Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Page 8
föstudagur 5. desember 20088 Fréttir Af er það sem áður var er milljarða- mæringar margir hverjir flíkuðu auð sínum við hvert tækifæri sem gafst. Johnnie L. Roberts hjá banda- ríska tímaritinu Newsweek gerir málið að umtalsefni í fyrsta tölu- blaði desember. Einn þeirra sem í greininni er nefndur til sögunn- ar er margmilljarðamæringurinn Michael Hirtenstein. Nefndur Hirt- enstein var, segir í greininni, van- ur að fjölyrða oft og tíðum um þær íburðarmiklu lúxusfasteignir sem honum hafði tekist að koma hönd- um yfir. „Ég safna heimilum því mér líkar það,“ er haft eftir Hirten- stein úr viðtali við Dans Hamptons. com. Með orðum sínum skírskotaði Hirtenstein til átta fasteigna sinna. en á meðal þeirra er íbúð á 76. hæð Time Warner Center á Manhatt- an. Sú íbúð er metin á litlar tuttugu og sjö milljónir bandaríkjadala, eða um fjóra milljarða íslenskra matadorpeninga. Í ágúst á síðasta ári hafði Hir- tenstein, sem auðgaðist á sviði símafyrirtækja, uppi áform um að láta byggja glerhýsi mikið í Tribe- ca á Manahattan, með leðurklædd- um veggjum, þremur stofum og sundlaug með innbyggðum sjón- varpskjá, undir vatnsborðinu. En kreppan skall á og um leið dró úr fasteignaviðskiptum Hirtensteins. Hægt og hljótt dró hann í land með Tribeca-áform sín og tapaði gríð- arhárri fyrirframgreiðslu. Hirten- stein er samt engan veginn orðinn blankur og farinn að selja eldspýtur í anda litlu stúlkunnar H.C. And- ersen. „Ég gæti gengið niður núna og keypt mér Ferrari,“ sagði Hirten- stein þar sem hann sat í svítu sinni í Las Vegas. „En margir vina minna eiga bágt núna. Ég hef ekki löng- un til að kaupa leikföng út í loftið,“ sagði hann. Blingið skilið eftir heima Víða í Bandaríkjunum er farið að örla á nýrri tilfinningu á meðal fólks sem tilheyrir auðmannsstéttinni. Tilfinningin er framandi og birtist í skömm vegna íburðar. Coco Chan- el heitin, drottning tísku tuttugustu aldar, sagði að lúxus væri andstæða smekkleysis, ekki fátæktar. En nú er svo komið á tímum efnahags- lægðar að það virðist smekklaust að flíka íburðarmiklum lífsstíl. Auð- menn sleppa blinginu, Rolex-úrinu og forðast verslunarflipp gylltu ald- arinnar eins og heitan eldinn, og óhætt að segja að þessi nýju viðhorf ríkra komi illa við kaunin á lúxus- markaðinum. Hann hefur nú þegar ekki farið varhluta af því að pyngjur margra auðmanna hafa lést, en þó keyrir um þverbak, nú þegar jóla- vertíðin er handan hornsins, ef þeir sem þó eiga nægt fé í handraðanum halda að sér höndum með þeim af- leiðingum að umboð sem versla með Bentley- og BMW-bifreiðar geta ekki haldið jólin hátíðleg. Að ekki sé minnst á Neiman Marcus, Saks og uppboðsfyrirtækin Christ- ie‘s og Sotheby‘s. Þeir sem áður höfðu lifibrauð af því að auglýsa lúxusvarning rétt skrimta og fallið hefur ótæpilega á glans auglýsingatímaritanna sem höfða til þeirra sem gildir voru á velli, og böðuðu sig í athygli þeirra sem minna höfðu milli handanna. Samkvæmt fréttabréfi fjölmiðlaiðn- aðarins, Media Industry Newslett- er, hefur auglýsingum í stærstu lúx- ustímaritunum fækkað um tuttugu og tvö prósent frá því fyrir ári. Conde Nast, útgefandi Vanity Fair, W og Vogue, hefur skorið nið- ur karlmannaútgáfu Vogue og nýtt glansviðskiptatímarit, Portfolio. Auglýsingatekjur Robb Report, sem hefur til margra ára verið biblía þeirra sem telja sig sérfræðinga í smekkvísi, og naut velmegunar á tímum vogunarsjóða-milljarða- mæringa, hafa frosið. Sömu sögu er að segja um mýmörg tímarit sem einkum var beint að fólki sem vissi ekki hvað það átti að gera við auð sinn. Óhóf datt úr tísku Óopinberlega urðu óhóf og íburður úrelt fyrir um tveimur mánuðum, þegar Richard Fuld, stjórnarfor- maður Lehman Brothers-fjárfest- ingarbankans, kom fyrir þingnefnd í kjölfar sex hundruð milljarða dala gjaldþrots hans. Fuld var forsmáð- ur vegna launauppbótar sem nam hálfum milljarði dala og lífsstíls sem dró dám af lífsstíl kóngafólks. Meðal þess sem nefnt var til sögunnar við yfirheyrslur þingnefndar voru þak- íbúð á Park Avenue, að verðmæti tuttugu og einnar milljónar banda- ríkjadala, landareign í Greenwich í Connecticut að verðmæti tuttugu og fimm milljóna bandaríkjadala og safn listmuna að verðmæti tvö hundruð milljóna bandaríkjadala, samtals um þrjátíu og sjö milljarðar íslenskra króna. Þingnefndarmað- urinn og repúblikaninn Henry Wax- man sagði við yfirheyrsluna: „Ég spyr þig aðeins einnar spurningar: Er þetta réttlátt?“ Risið var víst ekki hátt á Fuld við þessa spurningu. Vart hafði fennt yfir þessa opin- beru afhjúpun á Richard Fuld þeg- ar upp komst að æðstu menn trygg- ingarisans AIG, sem þá var kominn að fótum fram, höfðu notið hvíldar í heilsulind á St Regis, fimm stjörnu lúxushóteli. Dvölin kostaði 440.000 dali, um sextíu milljónir íslenskra króna, og átti sér stað eftir að ríkið hafði hlaupið undir bagga vegna slæmrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins og látið af hendi rakna eitt hundr- að og fimmtíu milljónir dala, um tuttugu og þrjá milljarða íslenskra króna, af fé skattborgara. Iðrunarsút auðkýfinga Fólk sem áður skirrðist ekki við að eyða háum fjárhæðum í afmæl- isveislur eða önnur teiti er niður- lútt og sýnir iðrun við hvert tæki- færi sem gefst. Einn þeirra er Steve Schwarzman hjá eignarhaldsfélag- inu Blackstone Group. Hann lýsti í síðasta mánuði yfir mikilli eftirsjá vegna þeirra þriggja milljóna dala sem hann eyddi í sextugsafmæli sitt í febrúar 2007. Fjölmiðlar og stjórnmálamenn, margir hverjir, eru ekki á þeim buxunum að láta þá veislu falla í gleymskunnar dá. „Ég hefði, auð- vitað, síður kosið að gera þetta og verða, þið vitið, einhvers konar tákn þess tíma,“ sagði Schwarzman á blaðamannafundi í New York. Blackstone sem metið var á átta milljarða dala í júní 2007 er á papp- írum metið á tvo til þrjá milljarða dala nú um stundir vegna hruns á hlutabréfamörkuðum. Hollywood er ekki undanþegið þessari nýtilkomnu hógværð auð- ugra í Bandaríkjunum. Einn ónafn- greindur kvikmyndamógúll segist ekki myndu kaupa eitthvað íburð- armikið eins og málum er háttað. „Ekki á svona tímum. Það myndi virka sem mont,“ sagði hann. Í herbúðum Disney eru menn í öngum sínum vegna myndar sem áformað var að frumsýna á degi elskenda. Myndin heitir Játningar verslunarfíkils og fjallar um unga konu sem er veik fyrir merkjavöru. Til tals hefur komið að endurskrifa textann þannig að hann dragi dám af hinum harða raunveruleika efna- hagskreppunnar. Það er ekki lengur flott vestanhafs að flíka auð sínum. Efnahagslægðin hefur fætt af sér framandi tilfinn- ingu á meðal auðmanna og iðrunar gætir á meðal þeirra sem uppvísir hafa orðið af því að halda afmælis- veislur sem kostað hafa milljónir dala. Rándýrt glys er skilið eftir heima og þeir sem áður keyptu sér dýra bíla til að flíka óendanlegum auði sínum hugsa sig tvisvar um. Iðrun auðkýfInga Þeir sem áður höfðu lifibrauð af því að aug- lýsa lúxusvarning rétt skrimta og fallið hefur ótæpilega á glans aug- lýsingatímaritanna sem höfða til þeirra sem gildir voru á velli og böðuðu sig í at- hygli þeirra sem minna höfðu milli handanna. Bentley Ný viðhorf auðmanna til eyðslu hafa haft mikil áhrif á sölu framleiðenda lúxusbifreiða. Richard Fuld „er þetta réttlátt?“ stjórnarfor- maður Lehman brothers var gagnrýndur fyrir óhófslífsstíl þegar bankinn riðaði til falls. KolBeInn þoRsteInsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Góðar gjafir Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. Góðar gjafirGóðar gjafir Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is Góðar gjafir Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is Ha dprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.