Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Side 22
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 200822 Fólkið Hinn fjórtán ára Andri Karel, nem- andi í Áslandsskóla í Hafnarfirði, sem hefur nú þegar samið tvö lög í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Dagvaktinni heldur áfram að slá í gegn en Andri átti einnig heiðurinn af laginu sem frumflutt var í loka- þætti Dagvaktarinnar, Benidorm. Andri hefur verið að dunda sér við að gera tónlist í tæp tvö ár í tónlist- arforriti í tölvunni sinni en einnig á kappinn hljómborð sem hann tengir við tölvuna sína og býr þannig til tónlistina sem slegið hefur í gegn í einum vinsælasta sjónvarpsþætti fyrr og síðar. Hægt er að hlusta á tónlist Andra á heimasíðu hans: myspace.com/andrikarel. Egill „Gillzenegger“ Einarsson hef- ur uppgötvað nýjan heim ef marka má heimasíðu hans. Hann stofnaði Facebook-síðu á dögunum og segist með reglulegu millibili fá skilaboð frá frönskum hommum. „ Ég skil það ekki alveg. Þýðir það að ég sé rjómi? En einn homminn er búinn að vera aggressívari en aðrir og hann heimtaði að fá að gefa mér webcam action. Þannig ég hjólaði honum inn á MSN-ið, fékk mér popp og kók og hallaði mér aftur í sófanum. Held ég hafi ekki hlegið svona mikið í sirka 14 ár. Ég hló meira en þegar ég skellti mér á Dumb&Dumber í fyrsta skipt- ið,“ lýsir Gillz á síðu sinni. Gillz oG frönsku hommarnir spilaðu á kvótakerfið „Markmið spilsins er að verða kvótakóngur eða -drottning Vestfjarða,“ segir 31 árs Ísfirð- ingurinn, Páll Ernsisson, og höfundur spilsins Vestfirksa kvótasvindlið. „Ég fékk hug- myndina að nafninu í febrú- ar,“ en formleg vinna við spilið hófst fyrir tveimur mánuðum. „Kvótasvindlið er spil fyrir alla fjölskylduna,“ segir Páll sem nemur landafræði við Háskól- ann í Reykjavík milli þess sem hann semur borðspil. „Spilið gengur í megindrátt- um út á að braska með kvóta og báta. Þú byrjar með litla tryllu. Vinnur þig síðan upp í línubát, togara og loks fjöl- veiðiskip. Fólk fer svo á miðin í kringum Vest- firði og fiskar þorsk, ýsu eða rækju.“ Spil- endum gefst tækifæri til þess að landa aflanum í mismunandi pláss- um á Vestfjörðum þar sem svo er hægt að braska með kvótann og byggja upp út- gerðarveldi sitt. „Í reglum spilsins er bein- línis kvatt til þess að fólk braski með kvótann eins og það mögulega getur. Á viss- um reitum dregur maður svo spil þar sem fram koma ýmsir menn sem hafa brask- að með kvóta á Vestfjöðrum í gegnum tíðina.“ Í fyrra gaf Páll út spilið Ísafjörður-Ein- okun en það seldist upp í ein- um grænum. „Það var í raun ísfirsk útgáfa af Matador en þetta spil samdi ég alveg frá grunni.“ Páll segist hafa hugleitt að útfæra spilið fyrir landið allt en ætlar að byrja á Vestfjörð- um. „Það gæti vel hugsast að útfæra spilið á allt landið en ég er ekki kominn svo langt í bili.“ Spilið kemur út í 200 eintökum fyrir jól og verður aðeins selt fyrir vestan. „Það verður fáanlegt annaðhvort í Hamraborg eða Samkaup- um á Ísafirði. Jafnvel á báðum stöðum,“ segir Páll að lokum. asgeir@dv.is Ísfirðingurinn Páll Ernisson sendir frá sér frum- samið spil fyrir jólin. Það kallast Vestfirska kvótasvindlið en Páll sendi í fyrra frá sér spilið Ísafjörður-Einokun. Vestfirska kvótasvindlið verður aðeins fáanlegt í 200 eintökum en Páll útilokar ekki að yfirfæra það á landið allt. „Þetta er undarlegasti staður sem ég á eftir að syngja á,“ segir Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona. En í kring- um miðjan mánuðinn mun Hera halda tvenna hátíðartónleika í há- loftunum á vegum Iceland Express. „Vonandi kemst ég í Mile high-klúbb- inn með þessu,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Mér fannst þetta svo fyndin hugmynd að ég ákvað að slá til. Svo á ég mér líka leyndan draum um að verða flugfreyja. Ég er að upp- fylla hann núna,“ segir Hera en tón- leikarnir eru partur af kynningarstarfi Frostrósatónleikanna. Söngkon- urnar munu halda tvenna tónleika í Reykjavík 13. desember næstkom- andi, en einnig munu söngkonurnar ferðast um landið og syngja. Hera, ásamt fleiri tónlistarmönn- um, mun halda hátíðartónleika í há- loftunum. Hera segist ætla að hjálpa farþegum að komast í rétta jólaskap- ið á milli þess sem hún spjallar við farþegana um hitt og þetta. „Ég ætla að hafa rosalega gaman af þessu og ýta undir jólastemninguna hjá fólki,“ segir hún og hefur litlar áhyggjur af farþegum sem ekki hafa áhuga á há- tíðartónleikunum. „Það verða ör- ugglega einhverjir fussarar og sveiar- ar, en ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Fýla þeirra er á eigin ábyrgð.“ Aðspurð hvort hún óttist ókyrrð í háloftunum er Hera fljót að svara. „Nei, ég er ekkert hrædd. Ég fer þá bara upp á háa C-ið og læt sem ekk- ert sé,“ segir hún brosandi. uppfyllir Gamlan draum Söngkonan HEra Björk ÞórHallSdóttir mun Halda HátÍðartónlEika Í Háloftunum: Hera Björk Ætlar að skemmta farþegum Iceland Express um miðjan mánuðinn. Vestfirska kVótasVindlið heldur áfram að slá í GeGn Kvótasvindlið Páll útilokar ekki að gera Íslenska kvótasvindlið. Páll Ernisson Höfundur spilsins Vestfirska kvótasvindlið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.