Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Side 12
föstudagur 5. desember 200812 Helgarblað Fjölmargir einstaklingar, sem voru í ábyrgðarstöðum fyrir hrun íslensks efnahagslífs, sitja ennþá í sömu stólum og áður. Ríkisstjórnin hafði fengið viðvaranir um slæma stöðu í íslensku bankakerfi. Stjórnend- ur Fjármálaeftirlitsins brugðust við aðvörunum erlendra greiningar- deilda árið 2006 með því að fara í lið með bönkunum, segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður og alþingis- maður. Þeir sögðu að erlendir aðilar skildu ekki íslenska módelið. Stjórn- endur Kaupþings afskrifuðu skuld- ir æðstu manna bankans upp á tugi milljarða króna. Kaup bankastjóra Glitnis á hlutabréfum í bankanum hurfu úr yfirliti bankans. Dæmin eru mörg þar sem æðstu stjórnmála- og viðskiptamenn hafa orðið uppvís- ir að ýmsu því sem í öðrum löndum myndi leiða til afsagnar eða refsing- ar. DV birtir hér á eftir umfjöllun um þá aðila sem á seinustu mánuðum hafa orðið uppvísir að ýmsum mis- tökum. Seldi bréfin eftir fund með Darling Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, átti hlutabréf í Landsbankanum þegar hann fór á fund með Alasdair Dar- ling, fjármálaráðherra Bretlands, og Björgvin G. Sigurðssyni viðskipta- ráðherra 2. september. Darling hefur tekið fram að á fundinum hafi hann lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Landsbankans í London. Fáeinum dögum eftir fundinn með Alasdair Darling seldi Baldur bréfin í Lands- bankanum. Það var um mánuði áður en ríkið þjóðnýtti Landsbankann og náði hann því að selja áður en bréfin urðu verðlaus. Hann hefur ekki viljað gefa upp hversu háar fjárhæðir þetta voru. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, hefur spurt Árna Mathiesen fjármálaráðherra hvort hann hefði haft áhyggjur af hags- munaárekstrum. Helgi taldi eðli málsins samkvæmt hefði ráðuneytis- stjóri haft aðrar og meiri upplýsingar en aðrir eftir fundinn með Darling. Árni sagði að Baldur hefði gert grein fyrir sér. Hann teldi sig ekki hafa haft meiri upplýsingar en aðrir. Baldur svaraði fyrirspurn DV um þetta mál á þessa leið: „Það er misskilning- ur að fundurinn í London hafi snú- ist um stöðu Landsbankans.“ Baldur er ennþá ráðuneytisstjóri fjármála- ráðuneytisins og allt útlit er fyrir að hann verði það áfram. Heppni bankastjórinn Birna Einarsdóttir, núverandi banka- stjóri Glitnis, keypti sjö milljón hluti í Glitni 29. mars, 2007 á genginu 26,4 fyrir samtals 184 milljónir króna. Kaupin voru skráð inn í Kauphöll- ina þennan dag en engin tilkynn- ing kom um sölu bréfanna. Næstu 11 mánuðina hélt Birna að hún ætti hlutina eða þar til hún mætti á hlut- hafafund 20. febrúar síðastliðinn, en þá var eignarhlutur Birnu hvergi á skrá. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði við DV að um leið og viðskipti væru skráð inn í kauphöllina væru þau orðin raun- veruleg. „Innherja þarf að tilkynna og síðan, ef það er horfið frá kaup- unum af einhverjum ástæðum, þarf að tilkynna að kaupin gangi til baka,“ sagði hann. Birna hefur haldið því fram að mannleg mistök hafi leitt til þess að kaup hennar á bréfum í Glitni hafi ekki farið í gegn. „Þetta eru álíka tæknileg mistök og þjófnaður Árna Johnsen. Mér finnst þetta með ólík- indum,“ sagði Vilhjálmur Bjarna- son, formaður fagfjárfesta og að- júnkt í hagfræði við Háskóla Íslands, um útskýringu Birnu Einarsdóttur á því hvernig bréf hennar í Glitni hafi horfið. „Það er greinilegt að þessi viðskipti hafa verið tilkynnt og menn taka á sig skuldbindingu þar með,“ sagði Vilhjálmur einnig. Fjármálaeft- irlitið tjáði sig ekki um málið. Birna er ennþá bankastjóri Glitnis og allt útlit er fyrir að hún verði það áfram. Afskráðu skuldir og halda eignum Kumpánarnir og fyrrverandi stjórn- endur Kaupþings, Sigurður Ein- arsson og Hreiðar Már Sigurðsson, tóku ákvörðun um að afskrifa skuldir stjórnenda bankans í lok september á þessu ári, nokkrum vikum áður en bankinn var þjóðnýttur. Starfsmenn bankans og stjórnendur höfðu sumir hverjir fjárfest í bankanum með lán- um sem átti að greiða af með arð- greiðslum. Þegar bankinn var þjóð- nýttur urðu bréfin verðlaus en lánin stóðu eftir. Með þessu var mörgum stjórnendum bankans bjarg- að enda geta þeir sem hafa orðið gjald- þrota á síðustu fimm árum ekki setið í stjórnum fjármála- stofnana. Sig- urður Ein- arsson átti sjálfur tæpa átta millj- arða króna hlut í bank- anum. Hreiðar Már Sigurðs- son átti rúma sjö milljarða. Þannig afskrifuðu þeir sín- ar eigin persónulegu skuldbindingar. Fram hefur komið í fjölmiðl- um að um tugi milljarða hafi verið að ræða þegar allar skuldirnar sem afskrif- aðar voru eru teknar saman. Fregnirnar eru sláandi í ljósi þess að hinn almenni borg- ari fær skuldir sín- ar ekki felldar niður. Á meðan margir sjá fram á að missa íbúðir sínar vegna þess að þeir eiga ekki fyrir lánum hafa félagarnir það ágætt eftir afskráninguna. Sigurður Einarsson virðist í það minnsta ekki vera á flæðiskeri staddur en þessa dagana er hann í hópi þeirra sem undirbúa tilboð í Kaupþing í Lúxem- borg. Formaður VR varði niðurfellingu skulda Gunnar Páll Pálsson, formað- ur Verslunarmannafélags Reykja- víkur, sat í stjórn Kaupþings þegar skuldir stjórnenda bankans voru af- skrifaðar. Hann hefur sagt við fjöl- miðla að hann hafi neyðst til þess að samþykkja að starfsmenn Kaup- þings nytu þeirra einstöku sérkjara í kreppunni að vera undanskildir per- sónulegri ábyrgð á því að borga eig- in lán. Ljóst er að meðlimir í stéttar- félagi Gunnars, sem margir hverjir eru afgreiðslufólk í verslunum, njóta ekki þeirra kjara. „Sem stjórnarmaður í Kaupþingi var það skylda mín að verja hags- muni hluthafanna. Þegar fjallað var um það á stjórnarfundi bankans að heimila forstjóranum að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna var mér efst í huga sú skylda að tryggja hag bankans og umbjóðenda minna,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla. Verkalýðs- forkólfar hörmuðu aðgerðir Gunn- ars. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan skrifstofur VR og kröfðust afsagnar hans og Þráinn Bertelsson rithöfundur sendi honum skriflega kröfu um að víkja. Gunnar situr enn- þá sem formaður VR. FME fór í lið með bönkum Árið 2006 vör- uðu erlend greiningar- fyrirtæki mjög við ofvexti bank- anna. Í kjöl- farið fór Fjármálaeftirlitið á fullt við að af- sanna að nokkuð væri til í þessu áliti erlendu greiningardeildanna. „Fjármálaeftirlitið fór þá að vinna með bönkunum og segja að erlend- ir sérfræðingar skildu ekki íslenska módelið,“ segir Atli Gíslason og tek- ur fram að strax árið 2006 hafi FME brugðist skyldu sinni sem eftirlitsað- ili bankakerfisins. Hann segir FME hafa unnið fyrir bankana síðan þá og nú reki þeir bankana á sama tíma og þeir hafi eftirlit með þeim. „Það eru stórfelld mistök hvað Fjármálaeftir- litið hefur tekið sér mikið vald í kjöl- far neyðarlaganna,“ segir hann. Atli segir FME ennþá bregðast skyldu sinni sem eftirlitsaðili. „Ég lít svo á að með því að biðja ekki um gjaldþrotaskipti yfir Landsbankan- um, hafi fjármálaeftirlitið bæði brot- ið gjaldþrotaskiptalög, lög um fjár- málafyrirtæki og hlutafélagalög,“ segir hann. Hann segir að bótakröf- ur muni að lokum enda á ríkinu. Atli segir stjórn Fjármálaeftirlitsins bera ábyrgð. Hún hafi ekki haft nægt eft- irlit með bönkunum og ekki beitt þeim aðgerðum sem mögulegt var til þess að koma í veg fyrir svo mikla útþenslu bankakerfisins. Sömu aðil- ar eru í stjórn FME og voru þar fyr- ir hrun. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í viðtali við Kastljósið að það hafi verið veikleiki hversu stórt bankakerfið á Íslandi var orðið. Hann sagði þó að allir hafi verið að vinna vinnuna sína og eng- inn innan FME hefði brugðist. Heilbrigðisvottorð á veikt kerfi Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði í ræðu hjá Viðskiptaráði Ís- lands 18. nóvember síðastliðinn að hann hefði varað ráðherra ríkis- stjórnarinnar við því í febrúar á þessu ári að viðskiptabankarnir stæðu tæpt. Hann sagði hins vegar ekki frá því að Seðlabankinn gaf út opinbera skýrslu í maí síðastliðnum þar sem bönkunum var veitt heilbrigðisvott- orð. Því er gríðarlegur munur á því sem Seðlabankinn hefur gefið frá sér um stöðu bankanna og því sem Dav- íð heldur nú fram að hann hafi sagt um bankana. Í skýrslu Seðlabankans frá því í maí 2008 segir almennt um fjár- málakerfið íslenska: „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyll- ir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlit- ið og Seðlabankinn hafa gert.“ Í sömu skýrslu segir ennfremur um eiginfjárstöðu, arðsemi og lausa- fjárstöðu bankanna: „Ársreikningar íslenskra fjármálafyrirtækja fyrir árið 2007, sérstaklega þriggja stærstu bankanna, sýna enn sem fyrr að þeir eru þróttmiklir. Eiginfjárstaða, arðsemi og lausafjár- staða þeirra er viðunandi. Álagspróf Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðla- bankans staðfesta þetta. Rekstrar- uppgjör bankanna fyrir fyrsta fjórð- ung þessa árs er í samræmi við það mat.“ Konan sem axlaði ábyrgð Margir hafa gagnrýnt bankastjórn og bankaráð Seðlabankans harðlega undanfarið fyrir röð mistaka. Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, alþingismað- ur Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra og vill hún að bankastjórn og banka- ráð Seðlabankans víki til að hægt sé að endurvinna traust á bankanum. Þetta kom fram í grein sem hún birti í Morgunblaðinu 4. nóvember. Þrátt fyrir háværa kröfu um að að Davíð Oddsson víki sem bankastjóri Seðla- bankans hefur hann sagt að þar verði hann áfram næstu árin. Verði honum vikið í burtu, muni hann snúa sér að stjórnmálum, en það hefði ófyrirsjá- anlegar afleiðingar fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason sitja ennþá sem seðlabankastjórar ásamt Davíð. Sigríður Ingibjörg Ingadótt- ir hefur sagt sig úr bankaráði Seðlabankans og sagðist hún biðja þjóðina afsökunar á því að hafa ekki axlað sína ábyrgð fyrr. Sagðist hún einnig hvetja bankastjóra Seðlabanka Ís- lands, Davíð Oddsson, Eirík Guðnason og Ingimund Frið- riksson, til að axla sína ábyrgð á mistökunum og segja af sér nú þegar. Í yfirlýsingu sem hún gaf frá sér sagði hún meðal annars: „Undanfarin ár, mánuði, vikur og daga hafa verið gerð alvarleg mistök í hag- stjórn Íslands og stjórn fjármála- kerfisins. Seðlabanki Íslands ber mikla ábyrgð á þeim mistökum. Nú er svo komið að íslenska hagkerfið er að hruni komið og munum við Íslendingar þurfa að byggja það upp á komandi árum og færa gríðarlegar fórnir.“ HINIR ÁBYRGÐARLAUSU Embættismenn, stjórnmálamenn og bankamenn sem voru í ábyrgðarstöðum fyrir hrun íslensks efnahagslífs sitja margir ennþá í sömu stólum og áður. Fyrrverandi stjórnend- ur bankanna hafa sumir hverjir vikið úr sætum sínum en afskrifað skuldir ákveðinna starfsmanna. Ráðherrar sem skelltu skollaeyrum við aðvörunum erlendis frá sitja líka sem fastast. DV skoðar dæmi um milljarða króna mistök, hvernig sumir sváfu á verðin- um og aðrir réttu sinn eigin hlut. Jón BJARKi MAgnúSSon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Afskrifaði skuldir sínar Hreiðar már sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, tók ákvörðun ásamt sigurði einarssyni um að afskrifa skuldir stjórnenda. Seldi eftir fund baldur guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, seldi bréf sín í Lands- bankanum eftir að hafa fundað með fjármálaráðherra bretlands þar sem fjallað var um Landsbankann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.