Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Síða 13
föstudagur 5. desember 2008 13Helgarblað
Ekki hlustað á aðvaranir
Landsbankinn bað breska sérfræð-
inga um að gera skýrslu um íslenska
bankakerfið og fékk hana í hend-
ur í apríl. Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra sagði við fjölmiðla í maí
að botninum væri náð. Það reyndist
fjarri lagi. Ríkisstjórnin fékk skýrsl-
una í hendur í byrjun júlí en lítið var
að gert til að fyrirbyggja það sem síð-
ar gerðist. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra sagði
að breskur bankasérfræðingur sem
spáði fyrir um hrunið þyrfti að fara
í endurmenntun. Þorgerður hefur
beðist afsökunar á þessum ummæl-
um. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina,
skellti hún skollaeyrum við aðvör-
unum á þeim tíma sem nauðsyn-
legt hefði verið að hlusta. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir sagði að það væri
engin kreppa, þegar hún var búin að
sjá skýrslu bresku sérfræðinganna.
Ingibjörg Sólrún, Þorgerður Katr-
ín, Geir H. Haarde og fleiri úr ríkis-
stjórninni hafa haldið því fram að
eng- inn hefði getað
séð hrun
efna-
hagskerfisins fyrir. Skýrsla bresku
sérfræðinganna, aðvaranir Þorvalds
Gylfasonar, Gylfa Magnússonar og
annarra íslenskra hagfræðinga ári
fyrir hrunið eru þó skýr dæmi um
það að margir sáu veikleika kerfis-
ins fyrir.
Aðgerðaleysi leiðir
til landflótta
Björgvin G. Sigurðsson fór á fund
með Alasdair Darling, fjármálaráð-
herra Bretlands. Sá síðarnefndi lýsti
yfir þungum áhyggjum af Lands-
bankanum og IceSave. Björgvin
mun hafa útskýrt sýn íslenskra ráða-
manna á stöðunni. Atli Gíslason
segir marga telja að ákvörðunin um
setningu hryðjuverkalaga til þess að
frysta eigur Landsbankans í Bret-
landi hafi verið viðbragð við boð-
skap íslenskra ráðamanna á þessum
fundi. Viðbrögð og svör ís-
lensku
sendinefndarinnar við fyrirspurnum
breskra ráðamanna hafi þótt ótrú-
verðug og vakið tortryggni. „Það ríkti
algjört aðgerðaleysi af þeirra hálfu
gagnvart þessari stöðu,“ segir Atli
varðandi forsvarsmenn ríkisstjórn-
arinnar. Bankarnir hafi verið komn-
ir langt yfir þrek íslensks efnahags.
Bankarnir voru komnir í lausafjár-
kreppu strax á árinu 2007 og fóru þá
í kjölfarið að afla sér lausafjár fyrir
mikinn áhætturekstur.
Atli segir það hafa verið sitt mat
að frá þeim degi sem skýrslan barst
hafi áframhaldandi viðskipti með Ic-
eSave-reikningana verið „glæpsam-
leg“. „Það hafi verið í síðasta lagi sem
þeir vissu eða máttu vita að þetta
gekk ekki upp hjá þeim,“ segir hann.
Samkvæmt heimildum DV mun Geir
H. Haarde einmitt hafa látið svip-
uð orð falla eftir bankahrunið. Atli
segir að ef gengið verði að IceSave-
reikningunum verði á Íslandi mikil
þáttaskil á næstu tuttugu árum. „Við
verðum dæmd til atvinnuleysis og
landflótta.“ Hann segir ríkisstjórnina
hafa sofið á verðinum allt of lengi.
Fjármunir hverfa í vörslu
framsóknarmanna
Tryggingafélagið Samvinnu-
tryggingar var stofnað árið
1946 en það sameinaðist svo
Brunabótafélaginu í VÍS
árið 1989. Þeir sem tryggðu
hjá Samvinnutrygging-
um árið 1987 til 1988, og
héldu áfram að tryggja hjá
VÍS fram í júní 2006, áttu að
fá hlut sinn greiddan í hluta-
bréfum Giftar. VÍS varð verulega
umdeilt þegar Finnur Ingólfs-
son, ásamt Helga S. Guðmunds-
syni og fleiri framsóknarmönn-
um, var sakaður um að misnota
sjóðinn í fjárfestingar, þar á
meðal til kaupa á Bún-
aðarbanka Íslands,
síðar Kaup-
þingi,
árið
2003.
Margir vildu meina að þar hefði átt
sér stað stærsta bankarán sögunnar.
Samvinnutryggingar urðu alræmd-
ar í ljósi þess að framsóknarmenn
stjórna sjóðnum, þar ber hæst Finn
Ingólfsson, Helga S. Guðmunds-
son, og svo Valgerði Sverrisdóttur
sem nú situr í fulltrúaráði félagsins.
Öll komu þau að einkavæðingarferli
Búnaðarbankans, Valgerður var þá
viðskiptaráðherra, Helgi og Finnur
kaupendur.
Hrundi með fjármálakerfinu
Það var svo í júní á síðasta ári sem
fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins
Samvinnutrygginga, samþykkti að
stofna dótturfélagið Gift. Þá var jafn-
framt samþykkt að leggja allar eign-
ir inn í félagið sem voru 60 milljarðar
en eigið fé var 30 milljarðar. Gjörn-
ingurinn varð umdeildur, þá sérstak-
lega í ljósi þess að um fimmtíu þús-
und manns, sem greiddu tryggingar
þar árum saman, eiga eignarrétt í
félaginu. Heildarupphæðin sem al-
menningur á tilkall til er þrjátíu millj-
arðar, fé sem nú virðist vera tapað.
Í kjölfarið hefur Gift farið um víð-
an völl og fjárfest í mörgum félögum
og fyrirtækjum. Þar ber hæst Exista
og Kaupþing, en bankinn var þjóð-
nýttur í október. Þá átti Gift einn-
ig í Landsbankanum og Glitni, sem
einnig hafa verið þjóðnýttir. Gift átti
síðan hluta í Straumi-Burðarás, sem
skilaði nýlega tapi, vel yfir tuttugu
milljarða. Því er ljóst að Gift er komið
í veruleg vandræði með fé almenn-
ings. Kreppan er næstum búin að
knésetja félagið áður en það kemst í
hendur þeirra fimmtíu þúsund ein-
staklinga sem hafa eignarrétt í því.
Skilanefndin skilar engu
„Með því að samþykkja skilanefnd-
ina án þess að fá löggildingu, er full-
trúarráðið komið í þá stöðu að það
gæti verið að brjóta lög,“ sagði hæsta-
réttarlögmaðurinn Sigurður G. Guð-
jónsson, sem gagnrýndi tilurð Giftar
á sínum tíma harðlega, við DV. Hann
sagði skilanefndina svokölluðu, sem
átti að vinna að slitum Giftar, ekki
vera löglega. „Ég veit ekki til þess að
það sé einhver löggilding sem þeir
hafa fengið og því engar lagalegar
forsendur til þess að annast þessi
störf,“ segir Sigurður um skilanefnd-
ina en formaður hennar er Kristinn
Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður.
Samkvæmt heimasíðu Samvinnu-
trygginga kemur fram í pistli á síð-
asta ári að skilanefndin myndi slíta
félaginu í fyrsta lagi í október á síð-
asta ári. Það var Þórólfur Gíslason,
þáverandi formaður stjórnar Giftar,
sem það skrifaði, en hann sagði sig
úr stjórn í mars síðastliðnum. Ekkert
bólar á skilum skilanefndarinnar og
nú er raunveruleg hætta á að verð-
mætin hafi tapast í því efnahagslega
fárviðri sem hefur ríkt hér á landi
undanfarið.
Engir fundir
„Ég get bara ekkert sagt um það,“
svaraði Valgerður Sverrissdóttir
þegar DV spurði hana út í alvarlega
stöðu Giftar og þýðingu þess fyrir
hana. Hún staðfesti hins vegar við
blaðamann að hún hefði verið stödd
á fundi fulltrúaráðs Samvinnutrygg-
inga þegar ákvörðunin um Gift var
tekin í júní á síðasta ári. Hún sagði að
enginn hefði kallað til fundar vegna
ástandsins núna, síðasti fundur
hefði verið haldinn í upphafi árs. Þá
komst hún ekki vegna þess að hún
var stödd erlendis.
Þegar haft var samband við fram-
kvæmdastjóra Giftar, Benedikt Sig-
urðsson, vildi hann ekki svara spurn-
ingum um fjárhagsstöðu Giftar.
Ríkislögreglustjóri
sakaður um líflátshótun
Sjö ára gamalt mál úr embættis-
mannakerfinu er áhugavert í ljósi
þess hvernig það var ekki tekið fyrir
og í rauninni þaggað niður. 4. febrú-
ar 2001 var lögreglan kölluð til vegna
uppákomu á Vínbarnum. Þá sak-
aði heildsali nokkur í Reykjavík Har-
ald Johannessen ríkislögreglustjóra
um að hafa hótað sér lífláti. Í grein
í Mannlífi sem birtist í október 2005
segir: „Sá sem varð fyrir hótuninni,
Ingvar Karlsson heildsali, upplýsti að
sá sem ætti hlut að máli væri Harald-
ur Johannessen ríkislögreglustjóri
sem hefði skvett framan í sig úr vín-
glasi og síðan hótað sér lífláti. Vitnin,
Guðmundur F. Jónsson og Kristinn
Pétur Magnússon, staðfestu fram-
burð Ingvars.“
Þau sjónarmið voru uppi að lög-
um samkvæmt bæri lögreglu að
rannsaka málið og vísa því til sak-
sóknara þar sem hótanir um líflát
teljast til alvarlegra brota. Sú væri
vinnureglan, hvort sem þolandi vildi
kæra eða ekki, enda dæmi þess að
þeir sem verða fyrir hótunum hætti
við að kæra af einskærum ótta. Í
hegningarlögum er skýrt kveðið á
um að slík mál skuli sæta opinberri
kæru. Ekkert varð þó af henni og
málið þurrkað af borði lögreglunnar.
Í grein Mannlífs kemur fram að sam-
kvæmt heimildum tímaritsins hafi
Haraldur beðist afsökunar á skvett-
unni og boðið Ingvari hreinsun á
fötunum. Ingvar sjálfur lagði ekki í
hart við sjálfan ríkislögreglustjóra
og dró sig í hlé.
HINIR ÁBYRGÐARLAUSU
Hlutabréf hurfu Kaup birnu einarsdótt-
ur, bankastjóra glitnis, upp á 184 milljónir
voru skráð í Kauphöllina, þau hurfu hins
vegar úr kerfi bankans.
Vill kaupa banka í Lúx sigurður einarsson,
fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, virðist
ennþá eiga nóg af peningum, en hann hefur
áhuga á því að kaup Kaupþing í Lúxemborg.
Umdeildur formaður Verkalýðs-
forkólfurinn gunnar Páll Pálsson
samþykkti afskráningu skulda hjá
stjórnendum Kaupþings.
Hávær krafa sífellt fleiri eiga það á
hættu að missa íbúðir sínar vegna þess
ástands sem ríkir í kjölfar hrunsins. Krafa
margra er uppstokkun í fjármálafyrir-
tækjum, seðlabanka og í ríkisstjórn.
Framhald á
næstu síðu