Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Side 10
föstudagur 5. desember 200810 Fréttir KALT VOR Fritz Már Jörgensson - íslenskur krimmi - Fritz M ár Jörgensson K A LT V O R Fritz Már Jörgensson er hér með nýja bók sem svo sannarlega hefur slegið í gegn. Kalt Vor er frábær skáldsaga eftir einn allra vinsælasta spennusagnahöfund þjóðarinnar. Kalt Vor er ein af þessum bókum sem þú leggur ekki frá þér fyrr en hún er lesin upp til agna. KALT VOR Brunnur bókaútgáfa –bókaútgáfan þín Þetta er þriðja skáldsagan eftir Fritz Már Jörgensson. Fyrri bækur hans vöktu verðskuldaða athygli og fengu báðar bækurnar mjög lofsamlegar umsagnir og frábærar viðtökur lesenda. ERFIÐUR NÁGRANNI SEKUR UM MORÐ Hæstiréttur staðfesti í gær 16 ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí yfir Þórarni Gíslasyni. Hann varð Borgþóri Gústafssyni að bana við Hringbraut í Reykjavík 7. október 2007. Allt frá því Þórarinn var fyrst færður í gæsluvarðhald þar til dómur féll í gær hélt hann fram sakleysi sínu. Þórarinn Gíslason sætir fangelsisvist í allt að sextán ár fyrir að hafa myrt Borgþór Gústafsson á heimili þess síðarnefnda við Hringbraut í októb- er. Morðið framdi Þórarinn 7. októb- er á síðasta ári en hann hefur statt og stöðugt haldið fram sakleysi sínu. Slökkvitæki var morðvopnið Það var um hádegisbil 8.október 2007 sem lögreglu var tilkynnt um það sem í fyrstu virtist vera alvarleg lík- amsárás í íbúð við Hringbraut. Borg- þór Gústafsson fannst meðvitund- arlaus og blóðugur á heimili sínu. Hann reyndist hafa verið laminn ítr- ekað með slökkvitæki og höfuðkúpa hans var margbrotin. Áður en dag- urinn var liðinn var Borgþór látinn. Endanlegt banamein hans var heila- blæðing eftir höfuðkúpubrot. Borgþór og Þórarinn höfðu set- ið að drykkju um kvöldið en sá síð- arnefndi var handtekinn á staðnum, ofurölvi. Grunur beindist fljótt að Þórarni en á myndskeiðum úr ör- yggismyndavélum í anddyri hússins mátti sjá þá takast á. Þórarinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjöl- farið. Nú hefur Hæstiréttur staðfest dóm héraðsdóms. Sextán ára fang- elsi fyrir manndráp. Játaði aldrei Í aðdraganda voðaverksins höfðu mennirnir báðir setið að neyslu áfengis og lyfja. Upptökur úr mynda- vélum í anddyri hússins sýna hvar mennirnir áttu í erjum. Þórarinn Gíslason bjó í íbúð í sama húsi og fórnarlambið. Í íbúð Þórarins fund- ust meðal annars föt með dufti úr slökkvitæki auk þess sem rafmagns- rofar í íbúð Þórarins voru kámugir með blóði Borgþórs. Í vitnaleiðslum sagði Þórarinn að hann hefði talið að magi Borgþórs hefði sprungið af því að hann hefði drukkið spritt. Blóðið á fötum sínum sagði Þórarinn að væri vegna þess að Borgþór hefði frussað á hann. Seinna í skýrslutökum fór minni Þórarins að skýrast. Þórarinn var viðstaddur alla aðalmeðferð málsins fyrir dómi á sínum tíma og hlýddi á vitnisburð. Í lok aðalmeðferðar var hann spurð- ur hvort málið væri farið að rifjast eitthvað upp fyrir honum. Þórarinn kvað svo ekki vera og játaði aldrei verknaðinn. Úrskurðaður sakhæfur Þórarinn var úrskurðaður sakhæf- ur að lokinni geðrannsókn. Hann er talinn eðlilega gefinn og ósturlað- ur. Engin einkenni fundust um al- varlegar persónuleikaraskanir eða heilaskaða. Læknir mat það öruggt að hann væri haldinn kvíðaröskun og óyndi. Hann hafi enda verið í sí- felldri áfengis- og fíkniefnaneyslu. Héraðsdómara þótti fullsann- að að Þórarinn hefði framið morð- ið, jafnvel þótt vandséð væri hvað honum hafi gengið til. Hann ætti sér engar málsbætur. Þórarinn þarf að greiða aðstandendum Borgþórs ríf- lega hálfa milljón í miskabætur auk málskostnaðar. Íbúðin varð að greni Skömmu fyrir morðið fjallaði DV um það að Félagsbústaðir Reykja- víkur, sem áttu íbúðina sem Borg- þór bjó í, hefðu reynt að fá hann borinn út. Ástæðan var ítrekaðar kvartanir nágranna Borgþórs sem töldu hann mjög erfiðan nágranna. Dómari hafnaði kröfunni vegna þess að Borgþór hafði aðeins feng- ið eina formlega viðvörun en hefði þurft að fá tvær samkvæmt leigu- samningi. Nágrannar sögðu að Borgþór hefði breytt heimili sínu í nokkurs konar greni og stóð stuggur af hegð- un hans en hann og gestir hans skildu eftir sig sprautur og nálar í húsinu. Borgþór átti nær sleitulausan sakaferil frá árinu 1983. Hann hafði hlotið þrjátíu dóma fyrir brot á hegn- ingarlögum, flesta vegna þjófnaða en einu sinni vegna líkamsárásar. Hann var síðast dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í febrúar síðastliðinn fyr- ir að hafa pantað mat fyrir sautján þúsund krónur á veitingastaðnum Indókína, án þess að borga. SiGurður Mikael JónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is erfiður nágranni barinn til bana ógæfumaður barinn til bana á heimili sínu við hringbraut: F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 9. október 2007 dagblaðið vísir 161. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 FRÉTTIR nágrannar mannsins sem lést eftir barsmíðar á heimili sínu við Hringbraut höfðu lengi kvartað undan hávaða og látum. félagsbústaðir reyndu að fá borgþór borinn út fyrir skemmstu en tókst ekki. Maðurinn var í óreglu og illa á sig kominn. „Ég vildi gjarnan hjálpa honum en vissi ekki hvað ég gat gert,“ segir georg Viðar björnsson húsvörður. Sjá bls. 2. >> Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er í þjálfaranámi með Roy Keane. Að loknu námi verður hann mennt-aðasti starfandi þjálfari í landinu, kominn með UEFA-PRO gráðuna. Eini Íslendingurinn sem er með hana í dag er Teitur Þórðarson. Hálfgert trúboð >> „Ég er svo sannarlega forfallinn aðdáandi og búinn að vera það í þó nokkurn tíma,“ segir Þröstur Helgason. Hann hefur skrifað bók um tónlistar- manninn Tom Waits sem hann birtir endurgjaldslaust á heimasíðu sinni. Hann segir skrifin hálfgert trúboð. í námi með roy keane >> Ólöf Ósk Erlendsdóttir, sem kærði Guðmund Jónsson í Byrginu fyrir kynferðisbrot og sætir nú ákæru fyrir að kefla og pynta mann, er farin að hjálpa til í sunnudaga- skóla. Hún lýsti sig seka í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær af ákæru um húsbrot ásamt fjórum öðrum. Snúa bökuM SaMan SjálfStæðiSMenn bundu enda á deilur Sínar uM reykjaVik energy inVeSt og ákVáðu að Selja fÉlagið. borgarfulltrúarnir Sex SeM deildu á VilHjálM Þ. VilHjálMSSon borgarStjóra Hafa tekið Hann í Sátt. kauprÉttar- SaMningar Við StarfSMenn og Stjórnendur ollu Mikilli óánægju. dV birtir nöfn allra Þeirra SeM áttu uppHaflega að fá kauprÉtt. >> Tugir manna bíða við dyrnar á Góða hirðinum hvern dag eftir að búðin verði opnuð til að missa ekki af því nýjasta sem er í boði. DV tók nokkra nokkra þeirra sem stóðu í biðröðinni tali. bíða í röðuM Fólk Hjálpar til í kirkju 9. október 2007 Vettvangur voðaverksins Vímuæði endaði með morði. Mynd: dV - SiGtryGGur ari JóhannSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.