyt lét vaða á markið og á 56. mín- útu sýndi Green ótrúlega takta þegar hann varði frábært skot Benayouns sem stefndi upp í þaknetið. Sóknar- þungi Liverpool jókst jafnt og þétt en engu máli virtist skipta hversu góð skotfæri buðust. Skotmenn eins og Gerrard og Alonso voru úti á túni og telja má víst að tilraun Gerrards á 69. mínútu þegar hann einfaldlega hitti ekki boltann í upplögðu færi, fari beint á YouTube. Markaþurrð á anfield West Ham minnti á sig um miðj- an seinni hálfleik þegar góður skalli Carlton Cole hafnaði í hliðarnet- inu. West Ham var annars mætt til að halda stiginu og eiga allan heiður skilið fyrir vinnusemi og baráttu sem átti eftir að skila sér í stigi. Heima- menn reyndu hvað þeir gátu í restina en allt kom fyrir ekki. Enn eitt marka- lausa jafnteflið á heimavelli gegn liði í neðri hluta deildarinnar. Samt sem áður dugar stigið úr leiknum til að komast á toppinn en ef þetta er það sem koma skal á Anfield er aðeins tímaspursmál hvenær hin stóru lið- in ná Liverpool og sigla fram úr. Lið sem klárar ekki svona leiki og það fleiri en einn og tvo verður aldrei Englandsmeistari. Keane í tjóni Eftir leikinn er West Ham í 13. sæti með 18 stig og getur vel við unað. Liverpool fer á toppinn en hefur nú misnotað tvö gullin tækifæri að ná þriggja stiga forskoti á Chelsea. Rafa Benitez hlýtur að hafa áhyggjur af liðinu þrátt fyrir stöðuna þar sem þrír síðustu lekir liðsins, sem allir hafa verið á Anfield, hafa verið væg- ast sagt slakir hjá liðinu. Liðið virðist sakna Torres mjög og nú er ljóst að Robbie Keane fer að flokkast undir verstu kaup ársins. Hann var sjálfum sér og liðinu til skammar í gærkvöldi og verður sannarlega að fara girða sig í brók ef hann á ekki að fá frímerki á rassinn innan tíðar. SVeinn waaGe blaðamaður skrifar: sveinn@dv.is Vonlaus Það verður að teljast afrek af ljósmyndara að hafa fundið Robbie Keane á vellinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.