Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Blaðsíða 4
Sofðu í húmi heimski þræll kristján hreinsson skáld skrifar. „Okkur er sagt, að ef við látum lækka laun ráðamenna, þá fáist ekki góðir starfskraftar í embættin.“ Auðvitað hefur aðallinn komið sér upp kjaradómi sem ekki kann að lækka laun þeirra sem hafa komið sér þægilega fyrir fremst í goggun- arröðinni. Það er nefnilega svo, kæra þjóð, að gráðugu vitleysingarnir sem við lítum upp til og virðum sem samborgara okkar (vegna þess að þeir vilja stjórna), verðskulda ekki virðingu. Það er gæska okkar sem gefur fífl- unum leyfi til að fara illa með okkur. Hér á landi stjórna nánast einvörðungu gráð-ugir, siðlausir einstaklingar sem aðeins hafa í hyggju að koma sér og sínum að ríkisjötunni og yfirleitt öllum spenum sem eitthvað gefa af sér. Múgurinn er látinn halda að réttlæti hafi eitthvað með aðgerðir ráðamanna að gera. En hið rétta er svo augljóst og svo sjálfsagt að augu almúgans ná ekki að nema. Við, þetta venjulega fólk, erum nefnilega svo blinduð af ofbirtu alúðar, vináttu, jafnréttis og bræðra- lags að við sjáum ekki illmennin sem yfir okkur valta. Við erum með óbragð í munni eftir ofnotkun á innantómum klisjum og ein- lægum lofsöngvum um uppbyggingu réttláts samfélags. Við finnum fnykinn af daunillum dusilmennum. En við viljum ekki trúa því að verið sé að fara illa með okkur. Við erum svo góðhjörtuð og alin upp af slíkri vandvirkni að við brosum bljúg og þæg á meðan við bjóðum yfirvaldinu að berja okkur í spað. Við erum höfðingjasleikjur og hundar í bandi yfirvalds sem teymir okkur að dalli. Við fót- skör meistaranna bíður okkar útþynntur vell- ingur lýðræðis og svo er okkur boðið að naga bein blekkingar ef það mætti nú verða til þess að halda okkur frá því að gjamma. Okkur er sagt, að ef við látum lækka laun ráðamenna, þá fáist ekki góðir starfskraft-ar í embættin. En ef þeir sem núna stjórna landinu eru þeir bestu sem til starfans fást, þá má mín vegna blása af þann aumingjaleik sem hið íslenska þjóðlífið opinberar í dagsins önn. Núna á það að verða krafa alls almenn- ings að laun allra toppa samfélagsins verði lækkuð. Þannig má kannski fá klink í bauk- inn – peninga sem síðan má brúka til að bæta skaða þeirra sem þurfa að borga brúsann og virkilega tapa á fylgikvillum kreppunnar. Ljótir karlar fylla flokk, þeir flestu gátu tapað og ganga nú í gapastokk sem græðgin hefur skapað. föstudagur 5. desember 20084 Fréttir Sandkorn n Höskuldur Þór Þórhallsson þingmaður veltir nú „alvar- lega“ fyrir sér að gefa kost á sér til formannsstöðu í Framsókn- arflokknum. Höskuldur komst reyndar fyrst inn á þing í síðustu kosningum, en vitað er að metorða- stiginn í Framsóknar- flokknum er stuttur. Hös- kuldur hefur þótt skeleggur, og gagnrýndi meðal annars Sam- fylkinguna harðlega fyrir að „tala niður krónuna“ í umræðu um evru, þegar hann færði rök fyrir vantrausti á stjórnina. Kjósendur vita þá við hverju er að búast af formannsefninu, ef það kemst til valda. Hann mun væntanlega tala gjaldmiðil- inn beinlínis upp. Þessa aðferð mun Höskuldur væntanlega geta notað á hlutabréfamark- aðinn. Hann gæti „talað upp“ fasteignaverð, hlutabréfavísi- töluna og auðvitað krónuna, og þar með leyst efnahagsvanda þjóðarinnar á einu bretti. n Fleiri geta talað upp. Þannig er Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nú lagður af stað í mikla fundaherferð í kjördæmi sínu. Þar ætlar hann að halda at- vinnumála- þing og tala ástandið upp frekar en niður. Mikill metn- aður er lagður í fundaherferð- ina og margir frummælendur á hverjum stað. Þannig ætti að vera víst að Árni geti verið í góðum samskiptum við kjós- endur. Athygli vekur, nú þegar Árni skýtur öðrum landsbyggð- arþingmönnum ref fyrir rass, að þetta hefur hann gert án þess að ráða sér aðstoðarmann. Ein helstu rökin fyrir því að landsbyggðarþingmenn gætu ráðið sér aðstoðarmann voru einmitt að það ætti að auðvelda þeim að vera í samskiptum við kjósendur. n Þegar þetta blað kemur út eru tvær vikur liðnar síðan Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra og Geir H. Haar- de forsætisráðherra kynntu fyrirhugað lagafrum- varp um breytingar á eftirlauna- lögum. Þar segja þau dregið úr mismun á lífeyri- skjörum stjórnmálamanna og almennings þó útreikning- ar DV sýni að ráðamenn hafa eftir sem áður mun ríkulegri eftirlaun en aðrir landsmenn. En breytingarnar voru allavega kynntar og boðað að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í vik- unni eftir kynninguna. Nú er sú vika liðin og önnur til að renna sitt skeið á enda en ekkert ból- ar á frumvarpinu. Það hefur því tekið þrefalt lengri tíma að leggja frumvarpið fram en tók að afgreiða eftirlaunalögin. Skáldið Skrifar Haldið til haga Með dómi um bókina Fíasól er flottust í bókablaði DV í gær birtist mynd af annarri bók. Einnig var nafn Illuga Jökulsson- ar ritstjóra yfir mynd af bókinni Algleymi, sem kom þó hvergi nálægt ritun þessarar bókar Her- manns Stefánssonar. Hlutaðeig- endur eru beðnir afsökunar á mistökunum. valur grettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Okkur fannst óþægilegt að heyra þetta,“ segir Eva Hrundardóttir, sem var nágranni Jóhanns Sigurð- arsonar sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjótast inn á heimili á Grettisgötunni í Reykja- vík og misnota þar fimm ára stúlku. Jóhann hefur áður verið dæmdur fyrir svipað brot. Það var árið 2003 þegar hann nam fjögurra ára gamla stúlku á brott af heimili hennar á Seyðisfirði. Það varð barninu til happs að faðir hennar varð var við manninn og náði dóttur sinni af honum fyrir utan húsið. Þá hefur Jóhann, sem er fertugur, verið dæmdur fyrir að ganga í skrokk á konu og hafa farið höndum um kynfæri hennar. Braust inn og misnotaði barn Barnaníðingurinn Jóhann Sig- urðarson var handtekinn í sept- ember síðastliðnum eftir að hafa brotist inn í hús á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Amma fimm ára stúlkubarns vaknaði og sá þá manninn með höfuð sitt á milli fóta barnsins. Um leið og Jóhann tók eftir ömmunni fór hann í burtu. Lögreglan var kölluð til og kom í ljós að Jóhann hafði farið inn í húsið á annarri hæð. Hann hafði brotið upp stormjárn og skriðið inn um glugga, en fyrr um kvöldið hafði hann setið að drykkju ásamt bróður sínum, Brynjólfi Sigurðs- syni. Í ljós kom að Jóhann hafði fært stúlkuna úr buxunum og sleikt kynfæri hennar eftir að hann braust inn. Stúlkan vaknaði við þetta og reyndi að segja mannin- um að hætta. Færður í gæsluvarðhald Jóhann var handtekinn örfáum dögum eftir að hann braust inn og misnotaði stúlkubarnið. Hann var þá strax hnepptur í gæsluvarðhald þar sem hann hefur setið síðan þá. Í dómsorði kemur fram að amma stúlkunnar hefði verið sof- andi á neðri hæð hússins þegar Jóhann braust inn. Hún hefði aft- ur á móti vaknað við umgang inni í svefnherberginu þar sem hún svaf með barnið sér við hlið. Hún hefði þá séð mann með höfuðið á milli fóta barnsins. Amman hefði rekið Jóhann út um framdyrnar og sagði jafnframt að áfengisstækju hefði lagt af manninum. Þegar amman kom aftur til stúlkunnar spurði barnið hana hvort það væri eðli- legt að maðurinn hefði verið að sleikja sig niðri. Fannst hann dónalegur „Við urðum ekkert vör við hann,“ segir nágranni hans, Eva, sem seg- ir lítið hafa farið fyrir Jóhanni við heimili hans í Hafnarfirði. Þar bjó hann í félagslegri íbúð þar til hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Hún segir að hann hafi verið einhleypur en dóttir hans, sem er sautján ára gömul, hafi oft verið hjá honum. Svo virðist sem Jóhann hafi ekki unnið neitt, heldur drepið tím- ann með því að gera við bíldruslu sem var fyrir utan fjölbýlið þar sem hann bjó. „Hann heilsaði ekki þó maður segði hæ við hann, mér fannst það eiginlega svolítið dónalegt,“ segir Eva sem er fegin að ekki hafi far- ið verr með Jóhann búandi sér við hlið. Hafði rænt barni áður Jóhann var dæmdur í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt gagnvart stúlkubarninu. Hann hafði áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi þegar hann reyndi að ræna fjögurra ára gömlu stúlku- barni á Seyðisfirði. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa veist að konu á salerni veitingahúss, farið hönd- um um líkama hennar, fellt hana í gólfið, barið höfði hennar marg- sinnis í vegg, dregið buxur henn- ar og nærbuxur niður að hnjám og farið höndum um kynfæri hennar. Jóhanni er gert að greiða stúlku- barninu átta hundruð þúsund krónur í miskabætur. Braust inn á heimili og misnotaði stúlkubarn „Hann heilsaði ekki þó maður segði hæ við hann, mér fannst það eiginlega svolítið dónalegt.“ Barnaníðingurinn Jóhann sigurðarson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í gær fyr- ir að brjótast inn á heimili við Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann mis- notaði fimm ára stúlkubarn. Amma barnsins lá sofandi við hlið þess þegar atvikið átti sér stað. Sami maður var dæmdur fyrir að ræna barni á Seyðisfirði fyrir fjórum árum. Þá náði faðir barnsins að endurheimta það fyrir utan húsið. Braust inn og misnotaði Barn níðingur í Hafnarfirði barnaníðingurinn og barnsræninginn Jóhann sigurðarson eyddi atvinnulausum dögum sínum með dóttur sinni eða í að gera við bíldruslu. MYnD: sigtrYggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.