Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Page 16
í bo rg in n i föstudagur 5. desember 200816 Helgarblað í la n d sm á lu m í seð la ba n k a n u m Hæðir og lægðir Nokkur kosNiNgaúrslit og eiN skoðaNaköNNuN í lífi davíðs 57,8% 47,4% 52,5% 52,7% 60,4% 38,6% 37,1% 40,7% 33,7% 10,0% 19821978 1974 1986 1990 1991 1995 1999 2003 2008 allar tölur 1974 til 2003 miðast við úrslit þeirra kosninga þar sem davíð oddsson var í framboði, hann var frá og með árinu 1982 ávallt efstur á framboðslista. tölurnar fyrir 2008 miðast við skoðanakönnun fyrir fréttastofu stöðvar 2 um hversu stór hluti vildi að davíð oddsson héldi áfram sem seðlabanka- stjóri, svarhlutfall var aðeins 40 prósent sem er rétt rúmlega helmingur þess sem telst æskilegt. Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét strax í októberbyrjun þau skilaboð ganga til samflokksmanna sinna í Sjálfstæðisflokknum að hann myndi snúa aftur í stjórnmálin ef honum yrði vikið úr Seðlabankanum. Heilu mótmælafundirnir hafa verið haldnir á undanförnum vik- um þar sem þess er krafist að Davíð víki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ut- anríkisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, hefur lagt það til auk annarra flokksmanna sinna sem eru í ríkisstjórn. Geir H. Haarde forsæt- isráðherra hefur þó veigrað sér við að víkja Davíð úr sæti og uppskorið furðu margra. Loks hefur Davíð nú opinberlega komið þessum yfirlýsingum sínum á framfæri. Hann ræddi þó ekki við íslenska fjölmiðla sem ítrekað hafa reynt að ná tali af honum undanfar- ið heldur fór hann í viðtal í danska blaðið Fyens Stiftstidende liðna helgi og gerði hug sinn ljósan. Bankaleynd í tísku Davíð mætti á fund viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun í fylgd lögreglu og lífvarða. Davíð átti að gera grein fyrir orðum sem hann lét falla á fundi Viðskiptaráðs Íslands 18. nóvember. Þar sagðist hann vita af hverju Bretar hefðu beitt hryðjuverkalögum gegn íslensku bönkunum. Davíð vildi ekk- ert tala við fjölmiðlamenn fyrir fund- inn en aðspurður hvaða maður það væri sem skuldaði bönkunum þús- und milljarða sagði Davíð: „Ég nefni þann mann ekki á nafn.“ Fundurinn tók óvenju langan tíma sérstaklega í ljósi þess að Davíð gaf ekkert upp á fundinum annað en að ítreka það að Seðlabanki Íslands hafi varað ráðherra ríkisstjórnarinnar við að bankarnir hefðu 0% möguleika á að lifa af. Árni Páll Árnason, þing- maður Samfylkingarinnar sem fór fram á að Davíð sæti fundinn, sagði hann hafa borið fyrir sig bankaleynd þegar hann var spurður út í hryðju- verkalögin. Árni Páll var augljóslega vonsvikinn með fundinn en sagði þó að nefndin myndi ekki aðhafast frek- ar í málinu. Davíð eitt og tvö Davíð virðist vera í hrópandi mót- sögn við sjálfan sig því á fundi Við- skiptaráðs Íslands sagði hann með- al annars: „Sú reiði sem kraumar í þjóðfélaginu og hægt er að beina í ýmsar áttir af áróðursmaskínum er ekki síst kraumandi vegna þess að það er ekki verið að upplýsa almenn- ing um eitt eða neitt.“ Davíð gagnrýndi einnig banka- leyndina á fundi viðskiptaráðs en í gær bar hann hana fyrir sig. Davíð stóð því sjálfan sig að því að upplýsa ekki almenning - eitthvað sem hann gagnrýndi fyrir rúmum tveimur vik- um. Þá vildi Davíð ekkert ræða við fjölmiðlamenn að fundi loknum í gærmorgun en veitti samt sem áður kínverska ríkissjónvarpinu langt og gott viðtal í fyrradag. Íslenskir fjöl- miðlar eru vægast sagt ósáttir við framkomu Davíðs því svo virðist sem Davíð velji sér þá fjölmiðla sem hann vill ræða við. Blaðamaður DV hitti Árna Mathie- sen fjármálaráðherra á Alþingi stuttu eftir fund viðskiptanefndarinnar og sagði Árni að Davíð hefði ekki borið fyrir sig bankaleynd þegar hann innti Davíð eftir svörum um þær ástæður sem liggja að baki beitingu hryðu- verkalaganna. Ólöglegar færslur Kaupþings „Ég hef spurt hann sjálfur að þessu og þá bar hann ekki fyrir sig banka- leynd. Eftir því sem hann hefur sagt mér voru grunsemdir um það að Kaupþing hefði flutt fjármuni ólög- lega til Íslands en eftir því sem ég best veit hefur það ekki verið stað- fest,“ sagði Árni og bætti við að hann sæi ekki að að aðrar ástæður gætu komið til greina. „Þeir höfðu grun um það á þessum tíma.“ Aðspurður hvort Seðlabanki Ís- lands væri orðinn of pólitískur sagði Árni: „Seðlabankinn á að vera sjálf- stæður og óháður þannig að það er auðvitað ekki gott ef hann bland- ast við pólitíkina en það má kannski segja að það hafi verið aðrir sem hafi haft frumkvæði að því en Davíð.“ Hvað endurkomu Davíðs varð- ar og hvort Árna hugnist það sagði hann einfaldlega: „Það fer eftir því hvernig hann gerir það.“ Geir H. Haarde forsætisráð- herra kallaði blaðamenn á sinn fund í stjórnarráðinu í gær þar sem hann talaði um fleytingu krónunn- ar. Blaðamenn vildu þó lítið tala um krónuna og snerist fundurinn á ör- skömmum tíma í fyrirspurnir vegna ummæla Davíðs. Geir sagðist ekki líta svo á að Dav- íð væri að hóta sér með þeim um- mælum að hann myndi snúa aft- ur í stjórnmál ef honum yrði vikið úr starfi sem seðlabankastjóra. Geir vildi einnig meina að ummæli Dav- íðs í fjónska fréttablaðinu hefðu ver- ið tekin úr samhengi. Man ekki eftir aðvörun Geir var einnig spurður út í þau orð sem Davíð lét falla á fundi viðskipta- nefndar í gærmorgun. Þar sagði Davíð að hann hefði í sumar greint ráðamönnum frá því að það væru 0 prósent líkur á því að bankarn- ir myndu lifa af aðsteðjandi hætt- ur í efnahagslífinu. Svar Geirs vakti vægast sagt athygli en hann sagði að Davíð væri að vitna í símtal sem þeir hafi átt í sumar. Geir man þó ekki eftir símtalinu sjálfur og virðist því treysta því að hann hafi átt þetta samtal yfirhöfuð við Davíð. Geir sagði einnig á fundinum að hann treysti Davíð fullkomlega og að hann hafi aldrei hugleitt að víkja honum úr starfi. Hvað varðar hugs- anlega endurkomu Davíðs í stjórn- málin sagði Geir að hann myndi ekki standa í vegi fyrir honum. Geir vissi ekki af hverju Dav- íð hefði borið fyrir sig bankaleynd á fundi viðskiptanefndar og benti blaðamönnum á að spyrja réttan mann. Geir tók hins vegar fram að Davíð hefði talað tæpitungulaust við sig um þær ástæður sem lágu á bak við beitingu hryðjuverkalaganna. Ástæðurnar eru þær sömu og Davíð greindi Árna Matthiesen frá - að það væri vegna þess að Bretar hefðu haft grunsemdir um það að Kaupþing hefði flutt fjármagn frá Bretlandi á ólöglegan hátt. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra segir bankaleynd Davíðs orka tvímælis. Verður að upplýsa þjóðina „Mér finnst það orka tvímælis, sér- staklega þar sem Davíð hafði áður boðað að hann vissi hvað olli þessu. Það verður þá að skoða það alveg sérstaklega hvort það sé ekki hægt að aflétta einhverri leynd af þessu máli ef Davíð telur að bankaleyndin sé að þvælast fyrir honum,“ segir Björg- vin og bætir við: „Það er einboðið að hann upplýsi þjóðina.“ Aðspurður hvort hann hafi spurt Davíð segir Björgvin að það hafi ekki hvarflað að honum: „Hann getur upplýst það á opinberum vettvangi.“ Hvort Kaupþing hafi flutt fjár- magn ólöglega úr Bretlandi eður ei sagði Björgvin að það væri í rann- sókn. „Verið er að rannsaka allar hreyf- ingar innan bankanna, þær vikur og mánuði fyrir fall þeirra. Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um það að Kaupþing hafi gert eitthvað ólög- legt.“ Björgvin segir það mjög óheppi- legt hversu pólitísk umræðan er um Seðlabankann: „Sérstaklega þegar við stöndum í jafnmikilvægu verk- efni og því að koma aftur verði á gjaldmiðilinn.“ Hvað yfirlýsingar Davíðs varð- ar um endurkomu í stjórnmál segir Björgvin: „Tímasetningin er óheppi- leg.“ Davíð dáleiðir Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur aldrei farið leynt með álit sitt á hægri öflum samfélagsins og hef- ur verið tíðskrifað um bláu höndina. Hallgrímur hefur þó trú á að ef Davíð fer í framboð eigi hann möguleika á að komast aftur á þing. Leynimakk Davíðs Davíð Oddsson seðlabankastjóri talaði tæpitungulaust við Árna Mathiesen fjármála- ráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra um þær ástæður sem lágu að baki beit- ingu breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögunum en bar fyrir sig bankaleynd á fundi við- skiptanefndar í gærmorgun. Þá sagði Davíð einnig að hann hafi varað ráðamenn við hruni bankanna. Það staðfesti Geir H. Haarde og sagði Davíð vera að vitna í símtal sem Geir man þó ekki eftir. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason segir að Davíð sé yfirfor- sætisráðherra og að hann búi yfir miklum dáleiðslumætti sem verður til þess að fólk hlusti á hann. Davíð náði hins vegar ekki að dáleiða ríkisstjórnina. GRAFÍK JÓN INGI AtlI MÁR GylFAsON OG eRlA HlyNsDÓttIR blaðamenn skrifa: erla@dv.is og atli@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.